Helgarpósturinn - 27.09.1984, Side 9

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Side 9
: Leitað var til Sigurðar E. Har- aldssonar^ formanns Kaupmanna- samtaka Islands, um álit þeirra á þessu. Hann sagði að þeim hjá samtökunum fyndist undarlegt að sjá hvað olíufélögiri væru að gera með að selja allskonar vörur óskyldar olíuvörum. Hann segir einnig: ,3ala á þessum vörum er yfirleitt í höndum verslunarfólks en þama eru afgreiðslumenn á bensínsölustöðvunum, menn sem eru í Dagsbrún, raunverulega komnir inn á svið verslunarfélag- anna. Það kemur undcirlega fyrir sjónir þegar þeir eru jafnvel að selja eldspýtur og tóbak. Ég hef rætt við suma þessara starfs- manna og mér virðast þeir ekkert vera yfir sig ánægðir með að þurfa að standa í þessari sölu.“ Aðspurður sagði Sigurður að þeim hjá Kaupmannasamtökunum virtist sem þessi verslun olíufélag- anna færi fremur vaxandi en hitt; þó væri það nokkuð mismikið milli einstakra félaga, t.d. virtist Olís mest hafa farið inn á þetta svið. „Verslunarmáti félaganna er heill kapítuli út af fyrir sig,“ segir Sigurður. „Það er ekki nokkur séun- keppni á milli félaganna og það er hlálegt fyrirkomulag þegar í venju- legii verslun er allsstaðar verið að keppa en þessi fyrirtæki standa þétt saman. í stað þess að láta neytendur njóta einhvers af hagn- aði sínum hafa þau lagt heilmikið í allskonar uppbyggingu eins og all- ir þekkja og þetta borga bíleigend- ur.“ Um viðbrögð Kaupmannasam- takanna sagði Sigurður þau hafa skrifað öllum olíufélögunum bréf þar sem farið var fram á viðræður um þessa verslun olíufélaganna, „en aðeins eitt þeirra sá ástæðu til að svara okkur og sagðist ekkert hafa við okkur að ræða um þessi mál. Hin hafa ekkert svar gefið. Síð- an þetta var höfum við ekkert að- hafst en það má segja að j>etta mál sé ofarlega á borðinu hjá okkur." Nokkrar ríkisstjómir hafa haft það á stefnuskrá sinni að taka skipulag olíusölu á íslandi til end- urskoðunar og vcu- ma. í stjómar- sáttmála ríkisstjómar Gunnars Thoroddsen sagt orðrétt „að skipulag á olíuinnkaupum og olíu- dreifingu verði tekið til athugunar svo og hvemig tryggt verði að nauðsynlegt magn birgða af olíu- vömm sé ætíð til í landinu." „Núverandi ríkisstjóm vill stuðla að sameiningu bankakerfis- ins í landinu en hreyfir ekki við þrefalda dreifingarkerfinu á olíu,“ segir einn viðmælandi HP.Tillögu- flutningur á Alþingi hefur nánast verið reglulegur á undanfömum áratugum þar sem farið er fram á sameiningu og jafnvel stofnun einkasölufélags ríkisins á olíuvör- um, en glatkistur eða annað séð um afdrif þeirra. Am.k. hefur al- menningur ekki séð slíka upp- stokkun. Þau mál sem nú em uppi og fjallað hefur verið lauslega um í þessari grein hljóta þó að gefa til- efni til að ætla að eitthvað muni hreyfast í þessum málum á næst- unni. Við höfum t.d. eftir einum þingmanni Kvennalistans að þær athugi nú ýmsa möguleika til að draga úr tilkostnaði í útgerðinni, og skoði þá milliliðakostnað í því sambandi og þann möguleika að útgerðinni verði gert kleift að kaupa olíuna beint án milligöngu olíufélciganna. Málið sé þó enn í frumathugun en búast megi við til- löguflutningi frá þeim í vetur. Hvað hagkvæmt er og hvað ekki skal ekki dæmt um hér, en ástæða þykir til að rýna örlítið nánar í skipulag olíuverslunar á íslandi en hér er gert. Mun HP fljótlega birta grein um það efni þar sem ma. verður leitað álits stjómmála- manna, rifjaðar upp gamlar deilur og félögin sjálf skoðuð. Má líta á viðtölin við forstjóra félaganna hér sem upphafið að því. Þórður var spurður um það hvort hann teldi að kaupin á olíu- vömm frá Sovétríkjunum hefðu yfirleitt reynst okkur hagstæð: „Yfirhöfuð held ég að það megi segja það. En ég held að algert frjálsræði væri best í þessum efn- um og félögin sæju algerlega sjálf um öll sín olíukaup og hefðu frjáls- ar hendur með verðlagningu líka. En það er óraunhæft að gera ráð fyrir slíku þar sem við hér á landi eigum svo mikla viðskiptahags- muni við Rússa og Portúgali. Þó tel ég að það mætti að ósekju draga nokkuð úr olíukaupum okkar frá Sovétmönnum, því viðskiptajöfn- uðurinn