Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 8
„ÞAÐ VAR JARMAÐ Á MIG“ „Við skulum bara nefna þetta sömu nöfnum og notuð voru; ég átti að vera að ríða rollum úti á Nesi.“ Sigurður Johnny segir þetta, kunnur dægurlagasöngvari frá gamalli tíð og nýrri og landsliðs- markvörður í handboita hér áður fyrr. Hann fékk á sig þann ógeðs- lega rógburð sem hann lýsir hér að ofan þegar hann var táningur. Og enn eru iliar tungur uppi um mann- inn hvað þetta varðar. Þetta byrjaði fyrir þrjátíu árum. Siggi fluttist þá fjórtán ára að aldri til Islands eftir sjö ára dvöl í Dan- mörku, en móðir hans er dönsk að uppruna. Hann byrjaði nám í Gaggó-Hring, sem svo var kallaður, en eins og vænta mátti skildi hann lítið í íslenskunni og var af þeim sök- um færður aftur um eitt ár í bekkja- kerfinu. „Upphafið að þessum rógi má rekja til fyrsta námsvetrar mins hér heima," segir Siggi og heldur áfram: „Eg og nokkrir bekkjarbræður mínir og þó einkum einn vinur minn vorum mikið að flækjast úti á Seltjarnarnesi á þessum tíma, auð- vitað að elta stelpur, enda komnir á þann aldur. Það var ekki í mörg hús að venda þarna útfrá í þessum erindagjörðum, þó var þarna ágætis hlaða við bæinn Eiði við Eiðistjörn og við hana samfastur kindakofi. Við strákarnir djöfluðumst mikið þarna í hlöðunni, eins og stráka er siður. Og stelpurnar, sem voru af Nesinu, horfðu hugfangnar á, eins og til var ætlast. Ekki minnkaði ljóminn af okkur við það, að við, þessir Reykjavíkurgaurar, áttum svaka mótorhjól sem við mættum jafnan á í hlöðuna, og skrensuðum nokkra hringi. Þetta þoldu jafnaldr- ar okkar af Nesinu ekki enda töldu þeir sig sakir búsetu eiga forgangs- rétt að Nespíkunum sem við vorum að skjóta okkur í. Þeir byrjuðu því að bera út nastí sögur um okkur, svo sem þær að við værum að fitka við rolluskjáturnar við hliðina á hlöð- unni. Þessum sögum fylgdu þeir svo eftir í skólanum með því að byrja að jarma á okkur í frímínútunum.“ Og börn eiga sér foreldra og for- eldrar eiga vini og vantar oft um- ræðuefni þeirra á milli. Áður en varði, segir Siggi, voru þessar ill- kvittnu sögur af þeim táningunum komnar út um allan Vestur- bæinn . . . „Manni var nú alveg sama um þessar sögur fyrst og ekki minnist ég þess að ég hafi roðnað neitt til- takanlega þarna í frímínútunum þegar byrjað var að skríkja á mann, en sögurnar ágerðust og voru að því er virtist auknar með hverjum deg- inum sem leið, þangað til svo alvar- lega var komið að Árni heitinn Þórðarson skólastjóri Gaggó-Hring kallaði okkur tvo til sín og vildi vita hvernig á þessum ofsalegu sögum stæði. Eftir að hafa heyrt okkar mál, sagði hann okkur að þessar lyga- sögur yrðu þaggaðar niður í eitt skipti fyrir öll og til þess myndi hann beita viðeigandi ráðum.“ Og sögurnar hjöðnuðu. En þær áttu eftir að koma upp aftur og þá var það Siggi sem einn varð fyrir barðinu á þeim: „Það var þegar ég fór út í skemmtibransann skömmu eftir að ég kláraði gaggann, en um líkt leyti fór mér líka að ganga vel í handboita. Ég komst mjög fljótt í Sigurður: f/Ég er nú brosmildur maður að eðlisfari, en maður klökkn- aði oft við að heyra þetta níð.. aðallið KR og enn auðveldara reyndist mér að komast í landsliðs- hópinn. Við þetta komst ég náttúr- lega líka í sviðsljósið. Ég veit vel núna, að margir öfunduðu mig gríð- arlega