Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 2
FRETTAPOSTUR Fjöldi sækir um lífeyrissjóðslán Samband almennra lífeyrissjóða hefur sent frá sér frétt um að gríðarleg eftirspurn hafi verið eftir lánum úr sjóðum innan sambandsins. Greiðslubyrði lántakenda hafi aukist mikið og hafi vaxtabyrði lánanna þyngst á árinu allt upp undir 100%. Erlend Xántaka 1985 Pjárfestinga- og lánsfjáráætlun var lögð fram á Alþingi á þriðjudaginn. Þar kemur fram að um 8,5 milljarðar verði teknir að láni erlendis á næsta ári. Er og gert ráð fyrir að greiðslujöfnuður við útlönd verði óhagstæður um allt að einum milljarði króna. Löng erlend lán nema nú í árslok 42,66 milljörðum króna sem er um 63,4% af áætlaðri þjóð- arframleiðslu þessa árs. í áætluninni er gert ráð fyrir að raunvextir fari lækkandi á næsta ári vegna vaxandi verð- bólgu. Heildargjöld verða 26 milljarðar en tekjur 25,3 mill- jarðar. tingannir fyrir jólaleyfi Reynt verður að ljúka þingstörfum i dag eða á morgun. Miklar annir hafa skapast við afgreiðslu þingmála og er fjár- lagafrumvarpið þar sýnu stærst. Forsætisráðherra segir að búast megi við að það verði afgreitt með tæplega milljarðs króna rekstrarhalla. Hefur komið fram i fréttum að mögu- lega geti ráðist fram úr þeim vanda að miklu leyti með stór- auknum tekjum af söluskatti og tollum á næsta ári. Laxveiðar embættismanna Forsætisráðherra hefur svarað fyrirspurn á Alþingi um- laxveiðileyfakaup ríkisstofnana og -fyrirtækja á síðasta ári. Alls keyptu forstöðumenn ríkisstofnana slík leyfi fyrir um 700 þús. kr. Var Landsbankinn þar stórtækastur en sl. 4 ár keyptu stofnanir og fyrirtæki ríkisins laxveiðileyfi fyrir rúmlega eina og hálfa milljón króna. Á Gljúfrasteini heldur gullsætinu Bók Eddu Andrésdóttur og Auðar Laxness, Á Gljúfra- steini, er enn í efsta sæti lista yfir söluhæstu innlendu bæk- urnar á jólabókamarkaðnum. í öðru sæti er bókin Guð- mundur skipherra Kjærnested sem Sveinn Sæmundsson skráði. Söluhæsta þýdda bókin er Dyr dauðans eftir Alister Maclean og af unglingabókum er söluhæst bók Eðvarðs Ingólfssonar, Fimmtán ára á föstu. Bréf frá USA vegna leyniskjals Arkins Bandarísk yfirvöld hafa með bréfi svarað fyrirspurn ut- anríkisráðherra vegna upplýsinga Williams Arkins um heimild bandarískra yfirvalda til að flytja kjarnavopn til ís- lands á stríðstímum. Þar segir að það sé fastmótuð stefna Bandaríkjanna og NATO að játa hvorki né neita heimildar- gildi skjala sem sögð eru trúnaðarmál. Er því lýst yfir að Bandaríkin muni nú sem fyrr fylgja samkomulagi við ís- land um að ekki verði staðsett kjarnorkuvopn hérlendis nema með samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar. Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra segir þetta svar með öllu full- nægjandi en Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segist ekki geta vefengt svar bandarískra yfirvalda en hefði þó viljað fá afgerandi svar um heimildargildi skjalsins. Hatturinn að spönskum hætti ★Spænskir réttir, spænskur stíll, Sangria-drykkur, pizzur og bjórlíki eru það athyglisverðasta sem viðskiptavinum býðst á ný- opnuðum veitingastað við Laugaveg 73. El sombrero nefn- ist staðurinn og ætti sjóaða sól- arlandafara nú að renna í grun hvers kyns þjónusta hér er á ferðinni. Það er veitingastaður að spönskum hætti sem hjónin Anton Narvais frá Chile og Jóna Þorgeirsdóttir hafa innrétt- að og búið til rekstrar. Anton segir það draum sinn um langa hríð að opna svona stað á ís- landi, — fjölskyldustað, en þó með vínveitingum á kvöldin. í eldhúsinu starfa þrír kokkar, tveir Spánverjar og íslendingur og auk þeirra fékk Anton kunn- ingja sinn, pizzubakara frá Sví- þjóð, til að aðstoða sig við pizz- urnar fyrst um sinn. Sjálfur hef- ur Anton séð um að hanna grill inni í veitingastaðnum til að gera spænsku matreiðslumögu- leikana enn fullkomnari, en það verður þó ekki fullgert alveg á næstunni, svo ekta grísaveislur verða aðeins að bíða. En er rými fyrir einn matsölustaðinn enn? Jú, Anton er fullviss um það. „Tökum Álaborg í Dan- mörku sem dæmi," segir hann. „Þar eru færri íbúar en hér á höfuðborgarsvæðinu en samt þrífast þar a.m.k. 200 veitinga- staðir." Að lokum þetta: El sombrero er heitið á barðastóru spænsku höttunum, þið vitið, svo ef