Helgarpósturinn - 13.09.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 13.09.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN Hrekja prentarar bókavinnslu úr landi? Staða bókarinnar er ekki beysin um þessar mundir í okkar marglofaðabókmenntasam- félagi. Samdráttur í bóksölu hefur verið verulegur undanfarin þrjú ár, þótt titlaf jöld- inn frá mörgum útgáfufyrirtækjum hafi raunverulega ekki minnkað. Fyrir þessu eru taldar liggja ýmsar samverkandi ástæður, þótt flestum útgefendum beri saman um að ríkasta orökin sé þverrandi kaupmáttur al- mennings í landinu. Vídeógláp er einnig nefnt til sögunnar, auk þess sem sumir vísa til þess að aðrar gjafavörur ýti bókinni í auknum mæli til hliðar, ss. hljómplötur sem nú eru orðnar þó nokkuð ódýrari en bækur, svona hlutfallslega miðað við fyrri b'ð. Flest forlögin hafa gripið til þess ráðs að draga saman seglin á þessu ári og hætta við ýmis stórverkefni, sem oft hafa kostað þau gífurleg útgjöld, og gera nú meira út á þau verk sem eru trygg í sölu. Talað er um 30% sölusamdrátt á síðasta ári og forlögin standa ekki vel að vígi, því jafnvel sölu- hæstu bækurnar eru sagðar hafa skilað þeim litlum hagnaði. Þó hefur bókaverð hækkað að meðaltali um 65% milli ára, og nú hefur verkfallshögg Félags bókagerðar- manna riðið ofaná allt saman. Kannski ekki rothögg - og þó, sum útgáfufyrirtækin standa orðið svo tæpt að margra vikna prentaraverkfall verður nær örugglega banabiti þeirra. Um það voru nánast aliir út- gefendur sammála sem hcift var samband við fyrir vinnslu þessarar greinar. Allir viðmælendumir töldu sig þó geta þraukað. Óvissan væri að vísu gríðarleg og erfitt að meta áhrif verkfallsins, „enda kem- ur það á versta tíma fyrir bókavinnslu í landinu, nú þegar jólabókamarkaðurinn er svo skammt undan. Allir vom þó sammála um að ef verkfallið teygðist fram yfir mán- aðamót þýddi það hreinlega neyðæástand. „Það færi allt í voða,“ segir útgefandi, ,/nér líst cifskaplega illa á málið því bókaútgáfa hér berst í bökkum og ástandið hefur aldrei verið verra en nú þegar prentaraverkfcdlið bætir gráu ofan á svart." Oliver Steinn Jóhcmnesson, formaður Fé- lags ísl. bókaútgefenda, segir stöðuna vera slfka að allæ jólabækur séu komnar í vinnslu. Mismunandi lcingt komnar, en fæstar þó fullunnar, og víst megi telja að iangt verkfall hafi þær aileiðingcu- að margar bækur sem komnar eru áfram í vinnslu verði úti. Fyrir suma eru áhrifin raunar þegar kom- in í ijós. Það á við um skólabækur sem innlyksa urðu í prentsmiðjunum og komast því ekki í notkun á haustmisseri. Það eru ekki litlu forlögin sem endilega fara verst út úr verkfallinu. iægar stóru út- gefendurnir neyðast enn til að draga úr titlcifrcimboði sínu aukast möguleikar minni aðila á að koma sínum verkum á framfæri. „Þetta er fyrst og fremst katastrófa fyrir stóru forlögin", sagði útgefandi semhyggur á það ráð að koma gamla lcigemum sínum út nú þegar samdráttur er fyrirsjáanlegur í út- gáfu nýrra bóka. Annar útgefandi dregur slík ráð í efa. Fólk kaupi ekki gamlar bækur til gjcifa einfcúdlega af ótta við að viðkom- andi eigi þær fyrir. Þannig er mestöll íslensk bókaútgáfa ríg- bundin einum og sama útgáfutímanum og duttlungum gjafamarkaðarins. Nokkrir til- burðir hafa öðru