Helgarpósturinn - 27.09.1984, Side 12

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Side 12
Helgarpóstsviðtalið er viðSvein ,,Patton“ Eiríksson, slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli. eftirÓlaTynes myndJimSmart „Patton? Á að fara að taka viðtal viðþann djöfuls fasista?" Þetta voru viðbrögðin hjá einum þeirra sem ég hringdi til þegar ég var að undirbúa viðtal við Svein Eiríksson, slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli. Það er kannski rétt að taka það strax fram að það var ekki öllum svona illa við Svein, afþeim sem ég talaði við, en ýmsir minntustþó á að hann héldi uppi ströngum aga. Það voru raunar ekki nýjar fréttir, agamál í slökkviliðinu í Keflavík hafa bœði orðið blaðamál og dómsmál. Djöfuls fasistinn var þó hinn viðmótsþýðasti þegar við Jim komum á skrifstofuna hans suð- urfrá. Mestalian tímann sem við töluðum sam- an hallaði hann sér djúpt afturábak í stólnum og tottaði pípuna sína, en hallaði sér fram á skrif- borðið sitt og skipti yfir í sígarettumar mínar ef hann var að segja eitthvað sem hann vildi leggja sérstaka áherslu á. Eitt af því sem hann vildi leggja áherslu á var að hvergi annarsstaðar en á íslandi væri slökkvilið á vegum bandairikjahers eingöngu skipað borgumm viðkomandi lands, og að ís- lensku slökkviliðsmennimir hefðu unnið til flestra verðlauna og viðurkenninga sem veitt væm fyrir slík störf. ,31íkt gerist ekki nema með samheldni og aga og með því að menn leggi sig fram, enda er það nokkuð sem slökkviliðsmenn hér hafa aldrei verið hræddir viC Sveinn brosti þegéir ég sagði honum að flest- aliir viðmælendur mínir hefðu verið sammála um að hann héldi uppi ströngum aga og einn eða tveir hefðu jafnvel líkt honum við Hitler. ,/Etli báðir hafi ekki nokkuð til síns máls,“ sagði hann. ,J*'yrstu tíu árin í starfi slökkviliðs- stjóra hef ég sjálfsagt verið mjög erfiður. En ég hef sem betur fer þroskast dálítið með aldrinum og ég held að það sé ekki hægt að kalla mig neinn Hitler lengur. Auðvitað er hér agi ennþá, stofnun eins og þessa er ekki hægt að reka nema með aga." Sveinn var sjálfur ekkert yfirmáta agaður þegar hann var unglingsstrákur eins og sjá má á því að hann stakk af til sjós þegar hann var fjórtán ára, þótt það hafi kannski frekar verið hugsunarleysi en agaleysi. Félagi hans frá ungl- ingsárunum minnist ekki cinnars en Sveinn hafi tekið þátt í öllum prakkarastrikum sem stungið var uppá og ósjaldan fengið góðar hugmyndir sjálfur. Heragi var honum því engan veginn meðfæddur. Sveinn fæddist í Seyðisfirði 30. júlí 1934. Þeg- ar hann var sjö ára fluttust foreldrar hcins til Njarðvíkur og höfðu snáðann með sér. Æsku- minningar hans eru því flestar frá þeim slóðum, þótt hann hafi verið þónokkuð í sveit. Fiskað eftir bjór „Ég þótti ekki húsum hæfur og því ágætt ráð að geyma mig í sveit á sumrin. Ég var í Varmadal á Kjalamesi hjá Jóni Jónssyni bónda, og var þar raunar tvo vetur líka og sótti þá skóla á Brúar- landi. Það var mjög gaman að vera unglingur suður með sjó á þessum árum, um og eftir stríð. Það var skotið aj fallbyssum af og til og okkur strákunum þótti það gríðarlega spennandi. Svo voru vissir staðir sem við máttum ekki vera á eftir myrkur og sóttum þá auðvitað stíft. Ég man sérstaklega eftir Stapanum, sem þá