Helgarpósturinn - 27.09.1984, Síða 2

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Síða 2
FRÉTTAPÖSTUR Forystumenn BSBB eru mjög reiðir meirihluta útvarps- í ráðs fyrir að hanna sjónvarpsauglýsingar sem bandalagið hafði látið gera til að hjálpa sér í kjarabaráttunni. Meiri- hluti útvarpsráðs komst að þeirri niðurstöðu að birting auglýsinganna samræmdist ekki ákvæði útvarpslaga um auglýsingar stjórnmálasamtaka og skoðanamyndandi hópa. Meirihlutinn vildi einnig koma í veg fyrir að þarna væri gefið fordæmi fyrir því að kosninga- eða kjarabarátta færi fram í ríkisfjölmiðli. Á föstudaginn var samþykkti svo ráðið að leyfa aftur birtingu auglýsinganna gegn því að sá texti sem lesinn var inn á þær^yrði látinn hverfa. Innbrot hjá SÁÁ Brotist var inn hjá SÁÁ í síðustu viku og unnin þar mikil ■spjöll á húsmunum. Innbrotsþjófarnir rifu og tættu allt sem þeir komust í tæri við og stálu að auki vídeótæki og sjónvarpstæki sem samtökin notuðu til fræðslustarfsemi sinnar. Tjónið er talið nema um 400 þúsund krónum. Mennirnir hafa verið handteknir. Útlend fyrirmynd Kjarabaráttan verður líklega óvenju hörð á næstu man- uðum því Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ og Dagsbrúnar, hefur lýst því yfir að hann hyggist beita sömu baráttuaðferðum og skæruliðar í Vietnam og Afghanistan. Þar mun Guðmundur eiga við að hann ætli í pólitískan skæruhernað því fremur er talið ólíklegt að hann ætli hrein- lega að murka líftóruna úr Magnúsi Gunnarssyni og félög- um. íslenska undrið ísraelskir fréttamenn og ráðherrar komu á fund Stein- gríms Hermannssonar forsætisráðherra, þegar hann heim- sótti land þeirra á dögunum. Þeir vildu allir fá að vita hvernig tekist hefði að ná niður verðbólgunni á íslandi. í ísrael er verðbólgan um 400 prósent. Fimm ára fangelsi Steinar Guðmundsson, sem varð vinkonu sinni að bana að Njálsgötu 48 á síðastliðnum vetri, var dæmdur í fimm ára fangelsi. Ekki var talið sannað að hann hefði ráðið henni bana af ásettu ráði og hljóðaði ákæran því upp á lík- amsárás sem hafði dauða í för með sér. Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar eins og lög segja til um mál af þessu tagi. Hishátt kjötverð Verðlagsstofnun gerði fyrir nokkru könnun á kjötverði og reyndist verðmunur vera allt að 316 prósent milli versl- ana. Eftir fyrsta mars varð sú breyting á að sex manna nefndin ákvað aðeins verð á heilum og hálfum skrokkum en hafði áður ákveðið allt verð. Síðan þá hefur álagning verið geysimisjöfn. Helmingur handritanna kominn Danir hafa nú skilað 1084 af handritunum 2000 sem þeir samþykktu að afhenda íslendingum á tímabilinu frá 1971 til 1996. Árleg umhirða þeirra sem eftir eru kostar danska rikið tæpar tvær milljónir króna. Meðal ókominna gersema er handritið af Brennu Njáls sögu. Þriggja daga laun Líkur benda til að f jármálaráðuneytð greiði BSRB-mönn- um ekki nema þriggja daga laun ef úr því verður að þeir fari í verkfall 4. október næstkomandi. Það er mjög alvarlegt mál fyrir BSRB sem á ekki digra verkfallssjóði. BSRB-foryst- an segir að ef fjármálaráðuneytið fari þessa leið sé það lög- brot en ráðuneytið hafnar algerlega þeirri túlkun. Kosningar í nóvember? Komið hefur til tals að skelli frekari verkföll á setji ríkis- stjórnin á þau lögbann og segi svo af sér og boði til nýrra kosninga 24. nóvember næstkomandi. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að flokkurinn stefni ekki á nýjar kosningar, en þær séu möguleiki. Langtíma samningar? Vinnuveitendasambandið vill gera samninga til lengri tíma en áður hefur verið lagt til og hefur rætt það mál við Verkamannasambandið og Iðju. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, hefur nefnt þann möguleika að samningar verði gerðir til ársloka 1985. Tveir í fangelsi Tveir piltar, 19 og 22 ára, hafa verið úrskurðaðir i þriggja mánaða gæsluvarðhald eftir að hafa játað á sig meirihluta þeirra innbrota sem framin hafa verið í Reykjavík í þessum mánuði. Þeir hafa bæði stolið miklu og skemmt mikið. Það voru þessir piltar sem brutust inn hjá SÁÁ. Báðir hafa kom- ið allmikið við sögu lögreglunnar áður. Blaðaprent ekki x gang Ljóst er að ekki kemur til þess að Þjóðviljinn, Alþýðublað- ið og ný útgáfa af NT undir öðru nafni, verði prentuð með sérsamningi við Blaðaprent. Félag íslenska prentiðnaðar- ins sendi Félagi bókagerðarmanna harðort bréf þar sem segir að ef félagið haldi áfram að gera eöa reyna að gera sér- samninga eða veita einstökum fyrirtækjum undanþágur muni FIP ekki setjast að samningaborði með Félagi bóka- gerðarmanna „hvorki nú né síðar.