hvom verið uppi til þess að breyta þessu en lítið áunnist. Nú kann svo að fara að þau útgáfufyrirtæki sem standa af sér storminn leiti nýrra leiða í bókaútgáfu. „Ég óttast að þegar verkfallið leysist myndist algert kaos í prentsmiðjunum þeg- ar þær reyna að sinna ölium verkbeiðnun- um", segir útgefandi nokkur. „Titlum mun augljóslega fækka og allur útgáfuþunginn færist á örfáa daga fyrir jól. Svo mun verk- beiðnum fýrir næsta ár örugglega fækka mjög mikið. Það stefnir í vemlegcin sam- drátt á næstu árum í bókaútgáfu. Útgefendunum ber þó ekki saman um hvort grisjunin komi þannig niður að „góð- bókmenntimcU'" verði útundan og aðeins staðið að útgáfu bóka sem tryggar em í sölu. „Þetta mun væntanlega koma jafnt niður á línuna," segir einn, en annar heldur því þó fram að sennileg langtímaáhrif verði m.a. þau að öðmvísi bækur verði gefnar út og í öðm formi, kannski ekki eins veglegu og verið hefur. Þar kemur aukin kiljuútgáfa vel til greina, „og svo má búast við því að reynt verði að koma út bókum á öðrum tíma árs en eingöngu fyrir jólin.“ Hækkaður launakostnaður í prentsmiðj- unum að loknum samningum hefur svo sín áhrif. Útgefendur hafa engin áhrif á samn- inga prentsmiðjueigenda og bókagerðar- eftir Ómar Friðriksson manna og em óhressir með að þurfa að sæta því að vera eingöngu þolendur þess sem prentsmiðjueigendur telja skynsam- Iegt. Sín á milli hcifa útgefendur bóka því rætt töluvert, en þó óforinlega, þann mögu- leika að. færa vinnslu venjulegra bóka úr landi. „Ýmis gylliboð hcifa borist erlendis frá,“ segir einn þeirra, og annar telur þann kost vel fýsilegan. Einn útgefandi hefur þeg- ar farið aí stað með tvær bækur í prentun í Belgíu og ætlar að freista þess að koma þeim út fyrir jól. Aðrir telja þó ekki líklegt að prentun erlendis bjargi jólamarkaðinum en með auknum möguleikum á að forlögin sjálf komi sér upp aðstöðu tíl setningar bóka geti farið svo að önnur vinnsla fari í erlendar hendur. „Það yrði hryllileg niðurstaða, því inn- lendi prentiðnaðurinn er mjög góður, en ef verkföll prentara ætla að verða árviss við- burður er þessi möguleiki vel líklegur," seg- ir forlagseigandi. „Hækkaður prentunarkostnaður kemur strax út í verðlagið," segir annar, og ekki er á bókaverðið bætandi þar sem þverrandi kaupmáttur almennings er talinn ástæða minni bóksölu. Þetta er því vítahringur fyrir bókaútgáfuna hér og ljóst er að mörg forlög em að falli komin. Miklcir mcinnabreytingar hafa orðið innan útgáfufyrirtækjcinna og menn em argir út í prentara fyrir að sjá ofsjónum yfir tækjavæðingu prentsmiðj- anna sem þeir telji til marks um að.hagur þeirra sé góður. Raunvemlega standi þær höllum fæti eftir offjárfestingu í tækjum undanfarið. En það er kaupmáttur launafólks sem endanlega ræður því hvort bóksala þrífst í landinu. Eftir mikla biðlund almennings í efnahagsþrengingunum undanfarið riður stéttvís starfshópur prentara nú á vaðið með aðgerðum til að bæta afkomu sína. Fylgi aðrir launcimenn í kjölfarið og fyrir- tætón reynast ekki hafa bolmagn til launa- hækkana, neyðast þau tíl að leita nýrra leiða í rekstri sínum. Bókaútgáfan er þar ekki undanskilin. Fall herráSsforseta eftir átakatímabil í Kreml ERLEND YFIRSYN Yfirforingi herráðs Sovétríkjanna er ann- ar