Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 14
Fjölbreyttara vöruúrval Erum búnir að gjörbreyta allri versluninni Opið til kl. 8 á föstudagskvöld Opíð til kl. 4 á laugardag SÝNINGAR Gallerí Borg Pósthússtræti 9 i dag, fimmtudag, opnar Björg Atladóttir sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg í Reykjavík. Á sýningunni verða málverk, teikningar og myndir unnar meö blandaðri tækni. Verkin eru gerð á sl. tveimur árum. Björg nam við Myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1976 — 79 og við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1979—82. Þar lagði hún stuhd á málun. Fyrr á þessu ári var Björg með einkasýningu í boði listkynningar Hér- aðsbókasafnsins í Mosfellssveit. Einnig átti Björg verk á Kirkjulistarsýningunni aö Kjar- valsstöðum 1983. Sýningin er opin virka daga kl. 10 —18 og um helgar kl. 14 — 18. Gallerí Grjót Skólavörðustíg 4a Frá og með föstudeginum 16. nóv. verður einkasýning á verkum Ófeigs Björnssonar í Gallerí Grjóti. Þar sýnir hann skúlptúra og myndklæði. Gallerí Grjót er opið alla virka daga frá kl. 12—18. Kjarvalsstaðir við Miklatún Asgerður Búadóttir sýnir vefnað í vestur- gangi og vestursalnum sem hún deilir með Valgerði Hafstað, en hún sýnir þar málverk. Guttormur Jónsson sýnir 29 verk, unnin í tré, stein og trefja-steinsteypu. Þetta er 1. einkasýning Guttorms. Næstsíðasta sýn- ingarhelgi. Steinunn Marteinsdóttir sýnir í Kjarvalssal veggmyndir (lágmyndir) sem eru unnar í postulín, einnig vasa o.fl. Þetta er síðasta sýningarhelgi. Um sl. helgi opnuðu þeir Valgarður Gunn- arsson og Böövar Björnsson sýningu í vest- ursal Kjarvalsstaða á 18 handmáluðum Ijóð- um eftir Böðvar, unnum í samvinnu. Ljóð- myndirnar eru unnar í olíu, akrýl og pastel. Aö auki sýnir Valgarður u.þ.b. 40 myndir unnar í ýmis efni, s.s. olíu, vatnslit og gouche. Valgarður Gunnarsson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1975—79 og Empire State College í New York 1979—81. Sýningin stendur til 25. nóvember. Menningarsetrið er opið daglega frá kl. 14-22. Langbrók Amtmannsstíg 1 Á laugardaginn kemur mun Eva Vilhelms- dóttir opna sýningu á leðurfatnaði sem unn- inn er úr kálfa- og lambaskinnum. Megin- uppistaða sýningarinnar eru jakkar, frakkar og kápur en einnig eru á sýningunni teikn- ingar af nýjum fatnaði sem er væntanlegur á markaðinn fyrir jólin. Eva lagði stund á nám í hönnun við Skolen for Brugskunst í Kaup- mannahöfn. Hún er eigandi verslunarinnar Skryddu að Bergstaðastræti 1, þar sem hún hefur vinnustofu. Lísbet Sveinsdóttir glerlistakona sýnir einnig verk sín í Langbrók, leirmuni sem eru árangur tilraunastarfsemi hennar við leir- brennslu í jörðu vestur í Breiðafirði. Lísbet var við nám í Myndlista- og handíðaskóla Is- lands og síðar við Konstfackskolann í Stokk- hólmi. Sýningarnar standa yfir dagana 17. —25. nóvember. Gallerftð er opið daglega; á virk- um dögum frá kl. 12—18 og um helgar frá 14-18. Þess má að lokum geta að mánudaginn 26. nóvember verður opnuð í Gallerí Lang- brók samsýning (jólasýning) Langbróka. Listamiöstööin Hafnarstræti 22 Um síðustu helgi opnaði Guðni Erlendsson sýningu í Listamiöstöðinni á 30—40 verkum en sýningu sína kallar hann „Leirmyndir". Myndirnar eru silkiþrykktar. Þetta er 1. einkasýning Guðna og er hún opin daglega kl. 14—19 en