Helgarpósturinn - 13.09.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 13.09.1984, Blaðsíða 14
S— _ anna hefur aldrei verið jafn hörð og nú. Grimmt er barist um viðskipta- vini og tilboðin margvísleg. Við heyrum að Bmnafx')tafélaginu, und- ir stjóm Inga R. Helgasonar, gcmgi einna best að ná undirtökum á tryggingcimcirkaðnum. Á undan- fömum mánuðum hefur Bmna- bótafélaginu tekist að ná sterkum viðskiptavinum frá hinum trygg- ingafélögunum, einkum Sjóvá, AI- mennum Tryggingum og Tryggingu h/f... H ™ ■ rafn Gunnlaugsson hefur nýverið lokið tökum á kvikmynd sinni um Reykjavíkurborg. Kvik- myndin er gerð í tilefni 200 ára af- mælis borgarinnar og verður frum- sýnd 1986. Sænsku kvikmynda- tökumennimir Tony Forsberg og Stefcin Hencz tóku myndina, en þeir stjómuðu kvikmyndatökum á Hrafninn flýgur á sínum tíma. Kvik- myndin verður um þrír stundar- fjórðungar að lengd og er blanda af heimildcurnynd og leiknum atrið- um. Aðalhlutverkin em í höndum Eddu Björgvinsdóttur og Sigurð- ar Sigurjónssonar... l byrjun október kemur nýjung frá leiklistardeild Hljóðvarpsins. Þá verður fyrsta óperan flutt af hálfu deildarinnar. Það er Betlaraóperan eftir John Gay (sem Brecht um- Scundi fyrir u.þ.b. 50 árum undir heitinu Túskildingsóf>eran) sem Menntaskólinn í Reykjavík setti upp árið 1968. Sama þýðing verður not- uð en hún er eftir Sverri Hólmars- son og söngtextamir eftir Böðvar Guðmundsson. Tónlistin, sem er eftir Atla Heimi Sveinsson, er ennfremur sú Scima en endurbætt að nokkm. Þáverandi formaður Herranætur MR, Hrafn Gunn- laugsson, mun leikstýra óperunni. Helstu leikarar og söngvarar em Guðmundur Jónsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þuríður Páls- dóttir, Sigrún Edda Bjömsdótt- ir, Harald G. Haralds og Kristín ÓÍafsdóttir... S.____________________ fullu fýrir austan undanfamar vikur. Leikaravalið í Hvíta máfa, en svo heitir myndin, hefur verið hið fjöl- breyttasta og Stuðmenn leitað víða eftir leikurum innan og utan félags- raða leikara. Nýjustu fréttir herma að bandarísku sendiráðshjónunum Brement hafi verið boðin hlutverk. Sendiherrann hefur afþakkað hlut- verkið en frú Pamela Brement hefur hins vegar gefið jáyrði. Pamela Brement mun eiga að leika banda- ríska hjúkrunarkonu... Hugmyndasamkeppni a) Nýtt merki fyrir Landsbankann. b) Afmælismerki í tilefni 100 ára afmælis bankans. c) Minjagripur vegna afmælisins. í tilefni af 100 ára afmæli Landsbanka íslands 1986 býður bankinn til samkeppni um nýtt merki fyrir bankann, afmælismerki og minjagrip vegna afmælisins. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum Félags íslenskra teiknara og er öllum heimil þátttaka. Fyrir verðlaunahæfar tillögur verða veitt þrenn verðlaun: a) Fyrir nýtt merki kr. 100 þúsund. b) Fyrir afmælismerki kr. 60 þ> nnd, c) Fyrir minjagrip kr. 40 þúsu: Afmælismerkið er ætlað á gög Isbankans á afmælisárinu, svo sem umslög. ga o.fl. Minjagripinnætlarbankinn til ; ar til viðskiptaaðilja o.fl. Tillögum að merkjum skal skila í stærð 10-15 sm í þvermál í svörtum lit á pappírsstærð DIN A4. Keppendur skulu gera grein fyrir merkjunum með texta og litum.Tillögurnar skal einkenna með sérstöku kjörorði og skal nafn höfundar og heimilisfang fylgja með í lokuðu ógagnsæju umslagi, merktu eins og tillögurnar. Tillögum að minjagripum má skila sem teikningum eða módeli af gripnum. Hverjum þátttakanda er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga hafa sér kjörorð og umslögmeð nafni höfundar vera jafnmörg tillögunum. Skilafrestur tillagna er til kl .17:00 fimmtudaginn 1. nóvember 1984. Skal skila þeim í póst eða til einhverrar afgreiðslu Landsbankans merktum: Lámdsbanki íslands Irogmyndasamkeppni b/t Sigurbjöms Sigtryggssonar aðstoðarbankastjóra Austurstræti 11 101 Reykjavík. Dómnefndin er þannig skipuð: Fulltrúi afmælisnefndar Landsbankans. Fulltrúi Félags starfsmanna Landsbankans. Fulltrúi Félags íslenskra teiknara. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður aðilja er Sigurbjörn Sigtryggsson. Keppendur geta snúið sér til hans í aðalbanka í síma 91-27722, varðandi frekari upplýsingar um samkeppnina. Dómnefndin skal skila niðurstöðum innan eins mánaðar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögum og þær síðan endursendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Landsbankinn hefur einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefndin velur. Bankinn áskilur sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FIT. LANDSBANKINN P rátt fyrir dökkt útlit í útgáfu- málum láta menn ekki deigan síga- cilltént ekki útgefendur hins litríka tímarits Storðar. Með því hefti af tímaritinu sem að réttu lagi ætti að koma út í nóvemberlok er ráðgert að fylgi allmikiil bókmenntakálfur, eins konar litterert súpplement. Þar verða ýmsir voldugir bókmennta- frömuðir lámir draga amsúg í flug- inu, en einnig verða viðtöl við valin- kunna bókamenn. Að síðusm verð- ur flugið lækkað nokkuð og fjalláð um snemmbomar jólcibækur... A meðan sumir þreytast seint á að hnýta í hljóðvarp, em aðrir þeim mun heifMðugri í garð sjónvarps. Ekki er þó allt vangert á þessum stofnunum. Sem dæmi má nefna að á dagskrá sjónvarpsins í haust er einstaka hvalreki á fjörur okkar kvikmyndaáhugamanna. Þar á meðal er nýleg sjónvarpsmynd um Lé konung með Laurence OIivi- er; sjónvarpsmynd, einnig bresk, SÝNINGAR Listamiðstöðin hf. Hafnarstræti 22 Laugardaginn 22. september verður opnuð sýning í Gallerí Lækjartorgi á júgóslavneskri myndlist. Alls 15 lista- menn sýna verk sín, sem unnin eru i olíu og leir, en auk þess verða grafík- myndir á sýningunni sem lýkur sunnu- daginn 30. sept. n.kc Listamiðstöðin er opin daglega kl. 14-22. Kjarvaistaðir við Mikiatún Á Kjarvalsstöðum verða þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn kemur. Haf- steinn Austmann sýnir málverk og vatnslitamyndir i vestursalnum. Rósa Gísladóttir verður með keramík i vest- urgangi en i austurgangi sýnir Guð- mundur Thoroddsen myndir sinar. Mánudaginn 3. október veröur opnuð sýning í austursal á vegum Lands- sambands íslenskra bakarameistara i tilefni 150 ára afmælis þess. Kennir þar sjálfsagt margra góðra glæsiterta og kaka, namm-namm. Bannað að lauma sýningarmunum uppi sig. Bara horfa og slefa... Kjarvalsstaðir eru opnir fyrir umferð daglega kl. 14-22. Mokka Skólavörðustíg 3a Á Mokkakaffi eru til sýnis 20 vatnslita- myndir eftir Svein Eggertsson mynd- listarmann. Opið er á venjulegum opn- unartima veitingastofunnar en sýning- in stendur út septembermánuð. Djúpið Hafnarstræti 15 Björn Sigurðsson sýnir i Djúpinu Ijós- myndir en auk hans sýnir Jóhann Valdimarsson Ijóðmyndir (já, Ijóð- myndir). Sýninguna nefna þeir „Hversdagsþallett" en hún stendur út mánuðinn. Að henni lokinni er ráðgert að halda ekki fleiri sýningar i Djúpinu, og er það miður. Listmunahúsið Lækjargötu 2 Fyrir skömmu opnaði Bragi Ásgeirs- son myndlistarmaður sýningu í List- munahúsinu en þar sýnir hann 13 grafíkmyndir (þar af 7 nýjar) og teikn- ingar, unnar með blandaðri tækni. Sýningin stendur út mánuðinn og er opin daglega nema mánudaga kl. 10- 18 og um helgar kl. 14-18. Listasafn íslands við Suðurgötu Föstudaginn 15. 