Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 20
FYRIRTIÐABRJALÆÐIEÐA BLÓÐTAKA KARLVELDISÞJÓÐ- FÉLAGSINS eftir Jóhönnu Sveinsdóttur „18. mars 1983. Djöfullegur dagur. Ég er í vondu skapi. Ég veit hvers vegna. Ég er þunglynd eftir smámaníska uppsveiflu. Gæti brotið heilt hús. Ég er svo þung. Mig langar til að afneita sjálfri mér, hoppa á mér, berja mig. Hvers vegna að burðast með þennan líkama?! Ég veit hvað þetta er: Premenstrual tension á læknamáli — fyrirtíðaspenna. Hvað er hægt að gera í því? Ég er farin að sjá ákveðið mynstur allan mánuðinn. Síð- ustu dagar fyrir blæðingar eru hryllilegir. Mér finnst þeir steypast yfir mig eins og heimsendir og vond lykt, þvöl, sveitt, höfuðverkur. Hvers vegna get ég ekki stöðvað þetta? Þunglyndi, þunglyndi nær tökum á mér, ég gæti drepið hest og mann og fjall." Þennan texta er að finna í dagbók íslenskrar konu. Hversu margar konur kannast ekki við að ganga í gegnum svipað ferli einu sinni í mánuði: Að firrast í völundarhúsi eigin líkama og sálar, að geysast upp og niður, fram og til baka, í því sem nefna mætti tíðahringleika- húsinu! Hér á eftir verður reynt að bregða nokkru Ijósi á þetta margslungna og viðkvæma fyrirbæri, sem segja má að skipti alla máli, karla jafnt sem konur. Godsögur og hindur- vitni í vestrænum samfélögum hafa blæöingar kvenna löngum þótt dul- arfullar. í Gamla testamentinu eru konur sagðar óhreinar meðan á tíð- um stendur og á þeim tíma útilok- aðar frá samneyti manna. Því miður virðist enn eima talsvert eftir af þessari gömlu goðsögn. Áður fyrr var sú skoðun ríkjandi að blæðingar væru eins konar hreinsun. Talið var að í hverjum mánuði söfnuðust óhreinindi fyrir í líkama konunnar sem síðan hreins- uðust burtu með tíðablóðinu. Af því leiddi að konur voru alltaf nokkurn veginn óhreinar — karlmenn voru að sjálfsögðu ævinlega með hreina áru, jafnvel þótt þeir hefðu baðað hendurnar í blóði óvina sinna. Það var auðvitað allt annað mál. Samfarir voru náttúrlega óhugs- andi og jafnvel bannaðar meðan á blæðingum stóð — karlmenn vildu komast hjá því að „saurgast" eða „smitast" af óhreinindum kvenna. Þessi afstaða er því miður býsna al- geng enn þann dag í dag, jafnvel þótt hver grunnskólagenginn þjóð- félagsþegn eigi að vita að blæðingar séu eðlilegur hlutur, merki heil- brigði en ekki sjúkdóms eða óhrein- inda. Nú er upplýsingaöldin önnur en þegar Alfred Hitchcock var að alast upp á fyrri hluta þessarar aldar und- ir verndarvæng jesúíta. I ævisögu hans, The Dark Side of Genius, eftir Donald Spoto, kemur fram að þegar Hitchcock karlinn var 25 ára, og þá m.a.s. trúlofaður henni Ölmu sinni Raville, hafði hann aldrei heyrt minnst á blæðingar kvenna. Þetta uppgötvaðist við töku á myndinni The Pleasure Garden 1925. Þá átti ein leikkonan að stökkva út í sjó, en sagðist ekki geta það vegna þess að hún væri á túr. Þegar loksins hafði tekist að útskýra málið með milli- göngu tveggja aðila fyrir kvik- myndaleikstjóranum, varð að út- vega leikkonunni staðgengil. Vænta má að slík fáfræði sé nú úr sögunni. Aftur á móti hefur goð- sögninni um að konur séu „í eðli sínu óhreinar" verið viðhaldið með ýmsu móti, ekki síst af hreinlætis- og snyrtiiðnaðinum. A boðstólum eru bæði túrtappar og „intim- spray" til að koma í veg fyrir lykt; ef konur kaupa þennan varning „öðl- ast þær hinn eðlilega ferskleika sinn og öryggi", eins