Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 8
tryggingu gera það eitt að verkum fyrir lántakendur, sem eru í þessu tilviki atvinnurekendur, að þeir hlaupa út í verðlagið. Vöruverðið, sem er hið eina sem þessir aðilar geta byggt hag sinn á, hækkar sem sagt til jafns við vextina. Það er ekki hagur neins. v ■JHL erðtryggingin hefur haft þau áhrif í atvinnurekstri, segja menn, að fyrirtæki eru nú betur rekin í landinu en áður. Þar hefur þó ekki verðtryggingin ein veitt að- hald, heldur líka tölvur. Með til- komu þeirra hefur mönnum opnast möguleiki á að hafa meiri yfirsýn yf- ir rekstur sinn. í minni fyrirtækjum hefur þetta sparað mannafla og sú góða yfirsýn sem tölvan veitir með lítilli fyrirhöfn verið eigendum tölu- vert aðhald. í dag eru menn al- mennt ekki að reka fyrirtæki með óvissuna yfir höfði sér. Menn sjá betur fyrir afkomuna hjá sér. Það er meiri fyrirvari á lausn vandamála sem steðja jafnan að atvinnurekstri, hversu vel sem menn annars reka sitt firma. Gjaldþrot minniháttar fyrirtækja eru að verða fágæt, en þeim mun meira er um tilfærslur milli eigenda. Astæðurnar eru sjaldnast slæmar rekstrarhorfur einar sér, heldur miklu fremur það að þegar til lengdar lætur verða eig- endur þreyttir á stífni bankakerfis- ins í lánafyrirgreiðslu og fer að finnast reksturinn lítt spennandi af þeim sökum þó hann kunni að gefa ágætan arð. Þeir selja þá fyrirtæki til aðila sem enn eru óþreyttir i bransanum. Meðalstarfsaldur manna í minniháttar einkarekstri er að lækka. Þó gróðinn sé góður, er þetta of mikið streð til lengdar. Ergó; þegar fyrirtæki fer að skila arði, er engu minni vinna fyrir höndum en þegar verið var að koma firmanu á fót, þvert á móti meiri vinna, því það verður sífellt erfiðara að halda sínum hiut. A æL JI^Ltvinnufyrirtækjum má skipta í þrennt eftir stærð: Smá- fyrirtæki, oft fjölskyldufirmu, með allt að sex starfsmönnurrr, millifyrir- tæki, með allt frá sex starfsmönnum upp í tuttugu menn á launaskrá. Eft- ir það eru fyrirtæki orðin stór á ís- lenskan mælikvarða, og þau mestu: Öflug veldi. Þróun í fyrirtækja- rekstri í útlöndum hefur verið sú á síðustu árum að millifyrirtækin eru að deyja út, hverfa. Eftir standa auðug risafyrirtæki sem komast áfram vegna lánstrausts og magn- viðskipta og alger smáfyrirtæki sem dafna fyrir tilstilli fjölskylduein- ingar og auðveldra skattsvika. Þetta á eftir að gerast á íslandi, segja fjölfróðir bísnessrefir, og reyndar hraðar en erlendis vegna nýjustu fregna úr lánakerfinu. En hversvegna eru millifyrirtækin að þurrkast út? Menn hyggja að til þess liggi þrjár ástæður: 1. Þau geta ekki nýtt sér kosti fjölskyldufyrirtækis- ins, sem í krafti samheldninnar get- ur staðið í rekstri sem annars dæm- ist óarðbær og auk þess dregið það undan sem samfélaginu ber. 2. Markaður þeirra og innkaupageta er minni en stóru fyrirtækjanna. Þau ná ekki hagkvæmustu samn- ingunum í innkaupum eða flutning- um á frjálsa markaðinum sem geng- ur orðið út á eitt: Magn. 3. Millifyrir- tæki hafa alltaf minnsta lánstraustið í bönkum. Þau eru ekki nógu stór til að sýna fram á veð eða tryggingu, og ekki nógu lítil til að sýna fram á rekstrarstöðuna í fljótu bragði. Fjölskyldustærðin, þrír til fjórir blóðtengdir starfsmenn, er óska- stæðin til að hefja rekstur um þessar mundir. Það er best þegar skilin eru hvað óljósust milli