9. opnaði Leifur Breíðfjörð sýningu á glermy"dum. Sýningin er haldin i tilefni þess að um þessar mundir eru liðin 100 ár frá stofnun Listasafns Islands. Safnið er opið daglega kl. 13:30- 16. MÍE-saiurinn Vatnsstíg 10 í tengslum við Sovésku dagana stend- ur yfir sýning á listmunum frá Azer- bajdsjan. s.s. teppum, leirmunum, skartgripum, útsaumi, tréskurði, myndum, teikningum o.fl. Syningin er opin á virkum dögum kl. 17 - 19 og um helgar kl. 14-19. Nýlistasafnið Vatnsstig 3b Fyrir nokkru opnaði ungur myndlistar- maður, Hallgrímur Helgason, sýningu í safninu á nýjum landslagsolíumál- verkum og teikningum. Þetta er 2. einkasýning Hallgrims á árinu. Sýn- ingin er opin daglega kl. 14 - 22 en henni lýkur sunnudagskvöldið 23. sept. „Saigon, Year of the Cat“, og fjallar hún um síðustu daga Víet-nam- stríðsins; Kctgemusha, síðasta stór- virki Kurosawa; Patton með George C. Scott í hlutverki þessa gamla eyðimerkurlamadýrs; The Man Who Fell to Earth með David Jones, síðar Bowie; hin sígilda hazard- mynd The French Connection I; The Graduate með Dustin Hofman; og loks frctmhctldið sem allír biðu efiir á Apaplánetunni: í undirheim- um apaplánetunncir. Auk þess verða að sjálfsögðu á dagskrá fjöl- margar ungverskar, senegalskar, kóreskar, brasilískar. Plús: sænskt sjónvcirpsleikrit eftir Bergman Efter repetitionen.... B andaríska tölvufynrtækið Hewlett-Packard hyggst stórauka umsvif sín hér á Icindi og reyna að hnekkja veldi IBM. Gerður hefur verið samningur við Frosta Bergs- son um að taka að sér umboð á íslandi en hann hefur starfað við tölvudeild Kristjáns Ó. Skagfjörð síðastliðin tí'u ár og gert hana að einni stærstu deild fyrirtækisins. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Fyrir viku opnaði Björg Örvar sýningu á verkum sínum; unnum með mono- þrykki (e.k. grafík, þó aðeinseitteintak af hverju) og þekjulitum, í Kaliforníu. Björg fæddist 1953, var við nám í Myndlista- og handiðaskólanum á ár- unum 1975-80, lagði þar stund á mál- un og grafík. Frá 1982-84 nam hún við listadeild Kaliforniuháskóla. Þar hélt hún tvær einkasýningar i Basement Gallerí i Davis 1982 og ‘83. Björg var ein níu myndlistarkvennasem sýndu á Kjarvalsstöðum í ágúst sl. en þetta er fyrsta einkasýning hennar hérlendis. Sýninqin stendur til 24. n.k. Galleríið er opið fyrir umferð daglega; á virkum dögum kl. 10- 18og umhelgarkl. 14- 18. Norræna húsið I kjallara Norræna hússins stendur yfir sýning á verkum Hjálmars Þorsteins- sonar; 70 málverkum og vatnslita- myndum sem voru máluð í Danmörku og á Krít. Þetta er 7. einkasýning Hjálmars en síðustu sýningu hélt hann í Kaupmannahöfn í fyrra. Sýningin er opin daglega kl. 14 - 22 og stendur til 23. sept. Gallerí Grjót Skólavörðustíg 4a Aðstandendur gallerisins halda að venju standandi samsýningu áverkum sínum; grafík, keramík, gullsmiði og málverkum. Það er opið á virkum dög- um kl. 12-18. Bókasafn Kópavogs Fannborg 3-5 I bókasafninu eru til sýnis uppdrættir, skýringar, Ijósmyndir og fornmunir sem fundust í uppgreftri á árunum 1973-76 á hinum forna þingstað þar sem Kópavogsfundurinn var haldinn árið 1662. Safnið er opið á virkum dög- um kl. 11-21. Það var Guðrún Svein- björnsdóttir sem annaðist uppsetn- ingu sýningarinnar. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Dagana 24. sept. til 15. okt. verður í Gerðubergi sýning á veggspjöldum eftir islenska grunnskólanemendur. Viðfangsefnið er um skaðsemi reyk- inga en það var Reykingavarnanefnd sem efndi til samkeppni meðal skóla- barna. Aðgangur er ókeypis. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Haukur Friðþjófsson og Guðlaugur Þór Ásgeirsson sýna verk sin í Ás- mundarsal. Um er að ræða grafik og myndir, unnar með blandaðri tækni. Sýningin er opin daglega kl. 14-22 en henni lýkur á sunnudagskvöld. Eden Hveragerði Nýlega var hleypt af stokkunum sýn- ingu í Eden í Hveragerði á olíumál- verkum og pastelmyndum eftirGunnar Þorleifsson. Sýningin stendurtil 2. okt. n.k. VIÐBURÐIR Menningarmiðstöðin Gerðubergi Sunnudaginn 23. september heldur Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöng- kona einsöngstónleika en Anna Guð- ný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Á efnisskránni verða Isl. lög og erlend eftir tónskáldin Vivaldi, Elgar, Wolf, Brahms og Gounod. Tónleikarnir hefjast kl. 17. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.