var ruslahaugur. Þamgað keyrði Kaninn heil- mikið af góssi sem okkur strákunumþótti mikið • varið í, Stapinn var okkar Klondike. Við fengurn* nú hjálp frá fullorðnum við „gullgröftinn" í stríðslok þegar þangað voru keyrð mörghundr- uð bílhlöss af bjór. Það var settur þama niður vopnaður vörður til að íslandsmaðurinn kæm- ist ekki að. Og til að tryggja alveg að ekkert kæmist í ólöglegar hendur var jarðýta látin keyra yfir allt draslið og ýta því svo framaf bjarginu niðrí sjó. En þegar verðimir voru horfnir fengum við okkur báta og fórum að „fiska“ og það var komið með mörg fullfermi að landi. Þá datt ég í það í fyrsta skipti. Ég man að við Matthías Kjeld, sem nú er læknir á Land- spítalanum, komum moldfullir heim, við litla hrifningu foreldra okkar.“ — Hvernig átti sveitalífið við þig? „Mér leið prýðilega í sveitinni, en þar var ætlast til að allir hjálpuðu til við lífsbjörgina. Þessa tvo vetur sem ég var í skóla á Brúarlandi þurfti ég að fara á fætur klukkan fimm á morgn- ana til að mjólka áður en ég labbaði þessa átta kílómetra sem vom í skólann. Svo var aftur mjaltatími þegar ég kom heim og þá var eftir að læra fyrir morgundaginn þannig að frístundir vom ekki margar. En ég hafði gott af þessu. Eftirlýstur í útvarpinu Nú, fjórtán ára gamall fór ég í Flensborg í Hafnarfirði til að klára gagnfræðaprófið og þeg- ar því var lokið gerði ég misheppnaða tilraun til að verða sjómaður. Það var daginn sem ég út- skrifaðist. Við vomm þá að labba niður Strcind- götuna tveir félagar þegar við rákumst á mann sem var í stökustu vandræðum af því hann fékk hvergi kokk á bátinn sinn. Félagi minn var þá þegar búinn að ráða sig sem spíssara á annað fartau en ég hélt að það væri nú ekki mikið mál að bjarga þessu, hljóp og sótti sængina mína og við sigldum til hafs. Við vomm svo á trolli í tíu daga og það var ekki fyrr en ég heyrði auglýst eftir mér í útvarpinu að ég mundi að mér hafði láðst að segja frá ferðum mínum. Ég var þá með herbergi á leigu í Hafnarfirði og framanaf héldu húseigendur þar að ég hefði farið heim en for- eldrar mínir að ég væri þar ennþá. Þegar svo þessir aðilar fóm að bera saman bækur sínar kom í ljós að stráksi var horfinn og þá var lýst eftir mér í útvarpinu. Það var ansi ónotalegt. Þó var sýnu ónotalegra að ég Vcir hund-sjóveikur allan tímann og mátti ekki sjá þennan mat sem mér var ætlað að elda, svo karlagreyin urðu að malla oní sig sjálfir. Sjómannsferli mínum lauk því um leið og báturinn lagði að bryggju og mátti ekki á milli sjá hvorir vom fegnari, ég að losna úr kojunni eða karlamir að losna við þennan liðónýta kokk. Eftir þetta reyndi ég að verða sjávarútvegin- um að gagni með því að vinna í frýstihúsi í Njarðvík, en labbaði mig fljótlega upp á Kefla- víkurflugvöll til að sækja um vinnu hjá hemum. Til að fá vinnu hjá hemum þurítu menn að vera orðnir 18 ára gamlir svo ég laug til um tvö ár og starí 'sem.; ,housg’ boy“ ■ / gpprilu fl ug|tj)ð;; inm. Það fólst aðallegá fáðsópá gólf ogbúá um nim og ég er viss um að ég hefði getað orðið íslandsmeistari í að búa um rúm, ég bjó um ein þrjúhundmð á dag. Eftir ár vann ég mig upp í að verða aðstoðar- slökkviliðsmaður. Þá var ég 17 ára gamall en 19 ára á pappírunum og það átti eftir að koma mér í mikinn vanda síðar meir.