Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 3
VEL BÖINN TIL ALLRAR ÚTIVINNU FINNSKIR SAMFESTINGAR HEILFÖÐRAÐIR - HLÝIR - STERKIR - LIPRIR - LAGLEGIR Útsölustaöir: Ellingsen - Mikligaröur — Sport - Últíma - Útilff - Vinnan - Sjóbúöin, Grandagarði - Byggingavöruverslun Sambandsins — Versiun Einars Þorgilssonar, Hafnarfirði — Axel Sveinbjörnsson, Akranesi og kaupfélögin um land allt. „Þannig er, að sjónvarpið er að endurvekja stöðu, sem var við lýði fyrir nokkrum árum, en þó að vísu með örlítið breyttum formerkjum. Þá voru þetta nokkrir mánuðir, en núna er talað um að ég verði hér í tvö ár. Þetta er tilraunastarfsemi og er ætlunin að reyna að meta hvort það er þess virði að hafa frétta- mann starfandi í Skandinavíu í fullu starfi til þess að beina frétt- um héðan heim." — En hvað segir reynslan það sem af er? „Mér virðist þessi tilraun sýna það og sanna, að við verðum að halda uppi miklu betra sambandi við Norðurlönd en við höf- um gert. Sjónvarpið sjálft hefur ekkert beint samband haft við Norðurlönd, og vel að merkja gildir það sama um alla íslenska fjölmiðla. Norðurlandafréttir í íslenskum fjölmiðlum koma frá Reuter eða AP fréttastofunum." — íslenskir fjölmiðlar hafa þannig vanrækt Norður- lönd að þínu mati? „Já, ég er að segja það og meðal annars vegna þess, að fyrir AP og Reuter eru Norðurlönd í útjaðri hins athyglisverða. Menningarleg og söguleg tengsl okkar við Norðurlönd eru allt önnur og meiri." — En hvers vegna Kaupmannahöfn af öllum stöð- um? Gamall kækur? „Menn geta haft skiptar skoðanir nákvæmlega um staðinn, en þú mátt ekki gleyma því, að Kaupmannahöfn er stærsti við- komustaður íslendinga erlendis. Það segir sitt. Hér búa líka þúsundir islendinga og þúsundir bjuggu hér, en eru komnar heim. En ég vil að það komi fram líka, að mér er ætlað að huga jafn- framt að fréttum í Norður-Evrópu og Efnahagsbandalaginu. Starfið er ekki einskorðað við Norðurlönd." — En svo ég nuddi svolítið í þér með staðsetninguna. Væri ekki eðlilegra að byrja með sérstakan fréttamann í borgum eins og Lundúnum eða New York? „Ég held, að það sé mikilvægara að hafa mann hér, því við höfum ekki þær beinu línur og það daglega samband við Kaupmannahöfn, sem við höfum þegar við Lundúnir og New York." — Hvernig er vinnuaðstaðan? „Hún er á sinn hátt frekar frumstæð og ég er kominn upp á náð og miskunn danska sjónvarpsins varðandi myndatöku og hljóðtöku. Ég er ekkert að kvarta og satt að segja er ágætt að vera kominn upp á og náð og miskunn þessara manna." — En hvernig er aðstaðan samanborið við starfs- bræður hérna? Er þetta eins og að koma úr snjóhúsi? „Áttu við hvernig aðstaðan hjá sjónvarpinu í Reykjavík sé miðað við danska sjónvarpið?" — Já. „Ja, ég á nánast ekki orð. Ég ber það ekki saman. En það er eitt, sem fréttamenn eiga sameiginlegt. Þeir kvarta alls stað- ar yfir því hvað þeir séu fáir og hafi of lítið kaup. Þetta er alls staðar sama sagan: Hjá New York Times, danska sjónvarpinu, enska sjónvarpinu, hvar sem ég þekki til. Þetta á hins vegar hvergi eins vel við og á íslandi. Menn stara á mig í forundran þegar ég segi þeim hvað við höfum í kaup og þeir trúa mér varla þegar ég segi þeim hverju hver íslenskur fréttamaður þarf að skila frá sér daglega vegna þess að hér er það reglan að menn séu með eina frétt í takinu. Ef þú tekur hins vegar inn- lendan fréttamann heima, sem er að hakkast í þessu, þá er hann a.m.k. með þrjár og oft miklu fleiri fréttir í vinnslu dag- lega. Hvað launin varðar, þá eru Danirnir með jafnmargar krónur og við. Munurinn er bara sá, að krónurnar þeirra eru danskar. Þeir eru með yfir 70 þúsund krónur íslenskar í laun á mánuði. En vel áð merkja þá er nú samt að hefjast fjöldaflótti frétta- manna frá danska sjónvarpinu. Ég get nefnt mörg dæmi, en sá sem íslendingar þekkja e.t.v. best í þessum hópi er Preben Dick, alveg ágætur fréttamaður, sem hefur oft komið til islands og sent fréttir þaðan. Nú er hann að fara að vinna fyrir Norður- landaráð. Það mætti nefna fjölmarga menn og danskir frétta- menn telja sig ekki ofsæla af því kaupi sem þeir hafa." — Hvernig gengur með dönskuna? „Ég skil og skilst." Sjónvarpsáhorfendur hafa efalítið tekið eftir því, að Bogi Ágústsson, fréttamaður sjónvarpsins, sendir okkur fréttir í gríð og erg frá Kaup- mannahöfn. Þetta er ekki skammtímaverkefni, heldur verður Bogi þarna í tvö ár og er nú sestur að í Herlev I Kaupmannahöfn með konu og barn. Hvern skrambann ertu að gera í „Kjöben", Bogi? Dásamlegt karlasport Bogi Ágústsson ★ „Það vita flestir hver ég er í ballettheiminum hérna, en nei, ég er ekki orðin fræg.. .enn- þá," segir María Gísladóttir, ballettdansari í New York. Hún var drifin út Columbus Avenue á Manhattan um daginn þar sem Jim Smart smellti mynd af henni með þessum hressa slökkviliðsmanni. Þetta var fyrsta balletsporið hans, en hún hefur dansað síðan hún var smástelpa. Nú dansar hún „free lance" í Bandaríkjunum og hefur „nóg að gera" eins og er. „Sam- keppnin hefur verið að aukast hérna, og var nóg fyrir. Ég hef aldrei fengið mína sénsa í gegnum klíkuskap, en hér gildir það aðallega að þekkja rétta fólkið og ég er farin að hegða mér samkvæmt því," segir María. Hún dansaði áður í London, Berlín og Wiesbaden. Síðast dansaði hún hér heima fyrir tveimur og hálfu ári í Giselle á móti Helga Tómas- syni. „New York er aðalstaðurinn núna," segir María. Freelance- bransinn hefur þó þeytt henni víða. Hún hefur t.d. farið til Perú, og dansað í Los Angeles, Milwaukie, nokkrum borgum í Arkansas og víðar. „Seinna meir," segir María, „gæti ég hugsað mér að koma heim og hjálpa til með Íslenska dansflokkinn. Mig mundi til dæmis langa að koma fleíri strákum inní þetta! Ballettinn er dásamlegt karlasport!"^ HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.