Helgarpósturinn - 13.09.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 13.09.1984, Blaðsíða 2
! e FRETTAPOSTUR Óvissa í kjaramálunum Staðan á vettvangi kjaramála hinna almennu launþegasam- taka og vinnuveitenda er mjög óljós. Ríkistjórnin hefur markað þá stefnu að laun hækki ekki meira en um 3% í haustog um 5% á næsta ári. Félag bókagerðarmanna hóf verkfall sitt fyrir 12 dögum með þeim afleiðingum að öll prentun í landinu hefur stöðvast en Verkamannasamband íslands og VSI hafa undan- farið verið með þreifingar sín í milli. Iðja hefur samþykkt heim- ild til verkfallsboðunar. BSRB boðar verkfall Sáttatillaga í kjaradeilu BSRB og ríkisins var lögð fram á fimmtudag í síðustu viku á fundi með 60 manna samninga- nefnd BSRB og fjármálaráðherra. Verði sáttatillagan felld í almennum kosningum starfsmanna 24. og 25. sept. kann að koma til boðaðs verkfalls hinn 4. okt. næstkomandi. 4 félög urðu þó of sein til verkfallsboðunar. Áhrif prentaraverkfalls Verkfall Félags bókagerðarmanna getur haft þau áhrif að bókaútgáfa dragist stórlega saman fyrir jólin og vegna lakrar fjárhagsstöðu forlaganna er mögulegt að sum þeirra verði að hætta starfsemi. Dagblöðin stöðvuðust en gripu þó sum til þess ráðs að koma fréttum á framfæri méð upplímingu frétta- spjalda á fjölförnum stöðum, óku um með gjallarhorn og út- vörpuðu tíðindum dagsins eða gáfu út lítil fréttablöð. Atvinnuleysi ógnar Akurnesingum Óvenju slæmt atvinnuástand er nú á Akranesi. Togarinn Óskar Magnússon fer á nauðungaruppboð í næsta mánuði og ef hann selst úr bænum má búast við lokun tveggja frystihúsa með þeim afleiðingum að 160 manns verða atvinnulaus. Bæjarstjórnin hefur sent stjórnvöldum athugas'ímdir vegna vandans. Rás-2 allra landsmanna Á næstunni stendur til að 11 FM-sendum verði komið fyrir á landsbyggðinni þannig að um áramót verði netið orðið það þéttriðið að sendingar nái til allra landshorna. Kröflugos slær fyrri met Nú er Kröflugosið orðið hið lengsta sem verið hefur í Kröflu- eldum. Kraftur hélst óvenju lengi í gosinu en engin hætta hefur stafað af því fyrir mannvirki og byggð fyrir norðan. Dýrt að prenta seðla Kostnaður við útgáfu nýja þúsund króna seðilsins sem út kom á miðvikudag í síðustu viku nam um 7,5 milljónum króna. 10 kr. myntin kostaði 100.000 kr. í útgáfu og eru 10 kr. nú um helmingur allrar myntar og seðla í umferð. Útgáfu á 10 kr. seðlum hefur verið hætt. Öryggi sjómanna Sleppibúnaður er nú kominn í allflest ísl. fiskiskip, enda rann frestur til þeirrar uppsetningar út helgina 8. og 9. sept. 21. og 22. sept. verður haldin opin ráðstefna í Reykjavík um öryggis- mál sjómanna. BSRB-menn kynna kjör sín BSRB hefur farið af stað með mikla auglýsinga- og kynn- ingaherferð til að kynna kjör og störf hinna ýmsu starfshópa innan samtakanna. Fyrirlestrar 13. sept. flutti kunnur fræðimaður við norrænu deild Búda- pestháskóla fyrirlestur í Háskóla íslands sem hann nefndi: „Fjórða höfuðáttin" um stöðu norrænna fræða við háskólann í Búdapest. István Bernáth heitir hann og er m .a. kunnur fyrir þýðingar og umfjöllun um ísl. bókmenntir erlendis. 