sjálfboðavinnu og launaðrar vinnu þegar verið er að koma fyrirtæki á laggirnar. Þetta hefst ekki öðruvísi, benda reyndir kaupsýslumenn á. Það er síðan spurning um heppni eða úthald hvorum megin við millifyrirtækið þetta fólk lendir, hvort firmað ílend- ist í fjölskyldustærðinni eða hefur sig upp úr þessari millistærð, sem er svo völt, ótrygg og viðkvæm, eins og útlöndin sýna okkur. Og hvert er þá best að bjartsýn fjölskylda haldi, eftir viðkomu á Reykjanesbraut sex? Hvar býður hennar gróðinn með minnstri fyrir- höfn? JHL að er nú svo, að eng- inn sérstakur uppgripabransi er fyr- ir hendi í landinu lengur í þeim mæli sem til dæmis fasteignamarkaður- inn og bílabraskið var hér í eina tíð. En tékkum fyrst á nýiðnaði, litlum framleiðslueiningum. Fyrrverandi iðnráðgjafi og maður nýkominn að vestan segir HP: „Nýiðnaðurinn situr enn á hak- anum þrátt fyrir góð fyrirheit stjórn- valda og ýmissa félagasamtaka. Bankarnir eiga fullt í fangi með að halda starfandi fyrirtækjum gang- andi og vilja engar nýjar áhættur. Þeir hafa ekki einu sinni áhuga á nýjum fyrirtækjum. Það er svo ein- falt. iðnþróunarsjóður lumar á reglugerð þar sem honum er heim- ilað að veita áhættufjármagn til ný- iðnaðar. Það hefur aldrei komið neitt frá honum í því efni, nema hann hafi gilda tryggingu fyrir því að peningurinn skili sér aftur. Þess- vegna er eina vonin í sambandi við áhættufjármagn til nýiðnaðar ríkið. Sú staðreynd er ákaflega döpur fyr- ir einkageirann. En menn eru að flytja ræður og segjast ætla að kippa þessu í lag, til dæmis þingmenn. Enn er þar þó gífurlega langt á milli orða og athafna. Það þarf ekki nema að líta á síðustu fjárlög til að fá staðfestingu á því: Sú summa sem ráðamennirnir setja í rannsóknar- stofnun iðnaðarins er agnarlítið brot af því sem þeir láta sama appa- rat landbúnaðarins fá. Og ekki er út- lit fyrir ný störf í búskap á næstunni, eða hvað? Þetta er sorglegt dæmi, finnst mér, og með þetta í huga ráð- legg ég engum nema óskammfeiln- um ævintýramönnum að fara út í nýiðnað, þó í smáum stíl eigi að vera.“ Við þetta má bæta skoðun annars manns, sprenglærðs rekstrarfræð- ings: „Menn eru að spyrja sig þessa dagana: Hvaða nýjungar eigum við að skvera okkur út í til að byggja upp atvinnulífið? En menn eiga ekki að spyrja svona, heldur: Hvernig eigum við að styrkja þann rekstur sem fyrir er í landinu. Ég ætla að skýra þetta aðeins betur: Sko, ef við getum ekki gert þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í landinu kleift að starfa eðlilega, þá eru engar líkur á því að við getum gert eitthvað betur með ný fyrirtæki. Slíkt er bara flótti frá raunveruleikanum. Nýjungarn- ar leysa engan vanda, þær ykju að- eins þann vanda sem fyrir er. Allt nýjungatal á íslandi í dag er að því er mér finnst mest iðkað til að beina athyglinni frá því hvað okkur tekst illa að reka þá atvinnustarfsemi sem við höfum hingað til byggt okkar lífsafkomu á. Þessvegna á að leggja höfuðáherslu á að styrkja þá at- vinnustarfsemi sem fyrir er. Innan og utan á henni er líka að finna fullt af atvinnutækifærum, sem eru miklu arðbærari en einhverjar nýj- ungar nýjunganna vegna." A JL J^fætur. Þetta orð er haft um þá starfsemi er felst í því að hanga utan á stórum fyrirtækjum og/eða helstu atvinnuvegum okkar og hirða molana sem falla af borð- um þeirra. Þeir eru margir ansi vænir og fyrir