Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN Samningaviðræð- urnar við Alusuisse hafa kostað 20 milljónir á þessu ári. „í samræmi vid lögbrot“ Nú hefur fjármálaráðherra lagt fram og talað fyrir endurskoðuðu frumvarpi til fjár- laga, sem hljóðar upp á röska 25 milljarða í gjöld en tæpa 25 milljarða í tekjur. Þetta er niðurskurðarfrumvarp með halla upp á 365 milljónir króna samkvæmt niðurstöðutöl- um. En til þess að fjárlagadæmið gangi upp (sem það gerir sjaldnast), þá má a.m.k. bæta við 320 milljónum króna, sem ríkisstjórnin gerir ráð fyrir sem tekjum í frumvarpinu, þótt ekkert liggi enn fyrir um það með hvaða hætti stjórnin ætlar að afla þessara tekna. Þannig er fjárlagagatið þessa dagana upp á 685 milljónir króna. En á hitt ber að líta, að enn er ekki komið fram mikilvægt plagg í þessu dæmi, en það er lánsfjáráætlun. Án hennar er erfitt að gera sér fulla grein fyrir fjármálum íslenska ríkisins. Síðastliðinn mánudag kallaði fjármálaráð- herra fulltrúa stjórnarandstöðunnar á sinn fund, þar sem kynnt var endurmat Þjóðhags- stofnunar á fjárlagafrumvarpinu. Auknar tekjur vegna veltu- og verðlagsbreytinga verða tveir milljarðar 290 milljónir króna, gert er ráð fyrir 300 milljónum í tekjuauka vegna sölu á áfengi og tóbaki og kom fram á þessum fundi, að þær vörutegundir verði látnar hækka 10% umfram almennar verð- hækkanir. Þessi 10% gefa út af fyrir sig 150 milljónir í aðra hönd fyrir ríkissjóð. Þá voru á sérskrá 320 milljónirnar, sem gert er ráð fyrir sem tekjum í frumvarpinu án þess þó að skýrt væri hvernig þeirra skyldi aflað. Þessa dagana er helst talað um sérstaka skatt- heimtu á hátekjufólk, þótt ekki sé víst að sú leið sleppi í gegnum þingflokka stjórnar- sinna. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir því, að stjórnarandstaðan sé hlynnt þeirri leið og lýsti Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, yfir stuðningi sínum við þá leið á Alþingi, enda hefur Kvennalistinn gert tillögu í þá veru og fleiri raunar lýst sig sammála þessari leið. í þessu fjárlagafrumvarpi er kutanum beitt víða við niðurskurðinn. Þó vekur það sér- staka athygli, að fyrirhugað er að skera nið- ur framlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra og nemur sá niðurskurður helmingi þeirrar fjár- hæðar, sem sjóðnum ber að fá samkvæmt lögum. Nú verður framlagið 40 milljónir, en ætti að vera hátt í 90 milljónir króna. Sam- kvæmt þessu er hér um að ræða sparnað „í samræmi við lögbrot". Þingmenn viður- kenna, að margt hafi verið gert í þágu fatl- aðra á undanförnum árum, en engu að síður sé margt ógert, einkum varðandi fræðslu- mál fatlaðra. í þessu samhengi vekur athygli, að fram- lög til íþróttamála hækka um 70%, og að þau njóti meiri velvildar en önnur mál hjá núver- andi fjármálaráðherra, eins og viðmælandi HP sagði. Þykir mönnum það skjóta svolítið skökku við, að heilbrigðir njóti meiri stuðn- ings en fatlaðir. Þá er forvitnilegt að taka til samanburðar við 40 milljónirnar í Framkvæmdasjóð fatl- aðra kostnaðinn vegna álviðræðnanna. Sá kostnaður aðeins fór á þessu ári upp í um 20 milljónir króna eða því sem næst helming þess fjár, sem fatlaðir eiga að fá á næsta ári. Dýr samningagerð það. í ræðum þingmanna um fjárlagafrum- varpið og í samtölum við HP stendur upp úr hjá stjórnarandstæðingum, að þeim þykir ríkisstjórnin harla aðgerðalítil í uppbygg- ingu atvinnumála. Stjórnarsinnar benda hins vegar t.d. á aukin framlög til iðnþróun- ar og þá er vitnað til væntanlegs Iðnþróun- arfélags hf. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, tók dýpst í árinni og lauk ræðu sinni með þeim orðum, að versta útkoman væri sú, að ekki sæjust tilburðir til raunverulegrar uppbygg- ingar sem leitt gæti til nýrra atvinnutæki- færa eða uppbyggingar nýrra tekjustofna. Ragnar Arnalds kvað helsta einkenni frumvarpsins mikinn niðurskurð á fram- kvæmdaframlögum til sveitarfélaga og þannig væri frumvarpið byggðafjandsam- legt. I sama streng tók Kolbrún Jónsdóttir, BJ. Gert er ráð fyrir 50 milljóna króna beinu framlagi í Þróunarfélagið hf., sem enn er ekki til, og samkvæmt heimildum HP er rætt um að taka 500 milljóna króna lán til viðbót- ar, sem sett yrði í þetta félag. Þetta þykir stjórnarsinnum allgott. En stjórnarandstæðingar benda á, að þessi fjárhæð samsvari ekki einu sinni heildar- kostnaðarþátttöku íslenska ríkisins í bygg- ingu nýju flugstöðvarinnar á Keflavíkurflug- eftir Halldór Halldórsson velli, sem gert er ráð fyrir að verði um 600 milljónir króna, þegar upp verður staðið, og er þá miðað við verðlag í fyrra. Taka verður skýrt fram, að þessar 600 milljónir dreifast á nokkur ár og gera verður ráð fyrir, að fram- hald verði á framlagi ríkisins til Þróunarfé- lagsins hf. Engu að síður segir þetta dæmi sína sögu. Kjartan Jóhannsson, Alþýðuflokki, gerði einkum að umtalsefni skertar fjárveitingar til menntamála og félagslegra mála. í heild er niðurskurður í þessu frumvarpi talinn vera meiri en í síðasta fjárlagafrum- varpi. Fjárveitingar til hafnarmála eru skornar niður um helming, úr 110 milljónum í 55 milljónir króna svo dæmi sé tekið. Þá er Háskólanum og rannsóknastofnunum hans sniðinn þröngur stakkur. í stefnuræðu forsætisráðherra fyrir skemmstu lagði hann áherslu á að menntun hefði mjög mikið gildi í samfélaginu, ekki síst með tilliti til uppbyggingar atvinnuveg- anna. Menntun væri forsenda framþróunar. Þeir stjórnarandstæðingar, sem HP ræddi við í dag sögðu, að af fjárlagafrumvarpinu væri ekki hægt að sjá, að það væri álit ríkis- stjórnarinnar. Hins vegar virtist ríkur skilningur koma fram í frumvarpinu á þörfum yfirstjórnar rík- isins, ráðuneyta og ríkisstjórnar, vegna skrif- stofuhalds, ferðalaga, risnu, aðstoðarráð- herra og fleiri slíkra þátta. Uppbygging í þjóðfélaginu virtist þurfa að bíða. Þó væru vegamál og húsnæðismál undantekning í þessu frumvarpi. Þau nytu skilnings. í samtölum við HP reyndust þingmenn tregir til þess að leggja heildardóm á fjár- lagafrumvarpið og hvort það myndi stand- ast tímans tönn. A það var bent, að yfirlýs- ingar gætu verið svolítið varasamar og tekið dæmi af yfirlýsingu Alberts Guðmundssonar um stöðvun á erlend lán og þá yfirlýsingu hans í fyrra, að hann ætlaði að leggja allar aukafjárveitingar niður. Samkvæmt því sem HP veit best hefur ver- ið eytt 250 milljónum í aukafjárveitingar það sem af er árinu. ERLEND YFIRSÝN Gorbatséff keppir við Rómanoff . um hvor skuli yngja