Helgarpósturinn - 15.11.1984, Page 10

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Page 10
eftir Hallgrím Thorsteinsson mynd Jim Smart Maöur fer sem leiö liggur upp — eöa noröur — Broadway, framhjá Ijósa- skiltadýröinni á Times Square, kvikmyndahúsunum, leikhásunum og klámhöllunum og í gegnum skýjakljúfafrumskóginn sunnan viö Central Park. Maöur heldur enn noröar og vestar á Manhattan, framhjá Columbus Circle og Lincoln Center, alla leiö upp á 72. strœti. Beygir þar til hægri. Og þá blasir staöurinn viö: Palsson ’s. Þetta er veitingastaöur, restaurant, og essin tvö í nafninu koma manni kunnuglega fyrir sjónir. Þetta eru nefnilega íslensk fööurnafnsess. Þarna er þó engan Pálsson aö finna, heldur Pálsdóttur. Sesselíu Pálsdóttur. Hér heitir hún Sella Palsson og þetta nafn hefur veriö þekkt í skemmtanalífi New York borgar í nokkur ár. Veitingastaöurinn Palsson ’s er þekktari fyrir skemmtiatriöi sem þar er boöiö upp á heldur en fyrir matinn. Ekkiþaö, aö maturinn sé eitthvaö verri en annars staöar, síöur en svo. Hann er prýöilegur, en showiö, sem byrjaöi þar fyrir þremur árum, þykir einstakt í sinni röö. Þaö heitir Forbidden Broadway (Hiö bannaöa Broadway) og er flugbeitt satíra á stóru söngleikina sem ganga ár eftir ár á Broadway. Forbidden Broadway og Japansbanki „Viljið þið ekki sjá showið?" spyr Sella okkur Jim Smart rétt eftir að við höfum tyllt okkur á efri hæð Palsson’s eitt föstudags- síðdegi fyrir skömmu. „Eru til miðar á show- ,ið í kvöld?“ spyr hún bókarann sinn, sem sit- ur sveittur við símann og tekur við miða- pöntunum. Þarna borgar fólk miðana sína með kreditkortum. „Það eru tveir miðar eft- ir," segir bókarinn. „Þar hafið þið það,“ segir Sella. Við þiggjum boðið og teljum okkur heppna. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér sýningu sem hefur hlotið stór- kostlega dóma í öllum helstu stórblöðum Bandaríkjanna. Time og Newsweek lögðu t.d. bæði heilar síður undir Forbidden Broadway í fyrra. Ég spyr Sellu hvernig þetta hafi allt saman byrjað. Hún byrjar á byrjuninni. „Ég kom fyrst hingað út 1964 og lærði þá viðskiptafræði í tvö ár í Louisiana og Texas. Svo kom ég heim og giftist fljótlega Amer- íkana sem vann hjá sendiráðinu. Við flutt- umst til Indiana og bjuggum þar í fimm ár. Eftir að við skildum kom ég hingað til New York.“ Sella fór í New York University og lærði innanhússarkitektúr. „Ég vann með náminu hjá japönsku arkitektafyrirtæki, byrjaði sem aðstoðarmaður og endaði sem deildarstjóri. Við teiknuðum aðallega banka, skrifstofur og sendiráð. Við vorum t.d. með allan Bank of Tokyo hérna, tólf hæða hús. Þetta var mjög gaman, en mig hafði alltaf langað að fara út í eigin rekstur. Ég var líka búin að gera það sem ég ætlaði mér hjá fyrirtæk- inu.“ Fastagestir „Ég ákvað því að opna veitingahús, skandinavískan restaurant. Ég fékk vin minn með mér, Steven McGraw, sem er leik- ari og rithöfundur, en var þá að vinna sem barþjónn. Hann hafði áður talað um að hann langaði að opna bar. Gerum þetta! sagði hann og við keyptum þetta hús hérna við 72. stræti með þriðja manninum, Bob Anzelow- itz. Við erum öll jafnir eigendur. Og svo opn- uðum við 4. júlí 1977.