Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 9
Bandalag jafnaðarmanna og Kvennaframboðið hafa verið frem- ur í varnarstöðu í umræðunni þegar samvinnu eða sameiningarmál ber á góma. Konurnar hafa óttast að vera um of tengdar Alþýðubanda- laginu, en þó tekið þátt í þessari um- ræðu. Kunnugur bendir þó HP á að þar sé tónninn einnig að breytast. Þær komi nú mun jákvæðari til þessarar umræðu en áður og bendir hann á ræðu fngibjargar Sólrúnar Gísladóttur á ráðstefnunni. Stefán Benediktsson, þingmaður BJ, gaf þó ekki ástæðu til að ætla að hans skoðanabræður gengju fyrirvara- laust til þessarar umræðu. „Hvort er mikilvægara, afstaða til ein- stakra mála eða flokkspólitík?" spurði hann. „Það er ekki félags- hyggjan sem á erfitt uppdráttar, heldur flokkarnir." Málflutningur hans var nokkuð á öðrum nótum en annarra en hann sagðist þó ekki geta ímyndað sér annað en að þau sem þarna væru gætu sameinast um að vinna bug á fátækt og ófrelsi. „Það eru uppi mismunandi áherslur innan BJ,“ segir einn ráð- stefnumanna sem telur að margir innan þess flokks séu jákvæðari gagnvart þessu en Stefán Ben. Einn starfandi bandalagsmaður segir HP að fyrir hálfu ári hafi þeir verið tor- tryggnir gagnvart öllum sameining- arhugmyndum. Þá hafi bandalagið staðið mun verr að vígi en nú og því óttast að verða kokgleypt. Eftir ferðalög bandalagsmanna um land- ið í sumar og skyndilega fylgis- aukningu skv. skoðanakönnunum nú í haust séu þeir öruggari en enn séu viss stórmál til staðar sem mikið beri í milli. Hann harðneitar því að þeir séu að færast til hægri í stjórn- málunum. Samhygðarfólkið úr Flokki mannsins hefur verið nokkuð utan- veltu í þessari umræðu. „Á að fara að setja á fót enn nýja nefnd með þessu málfundafélagi?" sagði einn talsmaður þess á fundinum. „Á bara að tala áfram í stað þess að gera eitt- hvað nýtt?“ I samtali við HP segja þau það ekkert einsdæmi að reynt væri að útiloka þau í pólitíkinni. Þeim hafi ekki verið boðið að vera með á fundinum og sé það í sam- ræmi við aðferðir allra flokkanna að láta sem þau séu ekki til; þeir til- heyri öðrum tíma en Flokkur mannsins sé með nýjungar. Þau hafi stofnað 40 grunnráð og starf þeirra sé öflugt um land allt. Skoðana- kannanir séu misvísandi þar sem þær séu unnar uppúr símaskrá en flestir fylgismenn þeirra séu ekki skráðir; ungt fólk o.s.frv. Nú sé fé- lagatalan komin í 3000. „Það er kjánaskapur að þykjast geta stöðv- að okkur. Betra er að koma til liðs við okkur strax því núna fær ekkert stöðvað okkur," segja þau. HP hafði samband við nokkra þeirra sem staðið hafa að þessum samvinnuþreifingum til að forvitn- ast um afstöðuna til Flokks manns- ins. Ymsir bentu á að hann væri ekki með neitt nýtt í raun. Menn væru ekki neikvæðir gagnvart hon- um en umræddar þreifingar félags- hyggjufólks væru á einstaklings- grundvelli. Samhygðarfólkið vill koma fram sem flokkur. „Mér virð- ist þetta vera óljós trúarhreyfing sem hefur tekið ýmislegt góðkynja frá öðrum flokkum," var svar eins. Sameiningar- tækifæriö ’78 Enn er geysileg tortryggni til stað- ar í vinstri flokkunum gagnvart samvinnuhugmyndinni. „Það má alls ekki vanmeta persónulega þátt- inn,“ segir Guðmundur Árni, og al- þýðubandalagsmaður segir að inn- an síns flokks gæti tortryggni gagn- vart þessum vinnubrögðum hjá þeim sem vilja halda uppi hefð- bundnum áróðursaðferðum. Bent er á að menn gráti enn það tækifæri til sameiningar verkalýðsflokkanna sem gafst 78 er þeir náðu að verða jafn stórir. Ef annar hvor þeirra hefði fengið forsætisráðherrann við stjórnarmyndunina sem þá var, hefði þróun mála á vinstri væng stjórnmálanna getað orðið önnur. Tengslin við verkalýðshreyfing- una skipta og miklu. Alþýðubanda- lagið hefur glatað þar áhrifamætti og nú ávarpar formaður ASÍ flokks- þing Alþýðuflokksins, og vill taka af öll tvímæli um það, í setningarræðu ASI-þingsins, að verkalýðshreyfing- in geti ekki hallað sér að einhverj- um stjórnmálaflokki eða -flokkum. Þau tengsl séu rofin hvað varðar af- stöðu verkalýðshreyfingarinnar til þjóðmála. Einn úr hópi félags- hyggjufólksins bendir þó á þau orð hans að „allt félagshyggjufólk verði að snúast gegn þeirri mannfyrirlitn- ingu sem nú sæki fram“, sem vott um stuðning hans við samvinnu- hugmyndina. Fleiri frammámenn í ASI hafa og gefið í skyn hvatningu til samstöðu félagshyggjuafla. BSRB-verkfallið hefur haft sín áhrif. Þar