Helgarpósturinn - 13.09.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 13.09.1984, Blaðsíða 13
 I ) > eftir Þórhall Eyþórsson mynd Jim Smart Ólafur Gunnarsson var lengi framkvœmdastjóri Síldarvinnslunnar h/fá Neskaupstad, en er núna kominn hingað suður á mölina og hefur tekið við stöðu framkvœmdastjóra hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Sjálfsagt hefði Neskaupstaður einhvern tíma þótt óvenjulegur stökkpallur í slíka stöðu — enda er tónfallið í sjónarmiðum Ólafs Gunnarssonar ábyggilega nokkuð stríðara en gengur og gerist meðal toppmanna í sjávarútvegi. „Það var í sjálfu sér undarleg tilfinning að yfir- gefa Neskaupstað og eiga allt í einu að fara að hugsa um eitthvað annað en Síldarvinnsluna h/f. Ég var annar tveggja framkvæmdastjóra hennar frá 1968, og er óhætt að segja að það hafi verið starf sem ekki varð komist undan all- an sólarhringinn — en veitti líka mikla umbun: ég var með í að kaupa þessi skip, þrjá togara og tvö nótaskip, sem Síldarvinnslan á Neskaup- stað á og mér gafst ennfremur færi á að taka þátt í uppbyggingunni í landi. Á Neskaupstað á ég auðvitað fullt af afbragðs vinum og kunningj- um, því að þar dvaldist ég nær samfleytt frá því ég fluttist þangað sex ára að aldri — ætli það hafi ekki verið árið 1946. Undanskilin eru þó þau ár sem ég vár hér syðra við nám í vélskólan- um, og eins námsdvöl í Austur-Þýskalandi á ár- unum 1961—64. Að öðru leyti hefur Neskaup- staður átt í mér hvert bein. Síldarvinnslan á Neskaupstað er stórt og um- svifamikið fyrirtæki í svo litlu byggðarlagi; hjá henni starfa í kringum fjögur hundruð og fimm- tíu manns af sautján hundruð íbúum. Þar er unnið að alhliða verkefnum: loðnuvinnslu, frystingu, sölu og þar fram eftir götunum; en einnig er þarna vélavinna og dráttarbraut. Starfsemin hefur vitaskuld gengið misjafnlega — stundum vel, stundum verr. Þegar ég tók við framkvæmdastjórn á sínum tíma var síldinni að ljúka og verið var að skipta yfir í bolfiskveiðar, og enn síðar yfir í loðnu; breytingarnar hafa verið margháttaðar í gegnum tíðina." — Neskaupstaður hefur um langan aldur haft töluverða sérstöðu í pólitík, ekki satt? „Jú, það er kunnara en frá þurfi að segja, að þar hefur pólitíkin verið fremur staðbundin. Al- þýðubandalagið hefur tíðum heyrst beita þar sömu röksemd og Sjálfstæðismenn í Reykjavík: að fólk eigi að kjósa traustan meirihluta. Þarna hefur þessu sem sagt verið snúið við. — Ég held þó að fylgi Alþýðubandalagsins á Neskaupstað hafi einkum byggst á því að menn hafa verið samtaka um bæjarmál, en síður á því að stefna bandalagsins í heild markaði leiðina. Síldar- vinnslan hefur aldrei verið háð bæjarfélaginu um rekstur, þótt auðvitað hafi verið reynt eftir fremsta megni að taka tillit til atvinnuástands- ins, eins og venja er. Þorskur — með haus eða án En fyrst og fremst er Neskaupstaður dæmi- gert sjávarpláss sem lifir og hrærist í kringum fiskinn. Að vísu er bærinn tiltölulega einangrað- ur vegna legu sinnar, þótt reyndar hafi úr því bæst með tilkomu jarðgangnanna í gegnum Oddsskarð. Ekki fór hjá því að starf i mínu fylgdu nokkuð tíð ferðalög; einkum var maður vanur að fárast yfir vetrarferðum til Reykjavíkur þeg- ar þurfti að arka yfir fjöll og firnindi í misjöfnum veðrum — ég hef enga tölu á því hversu oft ég hef orðið að fara fótgangandi yfir Oddsskarð. En ætli maður komi samt ekki til með að sakna þessa þáttar í starfinu þegar frá líður. Hingað er ég nú engu að síður kominn og kann verunni og nýja starfinu vel.