einhverjum málverndar- sinnanum líkar illa að bregða fyrir sig erlendu heiti, þegar hann fýsir að notfæra sér málsverðaþjónustu hér á landi, sem í sífellt ríkari mæli hefur á sér alþjóðlegt yfirbragð í nafngiftum, þá getur sá hinn sami í þessu tilfelli einfaldlega sagt: Það er best að skreppa á Hattinnl* Sjóslys skammt frá Hornafirði Sæbjörg frá Vestmannaeyjum strandaði við Stokksnes eft- ir vélarbilun sem varð þess valdandi að skipið rak í átt til landsins aðfaranótt mánudags. Fjórtán skipverjum var bjargað heilum á húfi en skipið er talið ónýtt. Fréttapóstur • LítUli teikningu eftir Mugg var stolið á sýningu sem hald- in er á verkum hans í Listasafni ASÍ. Þrátt fyrir ötula rann- sókn málsins hefst ekki upp á þjófnum. • Eigendur laxeldisstöðvarinnar ÍSNÖ í Kelduhverfi eru með áform um að stækka stöðina upp í um 5 milljón seiða stöð. • Náttúruöflin hafa látið ófriðlega undanfarið. Um síðustu helgi gekk mikið rok yfir vestanvert landið. Mikil snjókoma og fannfergi hefur verið suðvestanlands undanfarið og jarð- skjálftahrina hefur gengið yfir á norðausturlandi með upp- tök á Skjálfanda. Jarðhræringarnar eru þó af kunnugum ekki taldar óeðlilegar. • Vegna mikils framboðs á ísfiski í Bretlandi að undan- förnu hefur orðið verðfall á fiskmörkuðum þar í landi. • Félagsdómur hefur úrskurðað að Reykjavikurborg hafi ekki borið að greiða fyrirfram laun fyrir þann tíma sem borgarstarfsmenn höfðu boðað verkfall. • Innan tíðar mun landsmönnum gefast kostur á að ná gervihnattarsendingum norska sjónvarpsins ef lagt verður út í þann kostnað sem fylgir. Hafa nokkrar umræður spunnist um hvort slíkt skuli gert, m.a. á Alþingi. • Á annan í jólum verður ný kvikmynd Ágústs Guðmunds- sonar, Gullsandur, frumsýnd í Reykjavík. Gullna hliðið verður jólaleikrit sjónvarpsins í ár og krökkum finnst ekki ónýtt að fá Kardimommubæinn á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu. Frumsýning þar er 26. des. • Alþingi hefur afgreitt lög um hækkun söluskatts um hálft prósent. Söluskattur verður því 24%. íþróttir FH er í efsta sæti í 1. deild íslandsmótsins í handknatt- leik. Eðvarð Þór Eðvarðsson setti nýtt íslandsmet í 200 metra fjórsundi í Evrópubikarkeppninni í Noregi sem haldin var um helgina. íslenska kvennalandsliðið í handknattleik er nýkomið úr keppnisferð til Frakklands og stóð sig vel, sigraði unglinga- landslið Frakka en tapaði naumlega fyrir A-landsliði Frakka. 15 milljón mismunandi villur voru mögulegar ★Það eru um fimmtán milljón slög í nýju ensk-íslensku orða- bókinni sem forlagið Örn & Ör- lygur var að senda frá sér. Það eru því möguleikar á fimmtán milljón mismunandi villum í handriti hennar: „I raun og veru miklu fleiri," segir Örlygur Hálf- danarson, „því þetta er eins og í getraununum, hver möguleiki gefur enn fleiri möguleika, og í okkar tilviki villur. Ég þori bara ekki að reikna það dæmi til enda..." En það ku vera fáar villur í þessari dýrustu bók sem gefin hefur verið út á íslandi. Heildar- kostnaðurinn varð 40 milljónir, sem í kýrverði jafnast sjálfsagt á við alia gripaeign þjóðarinnar. Því sem ríkið hirðir svo af fyrstu tíu þúsund eintökunum út úr búð svipar til upphæðarinnar sem fer í niðurgreiðslur á afurðum þess- ara skepna, eða 23 milljónir króna. Guðbrandsbiblía átti fyrra ís- landsmetið í útgáfukostnaði. Það þurfti 500 eintök á háu verði af henni til að borga upp útgerðina. Miðað við útgáfukostnað þeirrar i ensk-íslensku og sama eintaka- fjölda í útgáfu til að gripur Arnar & örlygs borgi sig, þyrfti eintak- ið að kosta 800 þúsund kall. Það er ansi drjúgur peningur, en and- ið léttar, örlygur ákvað að láta stykkið bara á tæplega átta þús- und kall. Hann var spurður hvað þessi útgáfa orðabókarinnar jafn- gilti mörgum venjulegum bókum: „Vá, það er rosalegt. En ég býst við að það sé allt að 80 bókum. Annars er erfitt að meta þetta; vinnsla bóka er svo misjöfn. Það þurfti til dæmis að vega og meta hvert einasta orð þeirrar ensk-ís- lensku og þau eru 150 þúsund að tölu, en eitthvað léttara skilst mér að sé að vinna að útgáfu bókar eins og til dæmis Mclean. Samt sem áður kostar sú ensk-ís- lenska ekki meira en á við tólf Alistera. Það finnst mér vel sloppið."Á 2 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.