valdamesti maður ríkisins, næstur á eftír frcimkvæmdastjóra kommúnistaflokksins. Það telst því til tíðinda, þegar skipt er um mann í slíkri stöðu. Enn meira ber við, þeg- ar mannaskipti eiga sér stað án þess að nokkur skýring sé gefin eða liggi á lausu, svo sem að aldur eða vanheilsa bcigi þann sem af embætti lætur. Þegcir yfirforingi her- ráðsins iætur cif störfum án þess að nokkur skýring sé gefin, er það vegna þess að vald- hafar í Kreml kosta kapps að halda ástæð- unni leyndri. Þannig bar að afsetningu Nikolaí V. Ogar- koffs marskálks í síðustu viku. Blað sovét- hersins, Rauða stjarnan, flutti langa upp- talningu á framaferli og verðleikum nýs her- ráðsforseta, Sergei F. Akrómeiéffs mar- skálks, ásamt stórri mynd af honum. Neðst í dálki á sömu síðu blaðsins var frá því skýrt í fyrirsagnarlausri klausu, að Ogarkoff hefði verið leystur frá störfum, bæði í forsæti herráðsins og stöðu fyrsta aðstoðarland- vamaráðherra, og falin önnur verkefni. Ekki er það aldur sem bagar manninn, síst á sovéskan mælikvarða, því marskálkurinn brottvikni er ekki nema 67 ára gamall. Aðferðin við afsetningu Ogarkoffs og tímasetning fréttar af mannaskiptum bera vott um að á undan séu gengin átök í þeim fámenna hópi sem ræður Sovétríkjunum. Frá 13. júlí til 5. september heyrðist hvorki stuna né hósti frá Konstantín U. Sémenko, framkvæmdastjóra kommúnistaflokksins og forseta ríkisins. Slík hlé verða ekki á fréttaflutningi af æðsta manni Sovétríkj- anna, nema bak við tjöldin í Kreml eigi sér stað átök, sem tefla stöðu hans í vafa. Daginn eftir að Sémenko kom fram á sjónarsviðið eftir sjö vikna hvarf og var sýndur sæma geimfara heiðursmerkjum, birtist svo í málgagni hersins fregnin um mannaskipti í æðstu stöðu heraflans. A merkjamáJi sovésku fámennisstjómarinnar þýðir það, að fráfarandi forustumaður hefur orðið undir í átökunum sem ollu því að æðsti maður flokks Og ríkis var hafður undir huliðshjálmi hartnær tvo mánuði. Æðstu menn sovéska heraflans hafa mjög komið við sögu mannaskipta í sæti leiðtoga ríkis og flokks allt frá því Stalín gaf upp öndina. Hersveitir undir fomstu Sú- koffs marskálks héldu liðsafla leyniþjónust- unnar í skefjum, meðan félcigar Bería í flokksforustunni vom að ráða niðurlögum hans. Súkoff lagði Krústjoff til herflugvélar, til að safna saman miðstjómarmönnum utan cif landi til fundarins í Moskvu, sem hratt ákvörðun meirihluta stjómmála- nefndæinnar um að víkja honum úr emb- ætti aðalframkvæmdastjóra flokksins. Þegar frá Ieið launaði Krústjoff svo Súkoff liðveisluna með því að víkja honum úr emb- ættum í flokki og ríkisstjóm, af því að hann kærði sig ekki um að hafa fræga stríðshetju í valdastöðu við hlið sér. Ummæli sem Sú- koff lét frá sér fara bentu tíl þess, að hann viidi að rækilegar yrði flett ofan af glæpum Stalíns en flokksfomstan taldi sér henta. Einkum vildi hann leiða opinberlega í ljós, hvert orscikciScimbcindið var milli blóðbaðs- ins sem Stalín efndi til í forustu hersins sumarið 1937 og ósigra sovéthersins í upp- hafi styrjaldarinnar, meðan forustan var enn að vemlegu leyti í höndum ónytjunga, sem Stalín setti í stöður þeirra sem hcinn lét skjóta. Þegar Súsloff efndi svo til samblástursins sem kom Krústjoff frá völdum, var forusta hersins með