einstakling, sem hef- ur kannski þrjá eða fjóra starfs- menn sér við hlið, getur þessi Fjölskyldustærdin, þrlr til fjórir blód- tengdir starfsmenn, er óskastærðin til ad befja rekstur um þessar mundir. Hættan er að menn eru svo undra- fljótir að berma eftir, hvort heldur er einhverju nýju sem menn taka upp hérlendis, eða sniðugu dellufyrirbæri sem verður til ytra. Bestu og vænlegustu fyrirtækin í dag eru litlu sérhæfðu þjónustufirmun, þar sem eigandinn hefur góða yfirsýn yfir reksturinn. sparðatíningur þýtt ævintýralegan gróða með lítilli fyrirhöfn. Það þarf að vísu svolitla frekju og helst sam- bönd til að byrja með, en hvað láta menn ekki hafa sig út í þegar þeir eygja gróðann! Viðmælandinn hér á undan nefndi einmitt þessar af- ætur sem hanga „innan og utan á“ rótgrónum firmum eða atvinnuveg- um. Þetta er ábatasöm leið, segja menn, og halda því fram að hún eigi eftir að hafa í för með sér stofnun firnamargra smáeininga sem líkja megi við sendisveina risanna í at- vinnulífinu. Öll ráðgjafarþjónusta, upplýsingamiðlun og kynning er hér inni í myndinni, „starfsemi sem er búin að gera sig að nauðsynleg- um faktor í þjóðfélaginu, en sem enginn vissi hvað var eða til hvers var fyrir sirka fimm árum“, eins og einn viðskiptamaður stimplar þessa atvinnugrein og síðan bendir hann ennfremur á: „I dag er ekkert fyrir- tæki vant að virðingu sinni nema það hafi gefið út þykkan bækling um það hversvegna það er til! Hér er verið að búa til starfsemi, sem var talin algjörlega óþörf fyrir fáum árum, eða öllu heldur, það er verið að búa til þörf." Afætur verða meiriháttar stétt innan tíðar, allt frá því að sinna sendingum á bíl fyrir fyrirtæki og upp í það að vera óhemju ráðgjafarbákn. f? n ef mönnum finnst orðið aíæta frekar ískyggilegt orð, er um fleiri árangursríkar leiðir fyr- ir samheldna fjölskyldu að ræða Menn nefna þá nauðsyn að geta fylgst með „tendrum" samfélagsins, það er að segja líklegum breyting- um í þjóðfélaginu eða öllu heldur á þjóðfélagsháttunum. Það er mjög mikils virði að geta séð fyrir nýjung- ar, vera fljótur að tileinka sér þær eða aðlaga fyrri rekstur að þeim. Vandamálið er að lslendingar eru að því leyti hugmyndasnauðir að ef einum gengur vel með einhverja nýjung, þá flykkjast menn í spor hans. Menn eru undrafljótir að herma eftir, hvort heldur er ein- hverju nýju sem menn taka upp hér- lendis, eða sniðugu fyrirbæri sem verður til ytra. Þessvegna er mest um vert að vera snar í snúningum. Til dæmis má ganga að vísum gróða hjá þeim sem kemur næst inn í land- ið með eitthvað dellufyrirbrigði „Þad verður að gera mönnum erfiðara um vik að fara út í allskonar milli- liðastarfsemi. Að öðrum kosti æða allir út í þetta og þjóðarbúið fer á hausinn," segir nýríkur heildsali. Meðalstarfsaldur manna í minniháttar einkarekstri er að lækka. Þó gróðinn sé góður, er þetta of mikið streð til lengdar. Svonefnd millifyrirtæki, með allt frá sex starfsmönnum og upp í tuttugu menn á launaskrá, eiga eftir að hverfa af sjónarsviðinu. svo framarlega sem hann er íyrstur til. Utanlandsferð á stóra vörusýn- ingu getur hér verið upphafið. Ef menn sjá þar hluti ellegar ákveðna starfsemi sem hefur gengið vel ytra, er um að gera að festa sér hana, þó hinsvegar verði síðar að svara þeirri spurningu hvort íslenski markaðurinn er tilbúinn til að með- taka nýjungina. Svarið má