Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 20
Hvaö gerðist? Hvers vegna fékk tilveran skyndilega á sig rósrauöan bjarma og hvers vegna varö allt í einu malbikiðfallegt? Fjórir landskunnir íslendingarsegja frá fyrstu kynnum sínum af ástinni. Hinni raun- verulegu ást. eftir Hallgrím Thorsteinsson Ég gleymi þessu aldrei, ekkert frekar en fólkið sem ég ræddi við um þennan stórfurðulega tíma í iífi okkar alira. Ég var algjörlega í öðrum heimi og reyndar í útlöndum þegar þetta dundi yfir með hvað mestu offorsi, í Englandi og þar uppi í sveit aðal- lega, alveg að verða 16 ára. Eg var heppinn: Hún var þarna með mér, sennilega 15 ára og falleg með ólíkindum. Og það besta var að þetta var á hreinu á milli okkar, hún vissi að ég var hrifinn af henni og ég vissi að hún vissi það og öfugt. Ég hafði verið ástfanginn af henni j nokkuð lengi, þannig að það varð skiljanlega himneskt að lifa þessa fáu daga sem við vorum saman í Vatnahéruðum Norður-Englands. Ég var ekki klár á neinu þá nema því að þetta var ást, þetta var málið, aðalbingóið. En svo held ég að það hafi farið með sambandið að ég tjáði henni aldrei stærðargráðuna á tilfinningum mínum til hennar — sagðist bara vera ofsalega hrifinn af henni. Kannski fannst mér hallæris- legt að vera ástfanginn og segja við hana ,,ég elska þig“ og kannski vildi ég ekki binda mig fast svona ungur — ég var alvarlegur unglingur. Og svo var ég lengi að ná mér. Einhverri tíma verður allt fyrst og þetta var fyrsta ást undirritaðs. Við ákváðum á Helgarpóstinum að fjalla um þetta fyrirbæri, þessi tíma- mót sem verða alltaf einhvern tíma á lífsleið sérhvers manns og sér- hverrar konu. Við gefum okkur það alla vega að allir verði fyrir þessari reynslu, verði skyndilega ástfangn- ir og viti ekki almennilega hvaðan á þá stendur veðrið. Það er kannski svipað með ástina og rússíbanann, fyrsta skiptið er stórkostlegasta reynslan. En hvað gerist þegar fólk verður ástfangið, hver er mekaníkin í fyrirbærinu? Hvernig líður fólki; fylgir t.d. ástar- sælunni ávallt þessi umtalaða kvöl, hin hliðin á sama túkaliinum? Hvernig líður ástföngnu fólki, er það t.d. með réttu ráði? Heppnasta fólk í heimi? Ég hafði samband við nokkra þjóðkunna landa mína til að fá þá til að deila fyrstu reynslu sinni af ást- inni með mér og lesendum. Það var auðsótt mál, þrátt fyrir að fólki sé minningin um fyrstu ástina yfirleitt mjög persónuiegt hjartans mál. En þessi minning er fólki líka kær, flest- ir geyma hana með sér í gegnum líf- ið og halda upp á hana. Eftir smá umhugsun stóð þessi minning líka Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum við- mælendanna. Fyrstur þeirra var Sigurður A. Magnússon rithöfundur. „Guð minn góður, ætlarðu að láta mig fara að bulla eitthvað um þetta?“ spurði hann. Hann tók sér sólarhring í að hugsa málið, en svo kom sagan. „Hún hét Carmelíta. Ég var tvítugur þegar ég sá hana. Þetta var á kristi- legu stúdentamóti, norrænu, í Slag- else í Danmörku sumarið ’48 og ég féll fyrir henni undir eins. Það var eitthvað við hana sem höfðaði svo sterkt til mín. Hún átti heima í Finn- landi, foreldrar hennar voru flótta- menn frá Rússlandi, en hún var af fransk-rússnesk-þýsk-sænsku bergi brotin. Yfirbragð hennar var suð- rænt, hún var smágerð og fínleg, dökkklædd, með silkimjúka rödd og tindrandi dökk augu. Hún spilaði og söng á þessu móti og var alveg ótrúlega sjarmerandi, að mér fannst, og svo blíð. Hún var tveimur árum eldri en ég. Ég hitti hana þarna og gat svo ekki gleymt henni. Hún fór ekki úr huga mér allan næsta vetur. Ég var í guðfræði í Háskólanum og vann svo eins og brjálaður maður með náminu, kenndi við Stýrimanna- skólann, þá um veturinn til að eiga fyrir fari út aftur til að hitta hana. Sumarið eftir var annað kristilegt stúdentamót, þá í Austurbotni í Finnlandi, og þar hittumt við í ann- að skipti; ég fór þangað bara til að hitta hana. Og þá náðum við saman, en ég þurfti að fara aftur heim, því að ég var mjög illa staddur peninga- lega. Hún kom svo til íslands með skipi sumarið eftir og var hjá mér í mánuð. Við ferðuðumst saman um landið. En svo fór hún í byrjun sept- ember, hún kunni ekki almennilega við sig hér. Ég varð eftir, viðþolslaus af sökn- uði. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð og hljóp að lokum frá öllu og fór á sjóinn. Ég lifði fyrir það eitt að fá að sjá hana aftur. Tilveran hafði verið svo dýrðleg þegar allt lék í lyndi, þá sá ég tilveruna alla í björtu ljósi, lífið var sveipað rósrauðum bjarma. Ég man að ég varð næmari á allt um- hverfið. Það greip mig eitthvert of- urnæmi á alla tilveruna. Ég held að þessi tilfinning sé ná- skyld þeirri reynslu sem mjög trúað fólk lýsir. Hún er þrungin fegurð og dýrð. Þetta er máttugasta aflið í ver- öldinni. En aðstæðurnar höguðu því þannig að þessi sæla hjá mér var samofin mikilli kvöl. Ég sveiflaðist á milli alsælu og svakalegrar kvalar. Við fjarlægðumst hvort annað en ég var áreiðanlega fjögur-fimm ár að ná mér af þessu. Ég hafði verið heit- trúaður áður en það kom upp í mér eitthvert ergelsi út í almættið og þetta leiddi til bess að ég sneri baki við trúnni. Þessi fyrsta stóra ást ger- breytti þannig lífi mínu.“ Sigurður er náttúrlega ekki einn um að hafa séð tilveruna í rósrauð- um bjarma í þessu ástandi.Rósa Ing- ólfsdóttir, teiknari hjá Sjónvarpinu, líkir sálarástandi sínu undir þessum kringumstæðum við hugljómun. „Ég titraði og skalf, heyrði ekkert sem sagt var við mig og í kringum mig, ég var í leiðslu, alveg gjörsam- lega utan við mig. Mér fannst allt fallegt, fuglarnir sungu, steinarnir voru fallegir og mér fannst meira að segja malbikið í borginni vera orðið fallegt. Ég gleymi aldrei þessari fyrstu ást,“ segir Rósa. „Hún situr svo sterkt og fagurlega í manni, þessi hugljómun fylgir manni út allt lífið og maður flassar alltaf af og til til baka á hana. Hún gefur manni kraft til að halda áfram. Þetta er svipmesta minning sem ég á. Ég var 15 ára. Þessi ást var óspillt og svo falleg, ekki útötuð, ekki bitur — það var ekki þessi Ijót- leiki sem kemur til sögunnar síðar í lífinu. Þetta var þessi ómengaða byrjunarhrifning, þessi blossi sem er hin raunverulega ást. Ég held að manneskjunni sé áskapað að leita í það jákvæða. Það besta í tilverunni, eins og guð, er baðað þessari hugljómun, þessum hreinleika sem við dáum. Við þrá- um þetta ástand síðar í lífinu, þegar andleg föt manns hafa atast út og við erum kannski farin að vaða aur upp að höku. Við eigum að hlúa að þessu fallega og hugsa okkur vel um áður en við förum að ata það út. Þessi væntumþykja sem kemur með árunum er líka heilbrigðari heldur en þessi ástarblossi sem eng- inn ræður við, en samt er það þessi blossi sem er hin eiginlega ást.“ Fyrsta ást Helgu Bachman leik- konu kom snemma og er lítillega frábrugðin reynslu þeirra Rósu og Sigurðar. Látum Helgu segja frá: „Eg var í sveit árum saman sem krakki hjá góðu fólki. Þetta var myndarbú — 30—40 manns í heim- ili. Þegar ég var átta ára gerðist það svo að ég varð allt í einu haldin þessari heimsfrægu tilfinningu. Það hefur trúlega haft sín áhrif að ég hef alla tíð hrifist af þroskuðu fólki, en þannig vildi til að ég varð yfir mig hrifin af bóndanum á bænum, sem var u.þ.b. 50 árum eldri en ég. Þetta var sérstaklega hlýr og merkilegur maður að mörgu leyti. Ég man til dæmis eftir því að ég hreifst ofboðs- lega af því hvernig hann borðaði, hvernig hann skar fiskinn^ hvernig hann saug beinmerginn. Ég horfði hugfangin á hann borða — dáleidd. Þarna voru 40 kýr í fjósi og ég fór með honum í fjósið — þóttist þá vera ein af mjaltakonunum. Ég man að hann klappaði kúnum alltaf á hausinn og gældi þannig við þær, og ég man hvernig það hríslaðist um mig unaður þegar hann klapp- aði mér svo á sama hátt á kollinn. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.