Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 21
Er nú svo komið, a.m.k. í gósen- landi vísindamanna, Bandaríkjun- um, að ekki liggja fyrir neinar læknisfræðilegar sjúkdómslýsingar á fyrirtíðakvillum sem læknar og aðrir sérfræðingar geta komið sér saman um, né heldur algilt orsaka- samhengi eða hvernig sé best að vinna bug á kvillunum. Og æ fleiri líta svo á að varlega skuli fara í pró- gesterón-gjöf. PMS: Blódtaka karl- veldisþjódfélagsins? Látum nú sérfróðar varpa enn skýrara ljósi á málið. Aldís Guð- mundsdóttir kennari, sem hefur m.a. kennt áfanga sem nefnist Sál- fræði kynjamunar við MH, sagði- t.a.m. eftirfarandi: „Rannsóknir hafa leitt í ljós að 50% innlagna kvenna á stofnanir vegna vinnuslysa, afbrota eða geð- rænna kvilla eiga sér stað síðustu vikuna fyrir tíðir eða á fyrstu dög- um tíða. Ef það dreifðist jafnt ætti hlutfallið að vera 29%. Vafalítið finna margar konur til einhverra breytinga á þessum tíma,“ heldur Aldís áfram, ,,en þær eru mjög einstaklingsbundnar. Sál- fræðilegar rannsóknir sýna að verstu einkennin koma fram hjá konum sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða. Þannig uppgötvaðist þetta svokallaða PMS fyrst. Ein- kennin eru miklu vægari hjá konum sem eru í góðu, andlegu jafnvægi. En ef á að athuga á annað borð hvernig hormón spila inn í afbrot, væri nær að athuga hormónasveifl- ur hjá körlum," segir Aldís. „Það eru nú einu sinni þeir sem fremja 95% alvarlegra afbrota. En annað hvort hefur menn skort tækni eða áhuga til rannsókna á slíkum sveifl- um hjá körlum." Aldís bendir á afar athyglisverðar rannsóknaniðurstöður sem settar eru fram í bókinni The Question of Sex Differences (Boston/Toronto. 1979). Þær sýna ýmsar tegundir hormónasveifla hjá karlmönnum, m.a. á ársgrundvelli, og tengjast þær magninu á testosterónhormón- inu í líkamanum. Mest er af því frá ágúst fram í nóvember, bæði í lík- ama manns og apa. íhugunarvert er að testosterón-aukningin helst nokkurn veginn í hendur við aukn- ingu nauðgana og annarra ofbeldis- glæpa eftir árstíðum. Aftur á móti eru flest sjálfsvíg karlmanna framin í maí, einmitt þegar testosterónið er í lágmarki. Þetta er afar athyglis- vert, svo ekki sé meira sagt. „Það er ógerlegt að setja upp ein- falt samhengi orsakar og afleiðing- ar varðandi fyrirtíðakvilla," segir Álfheiður Ingadóttir líffræðingur m.m., ein þeirra sem þýddu og stað- færðu Nýja kvennafrœöarann (Mál og menning, 1981). „Á þessu tíma- bili gerist vissulega eitt og annað í líkama konunnar sem á sér lífeðlis- fræðilegar skýringar. Það helsta er e.t.v. vökvasöfnunin vegna hor- mónabreytinga. Vökvasöfnuninni má draga úr eða koma jafnvel alveg í veg fyrir hana með venjulegum bjúgtöflum sem eru skaðlausar. Við það dregur jafnframt úr tauga- spennu. Þess í stað hefur verið vin- sælt að dæla í konur tauga- og hor- mónapillum." Samkvæmt hefðbundinni skil- greiningu á PMS eiga konur að vera kvillalausar a.m.k. 2 vikur mánað- arins. En nú sýna nokkrar ítarlegar rannsóknir frá sl. tveimur árum að 50—80% þeirra kvenna sem leitað hafa meðferðar vegna fyrirtíða- kvilla þjást stöðugt af einhverjum eða öllum þessara kvilla. Því er það, að nú er víða vestra farið að tala um PMM í stað PMS, þ.e. sem skamm- stöfun fyrir „premenstrual magni- fication of ongoing moods". Sú nafngift byggir á því að síðustu dagana fyrir tíðir magnist fyrirliggj- andi kvillar. Og hvernig skyldi standa á því? „Jú,“ svarar Álfheiður Ingadóttir, „við þessar lífeðlisfræðilegu breyt- ingar á líkamsstarfsemi konunnar sem verða síðustu dagana fyrir tíð- ir, veikist varnarkerfi hennar, það varnarkerfi sem hún hefur byggt upp til að komast í gegnum dagsins önn.