og segir í auglýs- ingunum. Aftur á móti segir þar ekkert um að slíkar vörur geta oftar en ekki verið mjög skaðlegar, eink- um vegna þess að þær þurrka upp slímhúðina. í dömubinda- og túrtappaauglýs- ingum er hamrað á því, að svo fremi sem konan lykti ekki og hún geti leynt því að hún sé á túr, geti hún stokkið, syngjandi glöð, í gegnum lífið! I auglýsingum má náttúrlega ekki minnast á neitt óþægilegt varð- andi vöruna og notanda hennar, eins og tíðaverki og svonefnda fyr- irtíðakvilla. PMS: Fyrirtídakvillar eda -brjálædi? Flestar konur verða þess varar á einn eða annan veg að tíðir eru í nánd. Nýjar bandarískar rannsókn- ir sýna (sbr. bandaríska tímaritið Psychology today, ágúst 1984) að 70% af konum sem hafa tíðir finna a.m.k. eina breytingu á sjálfum sér síðustu vikuna eða svo fyrir tíðir, líkamlega, sálarlega eða hegðunar- lega. Flest eru þessi einkenni af nei- kvæðum toga: Eymsli í brjóstum, þemba, harðlífi, höfuðverkur, bólur í andliti, frunsur, ásókn í sæta eða salta fæðu, taugapirringur, þung- lyndi eða þreyta. U.þ.b. 10—12% kvenna finna þó fyrir jákvæðum breytingum s.s. aukinni orku og til- finningalegu næmi, sterkari kyn- hvöt og sköpunargleði. En fyrir ákveðinn minnihluta kvenna — rannsóknir telja hann frá 3 og allt upp í 10% — eru síðustu 7—10 dagarnir fyrir tíðir hreinasta helvíti. Þær konur verða varar við a.m.k. 12 neikvæðar breytingar á sjálfum sér meðan á þeim stendur. Flestar þeirra kvenna sem leitað hafa læknis kvarta undan miklum geðsveiflum — örvæntingu, skorti á sjálfsstjórn, tilgangsleysi. Nokkrar konur hafa jafnvel farið fram á að verða sýknaðar af glæpum vegna þessa „fyrirtíðabrjálæðis", sem á ensku gengur undir nafninu Pre- menstrual syndrome, skammstafað PMS. En hvað veldur þessum kvillum og hvernig má draga úr eða ráða bót á þeim? Þar til fyrir nokkrum árum höfðu flestir læknar einfalt svar á reiðum höndum: Fyrirtíða- kvillarnir stöfuðu af tímabundnum skorti á prógesteróni, kvenhormón- inu sem undirbýr legið fyrir þung- un. Því var konum gefið inn þetta hormón til að ,,lækna“ þessa óþægi- legu kvilla. En það var eins með þetta og ýmsa aðra tilraunastarf- semi vísindanna á konum: Áður en þær voru látnar éta prógesterón í stórum stíl höfðu nægilegar undir- búningsrannsóknir ekki farið fram. Úr því hafði ekki fengist skorið, hvort orsakasamhengið væri í raun svona einfalt, né heldur hvort pró- gesterón-taka hefði skaðlegar auka- verkanir. Nú þykir t.d. sýnt að hún auki hættu á brjóstameinum. P-élur skiUr tUAtC rasscjit '. H>r\rv U*v vinnuna.. H>nn <r ÚK. Oq '<r •<$ •iJUltqt. ÍÖUU*t ? ír UUí^t ?! , K>nn 'i,f ma-íur, <.r nu.3 Lnrv ! Svona 'fw<trnia' ... ot serv.q^r t-.. (ór n>r l> <v\C» W >rlr <r*vGu.»-vr,ir ... Tg jsjilpj b<V... pu. /ftnáur slco <ltltc <úrv • •• r^ií |> ú-/U»' Útr ViJ ... P^fur J«jír bó K«j>r lc*nur tru, > |úr 3<u þ©r órnicju- (i<^*r , 6®ÍC > Ur\d>»\ Ot^ > rMÍ>ri •■• 03 tr »u<t) r*H... ts(i ícj (a<1 cvj 'clclcc <r vió a.6 Xakftft 1 Rn ktu.jfc\ðu hú , Sigíjo. '. ... firr. n.Cj> bú Urt (l'6rK*^sUíj> korvu'rv • •• p*<r J orv u.UÁ.ki'nn •• nú krni kl UppKtín ... f>lti ••• S<eq|> Pútri ■nl >ndí lcO f>nj . bd cj<r> I vft f >m< Á>r> !Jarv\,rf\, . .. jU , þú K<^ur á fúifu >3 /f«nd> ••• *ín Kp<rr'»g ? \/\ð lcon-ur <runv /ttnv,4 /tm ÚJur v<Tk>r a tcljni'Ó... B^ÍTéOiö^ 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.