Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 3
Grafík léttir á sér ★ Hljómsveitin Grafík er að góðu kunn og hefur gefið út tvær yel þegnar hljómplötur. Um þessar mundir eru með- limir hennar að leggja síðustu hönd á gerð þriðju plötunnar I I I I I I I I I | ★ Þetta er Iftill heimur. Enn emar sönnur á því er sagan I tS? h éruer á eftir: 'slenskur ' turhestahopur var staddur í Israel a dnnnnnm ____- I I I I I I I I I I I I I .• i x var stac,dur í israel á dogunum. Fararstjórinn um þetta helga land var inn- fæddur og komst hann að því eftir nokkra daga með morlandann í eftirdragi að einn * ferðalanga hans var fyrrverandi I domsmalaráðherra ofan af I kalda landinu, Auður Auðuns að nafm. Hann hringdi þegar í stað i skriffmn í höfuðborginni og tjáði honum þessa uppgótvun sína og spurði hvort Þaö væri ekki tilhlyðilegt að gera þessum fyrrverandi ráðamanni ofan af Islandi eitthvað til hæfis, til dæmis að bjóða honum til skrafs við gamla kollega f Jerusalem. Skriffinnurinn helt það nú, og sagði farar- stjóranum að láta konuna vita að hun ætti að hitta sig næsta morgun, en síðar um daginn yrði farið í heimsóknir til SmálTPa Ú' i8'ael!k“"’ hÆ£rASkomað morgun, tók fyrstur á móti henn. gr,'ðarmikill rakki úr garð- inum framan við húsið og hnusaði mikið að gesti að ho? aflSlð- Auöi var ekkert um • þetta flangs rakkans gefið og . y"d' að Vta honum frá sér en i ktið gekk, þar til skriffinnurinn birtist á lóðinni. Þau tókust " Auðfafl er\Slðan SPUrðí hann Auði að gefnu tilefni hvort henm væri ekkert um hunda r9ef'ð’ pyrrverandi dómsmála- rfherrann af Islandi sagði að ffr,hefðl aldre' l'kað við hunda i þéttbyli enda væri það ekki þeirra eðlilega umhverfi áhprQli i m^i: __ .. I I í I í I I I I I I I I I sem tekin er upp í Hljóðrita og væntanleg á markað um næstu mánaðamót. Þeir hyggjast sjálfir gefa plötuna út eins og fyrri plötur og er það gott ef ekki einsdæmi að íslensk hljómsveit gefi sjálf út svo margar hljómplötur. I Grafík eru Rúnar Þórisson sem sér um gítarleik, Örn Jóns- son á bassa, Rafn Jónsson á trommur og nýjasti meðlimur sveitarinnar er Helgi Björnsson söngvari. Er hann eflaust flest- um kunnur sem leikari, sbr. stórt hlutverk hans í Atóm- stöðinni. Hjörtur Howser hljóm- borðsleikari er sessionmaður í upptökunum og upptökustjórn hefur Sigurður Bjóla á hendi. „Það er nokkur stefnubreyt- ing hjá Grafík á þessari plötu," segir Helgi Björns í spjalli við HP. „Við höfum létt mikið upp frá fyrri plötum sem voru heldur í þyngri kantinum og stílum nú meira inn á dans- markaðinn enda höfum við lært að dansa," bætir hann við. Þrátt fyrir léttleikann hefur ekkert verið slakað á kröfunum og telja þeir sig hafa lagt enn meira í gerð þessarar plötu en fyrri afurðir. „Við þykjumst vera með gott efni í hönd- unum og gefum okkur mikið frelsi. Látum gamminn virkilega geysa og höfum allar klær úti til að fylgja plötunni eftir," segja þeir og tala um mynd- bönd og konserta m.m. Það eru sem sagt ýmsir sénsar teknir, ber enda platan heitið: Get ég tekið cjéns? Allt efni er frumsamið að sjálfsögðu og á Helgi flesta texta. „Þeir snúast meira um persónulega upplifun heldur en ákveðin þjóðfélagsleg vanda- mál, en þó gengið sé út frá manneskjunni sjálfri hlýtur það alltaf að smita út í mannlífið," segir Helgi. „Við erum með vangaveltur um leitina að sjálf- um sér og tilgang þess að vera lífvera. Þetta reynum við svo að setja myndrænt upp í músíkinni."^ . — —,^a uiuiiverri, oq til Skhffinnmál' SÍnU UPPlýSt' hún sknffinninn um það að hunda- hald væri til dæmis alveg Revk^f ,í hðfuðborg|nni heima, Reykjavik. Þannig væri þetta ekkert vandamál hjá íslend- knom^' E'n?Ver.undrunersvipur kom á skriffinninn við þes'si ummaeli Auðar, en svo sagði hann. Nu, en fjármálaráð- herrann ykkar heldur hund, og nann byr , Reykjavík! Það varð í*|ð um svör hjá Auði, og skiptí hun snarlega um umræðu- | efni.-fr I I I I I Tertuát í Fellahelli I I I I ★ Hún er mikið þarfaþing félagsmiðstöðin Fellahellir í Breiðholti. Var hún hin fyrsta sinnar tegundar sem reist var hér á landi og síðastliðinn föstudag var á veglegan hátt haldið upp á tíu ára afmæli staðarins. Krakkarnir lögðu mikla vinnu í allan undirbúning og á afmælisdaginn var mikið um að vera frá morgni til kvölds. Jim Ijósmyndari smellti af þessari mynd á hátíðinni síðdegis þegar yfir stóð heljarmikið tertuát unglinga og annarra velunnara staðarins. Um kvöldið náði gleðin svo hámarki með fínu borðhaldi og skemmtun þar sem fram komu ýmsir þekktir skemmtikraftar og þvínæst var eldfjörugur dansleikur fram á nótt.