“ — Núna verður mönnum tíðrætt um að stað- an í sjávarútvegi gerist æ erfiðari. „Já, það er í rauninni hægt að tala um að ástandið sé orðið óþolandi. A sama tíma og sú skoðun er ríkjandi að stemma eigi stigu við hvers konar höftum þá er sjávarútvegurinn ríg- bundinn, og í þeim efnahagsráðstöfunum sem núna er verið að gera virðast þau mál sem að honum lúta hreinlega hafa gleymst. Ennfremur er sú stefna afar slæm að beina öllu atvinnulífi hingað að Faxaflóasvæðinu en vanrækja aðra landshluta. Fyrir fólkið í þessum smábæjum, eins og til að mynda Neskaupstað, er gríðarleg alvara á ferðum ef fyrirtækin þar geta ekki leng- ur tryggt atvinnuöryggið." — Hefur kerfi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna reynst nægilega vel? „Sannleikurinn er sá að þetta eru okkar þýð- ingarmestu útflutningssamtök. Sölukerfi sam- takanna er áratuga gamalt og hefur þróast og eflst í tímans rás. A vegum Sölumiðstöðvarinnar eru rekin fyrirtæki í Bandaríkjunum og Bret- landi, en auk þess er skrifstofa í Hamborg. Það má ekki gleymast að þessir aðilar erlendis eru mjög mikilvægur þáttur í starfseminni. Tegundirnar sem við sendum á markaðinn skipta hundruðum. Margir halda að hráefnið sem við komum á framfæri sé óunnið — það sé bara verið að selja þrosk, með haus eða án. En í raun og veru lætur nærri að sjötíu prósent af framleiðsluvörunni fari beint til neytandans full- unninn. Fyrirtœkin gerð gjaldþrota Þegar spurt er að því hvernig kerfið hafi stað- ið sig verður að bera sig saman við aðra. Ætli ekki komi í ljós yfirburðir samtakanna þegar allt kemur til alls? Miðað við Sölumiðstöðina er það sem aðrir eru að seija ekkert sem máli skiptir — að Sambandinu einu undanskildu; þar kemur einkum til að við getum tryggt gæðin á vörunni og höfum þekkingu á markaðinum. I Bandaríkj- unum erum við í þeirri aðstöðu að selja á marg- falt hærra verði en aðrir. Auk þess seljum við fyrir Færeyinga alla þeirra framleiðslu sem fer 'á Bandaríkjamarkað. Það segir sína sögu að aðr- ar þjóðir skuli treysta okkur til að selja fyrir sig á markaðinum og sýnir ljóslega hversu apparat- ið er sterkt. Annars er eins og menn geri sér ekki grein fyrir því þegar þeir eru að furða sig á erfiðleik- um í sjávarútvegi hér á landi að allur kostnaður er hér gífurlega mikill. Þótt við fiskum meira en Norðmenn er staða okkar af þessum sökum mun erfiðari en þeirra; til dæmis er olía og ann- að þess háttar miklu dýrara hjá okkur, og er í sjálfu sér ekkert undarlegt. En vandinn er ekki eingöngu fólginn í þessum mikla fjármagnskostnaði sem við eigum við að etja. Það eru töluverðir erfiðleikar í sölu á sjáv- arafurðum, og það er enginn hægðarleikur að fá það til að ganga upp að selja vöruna á mjög háu verði eins og verið er að reyna. Dollarinn er svo sterkur þessa stundina að í Evrópu er meira farið að framleiða fyrir Bandaríkjamark- að en áður, og því hafa safnast þar saman mikl- ar birgðir. — Hvernig getur það gengið að útgerð og f isk- vinnsla séu rekið með stórfelldu tapi eins og raunin er? „Ef haldið verður fast við stefnu stjórnvalda er ekki annað