Helgarpósturinn - 27.09.1984, Side 21

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Side 21
Sigurður A. Magnússon: ,,Ég lifði fyrir það eitt að fá að sjá hana aftur. Tilveran hafði verið dýrðleg á meðan allt lék í lyndi, lífið var sveipað rósrauðum bjarma. Það greip mig eitthvert ofurnæmi á tilveruna.“ Rósa Ingólfsdóttir: ,,Maður titraði og skalf. Ég heyrði ekkert sem sagt var í kringum mig, ég var alveg gjörsam- lega utan við mig. Mérfannst allt fallegt.“ Helga Bachman: ,, Það er enginn vafi á því, þetta var raunveruleg ást - sú fyrsta. Ég var frá mér numin. Það hrísl- aðist um mig unaður þegar hann klappaði mér á kollinn.“ Þorgeir Ástvaldsson: „Það er eins og þetta himneska hugarástand, þessi hreina tilfinning, hverfi inn í einhverja efasemdarþoku með aldrinum.“ Svo man ég líka að hann fékk mig til þess að bera með sér móbörur; við vorum auðvitað bæði á gúmmí- skónum okkar. Þá beygði hann sig svo fagurlega í hnjánum til að vega upp stærðarmuninn á okkur í burð- inum. Það er enginn vafi á því, þetta var raunveruleg ást — sú fyrsta. Ég var frá mér numin og ég ætla ekki að lýsa því hvernig mér leið þegar mér varð þetta ijóst. Konan hans kallaði mig alltaf elskuna sína og var mér óskaplega góð, en mér leið eins og hún væri að ala snák við brjóst sér. Ég trúði auðvitað ekki nokkrum manni fyrir þessu, ég var alein með sekt mína. Mér leið illa. Ég svaf í litlu sætu kamersi uppi í húsinu og ég man að þar inni lágu 10—15 ár- gangar af íslenskri fyndni á bakvið tjald undir súðinni. Oft gat ég ekki sofnað fyrir sálarkvöl og þrælaðist í gegnum þessar bækur. Mér þótti ekki gaman að þessu og fannst það ekki fyndið. Annað hvort missir maður húmorinn við að verða ást- fanginn eða þá að íslensk fyndni er bara ekkert skemmtileg. Þessi hrifning mín af bóndanum hvarf svo jafn ljúflega og hún kom og ég jafnaði mig. En meðan á þessu stóð var þetta hin fullkomna sæla, sambland af nautn og kvöl. Þetta var tilbeiðsla, ást er tilbeiðsla. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég sagði frá þessu, ekki fyrr en ég fékk húmorinn aftur.“ Fyrsta ást Þorgeirs Ástvaldsson- ar, forstöðumanns Rásar 2, var líka óendurgoldin. „Þetta var ást í fjar- lægð," segir Þorgeir, „og sennilega vonlaus. Það tókust aldrei náin kynni með okkur, leiðir okkar lágu það langt hvor frá annarri. Ég var í öðrum bekk í gaggó og hún var tveimur árum eldri og á undan mér í skól. .Þetta var eiginlega óyfirstíg- anlegur aldursmunur. Tilfinningin var ný fyrir manni, undarleg og unaðsleg í senn. Það var eitthvað áður óþekkt sem gerð- ist innra með mér og þessi tilfinning var einlit — rósrauð. Og þetta var hreinræktuð tilfinning, laus við all- ar efasemdir sem maður fyllist af um allt og alla eftir því sem maður eldist. Ég átti í bölvuðum vandræðum með mig, ég sá hana á hverjum degi, kannski oft á dag. Ég fylltist af komplexum um það hvernig ég liti út, varð ennþá komplexeraðri þeg- ar ég ræddi við hana, fór í steik. Það er kannski þessi sannfæring sem manni er eftirsjá að, maður saknar þessarar hreinræktuðu og efasemdarlausu tilfinningar. Það er eins og þetta himneska hugará- stand sem maður komst stundum í á unglingsárunum, þessi hreina til- finning, hverfi inní einhverja efa- semdarþoku með aldrinum. Ég var svo viss um að hún væri sú eina rétta fyrir mig. Hún var dökk- hærð, æðislega falleg, fannst mér, undursamleg, sú útvalda, og féll al- gjörlega að þeirri ímynd sem ég hafði af draumadísinni. Þessi fyrsta ást mín fékk mig til að líta öðrum augum á heiminn í kringum mig. Maður fór að líta á sig í samhengi við aðra — ég tók upp nýtt