^ Ertu orðinn félagi meðal heimsmanna? Hannes H. Gissurarson „Ja, það verður að vera þitt mat. Þetta eru elskuleg og virðu- leg samtök en ég vil ekki vera að monta mig neitt af því að um- gangast stjörnurnar." — Hvaða samtök eru þetta og hvert er þeirra ætlunar- verk? „Þau voru stofnuð í litlum bæ í Sviss árið 1947 og draga nafn sitt af fjallinu þar sem bærinn er. Eini tilgangurinn er að vera vettvangur þar sem frjálslyndir fræðimenn hittast einu sinni á ári og bera saman bækur sínar. Hagfræðingarnir frægu, Hayek, Stiegler og Friedman, voru meðal stofnfélaga, og af kunnum stjórnmálamönnum má nefna Luigi Einaudi, fyrrv. for- seta italíu og Erhard, fyrrverandi kanslara V-Þýskalands. Þekkt- astir núverandi stjórnmálamenn eru sennilega Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna og Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, svo einhverjir séu nefndir." — Þú munt vera sá yngsti sem kjörinn er í samtökin? „Já, það er mér sagt og þetta er auðvitað mikill heiður fyrir mig." — Veistu fyrir hvað þér hlotnast þessi heiður?? „Ein ástæða kann að vera sú að ég vann fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni á vegum samtakanna í vor. Ég fékk 3.500 dollara verðlaun og hefur ritgerðin verið birt í bók með ritgerðum nokkurra fræðimanna. Nú, og svo hafa margir frammámenn þessara samtaka komið í heimsókn til islands. Hayek kom ’80, Harris lávarður, núverandi forseti samtakanna, kom einnig, og svo Friedman í ár, og þeir hafa allir gott eitt um ísland að segja og frjálslyndar hugmyndir hér á landi. Væntan- lega er ég einnig kjörinn sem talsmaður þessara hugmynda frá smáþjóðinni." — Ertu orðinn kunnur fyrir skrif úti í hinum stóra heimi? „Það verður nú enginn þekktur fyrir slíkt í milljónalöndum, en, jú, ég hef skrifað nokkuð í blöð og tímarit. Ég hef m.a. skrif- að grein í Wall Street Journal, sem er gefið út í Bandaríkjunum, svo hef ég skrifað í tímaritið Economic Affairs og öðru hverju í bandarísk dagblöð í gegnum stofnun í Kaliforníu. Hún sér um að dreifa kjallaragreinum frjálslyndra fræðimanna í dagblöð út um öll Bandaríkin. Ég hef verið beðinn um að skrifa meira í Wall Street Journal og það er freistandi því þeir borga vel fyrir greinarnar, en ég hef ekki komið því við vegna anna í náminu. Og ég er eiginlega hættur að skrifa í íslensk blöð í bili af sömu ástæðu. Ég er að vonast til að ég Ijúki náminu á næsta ári." — Þú segir að þetta sé þér heiður, en fylgir þessu upp- hefð fyrir þig? „Ég veit ekki hvað skal segja um það. Að minnsta kosti er manni veittur þarna aðgangur að frjórri hugsun og hugmynd- um. En við skulum muna að menn komast ekki áfram á herð- um annarra. I þessum samtökum eru menn ekki til að orna sér við eldinn eða ylja sér við sólina. Þessi samtök voru stofnuð um andleg verðmæti en ekki efnisleg, og þarna ræða menn um það hvernig forðast megi óhóflegan vöxt ríkisumsvifa. Frjáls- hyggjan varar við því, og hún er í tísku núna á Vesturlöndum." — Einn útúrdúr svona f lokin. BSRB-tíðindin birtu fræga mynd af þér þar sem þú stóðst á bak við Dóm- kirkjuna. Mætti ég spyrja hverju þú varst að velta fyrir þér þar? „Já. Mér þótti gaman að þessari mynd og ég skal segja þér hvað ég var að hugsa þegar ég stóð þarna hokinn í kuldanum og fylgdist með útifundinum. Ég var að hugsa um það hve veðrið á l’slandi hentaði illa til götuóeirða. Þetta var fámennur fundur en friðsamur og það sennilega vegna þess hve kalt var. Ég man að þetta var á miðvikudeginum 10. okt. því þá var út- varpsstöð okkar frjálshyggjumanna lokað og við fórum um kvöldið út að borða á Hótel Holti til að slappa af eftir útvarps- reksturinn. Við næsta borð sátu forystumenn BSRB, fulltrúar láglaunafólksins á einum fínasta stað í bænum. En mér þótti myndin skemmtileg og Kristján Thorlacius mætti gjarnan gefa mér eina." _Qp Hannes Hólmsteinn Gissurarson var nýlega kjörinn félagi f hinum víð- frægu samtökum Mont Pélerin. Þetta eru samtök fræðimanna og stjórnmálamanna sem kenndir eru við frjálshyggju. Hannes stundar nú doktorsnám í Oxfordháskóla í Bretlandi og lætur ekki deigan sfga í skrifum sfnum um frjálshyggjumál. HP náði tali af Hannesi og spurði hann út f þessi mál m.m. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.