fyrirsjáanlegt en fyrirtækin verði hr einlega gerð gjaldþrota. Á þessu ári hefur ver- ið tap í öllum greinum sjávarútvegsins, það hef- ur verið á bilinu tíu til tuttugu prósent. Fram hef- ur komið að undanförnu að stjórnin ætlar á næsta ári að láta gengið síga um fimm prósent, en á sama tíma verður verðbóigan tíu til fimmtán prósent. Þær hugmyndir sem komið hafa fram um að draga úr útgjöldum virðast ekki vænlegar til að bera árangur. Engar líkur eru til að verð hækki á erlendum mörkuðum. Mér sýnist vera ætlast til að fyrirtækin verði rekin með allt að því tuttugu prósent tapi á næsta ári — og það dæmi getur ekki gengið upp. Þess vegna endurtek ég að engu er líkara en sjávarútvegurinn hafi gleymst í efnahagsráð- stöfunum stjórnarinnar." — En hvernig er unnt að bregðast við vandan- um? „Við sem störfum að sjávarútvegi höfum vita- skuld ekki með höndum stjórn efnahagsmála. En við sjáum að ýmis annar atvinnuvegur geng- ur ágætlega, og skiljum ekki hvers vegna það getur ekki líka átt við um fiskvinnsluna. Það verður ekki fram hjá þeirri staðreynd horft að sjávarútvegurinn er mikilvægasta atvinnu- greinin hér á landi að því er snertir gjaldeyrisöfl- un erlendis. Það er þess vegna heldur betur að byrja á öfugum enda að þrengja að þessari und- irstöðuatvinnugrein okkar, og mun hafa hinar alvarlegustu afleiðingar ef svo fer fram sem horfir. Ekki er ofmælt að verið sé að blóðmjólka kúna — og hefur reyndar verið gert jafnt og þétt síðan 1979. En það er barnaskapur að ímynda sér að fyrirtækin geti haldið áfram með þessu móti. Og eitt er víst: gengið verður ekki ákvarð- að inni á skrifstofum heldur einungis með því að miðað sé við raunveruleikann." — Þú tekur keikur þátt í slagnum? „Það er mikið verkefni að starfa að sölumál- um fyrir Sölumiðstöðina, og ég hlakka til að tak- ast á við það. Mér finnst góð tilbreyting í að koma í bæinn — en margs er að sakna að aust- an. Og ekki held ég að ég sé að koma í betra veður!“ Offfjárfesling, togarar, hús Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er alltaf á fullri ferð að leita að nýjum vörum að setja á markaðinn. Þetta tekur að sjálfsögðu tíma, því að markaðirnir hafa tilhneigingu til að vera íhaldssamir. Margir ásaka Sölumiðstöðina fyrir stöðnuð vinnubrögð og segja að við séum ævin- lega að gera sömu hlutina. Þetta er mikill mis- skilningur, en stafar að nokkru ieyti af því að við höfum ekki gert nóg í því að kynna okkar starf- semi á meðal almennings. Mikilvægi sjávarút- vegsins verður líklega seint brýnt um of fyrir fólki, einkanlega hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mér hefur stundum ofboðið skilnings- leysið sem virðist vera á þessum málum. Menn eru hinir hróðugustu yfir grósku í hinum fjöl- breyttustu atvinnugreinum hér syðra — en ætli hér væri mikið um dýrðir ef ekki kæmi til gjald- eyrir frá sjávarútvegi. Ég er þeirrar skoðunar að óheppilegt sé að veita öllum straumum hingað á suð-vestur- hornið. Og reyndar er það svo að hér eru það í minna mæli arðvænleg framleiðslustörf sem eru unnin, heldur er hér meira um að ræða úr- vinnslu úr því sem aflað er annars staðar. Auð- vitað þarf að nýta og fullvinna hráefnið, en það verður hins vegar sífellt að hafa hugfast að ekk- ert verður til úr engu. Það er algengt að heyra talað um offjárfest- ingu í togurum og sjávarútvegi, — en hvað er það miðað við þá offjárfestingu í húsum og öðr- um fasteignum sem maður hefur horft upp á hér?