“ Viðskiptin gengu heldur treglega til að byrja með. Kokkurinn var finnskur. „Flestir komu bara einu sinni og ekki aftur,“ segir Sella. Þau breyttu fljótlega til, héldu í vinsæl- ustu réttina, en bættu við hamborgurum og stækkuðu matseðilinn og það gafst vel. Stað- urinn varð vinsæll meðal nágrannanna, og SESSEUA PÁLSDÓTTIR, VEITINGAHÚSS- EIGANDI OG PRÓDÚSER í NEWYORK í HELGARPÓSTS- VIÐTALI barinn á fyrstu hæðinni varð sá vinsælasti í hverfinu. Og er enn, að sögn fastagesta. Þegar þau félagarnir opnuðu Palsson’s 1977 var vesturhluti Manhattan talinn frek- ar slæmur borgarhluti. Þetta hefur verið að breytast og fjölskyldufólk hefur sest þar að í auknum mæli. Staðurinn hefur notið góðs af. „Fiestir kúnnarnir á neðri hæðinni eru fastagestir, koma tvisvar til fimm sinnum í viku til að borða og spjalla við kunningjana. 1980 opnuðum við svo djassklúbb á efri hæðinni. Sá staður varð strax geysivinsæll, en þetta tvennt fór ekki alveg nógu vel sam- an. Svo að við ákváðum að sleppa jassinum og setja upp kabarett, sem endaði fyrr á kvöldin. Og einn daginn labbaði svo Gerard Alexandrini, höfundur og leikstjóri Forbid- den Broadway, hingað inn með lögin sín und- ir hendinni. Hann var þá alveg óþekktur. Hann kom með vinkonu sína og píanóleik- ara og þau tóku nokkur lög. Þetta var 1981. Þau byrjuðu tvö kvöld í viku og það var alltaf fullt hús. Fleiri leikurum var bætt við og fljót- lega sýndum við ekkert annað en Forbidden Broadway.” Skapandi bisness Sella talar lágri röddu, hægt og rólega og það vottar örlítið fyrir New York enskunni í íslenskunni hjá henni. En fasið er alíslenskt, framkoman hrein og bein — látlaus. „Þetta hefur orðið stærra og meira hjá mér með tímanum og ég hef farið meira út í það að pródúsera Forbidden Broadway. Meðeig- endur mínir hafa tekið meira við rekstri veit- ingahússins. Ég hef gaman áf söngvurunum, skemmtikröftunum. Þetta á vel við mig. Þetta er skapandi bisness." Þetta á reyndar svo vel við hana að hún er að færa út kvíarnar. Undanfarna mánuði hefur hún verið á þeytingi til og frá Boston, þar sem Forbidden Broadway var nýlega sett upp einnig, en með öðrum leikurum. lnnan skamms byrjar sýningin líka í Chi- cago, og Sella er að velta því fyrir sér að opna í Washington DC. Forbidden Broad- way er orðinn einn af hápunktum skemmt- analífsins í Boston nú þegar — öll blöð, út- varp og sjónvarp hafa sagt ítarlega frá sýn- ingunni og hún fengið góða dóma. Sýnt er á einu af dýrustu hótelum borgarinnar, Bost- on Park Plaza, og í Chicago verður sýnt í Continental Hotel, aðalhóteli þeirrar borgar. Sella vonast til að showið geti gengið á þess- um stöðum í mörg ár, prógrammið endur- nýjast á hverju ári og er svo gott, að maður þarf ekki einu sinni að hafa farið á músíkal á Broadway — textarnir og tónlistin, sem er úr söngleikjunum, standa fyrir sínu. Opnar leikhús í Boston og Chicago „Þessi hótel hafa ekki haft svona show áð- ur. Og reynsla mín sem innanhússarkitekts hefur komið sér vel þegar ég hef verið að setja sýninguna upp. Við opnum í raun og veru leikhús inni á hótelunum. Ég hef teikn- að rammann utan um sýninguna fyrir hótel- in, og ég sé um hljóðið og ljósið. Það er gam- an að því." Sesselía er næstelst átta systkina, barna Páls Pálssonar lögmanns, sem lést fyrir rúmu ári, og konu hans, Guðrúnar Stephen- sen. Guðrún lærði á sínum tíma líka í Banda- ríkjunum, fyrst í Georgíu-fylki á kvennahá- skóla þar, en síðar í Columbia University í New York