“ Fréttapunktar •í fyrri viku kom Helgarpósturinn út í fullri stærð, prent- aður á meginlandi Evrópu. HP er eina blaðið sem komið hef- ur út í óbreyttri mynd eftir að verkfall prentara og bóka- gerðarmanna hófst þ. 10. september. • Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs, hefur verið ráðinn ferðamálastjóri. • Jóhann Hjartarson varð Islandsmeistari í skák 1984. • Helmingur þjóðarinnar er fylgjandi sáttatillögunni í BSRB-deilunni en helmingur á móti, samkvæmt skoðana- könnun DV. • Ármann Snævarr er að láta af embætti hæstaréttardóm- ara að eigin ósk. • Enn er verið að reyna að ná samkomulagi milli matvöru- kaupmanna og greiðslukortafyrirtækjanna. 2 HELGARPÓSTURINN Mamma er stolt af mér ☆ Hún kallar sig Joline, en sínu rétta nafni vill hún helst halda leyndu. Ástæðan er efalítið sú að hún er nektar- dansmær að atvinnu, og svo hefur verið um tveggja ára skeið. Joline kemur frá Kaup- mannahöfn, þar sem hún hefur alið allan sinn aldur. Og nú, á sínu tuttugasta og öðru aldursári, er það hennar æðsta ósk að verða hjúkr- unarkona í dimmstu skógum Afríku, enda býst hún ekki við að geta haft atvinnu af því alla ævi að fækka fötum. Gestir skemmtistaðarins Hollywood sáu hana leika listir sínar um síðustu helgi, og mun mörgum hafa þótt mikið til koma. Sjálf segist hún hafa afskaplega gaman af að tína af sér hverja spjör- ina af annarri á meðan áhorf- endurnir tísti með augun á stilkum. Hún væri ekki að þessu ef hún hefði enga skemmtan af þessu sjálf. Joline byrjaði í þessum bransa af einskærri forvitni að eigin sögn. Og hún segist ekki sjá eftir þessum árum sem farið hafa í fatafækkun- ina. „Nektardansinn hefur gefið mér töff reynslu fyrir lífið. Og verða menn ekki einmitt að vera töff ef þeir ætia að komast klakklaust í gegnum það?“spyr hún ósköp blátt áfram. Hún hváir þegar hún er spurð að því hvort hún sé ekkert smeyk við að standa allsnakin frammi fyrir hundr- uðum æstra áhorfenda. „Mér finnst einfaldlega fallegt að sýna það sem ég á. Ég þarf heldur ekkert að skammast mín fyrir minn líkama", svarar hún, en bætir svo við: „Að minnsta kosti ekki næstu árin.“ Mamma hennar hvatti hana fremur en latti til að halda áfram á þessari braut: „Nei, húnhefurengareynslu af þessu sjálf, en segist hreykin af mér og jafnframt vera stolt af því að eiga eins hugrakka og fallega stúlku og hún segir mig vera. Henni finnst sem sagt ekkert vera að þessu, nema síður sé.“ Joline hefur ferðast víða með nektaratriði sín og taldi upp ein átta þjóðlönd í Evrópu sem hún kveðst hafa heimsótt í þeim eina tilgangi að fækka fötum. Hún semur dansana sína sjálf, en segist bjóða upp á misjafnlega „villt“ atriði eftir því fyrir hvaða aldurshópa hún sýni. „Músík unga fólksins er ein- faldlega hraðari og meira æsandi en eldrafólksins, svo það leiðir af sjálfu sér fyrir hvorn hópinn ég geri meira.“ Eins og að líkum lætur hafa drukknir kallar verið að abbast upp á hana á sjóun- um. Hún segist þá hafa þessa reglu: „Ef þeir snerta mig óbeðnir, vara ég þá við með grimmu augnaráði, en ef þeir láta sér ekki segjast við það, stugga ég við þeim. Það þarf alla jafna svo lítið að koma við þessa fullu kalla til þess að þeirmissi jafnvægið!" Einu sinni varð þó undan- tekning á þessu og Joline er skemmt við tilhugsunina: „Það var fyrir sirka þremur mánuðum úti í Kaupmanna- höfn að ég var í miðju atriði þegar þrír huggulegir menn um þrítugt stigu samtaka upp 4$yiðtöÞMip0r*Égtfi$., LXýt rVí» 11 ♦ »t » i'»V»‘t tH'-'i i fi'*' eiginlega ekki eftir þeim fyrr en þeir voru farnir að tína áf sér spjarirnar í takt við mig, en þetta æsti liðið um allan helming, - veikara kynið í hópi áhorfenda þó sýnu meira - þannig að ég lét þetta átölulaust. Á endanum stóðum við öll fjögur berrössuð á sviðinu við feikilegt lófaklapp. Strákunum var síðan kastað, út held ég, en ég fór að klæða mig.“ Þess má að lokum geta að Joline er enn ógift og er nú á leið til Spánar að hátta sig, ef einhver vildi elta...* HELGARPÚSTURINN Enginn friður Nú er hann kominn aftur hér frá Austurlöndum nær. Hann ætti næst að asna sér til Austurlandafjær. Niðri

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.