gagnvart þeim er okkur mjög óhagstæður. Við hjá Olís höf- um sýnt að þegar við kaupum gas- olíu á uppboðsmarkaði getum við gert hagstæðari innkaup. Þetta getur fullkomlega átt við um bens- ín líka en það er annað mál með svartolíuna sem við fáum í miklum gæðum frá Sovétríkjunum og ég tel að við eigum að halda Jæim við- skiptum áfram." Um þær hugmyndir að sameina olíufélögin og hvort aðstæður í olíuversluninni þýddu ekki einok- unarástand, þannig að ma. væri nýjum olíufélögum gert ókleift að komast inn á markaðinn sagði Þórður m.a.: „Olíufélögin geta ekkert komið í veg fyrir að ný verði stofnuð. Þó er tæpast pláss fyrir öllu fleiri félög á þessum markaði og ég tel að hon- um sé mjög vel borgið með þremur félögum. Sumir hafa þó talað um að fækka félögunum, - jafnvel nið- ur í eitt, - en því er ég algerlega mótfallinn, og tel að það verði síst neytendum til góðs. Með einu-fé- lagi væri hér komin á alger einok- un og við íslendingar höfum nú ekki góða reynslu af slíku. Með sjálfráðari innkaupum fé- laganna getum við náð betri kaup- um með því að spila á markaðinn, s.s. þegar um verðsveiflur er að ræða, og hagað okkar innkaupum eftir því. Nú er það á veildi Sovét- manna að ráða því hvenær þeir lesta farmana til okkar og inn- kaupsverð ræðst af því hver prís- inn er á Rotterdammarkaðnum á þeirri stundu sem lestun fer frcim. Sovétmenn hafa stundum lestað löngu eftir að beiðni kemur frá oklair og stundum áður, þannig að þetta er mikið í þeirra höndum." Um samkeppni olíufélaganna segir Þórður að varðandi aðalolíu- tegundimar sé samkeppni ein- göngu um þjónustu, en þó sam- keppni um aðrar mismunandi olíu- vömr: ,JVú, svo erum við í ýmsu öðru, bæði vörum sem koma bíleigend- um við og fleiru, því þetta em ‘versliiriárfyrírtæRTa iriíldu víðara sviði heldur en bara helstu olíuteg- undunum. Olís er núna að byrja með nýja línu sem tengist byggingaiðnaðin- um. Við emm með þéttiefnalínu frá BP og þykjumst eiga ráð undir rifi hverju við öllum leka og raka í byggingum. Svo erum við að byrja á öðm sem varðar steypuviðgerð- ir. Emm í sambandi við þekkt fyrir- tæki erlendis sem býður upp á efni til þess. Hvort samkeppnin hafi harðnað á síðari árum get ég ekki sagt um, því ég hef aðeins verið í þessu í um þr jú ár, en á þeim tíma hef ég reynt að veita hinum félögunum eins mikla samkeppni og ég hef getað.“ - Em þessar aukaþjónustuvör- ur, ef svo má segja, stór liður í heildarveltunni? .d’að er orðið mjög verulegt. Allavega em þetta vömr sem skila okkur töluvert meiru heldur en bensínið, gasolían og svartolían. Stjómvöld og verðlagsyfirvöld passa upp á það að við græðum ekki á þeim tegundum. Þar er okk- ur venjulega haldið fyrir neðan strikið." Bygging bensínstöðva hefur ver- ið mikið rædd og miklu skiptir fyrir olíufélögin hvar þær fá úthlutað stöðum fyrir stöðvar sínar. Um það segir Þórður: „Ég leyni því ekki að mér finnst Olís hafi verið nokkuð afskipt hér í Reykjavík í úthlutunum fyrir bens- ínstöðvar. Við eigum langfæstar stöðvar hér og á s.l. 15 - 20 árum hefur stöðvum hinna félaganna fjölgað miklu meira en okkar. Við höfðum jafnmargar og hin félögin þá en nú hafa þau hvort um sig 3 - 4 stöðvum fleiri en við. Okkar stöðvar em þó mjög góðar og þetta hefur ekki breytt markaðs- hlutdeild okkar, því í bensíni hefur hún aukist á seinustu árum. Á Akureyri höfum við líka verið afskiptir í úthlutunum og má nefna sem dæmi að við kepptum við Skeljung um lóð sem var úthlutað í fyrra og töldum okkur eiga mór- alskan rétt á henni þar sem við emm með færri stöðvar þar. En henni var úthlutað til Skeljungs þannig að við erum auðvitað ekki ánægðir með svona afgreiðslu mála. Hvort pólitík ræður veit ég ekki.“ Almennt séð telur Þórður fyrir- tækið vera í sókn og rökstyður það: ,Á síðasta ári jókst markaðs- hlutdeild okkar, hagnaður varð af rekstrinum og veltuaukning var 88%, en ef þú tekur hin fyrirtækin saman þá varð hún þar samtals 77%. Þetta em stórar tölur í veltu félaganna þannig að 10% munur er vemlegur og ég get ekki verið ann- ‘ áð en áríægður með það." HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.