borg. Hún var forstöðukona barnaheimilisins Grænuborgar. Ég spurði Sellu hvort móðir hennar hefði verið henni inspírasjón og hvatning til að halda til Vest- urheims. „Ég veit það ekki almennilega. Hún talaði aldrei mikið um það sem hún gerði. Hún var bara í því að ala upp stóran barnahóp. En ég vissi að hún talaði ensku og hafði alist upp í Kanada. En okkur fannst mamma ailtaf al- veg sérstök og mér finnst það enn. Nú er hún að læra sögu og vinnur á Þjóðminjasafninu. Svo kennir hún ensku líka.“ Við erum öll svona systkinin „Foreldrar okkar voru alla tíð duglegt og sterkt fólk og ég held að sá kraftur sem ég hef haft til að gera hluti sé frá þeim kominn. Við erum öll svona, systkinin, það var alltaf ætlast til þess af okkur að við gætum séð fyr- ir okkur sjálf, af hvoru kyninu sem við vor- um. Þau hvöttu okkur ekki beint, heldur var þetta nokkuð sem okkur var innrætt snemma; ég varð til dæmis strax mjög sam- viskusöm og ábyrgðarfull stelpa. Þetta hefur ekkert breyst eftir því sem ég eldist, nema kannski það, að nú kemur krafturinn frá sjálfum manni.” — Hvað er það við þennan ameríska „show-business” sem heillar þig svona mik- ið? „Það er þessi skapandi kraftur, held ég, í fólkinu sem fæst við þetta. Sjálf var ég alltaf óskaplega feimin sem barn og ung stúlka, og er frekar hlédræg enn. Ég hafði aldrei gam- an af svona hlutum áður, en ég hef alltaf haft gaman af að lesa og alltaf lesið mikið. Mig langar líka til að skrifa einhvern daginn. Stundum geri ég það reyndar, aðallega dag- bók, en stundum smásögur líka. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki alltaf haldið dagbók, því mér finnst alltaf svo mikið vera að gerast í lífi mínu. Ég hitti svo mikið af fólki, frægu fólki, fólki sem segir manni kannski stórkostlega hluti sem gleymast. Fólk deyr...“ Frægt fólk hefur stundað Palsson’s í nokk- ur ár. Broadway-stjörnurnar vilja sjá sig í spéspegli, og aðrar stjörnur sjá þær í sama spéspegli. Forbidden Broadway er líka ein- faldlega skemmtun sem hægt er að mæla með hvenær sem er við hvern sem er. DeNiro fastagestur — Robin Williams vinur „Robert DeNiro kom oft hingað, aðallega seint á kvöldin, þegar við vorum með píanó- barinn hérna uppi, rétt um það leyti sem Forbidden Broadway var að byrja. Þá kom líka oft vinur hans, Robin Williams, grínist- inn (sem nú hefur mátt sjá leika í myndinni Moscow on the Hudson í Stjörnubíói og The World According to Garp í Austurbæjarbíói; innskot HT). Einu sinni var haldið í Radio City Music Hall það sem þeir kölluðu Night of a 100 Stars. Þá um kvöldið, eftir þann skemmtiþátt, leigði Robert DeNiro salinn hérna og bauð nokkrum vinum og kunningj- um. Sú fyrsta sem kom var Elizabeth Taylor, Richard Chamberlain kom, Woody Allen líka, Cher, Liza Minelli... Stjörnur eins og þessar koma alltaf öðru hverju á sýninguna. Ég þekki ekki margar þeirra neitt náið. Nema Robin Williams. Hann er alveg sérstaklega skemmtilegur, vel gefinn og almennilegur maður, voðalega fljótur, fyndinn. Hann er í Kaliforníu núna og er að róast og verða alvarlegri. Hann og kona hans voru að eignast barn.“ Liza Minelli og kókaínið En það eru ekki allir eins og Robin Willi- ams, tjáir Sella mér. „Ég hef líka séð dökku hliðina á lífi þessa fólks,” segir hún. „Eg hef

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.