Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 9
Eftir þetta var farið að kenna
Sigga við þau mál sem birtast öðru-
hvoru í dagblöðum, nefnilega að
ókennilegur maður hafi sést á vappi
fyrir utan þetta eða hitt fjárhúsið.
,,Ég átti aldrei að hafa verið langt
undan, og gilti þá einu hvort atburð-
irnir gerðust úti á landi og ég þá
staddur hér syðra eða ég var á sama
tíma á landsliðsferðalagi erlendis.
Nei, nei, þetta hlaut að vera hann
Siggi"
Vitaskuld lagðist þetta þungt á
huga hans þegar svo var komið að
hann var orðinn einskonar sam-
nefnari fyrir alla afbrigðilega kyn-
hegðun í landinu: „Ég vissi alltaf um
svo og svo marga sem héldu þessum
sögum hvað hæst á lofti hverju
sinni. Á tímabili var ég orðinn svo
þunglyndur að ég var farinn að
undirbúa það í alvöru að drepa ein-
hvern þessara manna, þó ekki væri
nema til þess að þessar ærumeið-
ingar yrðu teknar fyrir af dómskerf-
inu. Pað versta við svona rógburð er
nefnilega það, að vonlaust er fyrir
þann rægða að ná fram sínum rétti.
Hann verður bara að hjúpa sig
grímu, ef hann vill ekki ganga af
göflunum."
Siggi flúði land á tímabili vegna
þessara sögusagna. Hann fór til
Köben, en ekki einu sinni þar var
hann látinn í friði. „Það voru íslend-
ingar á ferð á Ráðhústorgi eða í
Tívolí sem jörmuðu á mig.“
Hann gat ekkert gert. Þegar hann
gekk á söguberana kannaðist eng-
inn við að hafa haldið róginum á
lofti. Þegar hann leitaði réttar síns í
dómskerfinu var honum vísað á
einar dyr af öðrum þar til hann gafst
upp.
„Þessum sögum er að mestu lokið
núna," segir Siggi. „Þó rífa þær sig
annarslagið upp, einkum á skemmt-
unum þar sem ég hef komið fram
upp á síðkastið, en þá á líka dauða-
drukkið fólk í hlut og maður brosir
þá bara vingjarnlega til þess. En
þetta hefur markað allt líf mitt ansi
djúpt. Ég er nú brosmildur að eðlis-
fari, en maður klökknaði oft.“
— Hefur þú einhverntíma veriö
bedinn afsökunar á þessum róg-
buröi?
„Nei.“
Árni: „Það spaugilega við þetta var
að ýmsir hægrigaurar og íhaldsseggir
virtust bera einhverja virðingu fyrir
Ómar: „Ég þorði ekki út fyrir húss-
ins dyr á tímabili af ótta við augna-
gotur fólks. Þetta var svo altalað.. "
„ÞETTA VAR
HREINT HELVÍTI“
„Ég vil ekki óska neinum þess að
lenda í álíka rógi og mig henti. Þetta
er hreint og beint helvíti."
Ómar Hallsson framreiðslumaður
á Naustinu segir frá. í byrjun þessa
árs var hann borinn þeim rógi að
hann væri maðurinn á bak við stór-
fenglegt smygl á eiturlyfjum til
landsins með millilandaskipi, en
það mál upplýstist í janúar. Svo hratt
flaug þetta níð og svo stórfenglegar
voru ýkjurnar því samfara, að
fíkniefnalögreglan í Reykjavík sá
sér ekki annað fært en að gefa út yf-
irlýsingu þess efnis að „nafntogaður
veitingamaður í Reykjavík" kæmi
rannsókn þessa máls hvergi nærri
og hefði aldrei gert.
Ómar segist eiga erfitt með að ýfa
þetta mál upp, þó ekki sé nema
vegna þess að í hvert sinn sem hann
leiði hugann að því, fari honum að
líða illa. „Minningin vekur upp í
mér óhug, hrylling, viðbjóð. Ég
svitna hreinlega þegar ég heyri
minnst á þetta." Og blaðamaður er
til vitnis um það þegar hann situr
fyrir framan Omar þeirra erinda að
inna hann eftir viðbrögðum hans
við þessu níði á sínum tíma og þeim
afleiðingum sem það hafði fyrir
hann.
Það sem hann segir hér á eftir er
kannski mest sagt í þeim tilgangi að
gera því fólki, sem virðist ekki hafa
neitt þarfara að gera en að breiða út
róg um náungann grein fyrir því,
hvernig það getur leikið hinn sama
með orðinu einu saman. Ómar seg-
ir: „Fólk á líklega erfitt með að
ímynda sér hvernig rógur getur far-
ið með mann sem fyrir honum verð-
ur. Eflaust finnst mörgum smáníð
vera saklaust tal, til þess eins
kannski að hefja umræður í sam-
kvæmi, en svona sögur eru alltaf
þess eðlis að þær vinda upp á sig,
oftast með undraverðum hraða.
