Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 11
séð kókaín eyðileggja marga og áfengi hefur líka farið illa með ýmsa. Sjálf hætti ég að drekka fyrir nokkru. Maður hefur líka séð ná sér upp aftur fólk sem var næstum því búið að vera, fólk eins og Liza Minelli. Hún var ekki ein. Það voru margir sem voru komnir jafn langt út í kókaín og hún og eru að fara sér að voða. Þetta er oftast fólk, sem verður frægt snemma, og mikið er ætlast til af. Svo reynir það að halda ferlinum áfram á fullu, og skemmta sér á fullu um leið. Margt af þessu fólki hefur ekki þennan sama basa og fólk á minni stöðum, eins og á íslandi. Það er svo auðvelt að týnast í stór- borgum. Það er oftast lítið um fjölskyldulíf, lífið hefur engan miðpunkt." Að vera íslendingur — Hvers virði hefur það verið þér að vera íslensk? ,,Það hefur verið mér mikils virði. íslend- ingurinn er enn mjög sterkur í mér og það hefur hjálpað mér mikið að vita hvað maður á góðar og sterkar rætur. Þetta held ég að hverjum sem er sé mikilvægt, og hér eru svo margir sem ekki geta sagst eiga sterkar ræt- ur til einhvers ákveðins staðar eða menning- ar. Ég er stolt af því að vera íslendingur. Þeg- ar ég segist vera íslensk segja svo margir hér ,,ég hef aldrei hitt neinn frá íslandi", og manni finnst maður vera eitthvað sérstakt, alveg spes, reynir að vera verðugur fulltrúi lands og þjóðar. Þetta er styrkur." — Hvað hefur fyrirtækið stækkað mikið hjá þér? ,,Ég rek tvö fyrirtæki hérna. Það er fyrir- tækið sem á veitingastaðinn og svo Play Key Productions sem rekur sýninguna. Ég er for- stjóri fyrir þeim báðum. Bara hjá Play Key Productions vinna 10 manns núna, en voru fjórir í upphafi. En ég vil taka þessu öllu ró- lega.“ Þegar ég á erfitt með að láta sannfær- ast um að hún sé að taka hlutina rólega, þá hlær Sella mildilega og segist víst vilja taka einn hlut í einu. „Ég vil bara pródúsera góða hluti, ekki flana að neinu. Ég fæ sent mikið af nýju efni og ég er svona að sjá til hvort þar sé eitthvað sem mér líst á. Þetta er mest satíra, svipaðir hlutir og við höfum verið með. Fólk vill fá eitthvað létt og skemmtilegt núna, eitthvað sem hægt er að hlæja að. Eg held að ég bíði aðeins með að gera eitthvað nýtt þar til ég sé pvernig gengur í Washington DC. Ég er sjálf öll að róast, fer ekki næstum því eins mikið út að skemmta mér og ég gerði einu sinni. Núna vil ég frekar slappa af heima, eða fara út að borða með góðum vin- um.“ Sonur í íslenskri sveit Sella bjó til skamms tíma á þriðju hæð hússins númer 158 við 72. stræti, ofan við staðinn sem heitir eftir henni. Hún heldur enn þeirri íbúð sinni en fer eins oft og hún telur sig geta komist út á Long Island þar sem hún á hús. Og hún reynir að eyða eins miklum tíma og hún getur með syni sínum, Spencer, sem er 14 ára, tölvuséní og skíða- kappi. Hann var einu sinni í sveit í Húna- vatnssýslunni. Sella segir að þau reyni að komast eins oft til íslands og hægt er, „helst einu sinni á ári“. Það er tekið að bregða birtu þegar við Jim kveðjum Sellu. Við þurfum að fara niður á Lower Manhattan að skipta um föt fyrir sýn- inguna um kvöldið. Sella fer heim á Long Is- land, eftir enn einn 10—12 stunda vinnudag. Við Jim tölum um það á leiðinni út hvað það sé notalegt að vita um bar í New York, þar sem hægt er að setjast inn á köldum haust- degi og fá sér heita drykkinn sem er auglýst- ur stórum stöfum á barnum, skandinavískt glögg.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.