Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 21
SJÚKLINGARNIR ÁLÍTA MANN FREKAR VERA LÆKNI AF HÁTT Á þriðja þúsund hjúkrunarfræðingum á lslandi, eru karlmenn í slíkum minnihluta að enn er það algjör undantekn- ing að fá þá frekar en konur upp að sjúkrabeði sínum. Jón Karlsson er einn af tæplega tuttugu karl- mönnum á landinu sem hafa farið að fordæmi Florence Nightingale. Hann útskrifaðist frá Hjúkrunar- skóla íslands í byrjun árs 1981, en spyrja má hversvegna hann valdi sér ekki frekar Stýrimannaskól- ann til dæmis! ,,Það er nú alltaf erfitt að segja hversvegna maður lendir í einu starfi öðrum fremur. Þó er kannski einhver skýring á því að ég fór í Hjúkrunarskólann að ég hafði áður unnið á Kleppsspítalanum um nokkurra ára skeið. Ég fann fljótlega að það átti við mig að vinna innan um fólk og með fólk, og því afréð ég að mennta mig til þess starfa." Er eitthvað í hjúkrunarstarfinu sjálfu, sem dregur fremur stelpur en stráka að því; eitthvað sem kannski réttlætir gamla einokun kvenna á þessum vettvangi? ,,Það finnst mér ekki. Það er ekkert í þessu starfi sem gerir það að verkum að æskilegra sé að kvenmenn sinni því fremur en karlar. Það hentar körlum engu síður en kvenmönnum. Hitt er annað mál að kvenmenn hafa frekar en karlar verið aldir upp með það að leiðarljósi að þær eigi eftir að annast fólk um ævina. Karlarnir eru aldir upp í meira egói. Ég held þó að umönnunin búi jafnt í öllum. Hlýtt viðmót og tillitssemi er ekki bundið við kyn.“ En hefur eitthvað breyst með til- komu karla á þessum starfsvett- vangi; eru þeir frekar látnir í erf- iðari verkin en konurnar? „Nei, það ríkir algjört jafnrétti að þessu leyti. Það eina sem hefur breyst samfara komu karlmanna inn í þessa grein er að nú miðast búningar á hjúkrunarfræðinga ekki eingöngu við pils.“ En hvfernig taka sjúklingar hjúkrunarfræðingum í buxum? „Alveg á sama hátt og hjúkr- unarfræðingum í piisi. Þó er því ekki að neita að fyrir koma tilfelli þar sem sjúklingar vilja frekar að konur annist sig. Þar eiga vana- lega gamlar konur í hlut. Einnig er algengt að sjúklingar álíti okkur karlhjúkkana fremur lækna en hitt að við séum óbreyttir hjúkr- unarfræðingar." Hvernig varð venslafólki þinu og vinum við það þegar þú afréðst að gerast hjúkki? „Það bárust engar teljandi kvartanir til mín. Að minnsta kosti hafði enginn orð á því að þetta væri neitt voðalegt." En bregður fólki ekkert þegar þú segir til starfs, til dæmis í bönkum? „Ég hef ekki orðið var við það. Að minnsta kosti hef ég fengið ágæta lánafyrirgreiðslu þó ég hafi þurft að gefa upp starfsheiti." TEKUR LÚMSKT MEIRI TÍMA EN ÉGHÉLI „ÞAÐ MÁ SEGJA að ég sé að komast í fastráðningu, því ég hef verið heimavinnandi húsfaðir í tæpa þrjá mánuði," segir Sigurður Þór Salvarsson, sem í byrjun sept- ember hætti sem blaðamaður á DV og tók óskiptur við börnum sínum og búi að Hjaltabakka 18 í Breiðholti, með þeirri undantekn- ingu þó að enn skýtur hann ein- staka greinum að gamla blaðinu sínu til að bæta heimilisbókhaldið! Sigurður og kona hans, Guðrún Alda Harðardóttir fóstrunemi, eiga þrjú börn, það yngsta aðeins fimm og hálfs mánaðar gamalt. Ástæða þess að Sigurður gerðist húsfaðir í fullu starfi, var sú, að yngsti króinn fékk hvergi inni á vöggustofu í sumarlok og þar eð þeim hjónum fannst óráðlegt að láta hann í hendur dagmömmu allan daginn, aðeins rúmra tveggja mánaða gamlan, var ekki um annað að ræða en að annað þeirra hætti útivinnunni. Og nið- urstaðan varð sem sagt sú að Sig- urður yrði eftir heima, enda hefði Guðrún ella þurft að hverfa frá miðju námi. „Eg kann alveg ágætlega við húsföðurhlutverkið," sagði Diddi þegar við heimsóttum hann í vik- unni, en hann var þá í miðjum klið- um að gefa unga snáðanum mjólk úr pela. Eldri börnin voru úti. „En þetta er lúmskt meiri vinna