“ — Var ekki slökkviliðið mest skipað Banda- ríkjamönnum á þeim árum? irJú, íslendingar vom ekki nema átta talsins. Svo vom fjömtíu Bandaríkjamenn sem vom óbreyttir borgarsir og annað eins af hermönn- um. Kennsla og þjálfun fór fram í stöðinni sjálfri því margir af óbreyttu borgumnum áttu að baki langan feril sem slökkviliðsmenn í sínu heima- landi. Þetta var nú satt að segja ekki burðugt slökkvilið, sumir af óbreyttu borgumnum vom mestu vandræðagripir. Þetta var á uppbygging- arárunum á Vellinum og Bandaríkjamenn sem unnu þar gátu keypt ódýrt brennivín eins og þeir vildu. Sumir notuðu sér þetta til að stunda svartamarkaðsbrask og margir dmkku eins og svín. Þrettán vélar brunnu Það vom gríðarmikil umsvif á Keflavíkurflug- veili fyrstu árin sem ég var í slökkviliðinu. Þar kom m.a. til Kóreustríðið, kalda stríðið, innrás- in í Ungverjaland og svo að allar flugvélar sem þá fóm yfir hafið þurftu að millilenda hér til að taka eldsneyti. Ég man eftir tvöhundmð vélum samankomnum á vellinum í einu. Þessu fylgdu ýmis skakkaföll og eitt árið bmnnu til dæmis fjórtán flugvélar eftir brotlendingar, árekstra eða önnur óhöpp. Þá var ljka oft tvfsýnt um hvort vélar næðu vellinum. Á þeim árum var verið að taka herþot- ur í notkun og það var farið að flytja þesscir einshreyfils omistuþotur frá Bandaríkjunum og til hersveita Bandaríkjanna í Evrópu, og til herja NATO-ríkjanna. Flugleiðsögutæki vom ekki nærri eins fullkomin og þau em í dag. Yfirleitt vom sex orrustuþotur í hverjum hópi sem fór hér í gegn og einn í hverjum hópi var útlærður siglingafræðingur. En það mátti ekki mikið útaf bera til að hættulega mikið gengi á eldsneytisbirgðimar og það var deiglegt brauð að vélar lentu hér á síðustu dropunum. Það gerði alla starfsemi á Vellinum erfiðari að það var flugherinn sem hafði þar yfirstjóm. Það tel ég að hafi verið reginskyssa. Flugherinn var nýjasta deild hersins og yfirmennimir vom mjög margir fyrrverandi orrustu- eða sörengju- flugmenn sem höfðu náð frama í stríðinu. Þeir höfðu hinsvegar enga reynslu í stjómun. Það leiddi til þess að þeir vom að basla við að búa til sínar eigin reglur, til dæmis um öryggisráðslaf- anir. Þeir þekktu engan annan rekstur en stríðs- rekstur og reglumar vom í samræmi við það. Á Vellinum ríkti því nánast stríðsástand og ís- lendingarnir vom lítt hrifnir af því. Sem dæmi um vitleysuna var ein reglan á þá leið að við máttum ekki tala íslensku, og ekki einusinni okkar í milli. Ég var einusinni tekinn á teppið fyrir að tala íslensku við kunningja minn meðan ég var að raka mig einn morguninn. Það var enginn annar þama inni en einhver hafði heyrt til okkæ og kjaftað. Ég vtirð auðvitað fox- illur, en þetta varð þó til að ég tala amrískuna einsog innfæddur. Það þurfti passa til að komast hvert sem var á Vellinum og við urðum til dæmis að sýna pass- ann þrisvar sinnum á leið úr slökkvistöðinni í mat. Starfsmenn Flugmálastjómar lentu heldur betur í þessu einusinni þegcir þeir vom að fara >j að bjmiusta flugvél á Vellinum. Þeir vom ekki nM5 þáása'fVrir tilheyrandi svæði og þá vom' bomir að þeim byssustingir og þeir Iátnir leggj- tist á jörðina, þar sem þeir lágu þartil íslenska lögreglan kom. Þetta var auðvitað forkastanleg- ur fíflagcmgur því mennimir vom jú í einkennis- búningum íslenska