“ Og þunga næturinnar, bætir undirrituð við... Er það þá svona erfitt? spyr nú sjálfsagt einhver. I niðurstöðum rannsókna sem vitnað er til í fyrr- nefndu hefti af Psychology today kemur t.d. fram að fyrirtíðakvillar koma oftast fyrst fram hjá konum eftir þrítugt, og þá eftir að einhvers konar röskun á tíðahringnum hefur átt sér stað, vegna barneigna, notk- unar getnaðarvarnapillu o.s.frv. Einnig kemur í ljós að þessir kvill- ar komu oft fram í fyrsta skipti á einhverju meiriháttar streitutíma- bili í lífi viðkomandi kvenna: Eftir að þær höfðu verið reknar úr vinnu án greindrar ástæðu, eftir að þær höfðu uppgötvað framhjáhald eig- inmanna, þegar þær leituðu frá- skildar út á vinnumarkaðinn á ný, o.s.frv. Um þessar niðurstöóur segir bandaríski sálfræðingurinn Randi D. Koeske í framangreindu tímariti: „Því má halda fran. að fyrirtíða- kvillarnir, PMS, sé það verð sem karlveldisþjóðfélagið krefjist af konum sem reyna „að standa sig á öllum vígstöðvum": Sem mæður, sem eiginkonur eða ástkonur, úti á vinnumarkaðnum, og freista þess ennfremur að fá eins konar sam- ræmi í tilveru sína. Fyrirtíðakvill- arnir eru „hróp konunnar á hjálp” vegna þess að kröfurnar til hennar eru orðnar svo margar og e.t.v. ósættanlegar, en ekki sönnun á „getuleysi" hennar." Álfheiður Ingadóttir tekur í sama streng: „Ef maður afsakar vanlíðan kvenna með því að segja einfald- lega: „Æ, hún er bara á túr, gefum henni pillu" — er maður að einfalda veruleika konunnar ansi mikið. Slíkt er jafnframt til að styrkja ímynd karlveldisins af konum: Stundum verði þær bara „móður- sjúkar", rjúki upp út af „engu“!“ „Kraftakerling, norn, skessa, tröllkona, skass, skrugga. ..?“ Niðurstaðan er semsé sú, að tíða- hringleikahús kvenna er býsna flók- ið fyrirbæri, sem hættulegt er að einangra eitt og sér! Og það er víst áreiðanlegt að ef karlar væru á túr, væru viðhorfin gagnvart því býsna ólík þeim sem nú tíðkast og rann- sóknir á fyrirbærinu komnar mun lengra! Meðan við bíðum eftir nið- urstöðum næstu rannsókna að vest- an, skulum við íhuga annað brot úr dagbókinni sem vitnað var til í upp- hafi: 19. mars 1984 Ólgandi afdjöfulsins lífsorku œði ég um strœti og torg og verurnar í kringum mig láta sem þœr séu ekki til! Og enginn veit um vegginn milli mín og þeirra. En ég get bara ekki bitið á jaxlinn og látið múra mig inni í sjálfri mér. Kraftakerling, norn, skessa, tröll- kona, skass, skrugga. L'tfið er mikilvægara en sjálfið. Sjálfið mikilvœgara en hamingjan hamingjan jafn óhöndlanleg og dauðinn dauðinn samt betri en óhamingjan. Hvers vegna vinn ég ekki heiðarlega launavinnu? Er varúlfynjan að brjótast ár klakabrynju vetrarins? Er helvítis vorið að koma og ég ekki enn orðin fuUkomin? Hús sem þrengja að mér Ijós sem sker mig t augun, angan af lífi sem iðar og ég eins og steingervingur úr Sel- árdal sem enginn hefur fundið. Ég er eins og felumynd í lífinu og í skrift mína er hlaupinn dári sem svífst einskis sem párar ömurleg orð á rúðótta síðuna. Ég get ekki orðið neitt með neinum ekki einu sinni púkanum. Hann gengur laus. Álit sálfrœðings: Ltklega einhvers konar spenna tengd nálgun vorsins. Alit lœknis: Líklega einhvers konar spenna tengd nálgun tíða. Álit hans: Líklega einhvers konar spenna tengd fjarlœgð minni. PARTÝ í KÓPAKRÁNNI og dansleikur í salnum. Meiriháttar fjör á báðum stöðum. Opið allar helgar. Tökum einnig aö okkur að sjá um veislur, mannfagnaði og fundarhöld. Allar veitingar. Skelltu þér í Kópinn. Auðbrekka 12 símar 46244 og 73120. rjf'BljNAÐARBANKI \ö/ ÍSLANDS Heiðraði viðskiptauinur. Nýja bókin okkar heitir á einföldu íslenzku máli SPARIBÓK meðsérpöxtum Hún á að fullnægja þörfum þeirra, sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Þetta er bók sem hentar þeim, sem ætla að spara til langs tíma, en vilja þó hafa aðgang að fé sínu fyrirvaralaust. Þessi bók gefur hærri ávöxtun því lengur sem innstæðan er óhreyfð eða allt að 28?ó á ári. I bókina er skráð innstæða oq vextir. hér barf ekki stofnskírteini eða vfirlit. Hún kemur samt ekki í stað gömlu góðu almennu sparisjóðs- bókarinnar, en sameinar ýmsa kosti hennar annars vegar og bundinna reikninga hins vegar. Þetta er einfalt kerfi og vel skiljanlegt og þarfnast ekki upphrópana. V/erið velkomin í afgreiðslustaði bankans til að kynna ykkur þessa nýju sparibók og aðrar sparnaðarleiðir Búnaðarbankans. Uið teljum, að bankinn geti nú sinnt hinum margvíslegu þörfum viðskiptamanna með beztu ávöxtun sparifjár. BÚNADARBANKI ÍSLANDS HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.