“ Ef verið hefur offjárfesting í útgerðinni þá er það vegna aðgerða síðustu ríkisstjórnar. Mönn- um var hjálpað til að eignast togara, uns þar kom að þeir voru taldir orðnir of margir; þá átti allt í einu að fækka þeim, eins og slíkt yrði gert í einu vetfangi! Auðvitað var það fyrst og fremst stjórnmálamönnum sem þarna varð á í mess- unni — en líklega verður bið á því að þeir sam- þykki það. Byggf ffyrir ffalska peninga — Er höfuðborgin orðin æxli á þjóðfélaginu? „Það er að minnsta kosti orðið skrýtið ef ekki er lengur hægt að fá fólk til fiskvinnslustarfa í sjávarplássin; vitanlega væri það tilbúið að koma ef störfin væru betur launuð. Þróunin virðist vera sú að fólk leitar í aðra vinnu.en eftir standa öflug atvinnutæki sem skortir mannafla. I þessum málum snýr flest öfugt að mér finnst. Fyrir utan þetta verður að gæta að því að fisk- vinnsla er orðin vandasamt verk, er í rauninni orðin iðn, og þarf að öðlast viðurkenningu sem slík. Það er eftirtektarvert að hér í Reykjavík er daglega verið að auglýsa eftir fólki til fisk- vinnslu, en það fæst ekki. Aðstaða fólks á lands- byggðinni er allt önnur: þar getur það ekki í jafnmiklum mæli valið úr störfum eins og hér er unnt, heldur eru atvinnutækifærin þar fyrst og fremst í fiski. Eins og ég gat um skýtur skökku við að skera niður þá aðstoð sem veitt hefur verið undanfar- in tíu ár til uppbyggingar í sjávarútvegi; hann er skilinn eftir á brauðfótum, ef svo má að orði komast, og þessi mikla fjárfesting ekki nýtt eins og átt hefði að gera. En þótt stjórnmálamenn hafi tekið rangar ákvarðanir getur þetta ástand sem skapast hef- ur aldrei staðið til lengdar. Aðalatriðið er að við þurfum á gjaldeyristekjum að halda. Án þeirra færi að kárna gamanið hér í Reykjavík. Hér er í rauninni verið að byggja upp fyrir falska pen- inga. Og með því að vera að flytja fólk hingað verða fleiri atvinnulausir en þyrfti að vera þeg- ar að kreppir. Hins vegar vantar fólk út á lands- byggðina, og ég held að eftir eigi að koma í ljós að þar er öryggið meira þegar til lengdar lætur. Á stöðum eins og Neskaupstað, þar sem komin er góð þjónusta, bæði í heilbrigðis- og sj^^mál- um og eins í menningarstarfsemi, eruWskil- yrði fyrir hendi til að hægt sé að lifa prýðilegu lífi.“ — Þú hefur engu að síður sjálfur tekið þann kost að koma hingað í sæluna! „Já, sök bítur sekan, eins og sagt er. En ég gat þess áðan að það er ekki í neinu samhengi við þennan landsbyggðarflótta að ég flyst frá Nes- kaupstað. Ég taldi það einfaldlega ekki eðlilegt að sami maðurinn gegndi svo áratugum skipti framkvæmdastjórastarfi í fyrirtæki eins og Síld- arvinnslunni h/f. Bæjarbúar hafa þörf fyrir að kynnast nýjum mönnum — og ég reyndar sömuleiðis!“ — Ég held ég geti enn ekki sagt upp á hár hvar ég hef þig í pólitíkinni... „Það er einfalt mál: ég er alltaf í stjórnarand- stöðu, því að ég er ævinlega á móti þeim sem ekki hlúa nógu vel að atvinnuvegum á lands- byggðinni. Ég var því að þessu leyti á móti síð- ustu ríkisstjórn — og er á móti þessari." Helgarpóstsviðtalið er við Ólaff Gunnarsson, (ramkvœmdastjóra SH

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.