í því að skipta um leiðtoga og studdi síðan Bresnéff alla Vcúdatíð hans. Eftir fráfall hans stóð valið á flokksforingja milli Andrópoffs og Sémenko. Þar varð Andrópoff hlutskarpari, og fór ekki milli mála að stuðningur fulltrúa hersins og leyni- lögreglunncir í flokksforustunni var þar þungur á metum. Vegur Ogarkoffs þann skamma tíma sem Andrópoff ríktí var gerð- ur meiri en venja er til um sovéska herráðs- forseta. Mikinn hluta cif valdatíma Andrópoffs var hann þjáður aí nýmabiluninni, sem dró hann til dauða. En löngu eftir að hann var lagstur banaleguna, var allt kapp lagt á að sýna fram á tök hans á stjómartaumum í flokk og ríki með því að gefa út tilskipanir og yfirlýsingar í hans nafni. Nú er annar heilsutæpur öldungur kom- inn í spor Andrópoffs. Sémenko er eldri en fyrirrennciri hans og haldinn lungnaþembu. Valið á honum í stöðu aðalframkvæmda- stjóra Kommúnistaflokks Sovétríkjanna er til sannindamerkis um að sjálfhelda ríkir í flokksforustunni, öldungamir þar samein- uðust um að velja einn úr sínum hópi, af því að yngri menn sem bæst hafa við í stjóm- málanefndina á síðari árum væm vísir til að eftir Magnús Torfa Ólafsson taka að yngja upp í kringum sig, yrði ein- hver úr þeirra hópi vcilinn til foringja. Sjálfheldunni í fomstuhópnum fylgir að hann á erfitt með að ná saman um frum- kvæði og breytta stefnumörkun. Bæði í im- anlandsmálum og gagnvart umheiminum hefur sovétstjómin nánast iðkað göngu á staðnum frá því Andrópoff féll frá. Slíkt ástand getur ekki staðið til lang- frcima án þess að vandræði hljótist af. Þögn um flokksleiðtogann í sjö vikur Scimfleytt ber með sér, að meiriháttar mál sem gætu snert stöðu hans hafa verið óráðin í flokks- forustunni. Þegar svo það fylgist að næst- um upþ á dag, að Sémenko kemur fram á sjónarsviðið á ný og æðsti maður heraflans er settur af með þeim hætti að augljóst er að hann hefur orðið undir í valdabaráttu, er ekki um að villast að uppgjör hefur farið fram í Kreml. Eins og stjómarfari er háttað í Sovétríkj- unum, verða jafnt sovéskur almenningur og umheimurinn að bíða eftir að framvinda atburðanna leiði í ljós, um hvað nú var deilt í flokksforustunni og hver niðurstaðan varð. Nú þegar em þó kornnar í ljós tvær vísbendingar. Önnur er ákvörðun Honeckers, forseta og flokksforingja í Augtur-Þýskalandi, að hætta að sinni við að heimsækja Vestur- Þýskaland. Sú heimsókn hefur verið undir- búin máni’.ðum saman, og næstum jafn langt er um liðið síðan ljóst varð að ráðandi öfl í fomstu Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna hafa vanþóknun á slíkri heimsókn. En Prauda, málgagn miðstjómar kommúnista- flokksins, varð að hamast viku eftir viku, án þess að mark væri á tekið í Austur-Beriín. Honecker og málgagn hans,NeuesDeutsch- land, héldu meira að segja uppi óbein- um andsvömm til varna ferðaáforminu. Honecker lét sig ekki, fyrr en samtímis því að Sémenko birtist á ný og fali Ogarkoffs var kunngert. Á hæla þessum atburðum kemur svo til- kynning um að Gromiko utanríkisráðherra ætii að ganga á fund Reagans forseta í Hvíta húsinu, þegar hann verður í Bandaríkjunum í haust á Állsherjarþingi SÞ. Yrði það fyrsti fundur Reagans með sovéskum valda- manni. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.