Þetta sama fólk og opnar níðræð-
una gerði betur að reyna að setja sig
í spor þess sem um á að fara að
kjafta, áður en það fer að bera á torg
einhverjar furðusögur sem það hef-
ur ekki hugmyna um hvort eru
rangar eða réttar. En fólk þarf líkast
til sjálft að verða fyrir barðinu á róg-
burði til þess að sjá hvað ein kjafta-
saga getur haft ægilegar afleiðingar
fyrir þann rægða og aðstandendur
hans.“
Þessi rógburður um Ómar hefur
eflaust byrjað með Iíkindareikningi
eins og flest meiri háttar níð virðast
gera. Þannig var, að nokkrum mán-
uðum fyrir þetta tiltekna fíkniefna-
smygl var ungur maður lausráðinn í
smíðavinnu í þeim hluta veitinga-
staðarins Naustsins sem Geirsbúð
heitir. Þetta var sami maðurinn og
flutti eiturlyfin til landsins í milli-
landaskipi í upphafi næsta árs. Þar
með þótti illum tungum ástæða til
þess að tengja eiganda Naustsins
við lögbrotið og sömu aðilar voru
ekki í vafa hver ástæðan væri fyrir
þessum tengslum: Auðvitað væri
eigandinn að fjármagna nýleg kaup
sín á þessu rótgróna og rómaða veit-
ingahúsi með þessu stórkostlega
smygli og færi sjálfsagt létt með að
greiða andvirði staðarins upp með
sölu á varningnum!
Fyrstu viðbrögð vina og vanda-
manna Ómars við þessu líkindarugli
voru hlátur. Ástæðan? Ómar hefur
alla sína tíð verið svarinn andstæð-
ingur allra fíkniefna, haft hreint
antipat á þeim, enda minntust víst
margir vina Ómars í sömu andrá og
þeir heyrðu þessa nýjustu kjafta-
sögu bæjarins, sögu frá því hann rak
Valhöll við Þingvelli. Þar kom hann
einu sinni að tveimur starfsmönn-
um sínum að reykja hass inni á her-
bergi og það skipti engum togum að
Ómar rak þá báða hið snarasta á dyr
og kvaddi með þeim orðum að hann
vildi ekkert með þá hafa lengur, þeir
gætu hunskast upp í næstu rútu í
bæinn og þar með basta.
En eins og gefur að skilja höfðu
ekki allir hugmynd um þessa óbeit
Ómars á eiturlyfjum og síst af öllu
þeir er komu sögunum af stað og
héldu þeim síðar á lofti. Að öðrum
kosti hefðu þeir efalítið reynt að búa
þetta níð sitt í svolítið trúverðugri
búning.
Þessi rógburður um Ómar varði í
um tveggja mánaða skeið, en fór
fyrst hverfandi úr munni manna
þegar fyrrnefnd yfirlýsing fikni-
efnalögreglunnar var birt í dagblöð-
um. Kjaftasagan olli miklum hama-
gangi og oft á tiðum hörkulegum
rifrildum í samsætum fólks og inni á
kaffistofum ýmissa fyrirtækja í
borginni, þvi þess munu vera dæmi
að komið hafi til handalögmáls milli
þeirra sem trúðu kjaftasögunni og
þeirra sem voru þess fullvissir að
hún væri reginfirra og helber rógur.
Hitt var þó vitaskuld aðalatriðið,
hvernig rogurinn lék þann rægða:
„Þetta er hrikalegasta krísa sem ég
hef lent í á allri minni ævi,“ segir
Ómar og bætir við: „Og sú viðbjóðs-
legasta. Ég varð gífurlega þung-
lyndur. Ég þorði ekki út fyrir hússins
dyr á tímabili af ótta við augngotur
vegfarenda. Þetta var svo altalað.
Það ömurlegasta er að í svona til-
vikum standa menn uppi algjörlega
varnarlausir, geta nánast ekkert
gert til að fá hlut sinn réttan, enda á
einn maður jafnan lítið mótafl í
kjaftasögu sem haldið er á lofti af tug-
um manna."
Ómar segist hafa verið að því
kominn að brotna saman þegar sag-
an lét hvað hæst: „ En það var
fjöldi manns sem stóð með mér við
að kveða þessar lygar niður og sú
vinátta létti mér þessar raunir svo
um munaði. Ég nefni sérstaklega
allt starfsfólk mitt, um níutíu manns,
en ekkert þeirra trúði eitt andartak
að ég væri á nokkurn hátt viðriðinn
þetta mál.“
HELGARPÓSTURINN 9