en maður hélt í fyrstu. Það er svo margt sem þarf að huga að á einu og sama vetfangi. Verkefnin geta hrannast upp á ótrúlega skömm- um tíma, sérstaklega þau sem lúta að ungbarninu, en það er nú einu sinni svo með þessi litlu skinn að maður biður þau ekki svo auð- veldlega að bíða aðeins eftir manni. Það er ekki hlustað á slíkt. Helsta breytingin sem ég tek þó eftir er þessi hálfgerða einangrun sem heimavinnandi húsfaðir býr við. Maður er ekkert innan um fólk í líkingu við það sem maður átti að venjast í blaðamennskunni. Hitt kemur á móti, og það eru Ijúf skipti, að maður umgengst börnin sín meira." Þú talar um einangrun; ertu ekki farinn að bjóða öðru heima- vinnandi fólki héðan úr blokkinni í miðdegiskaffi, eins og húsmæðra hefur löngum verið siður? „Nei, enda geri ég ákaflega lítið af því sjálfur að drekka kaffi, þannig að grundvöllurinn fyrir slíkum kaffisamsætum er næsta lítill." En hvað með það til dæmis að stofna saumaklúbb? „Sá möguleiki er alveg út úr myndinni. Ég kann einfaldlega ekkert til verka á því sviði enn sem komið er. Þess í stað stunda ég stöku sinnum körfubolta og innanhússknattspyrnu með félög- unum þegar konan er komin heim." Hún er ekkert að heimta inni- skóna og dagblaðið um leið og hún kemur heim? „Nei, nei, slíka kvenrembu kannast ég sem betur fer ekki við. Hún veit sem er, að börnin þurfa hennar athygli þegar hún kemur heim, enda fóstrunemi." Ertu farinn að hugleiða hvað þú hefur í jólamatinn í ár? „Ekki enn, en hinsvegar hef ég alltaf haft mjög gaman af allri mat- argerð, þannig að það var ekkert nýtt fyrir mig að elda þegar kom að því að ég gerðist húsfaðir." Mælirðu með þessu starfi, Diddi, með kynbræður þína í huga? „Já, alveg tvímælalaust. Ég ráð- legg öllum körlum, sem hafa tök á því að hverfa úr vinnu inn á heim-' ilið, að reyna þetta. Þetta ætti að vera sjálfsögð lífsreynsla." Hefurðu hugsað þér þetta starf til frambúðar? „Ég verð að minnsta kosti í þessu fram á næsta haust. En ef þetta ætlar að ganga eins vel og mér sýnist það ætla að gera, þá get ég vel hugsað mér að ílendast eitthvað í þessu. Þessi vinna krefst þolinmæði, en hún er líka vel hennar virði." EXTRA TILBOÐ Okkar Útsölu- verð verð Lambasvið 64.40 74.95 SS sviðasulta 99.00 145.00 Lambahamborgarhr. útb. 339.00 489.00 Lambahamborgarhr. m/b. 199.00 245.00 Londonlamb 249.00 291.60 Hangilæri m/b 229.00 279.00 Hangilæri útb. 329.00 438.00 MS skafís 1/1 I 60.90 84.00 MS skafís 2 I 108.00 149.00 Kaaberkaffi Ríó 1/4 kg 31.25 35.60 Kaaberkaffi Ríó 1/1 kg 118.75 135.35 Kaaberkaffi Diletto 1/4 kg 33.75 38.45 Kaaberkaffi Diletto 1/1 kg 128.25 146.20 Kaaberkaffi Kolombia 1/4 kg 36.25 41.30 Kex Homeblest 25.80 31.00 Kex Maryland 17.25 20.70 Mónu hjúpsúkkulaði 63.95 80.00 Basets lakkrískonfekt 225 g 33.20 41.25 Aldin jarðarberjargr. 1/1 38.90 48.90 Aldin eplagrautur 1/1 35.80 45.00 Aldin ribsberjagrautur 1/1 32.20 40.50 Aldin jarðarberjagrautur 1/4 20.65 25.95 Aldin eplagrautur 1/4 19.10 24.00 Aldin ribsberjagr. 1/4 17.30 21.75 Topp appelsínusafi 1/1 I 43.95 55.35 Topp appelsínusafi sykursn. 1/1 I 64.80 81.45 Sveppir heilir 1/2 ds. 58.90 74.10 Sveppir skornir 1/2 ds. 58.90 74.10 Aspas 1/2 ds. 58.90 74.30 Del Monte ananas 1/1 ds. 76.40 94.50 Del Monte ananas 1/2 ds. 49.95 60.50 Western Pride ananas 1/1 ds. 59.95 76.95 Tkaipine ananasbitar 3/4 ds. 46.80 55.55 Cosas appelsínur 35.90 54.00 Frigg Þvol 1/2 I 21.95 28.40 Frigg íva 550 gr. 29.95 38.45 Frigg (va 3 kg 117.95 150.25 Miel þvottalögur 1 1 23.30 29.70 Wasa þvottaefni 2 kg 87.40 111.40 Wasa þvottamýkir 2 1 52.90 67.45 K-pizza stór 110.00 132.00 K-pizza lítil 93.00 112.00 Opið til kl. 7 á fimmtudagskvöld Opið til kl. 8 á föstudagskvöld Opið til kl. 4 á laugardag KJÖTMIÐSTÖPIN Laugalaek 2. s. &-86511 HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.