upp flokksforustuna Öldungaveldi í sjálfheldu er hrætt viö miöstjórnarfund Æðsta ráðið, þing Sovétríkjanna, er komið saman til venjulegs vetrarfundar. Eins og endranær situr það fáa daga við að lýsa hrifningu sinni af fjárlögunum og framleiðsluáætluninni fyrir næsta ár, sem ríkisstjórnin leggur fram í samræmi við stefnuákvarðanir stjórnmálanefndar mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. En í ár bregður nýrra við. Stjórnmála- nefndin hefur lagt blessun sína yfir fjárlögin og áætlunina og heimilað ríkisstjórninni að leggja þessar leiðarbækur sovésks hagkerfis fyrir Æðsta ráðið, án þess að hafa fyrir því að leggja plöggin áður fyrir miðstjórn Kommúnistaflokksins. Slíkt hefur ekki skeð í manna minnum. Þrátt fyrir geðþóttastjórn í raun, hefur forusta Kommúnistaflokks Sovétríkjanna kostað kapps um að fylgja forskriftum og formum út í æsar á yfirborðinu. Samkvæmt flokkslögum er miðstjórnin æðsta vald í flokksmálum milli flokksþinga. í raun er stjórnmálanefndin fámenna sú stofnun sem að jafnaði tekur stefnuákvarðanir, en formsins vegna hefur hingað til þótt óhjákvæmilegt að fá þær fullgiltar í miðstjórninni, þar sem yfir 300 manns eiga sæti. Að sjálfsögðu eiga þeir einnig sæti í Æðsta ráðinu, og fjalla því þar að nafninu til um fjárlögin og framleiðsluáætlunina, en það er allt annað en að taka slík gögn til meðferðar í miðstjórn. Æðsta ráðið fundar fyrir opnum tjöldum, og þar skulu flokksmenn samkvæmt agareglu koma fram sem einn maður, eftir að flokksleg ákvörðun hefur verið tekin. Miðstjórnin situr á rökstólum fyrir luktum dyrum, þar sem hver og einn miðstjórnarmaður hefur rétt til að tjá skoðun sína og vilja, tii dæmis að lýsa ágreiningi við niðurstöður stjórnmálanefnd- arinnar. Þar að auki er það á valdi miðstjórn- arinnar að fjalla um mannaskipti í æðstu stöðum. Þótt miðstjórn sé að jafnaði auð- sveip stjórnmálanefndinni, eru þess dæmi að hún taki ráðin af meirihluta í kiofinni stjórnmálanefnd, eins og þegar Krústjoff fékk hana á sitt band gegn Mólotoff og hans nótum. Fróðustu menn í Moskvu, sem fást til að tjá sig við erlenda fréttamenn, geta ekkert sagt með vissu um hvað kemur til, að Konstantín Sérnenko flokksforingi skuli rjúfa flokksreglu og langa hefð með því að láta farast fyrir að miðstjórn fjalli að þessu sinni um fjárlög og áætlun. En þungvægar hljóta ástæður slíkrar ráðabreytni að vera, því ferill og framganga Sérnenko bera með sér, að hann er manna ólíklegastur til að víkja frá venjunni. Ákvörðun forustu Kommúnistaflokksins að fella niður miðstjórnarfund er enn einn vitnisburður um að hún er stödd í sjálfheldu. Síðasta meiriháttar ræða Sérnenko sjálfs var upptalning á mistökum og ólestri í sovésku samfélagi. Landbúnaðarframleiðslan er rétt einu sinni iangt undir áætlun. Léleg uppskera rýrist enn frekar við stór- skemmdir í meðförum og flutningi. Skortur á nauðsynjum þjakar landslýðinn, en framleiðsla á ónýtum eða ósöluhæfum varningi hleðst upp í birgðageymslum. Fjárdráttur, þjófnaðir á vinnustöðum og ofdrykkja vaða uppi. En öldungarnir sem ráða í Kreml hafa hvorki atorku né yfirsýn til að takast á við vandann með árangri. Sérnenko og þeir í stjórnmálanefndinni sem hófu hann til æðstu