16. sept. flutti kunnur bandarískur heimspekingur Darrel E. Christensen, fyrirlestur við Hl í boði heimspekideildar og Fé- lags áhugamanna um heimspeki. j fyrirlestrinum var tekið mið af kenningum Hegels og nefndist hann: ,,,How is it that (con- crete) fact can speak for it self?“ íþróttir Um 11.000 manns komu á landsleik (slendinga og Wales í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rvík. 12. sept. s.l. Þarunnu íslendingarfrækilegansigurmeöeinumarki gegn engu og 17. október mæta þeir Skotum í Glasgow sem ásamt Spánverjum eru einnig í riðli með íslendingum í undan- keppninni. Fréttamolar • Saltsíldarverð var ákveðið í vikunni. • Evrópusamtök flugmanna héldu ráðstefnu í Reykjavík sem hófst 12. sept. Flugöryggismál voru ofarlega á baugi á ráðstefnunni. • Niðurskurður fjárveitinga í grunnskólum Reykjavíkur hefur það m.a. í för með sér að hópkennsla í skólasöfnum verður felld niður í vetur. • Rækjuafli Vestfjarðabáta hefur aukist mikið frá því í fyrra. • Leo Smith, bandarískur jassleikari og tónskáld, er staddur hér á landi til mánaðardvalar með fyrirlestrahaldi og jass- leik. Tívolí og ham Sölubörn Helgarpóstsins í skemmtireisu heima og erlendis ☆Vinningshafar í happdrætti blaðsöiubarna Helgarpóstsins og Flugleiða skemmtu sér konunglega í helgar- ferðinni sem þeir unnu til kóngsins Kaupmannahafnar. Hinir heppnu, átta talsins, allt harösnúnir sölumenn, not- uðu fyrsta daginn af þremur í ferðinni til að koma sér fyrir á góðu hóteli í miðborginni. Snemma morguninn eftir, sem var laugardagur, var strikið tekið á Strikið í verslunarleið- angur. Eftir kröftugt snarl, pylsur og McDonalds hamborgara, var stefnan sett á Tívolí. Þar var dvalið í einn danskan vinnudag, eða í átta klukku- stundir. Strákarnir, sem þurftu ekki að borga í tækin, notuðu þau óspart, og vöndust fljótt veltunum og snúningunum. Einn fór til dæmis „tuttugu og eitthvað sinnum" í rússíban- ann. Hann sagðist hafa verið spenntur fyrstu skiptin, „en svo vandist maður þessu.“ Nú kunna þeir rússíbanann utan- að, geta slappað af í honum. Eftir rólegan sunnudags- morgun og hádegismat á Mc- Donalds var haldið í Circus Benneweis þar sem drengirnir sátu agndofa yfir og undir listi- legri sýningu fjölleikahúss- fólksins. Á leiðinni heim varferðast á business-class í Flugleiðaþot- unni og þar hljómuðu tölvuúrin og tölvuspilin í samspili við flugfreyjubjöllurnar. Þeirvoru dálítið þreyttir eftir reisuna þegar flugvélin lenti, en tilbún- ir samt að endurtaka slíka ferð hvenærsem væri. Þau sölubörn Helgarpósts- ins sem heima sátu, og ekki fengu happdrættisvinninginn til Kaupmannahafnar, voru þó hvergi nærri aðgerðarlaus á meðan: Helgarpósturinn bauð þeim öllum í tívolíið á sýning- unni Heimilið og fjölskyldan ‘84 við Laugardalshöll á laug- ardeginum. Sölubörn blaðsins skemmtu sér þannig öll í tívolí samtímis beggja vegna Atlantsála. Ekki misstu sölubörnin hér heima helduraf hamborgaraáti: í stað þess að fara á McDonalds, skelltu þau sér öll á Trilluna, í næsta húsi við Helgarpóstinn í Ármúlanum, og þáðu hamborgara og kók að loknu tívolífjörinu.* 2 HELGARPÓSTURINN HWHUT3ÓRBAOJ3H Finnur Númason á fleygiferð í Tívolí í Kaupmannahöfn. Það var mikið hoppað í kastalanum í Laugardalshöll. Það ^ gamgn f tfvol(jnu á [s|andi og ko|krabbinn Var sérlega vinsæll.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.