hinsveg- ar nær undantekningarlaust finna í því hvernig þjóðin er stemmd hverju sinni. Nú um stundir er til dæmis greinileg breyting á þjóð- háttunum. Lífsvenjur eru að breyt- ast í kjölfar minnkandi atvinnu og styttri vinnudags. Tími til allskonar afþreyingar er að aukast og svo virðist sem það sé einkum tvennt sem fólk sækir í til að verja þessum tíma, tvennt ólíkt: Annarsvegar al- gjör kyrrseta fyrir framan vídeó eða leiktæki tengd tölvum; hinsvegar firnamikil hreyfing í margvíslegum heilsubótarstöðvum. Inn í þetta blandast matur, sem íslendingar hafa aldrei haft meiri tíma til að borða en einmitt um þessar mundir. Fordómar eru að hverfa hvað nær- inguna varðar, grænmeti og holl- ustuvörur eru í sókn eða ýmislegt snarl fyrir framan sjónvarpið, svo og fjölbreytileg matseld á veitinga- húsum, og gerir það að verkum að tækifæri til aö fitja upp á nýjungum á þessu sviði eru sjálfsagt vel þegin. Verslun og þjónusta heimtir næsta skammt af fólki sem kemur inn á vinnumarkaðinn. Um það eru sammála allir viðmælendur HP, sem haft var samband við vegna vinnslu þessarar greinar. Hitt deildu þeir síðan um, hvort sú þróun yrði þjóðfélaginu til góðs eða ekki. Það verður alltaf rúmt um peninga í milliliðakerfinu, sögðu sumir þess- ara manna, og því er ekkert óeðli- legt við það í sjálfu sér, að straum- urinn liggi þangað: Islendingar eru nú einu sinni svo miklar peningasál- ir að erfitt verður að sporna við þessu. fyrirtækin í dag eru litlu sérhæfðu þjónustufirmun, þar sem eigandinn hefur góða yfirsýn yfir reksturinn. Sérþekkingin er það sem gildir og því meiri sérstaða því betri rekstur. En menn verða líka að þekkja það sem þeir eru að fara út í, þekkja lög- málin sem gilda á sínu afmarkaða sviði. Aðhaldið og virk yfirsýn er helsta leiðarljósið í öllum smá- rekstri. í því sambandi má geta að algengasta gjaldþrotaástæða minni- háttar firma í Bandaríkjunum er þjófnaður innan fyrirtækjanna. Sextíu og fimm prósent af öllum „business failure" vestra stafar af þessu tiltæki, og þó ekki hafi farið fram rannsókn á umfangi þess hér heima, segja íslenskir viðskipta- menn, að hlutfallið sé örugglega ekki minna hér. Altént sé miklu meira um þjófnað starfsmanna að ræða í íslenskum fyrirtækjum en fólk geri sér grein fyrir, enda séu nær öll slík mál settluð innan fyrir- tækjanna fremur en blásin upp á síðum blaðanna. Einna ógeðfelldast við íslenskan fyrirtækjarekstur, segja menn, eru þó múturnar í öll- um verkefnum sem ekki eru boðin út. Það kostar að fá inni með þjón- ustu eða verkefni, og sá sem borgar mest, í hvaða formi sem það kann nú að vera, er vitanlega sá sem hreppir hnossið. Þetta er á bísness- máli kallað „tilskilin rýrnun" í rekstri fyrirtækis, svo það eigi sjens í áframhaldandi viðskipti við þann sem heimtar múturnar. „Til að starta smáfyrirtæki hérna á íslandi þarf svolítið fjármagn og helst vit þar að lútandi, ásamt hell- ingi af áræði, vissan kulda, persónu- styrkleika, jafnaðargeð gagnvart krísum, og hæfileika til að leysa vandamálin jafn hratt og þau koma upp. Kannski það síðasta sé það veigamesta, því sá sem leysir vandamál hratt á íslandi í dag hefur alla tendensa til að verða forríkur." Með þessum orðum manns, sem á að baki viðkomu í flestum kimum viðskiptalífsins, látum við leitinni að gróðanum lokið. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.