á fimmtudags- og sunnudags- kvöldum fram til kl. 22. Síðasta sýningar- helgi. Listmunahúsið Lækjargötu 2 Um þessar mundir stendur yfir málverkasýn- ing Ómars Skúlasonar í Listmunahúsinu. Það eru collagemyndir frá 1976 en megin- uppistaðan eru tvær myndraðir, unnar á ár- inu 1984. Við myndgerðina er notuð blönd- uð tækni, s.s. málun, þrykk og klippingar. Einnig eru á sýningunni tvær myndir eftir þá Egil Eðvarösson og örn Þorsteinsson. Sýn- ingin er 2. einkasýning Ómars og er opin virka daga, nema mánudaga, kl. 10—18 og um helgar frá 14 — 18. Síðasta sýningarhelgi. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg Á sunnudaginn lýkur sýningu á veggmynd- um og myndasögum úr samkeppni sem Reykingavarnanefnd efndi til meðal grunn- skólanemenda á árinu 1983. Myndirnar, sem eru á annað hundrað talsins, snerta reyk- ingavandamálið og eru mjög fjölbreyttar hvað efni og vinnubrögö snertir. Húsið er op- ið mánudaga til fimmtudaga kl. 16—22 og um helgar kl. 14 — 18. Norræna húsið Myndlistarmaðurinn og -kennarinn Jón E. Guðmundsson opnaði firnafína sýningu á verkum sínum í kjallara Norræna hússins um sl. helgi. Sýningin er haldin í tilefni af sjö- tugsafmæli kempunnar. Jón er hvað þekkt- astur fyrir leikbrúður sínar sem eru fjölmarg- ar á sýningunni og eru strengjabrúður í meiri- hluta en auk þeirra eru 62 vatnslitamyndir sem Jón hefur málað um dagana. Elsta myndin er frá árinu 1964. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Þessa dagana sýnir Emil Gunnar Guðmunds- son Ijósmyndaröð, „Hlegið í gegnum tárin", í neðri sal Nýlistasafnsins. Sýningin er haldin í tengslum við sýningar Egg-leikhússins á leikritinu „Skjaldbakan kemst þangað líka" og er opin öllum almenningi á miðasölutíma leikhússins, kl. 17—21. Ljósmyndasýning- unni lýkur um leið og sýningum Egg-leik- hússins. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Austurbæjarbíó Garp ★★Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd um helgina í sal 1, kl. 5 og 9. Bíóhöllin Metropolis ★★★★Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9, og 11. Ævintýralegur flótti (Night Crossing) Bandarísk. Árg. 1981. Handrit: John Mc-: Greevey. Aðalhlutverk: John Hurt, Jane I Alexander, Biau Bridges. Efni: Fjölskylda flýr frá A.-Þýskalandi í loftbelg. Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Fjör í Ríó (Blame it on Rio) ★ Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Stanley Donen. Aðalhlutverk Michael Caine, Joseph Bologna, Michello Johnson. Erótísk gamanmynd um tvo miðaldra feður sem fara til Ríó ásamt gjafvaxta dætrum sín- um til að hressa upp á tilveruna. Vandamál skapast er önnur dóttirin fer að sofa hjá pabba hinnar. Þunn og illa leikin mynd, gerð eftir vonlausu handriti. Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Splash Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Ron How- ard. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Daryl Hann- ah, John Candy. Gamanmynd. Sýnd í sal 4, kl. 5 og 7. Fyndið fólk II (Funny People II) ★ Ramm-amerísk. Leikstjóri og sögumaður: Jamie Ulys. Sýnd í sal 4, kl. 9 og 11. Háskólabíó í blíðu og stríðu (Terms of Endearment) ★★★Sjá umsögn í Ustapósti. Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Laugarásbíó Hard to Hold Bandarísk. Árg. 1983. Aðalhlutverk: Rick Springfield, Janet Eilber og Patti Hansen. Tónlistarkvikmynd með söguívafi. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Tónabíó í skjóli nætur (Still of the Night) Bandarísk. Leikstjóri: Robert Benton (Kram- er vs. Kramer). Aðalhlutverk: Roy Schelder og Meryl Streep. Spennumynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nýja Bíó Dalalíf ★ íslensk. Árg. 1984. Leikstjóri: Þráinn Bertels- son. Framleiðandi: Jón Hermannsson. Kvik- myndataka: Ari Kristinsson. Aðalhlutverk: Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson o.fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9, sunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. Regnboginn Þverá (Cross Creek) Bandarísk. Árg. 1982. Handrit: Dalene Young eftir sjálfsævisögu Marjorie Kinnan Rawlings (The Yardling). Leikstjóri: Martin Ritt. Aðalhlutverk: Mary Steenburgen, Rip Torn, Peter Coyote, Alfred Woodard. Efni: Myndin fjallar um skáldkonuna Mar- jorie sem segir skiliö við sitt fyrra líf (og kall) í New York, flytur til Kaliforníu og fer að rækta appelsínur og skrifa vinnukonusögur í rauðum stft en hafði lítið uppúr krafsinu. Sýnd í C-sal, kl. 3, 5:30, 9 og 11:15. Óboðnir gestir Bandarísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Michael Laughlim. Aðalhlutverk: Paul le Matt, Nancy Allen. Reyfaraefni. Fjallar um óþekktar verur útan úr heimi... Sýnd í A-sal, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Rauðklædda konan (Woman in Red) ★★★ Amerísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Gene Wilder. Aðalhlutverk: Gene Wilder, Charles Gordin. Tónlist: Samin og flutt af Stevie Wonder. Sýnd í B-sal, kl. 5:05, og 9:05. Eins konar hetja (Some Kind of Hero) Amerísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Michael Pressman. Aöalhlutverk: Richard Pryor, Margot Kidder, Ray Schardey, Ronny Cox. Gamanmynd, að sögn. Sýnd í B-sal, kl. 3:05 og 7:05. Kúrekar norðursins ★ íslensk. Árg. 1984. Stjórn: Friðrik Þór Frið- riksson. Myndataka: Einar Bergmundur Arn- björnsson og Gunnlaugur Þór Pálsson. Sigurður Snæberg Jónsson. Aðalleikarar: Hallbjörn Hjartarson, Jhonny King, menn og dýr á Skagaströnd o.fl. Sýnd í D-sal, kl. 3:;5, 7:15, 9:15 og 11:15. Söngur fangans (The Executioner's Song) Amerísk. Árg. 1980. Leikstjóri: Lawrence Chiller. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Rosanna Arquette, Christine Lahti, Eli Wall- ach. Byggð á atburðum úr ævi Gary Gilmore og gerð í samráði við hann. Handrit: Norman Mailer. Myndin er um einn af frægari föng-. um Bandaríkjanna sem var sakaður um morð og stórglæpi sem hann játaði á sig. Gil- more var í framhaldi af því dæmdur til dauða árið 1977 en dómnum var skv. venju ekki framfylgt. Hinn dæmdi krafðist þess þó og var líflátinn í rafmagnsstólnum. Sýnd í B-sal, kl. 5 og 9. Handgun , Amerísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Tony Garn- ett. Aðalhlutverk: Karen Young, Clayton Day. Efni: Fjallar um fórnarlamb nauðgara, unga stúlku sem grípur til hefndaraðgerða. Sýnd í E-sal, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Stjörnubíó Moskva við Hudson fljót (Moskva on the Hudson) Amerísk. Árgerð 1984. Leikstjóri: Paul Maz- ursky. Aðalhlutverk: Robin Williams, Maria Conchita. Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11:05. Heavy Metal Bandarfsk teiknimynd. Tónlistin situr í fyrir- rúmi og er það þungarokkið sem skipar önd- vegið. Hana sömdu hljómsveitirnar Black Sabbath, Cult, Cheap Trik, Nazareth, Riggs og Trust o.fl. sem einnig flytja tónlistina. Endursýnd í B-sal, kl. 5, 9 og 11. Educating Rita ★★★ Sýnd í B-sal, kl. 7. LEIKLIST Kjarvalsstaðir v/Miklatún Alþýðuleikhúsið hefur fengið inni á Kjar- valsstöðum í nokkurn tíma og sýnir leikritið Beisk tár Petru von Kant eftir Fassbinder á föstudagskvöld kl. 20:30, laugardag og sunnudag kl. 16 og á mánudaginn kl. 20:30. Þýðinguna gerði Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Miða- pantanir eru í síma 26131. Norræna húsið Nk. mánudagskvöld, 12. nóv., verður flutt í Norræna húsinu verkið „Óður steinsins" fyr- ir píanó, upplestur og litskyggnur. Jónas Ingimundarson leikur á píanó tónlist Atla Heimis Sveinssonar, Sigrún Björnsdóttir les upp Ijóð Kristjáns frá Djúpalæk og sýndar verða litskyggnur Ágústs Jónssonar, þess kunna steinasafnara, af steinþynnum. Verk- ið er tilraun til að fella saman tónlist, Ijóðlist og myndlist og er hugsað sem ein heild. Kveikjan að þvfvoru IjósmyndirÁgústs af ör- þunnum sneiðum steina, sem Kristján frá Djúpalæk orti Ijóð við, eitt um hverja mynd, alls 30 Ijóð. Atli Heimir samdi síðan píanólög við Ijóðin og myndirnar. Listunnendur geta á þennan hátt slegið þrjár flugur í einu höggi með því að mæta á mánudagskvöld kl. 20:30. Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut í kvöld, fimmtudag, 15. nóv. frumflytja Há- skólakórinn og Stúdentaleikhúsið nýja upp- færslu á Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötl- um við tónlist Péturs Pálssonar. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson og útsetti hann einnig tónlistina fyrir kórinn. Guðmundur Olafsson leikari fer með talaðan texta jafn- framt því að leikstýra með Árna. Verkið verð- ur sfðan flutt 16., 17. og 18. nóvember. Flutn- ingurinn á verkinu hefst kl. 21 öll kvöldin. Miðapantanir I síma 17017. TÓNLIST Háskólabíó í kvöld, fimmtudag, verða haldnir reglulegir áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Is- lands í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 20:30. Bernard Wilkinson leikur einleik á flautu. Stjórnandi er Karolos Trikolidis. Bústaðakirkja íslenska hljómsveitin heldur síödegistón- leika í Bústaðakirkju á sunnudaginn kemur og hefjast þeir kl. 17. Kristskirkja Landakoti Musica Nova stendur fyrir tónleikum í Krists- kirkju á mánudaginn 19. nóv. kl. 17. Það er Hörður Áskelsson sem spilar á orgel kirkj- unnar. Menntaskólinn v/Hamrah.íð Hinn sigursæli Hamrahlíðarkór sem gert hef- ur garðinn frægan undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur kemur fram á tónleikum þar sem verðlaunaafhending fer einnig fram. Tónleikarnir verða í Hamrahlíðarskólanum á laugardaginn og hefjast þeir kl. 17. Norræna húsið Þriðjudaginn 20. nóv. verða haldnir píanó- tónleikar í Norræna húsinu. Kjell Bækkelund heitir maðurinn. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Háskólatónleikar sem réttu nafni nefnast hádegistónleikar (kl. 12:30) verða síðan haldnir miðvikudaginn 21. nóv. Að þessu sinni verða tónleikarnir helgaðir djassinum: Dúettinn Reynir Sigurðsson, víbrófónn og Guömundur Ingólfsson, píanó, koma fram. 14 HELGARPÓSTURINN I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.