hegðun- armynstur sem ég taldi að félli henni í geð. Þegar maður lítur til baka, þá finnst manni þetta kannski hálf hallærislegt, en samt er þaösvo heillandi hvað sannfæringin var mikil hjá mér. Það hlýtur að vera hvers manns Nirvana að efast ekki. Ég tjáði henni aldrei ást mína og sú bæling var auðvitað kvalafull. Ég fékk ekki tækifæri til að svala til- finningu af þessum toga fyrr en síö- ar á lífsleiðinni." Dægurlög hafa einkennt starfsfer- il Þorgeirs og þau fjalla oftar en ekki um ástina í sínum ýmsu myndum. „Dægurlög spila oft inn á svona nostalgíu og þetta er merkilegt fyrirbæri, þessi tregafulla upprifjun á liðnum tíma. Dægurlög eru oft sáraeinföld og alls ekkert merkileg út frá tónlistarlegu eða kveðskapar- legu sjónarmiði en gildi þeirra felst oft í nóstalgíunni. Þau snerta eín- hvern streng í manni þannig að minningar um liðna atburði og til- finningar ryðjast fram í hugann." „All you need is love,“ sungu Bítl- arnir. ,,Fyrsta kossinn ég kyssti rjóöa vanga. Þennan koss ég vil muna daga langa...“ (Hljomar) „I don‘t care whatthey say I won‘t stay in a world with- out love...“ (Peter and Gordon) \'ISA kynnir \ öit i og pjónnstnstaói VEITINGASTAÐIR: © Arnarhóll, Hverfisgötu 8—10 91-18833 Ársel, Austurvegi 3, Selfossi 99-1000 Askur, Suðurlandsbraut 14 91-81344 Bautinn Grill, Hafnarstræti 92, Akureyri 96-21818 Bixið, Laugavegi 11 91-24630 Blómasalurinn, Hótel Loftleiðir 91-22321 Botnsskáli, Hvalfirði 93-3850 Brauðbaer, Þórsgötu 1 91-24090 Broadway, Álfabakka 8 91-77500 Drekinn, Laugavegi 22 91-13628 Eden, Hveragerði 99-4199 Eika grill, Gnoðarvogi 44 91-35488 Esjuberg, Hótel Esju 91-82200 Félagsheimilið Hvoll, Hvolsvelli 99-8144 Fjarkinn, Austurstræti 4 91-10292 Fossnesti, Austurvegi 46, Selfossi 99-1356 Gafl-lnn, Dalshrauni 13, Hafnarfiröi 91-54477 Goggur, Brekkugötu 3, Akureyri 96-26727 Greifinn Grill, Hamraborg 4, Kópavogi 91-41024 Grillskálinn, Aöalstræti 110, Patreksfirði 94-1452 Gullni haninn, Laugavegi 178 91-34780 Hafnarkaffi, Hafnarbraut 1, Neskaupstaö 97-7320 Hjá kokknum, Laugavegi 28B 91-18385 Hlíðagrill, Stigahlíð 45—47 91-38890 Hollywood, Ármúla 5 91-83715 Hornið, Hafnarstræti 15 91-13340 Hótel Borg, Pósthússtræti 11 91-11440 Hótel Holt, Bergstaðastræti 37 91-25700 Hótel- og veitingaskólinn, Hótel Esju 91-81420 Kópurinn, Auðbrekku 12, Kópavogi 91-46244 Lauga-Ás, Laugarásvegi 1 91-31620 Lækjarbrekka, Bankastræti 2 91-14433 Naust, Vesturgötu 6—8 91-17759 Potturinn og Pannan, Brautarholti 22 91-11690 Rán, Skólavörðustig 12 91-18686 Safari, Skúlagötu 30 91-23777 Sigtún, Suðurlandsbraut 26 91-685733 Sjallinn, Geislagötu 14, Akureyri 96-22770 Skálafell, Hótel Esju 91-82200 Skiphóll, Strandgötu 1—3, Hafnarfirði 91-52502 Smiðjan, Kaupvangsstræti 3, Akureyri 96-21818 Smiöjukaffi, Smiðjuvegi 14D, Kópavogi 91-72177 Staðarskáli, Hrútafirði 95-1150 Stillholt, Stillholti 2, Akranesi 93-2778 Stjörnusalur (Grill), Hótel Sögu 91-25033 Súlnasalur, Hótel Sögu 91-20221 Sælkerinn, Austurstræti 22 91-11630 Tommahamborgarar, Grensásvegi 7 91-84405 Lækjartorgi 91-12277 R.víkurvegi 68, Hafnarfirði 91-54999 Torfan, Amtmannsstíg 1 91-13303 Veisluþjónustan, Hafnargötu 25, Keflavík 92-1777 Veitingaskálinn, Ferstiklu 93-3940 Veitingahöllin, Húsi verslunarinnar 91-30400 Zorba, Laugavegi 126 91-28125 Þingholt, Hótel Holti 91-21050 Þórscafe, Brautarholti 20 91-23335 BRAUÐSTOFUR: Brauðbær, Þórsgötu 1 91-20490 Nesti, Brauðstofa, Háaleitisbraut 68 91-33615 \ <: Tslií) 11 ic<> V/SA VISA ÍSLAND t * t H » i n M I m H p M I M M I " *| n M m lj I M M t H p t « > HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.