sameinuðust menn í póli- tískri verkfallsbaráttu án tillits til flokkslitar. Þannig á vaxandi umrót í pólitík sér að miklu leyti stað um ákveðin málefni. Ógetið er hreyf- ingar sem lítið hefur farið fyrir opin- berlega. Þar eru nú skrásettir 90 menn sem ræða þar saman um sam- vinnumál og gagnrýna Samvinnu- hreyfinguna. í stjórn sitja bæði framsóknarmenn og kratar ásamt alþýðubandalagsmönnum: Reynir lngibjörnsson, Andrés Kristjánsson, Árni Gunnarsson og Sigurður Þórð- arson. í varastjórn eru Sigurður Þór- hallsson og Svanur Kristjánsson. Þessi félagsskapur hefur haldið fundi þar sem menn eins og Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS, og Guðmundur Einarsson, þing- maður BJ, hafa setið fyrir svörum um málefni Samvinnuhreyfingar- innar. Meðal félaga eru Sighvatur Björgvinsson, Guðrún Hallgríms- dóttir og Þröstur Óláfsson, Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, Ey- steinn Sigurðsson hjá SIS og Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar. Þetta er önnur samsetning en samráð félagshyggjufólksins. Menn eru þannig að starfa saman á ýmsum vettvangi um afmörkuð málefni. Einn þeirra minnist þess að á ein- um fundi samvinnumanna hafi stað- ið upp sjálfstæðismaður sem lýsti því yfir að hann væri samvinnu- maður sem kysi Sjálfstæðisflokkinn útaf utanríkismálunum. Bæta áródursstöðuna Það færist í vöxt að afstaða til ein- stakra málefna ráði æ meiru um at- ferli kjósenda. Oft með mótsagna- kenndum hætti. Flokkshollusta fer þverrandi og menn kjósa ekki flokka í sama mæli og áður vegna heildarstefnu þeirra. Kosninga- könnun Ólafs Harðarsonar sem birt var í sumar um afstöðuna til örygg- is- og utanríkismála sýnir í veiga- miklum atriðum að afstaða kjós- enda í þeim málum fellur hreint ekki alltaf saman við stefnu þess flokks sem þeir kusu. Öngþveitið á vinstri vængnum á sér sínar orsakir í þessu. Erlendis tala menn stundum um „neytenda- kjósendur" og segja að sífellt fleiri kjósendur geri fyrst upp hug sinn þegar kemur að kosningum. Þá velji þeir sér flokk á sama hátt og varn- ing í búð. Hver hann verður ræðst af aðdráttarafli hvers flokks og kjósa menn þá út frá áherslu sinni á þau mál sem hverjum og einum þykja mikilvæg, oft í fyllsta ósamræmi við þá afstöðu sem flokkurinn hefur til annarra mála. Helsta áhugamál fé- lagshyggjufólksins hér er að bæta áróðursstöðu sína, koma á fót út- varpi, koma „málapakka" sínum á framfæri við kjósendur þegar þeir ganga næst að kjörborðinu. Hvort þær þreifingar sem nú standa yfir á vinstri vængnum leiða til samstöðu í þeirri „kjósendakaupmennsku" er opin spurning enn. Hægri menn eru kampakátir, enda hafa þeir nú undirtökin. Þeir brosa því í kampinn — en leggja þó við hlustir. ARriARIiÓLL BÝÐUR ÞIG VELKOMINN ÍIL HÁDEGISVERÐAR í DESEMBER, VIÐ ERUM ÞÆGILEGA STAÐSEHIR í HJARTA BORGARINNAR ÍINGÓLFSSTRÆTI, VIÐ HLIÐINA Á GAMLA BÍÓI (ÓPERUNNI). FYRSTA FLOKKS MATREIÐSLA OG ÞJÓNUSTA í ÞÆGILEGU UMHVERFIÁ SANNGJÖRNU VERDL AUK ÞESSA MATSEÐILS SEM VIÐ KYNNUM ÞÉR NÚ, GETUR ÞÚ EINNIG VALIÐ AF KVÖLDVERÐARSEÐLIOKKAR, EN VIÐ HÖFUM OPIÐ ÖLL KVÖLD VIKUNNAR. SÍMI: 18833. HÁDEGISVERÐARMATSEÐILL 3.-7. des 1984 Súpa fylgir öllum réttum Lambakötilettur I raspi meö brúnuöum kartöflum Karrý-pottréttur meö hrís- grjónum og hvítlauks- brauöi Pönnusteiktur karfi meö hnetujógúrtsósu Gufusoöinn skötuselur í rjómalagaöri dillsósu Ristuö smólúöuflök meö beikoni og eplum í papr- ikusósu Chef's special: Svartfuglsbringa meö kartöflugratíni og epla- salati Jólaglögg 10.-15. des. 1984 Súpa fylgir öllum réttum Reyktur lambshryggur hjúpaöur meö rauövíns- sósu Snitzel meö rauökóli og kraftsösu Roast-beef meö rjóma- soönum kartöflum og estragonsósu Gratíneruö rauöspretta ó greniplanka Ofnbakaöur skötuselur meö karrýsósu Gufusoöiö heilagfiski meö rjómalagaöri rœkjusósu Chef's special; Svartfuglsbringa meö kartöflugratíni og epla- salati Jólaglögg 17.-22. des. 1984 Súpa fylgir öllum réttum Hangikjöt meö kartöflu- jafningi Nauta-jólapottréttur meö ribsberjahlaupi Heilsteiktur lambshryggur Glóöarsteikt smólúöuflök meö sinnepssósu Smjörsteiktur skötuselur meö sherrýsósu Saltfiskur og skata meö hamsatölg Chef's special: Jólabuff eins og viö einir gerum Jólaglögg Viljum einnig benda hér á gjafakort, sem henta sérlega vel til jóla- og tœkifœrisgjafa. Nánari upplýsingar I síma 18833 8114944 HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.