metorða, Tíkhonoff forsætisráðherra, Gromiko utanríkisráðherra og Ústinoff landvarnaráðherra, eru allir misjafnlega hátt á áttræðisaldri og mótaðir á valdatíma Stalíns. Að nafninu til leitast Sérnenko við að framfylgja frumkvæði og nýbreytni, sem Andrópoff fyrirrennari hans hratt í framkvæmd á skömmum valdaferli, svo sem dreifingu ákvörðunarvalds í atvinnulífinu, baráttu gegn fjármálamisferli og mútuþægni valdsmanna í flokkskerfi og ríkiskerfi og hertum vinnuaga meðal óbreyttra borgara, en kraft og áhuga vantar til raunhæfra aðgerða. Þess í stað eru reknar áróðursherferðir með skírskotun til löngu dauðrar hugmyndafræði. Fullljóst er að Sérnenko er maður kyrr- stöðu og millibilsástands, og sífelldar sögu- sagnir ganga í Moskvu um valdabaráttu að tjaldabaki, þar sem yngri menn takast á um aðstöðu til að koma í stað öldungsins. Mikla athygli vakti, að flokksforinginn lét ekki sjá sig mánuðum saman síðsumars. Fyrir síðasta miðstjórnarfund gekk orðrómur um að þar yrðu gerðar mannabreytingar í ábyrgðarstöðum, en ekkert varð úr. Langlíklegasta ástæðan til að nú er felldur niður miðstjórnarfundur er sú, að uppi sé í eftir Magnús Torfa Ólafsson stjórnmálanefndinni ágreiningur, sem líklegt er að kæmi upp í miðstjórn. Þar getur bæði verið um að ræða stefnumál og valdsvið einstakra manna. Frá því Sérnenko hófst til valda, hefur mátt sjá þess merki að næstur honum gengur í stjórnmálanefndinni Mikhail Gorbatséff, sem fer með mál atvinnulífsins ásamt skipulagsmálum og vali manna í stöður í flokkskerfinu. Helsti keppinautur hans er Grigori Rómanoff, fyrrum flokks- leiðtogi í Leníngrad. Báðir eru þeir á sex- tugsaldri. Almannarómur í Moskvu er að Gorbatséff sé líklegur til að fylgja eftir frumkvæði Andrópoffs og fitja upp á kerf- isbreytingum og umbótum, í því skyni að laga kerfið að kröfum samfélagsins og tækniþróunarinnar. Rómanoff fær aftur á móti orð fyrir að vera viðsjáll valdsgikkur. Eina meiriháttar breytingin nýverið í æðstu stöðum í sovéska valdakerfinu var þegar Ogarkoff marskálkur lét skýringa- laust, og án þess að elli bagaði hann, af formennsku í yfirherráðinu. Nú stendur svo' á, að Dmitri Ústinoff, marskálkur og landvarnaráðherra, hefur ekki sést frá því í septemberlok og sækir ekki fund Æðsta ráðsins. Fyrst í stað var látið í veðri vaka, að Ústinoff hefði kvefast, en nú gengur saga í Moskvu um að hann hafi fengið slag. Bent hefur verið á að Gorbatséff skortir það helst til að tryggja stöðu sína til forskots að taka við af Sérnenko, að hann á ekki svo vitað sé neitt undir sér gagnvart forustu hersins, sem næst flokksvélinni er sú stofnun sem þyngst vegur í sovéska valdakerfinu. Væri því vel líklegt, að ef nú þarf að velja landvarnaráðherra í stað Ústinoffs, að stæði í stjórnmálanefndarmönnum að koma sér saman um mann í þá stöðu. Getur þar verið að finna að minnsta kosti hluta af skýringu á að gengið er í berhögg við venju og rétt og miðstjórnarfundur látinn niður falla. Víst er um það, að við frágang fjárlaganna sovésku hafa þeir lagt hönd að verki, sem þykir miklu skipta að hafa herforustuna á sínu bandi. Útgjöld til hermála eru hækkuð um 12% frá fyrra ári. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.