Helgarpósturinn - 27.09.1984, Síða 5

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Síða 5
Stríðsmálning nútímans ☆ Forfeður okkar, þessir í eldgamla daga, máluðu sig í stríðslitum og skóku vopn gegn andstæðingnum uns þeir keyrðu í hann. Baráttan hefur lítið breyst nema að því leyti er varðar útbúnaðinn. Hann er orðinn öllu dannaðri en áður tíðkaðist og það sem er ekki hvað síst merkilegt við þróunina; stríðsmálning- unni er ekki lengur makað í andlitið heldur á sjálf tólin. Þá er ekki lengur notast við liti unna úr náttúrulegum aðföngum, heldur einfald- lega túss. Auk þessa virðist svo sem árásargirninni hafi farið aftur, því í stað þess að ganga milli bols og höfuðs á andstæðingnum eins og forðum, standa stríðsmenn nútímans nú nánast kjurrir, gjarnan á fjölmennum stöð- um, eins og til að sýna mátt sinn og megin en ekkert meir. Þó eru ýmis teikn á lofti um að þetta með aggresívi- tetið sé að breytast, sér í lagi uppi á lítilli eyju norður í Ballarhafi. Hún heitirvíst ísland eða eitthvað svo- leiðis...* Birna Þórðardóttir á heimili sínu í Krummahólum. Á bak við hana má sjá hluta af þeim sextán afsvörum sem hún hefur hingað til fengið frá útvarpsráði vegna umsókna sinna um frétta- mannsstöðu hjá stofnuninni, en þessum stöðluðu miðum heldur hún vel til haga. Sautjánda umsókn Birnu ☆ Laus er staða fréttamanns á útvarpinu. Enn veit HP ekki nema um eina sem örugglegaætlar að sækja um hana. Hún heitir Birna Þórðardóttir og verður þetta í sautjánda skiptið sem hún sækir um starfann, en í fyrri umsóknum sínum hefur hún aldrei svo mikið sem komiðtilgreinavið ráðningu. Við spyrjum Birnu hvað valdi þessari þrautseigju hennar. „Mig langar einfaldlega að vinna við þetta starf. Ég tel mig hafa hæf ileika til þess og ekki síður gilda menntun." - Hvers vegna telurðu að þér hafi ekkert orðið ágengt í þessari viðleitni þinni? „Það er býsna fróðlegt að velta því fyrir sér. Mér kemur til hugarþýskaorðið Berufsverbot, en kannski er það einum of gróft í þessu sambandi. Ég veit ekki. Ég hef aldrei heyrt neinar skýr- ingar frá þessum mönnum sem velja í stöðuna hvers- vegna mér hefur ætíð verið hafnað, utan einu sinni að þeir kölluðu mig í prufu. Að öðru leyti hafaviðbrögðin við þessu brölti mínu ekki verið nema þau að ég hef fengið þessi kurteislegu og stöðl- uðu afsvör útvarpsráðs þar sem það þakkar mér þann áhuga sem ég hafi sýnt stofnuninni með umsókn minni." - Og þær eru sem sagt orðnar sautján núna! Ætlarðu að halda áfram á þessari braut, nema náttúr- lega að þú hreppir hnossið núna? „Ég er nú orðin svo íhalds- söm í þessari afstöðu minni, að ég fer varla að hætta að skrifa þessum mönnum í bráð. Ef þeim fara hins vegar að leiðast þessar bréfa- skriftir mínar þá vildi ég gjarnan fá hreinskiptið svar frá þeim þar sem þeir segðu jeinfaldlega að þeir óskuðu alls ekki eftir mér til vinnu í allri framtíð. Ég held áfram að sækja um þangað til ég fæ þettaafsvar." - Heldurðu að pólitík ráði einhverju um það að þú hefurekki enn hlotiðnáðfyrir, augum ráðsins? „Ja, hvað heldurþú?" - Mér skilst að þú sért ansi rauð. „Fyrst þú segir það þá er ekki úr vegi að skoða þetta lið sem aflar frétta fyrir RUV. Ef það er ekki vegna pólitísks litar sem það fékk inni þarna þá er það vegna fjölskyldu- tengsla, semernæstflottast. Vitaskuld er pólitískur kvóti í þessum fréttamannsráðn- ingum, enda útvarpsráð skipað út frá leikreglum flokkshollustunnar. Náttúr- lega er ég ekki í náðinni hjá þessum köllum, en svei mér ef ég fer að láta það hafa nokkur áhrif á þann áhuga sem ég hef á fréttamennsk- unni.“ ★ Skuggi Sá ég skugga út um glugga menn að grugga seið og brugga ský ský ský ský! Degi er tekið að halla á ný. ÞAÐ ERU AÐ MINNSTA KOSH TVEIR HLUTIR ÓMISSANDI FYRIR ÞIG Á FERE>\LÖGUM VISA ÍSLAND i * 4 '■ .1.1 í >] HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.