ríkisins. Ástandið var því allt annað en skemmtilegt, en svo tók sjóherinn við stjóminni, sem betur fer, og þá gjörbreyttist allt. Sjóherinn er ein elsta deild heraflans og liðsmenn hcins hcifa mikla reynslu í stjómun og samskiptum við aðrar þjóðir. Það fór allt í betra horf þegar hann tók við stjómartaumunum. íslensk lög fóm þá smám saman að taka gildi á vamarsvæðinu og 1968 galopnaðist það auðvitað þegar allt milli- landaflugið Vcir flutt hingað. Árekstrar hcifa því heyrt til undantekninga síðastliðin fimmtán ár eða svo.“ — Mér hefur verið sagt að það hcifi munað litlu að þú gerðist flugmaður að atvinnu? Ekki efni á að verða Loftleiðaflugmaður ,„Iú, það er rétt. Ég lærði flug og siglingafræði á ámnum 1955—1958 og keypti mér þá flugvél og svo aðra til að harka á. Úr þessu varð svo til flugfélagið Víkingur. Ég flaug sjálfur á milli vakta og réð mér flugmenn til að fljúga meðán ég var á vakt hjá slökkviliðinu. Þetta varð smámsaman töluverður rekstur. Ég hélt uppi flugi til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Gjögurs, í áætlun, og flaug að auki leiguflug og sjúkraflug. Þetta gekk svo vel að ég ákvað að gerast flug- maður að atvinnu og segja skilið við slökkvilið- ið. Mér bauðst svo starf hjá Loftleiðum og lang- aði mikið. En ég átti þá konu og tvö böm og hafði haft það miklar tekjur af fluginu og vinn- unni að ég hefði enganveginn klárað skattana ef ég hefði tekið starfinu. Eg hafði hreínlega ekki efni á að fara að vinna hjá Loftleiðum og ákvað því að hefja sjálfur alvöru flugrekstur. En það átti ekki heldur fyrir mér að liggja. Sjóherinn hafði þá um langt skeið verið mjög óánægður með slökkviliðið á Vellinum og það hafði verið skipt um slökkviliðsstjóra einusinni á ári, í nokkur ár. Þar kom að flotaforinginn gafst upp og bað Washington um að fá að prófa að setja íslending í starfið. Það gekk ekki vel því um Þetta gilda sérstök lög og slökkviliðsstjóri þarf til dæmis, starfsins vegna, að hafa aðgang að vissum hemaðarleyndarmálum. Loks árið 1963 fékk flotaforinginn leyfi til að gera tilraun í eitt ár og auglýsti starfið laust til umsóknar. Þá var ástandið hinsvegar þannig innan slökkviliðsins að þetta var ekki fýsilegt starf og enginn sótti um það. Ástandið var þannig að tæki vom meira og minna biluð og áhöfnin meira og minna óhæf. Ég var búinn að segja upp og ætlaði að demba mér út í flugreksturinn þegar flotciforinginn kallaði mig á sinn fund. Hann sagði að sér ætti helvíti hart að hafa barist fyrir því í heilt ár að fá að setja íslending í starfið og svo sækti enginn okkar um. Nú, íslendingurinn kom auðvitað upp í mér við þessa áskomn og eftir nokkrar andvöku- nætur ákvað ég að slá til með því skilyrði að ég fengi að losa mig við alla þá Bandaríkjamenn í slökkviliðinu sem ekki væm í herþjónustu. Áður en gengið var frá þessu kom þó heldur betur bább í bátinn. Ég var ekki nema 28 ára gamall, en samkvæmt þeirra pappírum var ég 30. Þegar ég játaði þetta fór allt í baklás því það var óheyrt að svona ungur maður fengi svona mikið lið til að stjóma. Eftir mikið japl og jaml og fuður var þó ákveðið að reyna hvemig þetta gengi. Ég seldi flugreksturinn, labbaði mig upp i 1 Slökkvistöð og rak alla mína fyrrverandi yfir-

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.