af þessum skjóta árangri í handboltanum, og það voru meðal annars sumir þessara öfundar- manna sem byrjuðu að blása nýju lífi í rollusögurnar um mig. Það var byrjað að jarma á mig af áhorfenda- pöllunum í landsleikjunum." „AKAFLEGA HVIMLEITT MÓRALSKT SÉГ Árni Bergmann, blaðamaður og rithöfundur, hefur lengi mátt búa við þær illkvittnu sögusagnir að hann sé á mála hjá rússnesku leyni- þjónustunni KGB. Fullyrðingar þess efnis og vangaveltur um mikilvægi hans sem njósnara hafa birst í ís- lenskum blöðum. Árni segist vera orðinn langþreyttur á þessum róg- burði, en láti hann ekki lengur hafa nein áhrif á sig; þó hafi þetta verið mjög óþægilegt þegar sögurnar voru að komast á kreik. Hann var þá ungur maður við nám í Moskvu. „Þetta hefur sennilega allt hafist með líkindareikningnum," segir Árni og skýrir: „Jú, sjáðu til. Ungur vinstrimaður giftir sig inn í Sovét og sest þar jafnframt á skólabekk. Að loknu námi ræðst hann síðan til starfa á Þjóðviljanum af ölium blöð- um. Þar með er ekkert eftir. Dæmið er gengið upp. Maðurinn uppfyllir öll skilyrði til njósna, ekki satt?“ Og ég játa, en spyr hvenær hann hafi fyrst orðið var við þá skoðun að hann væri farinn að spæja fyrir Kremlverja. „Það var í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins í ritstjórnartíð Bjarna Benediktssonar en þá var ég í miðju námi eystra. í bréfinu var sagt frá ferðum íslensks karlakórs til Sovét og greint frá því að eitthvert póst- kort frá kórmeðlimunum hafi aldrei borist heim, líkast til vegna þess að það átti að hafa borið sovéska kerf- inu vonda sögu! Nú, strax í næstu málsgrein var þess svo getið að ung- ur maður að nafni Árni Bergmann væri við nám í Moskvu, og ekki væri loku fyrir það skotið að einmitt hann hefði þann starfa, til hliðar við nám sitt, að krukka í bréf sem bær- ust frá íslendingum í Rússlandi heim til fslands. Þetta voru svona almenn- ar vangaveltur. Mér fundust þetta í einu orði sagt andstyggileg níðskrif og varð mjög sár, enda varnarlaus unglingur þá, víðs fjarri heimaslóðum og gat því illa borið þessar lygar af mér. Skepnuskapurinn í þessum skrifum var þó vitaskuld mestur gagnvart ættingjum mínum hér heima, sem lásu þetta í víðlesnasta blaði lands- ins yfir sunnudagskaffinu. Þetta var bölvað." En þetta voru alls ekki síðustu skrif Mogga í þessa átt. Þegar Árni kom heim frá námi 1962, var hvorki meira né minna en leiðari blaðsins lagður undir hugrenningar um það hverju heimkoma Árna breytti fyrir utanríkismál þjóðarinnar! Með loðnu orðalagi var bent á það að nú væri komið til landsins upptrekkt apparat Rússa sem til alls væri lík- legt. Áframhaldandi vangaveltur um þetta efni fóru svo fram í Stak- steinum sama blaðs næstu vikurnar. „Það spaugilega við þetta kjaft- æði allt var að eftir að ég var búinn að koma mér sæmilega fyrir hér heima fór ég að verða var við óvenjulega virðingu í minn garð hjá ýmsum hægrigaurum og íhalds- seggjum. Þegar ég var á tali við þessa menn, var ekki laust við að þeir sýndu mér pínulítið smjaðurs- lega tilburði. Ég veit það ekki, en þeir hafa kannski borið svona mikla virðingu fyrir því ofurvaldi sem njósnarar hafa. Þeim mun sniðugri fundust mér þessir tilburðir fyrir þær sakir að ég var bara venjuleg blaðamannsblók á þessum tíma.“ Eftir því sem leið á blaða- mennskuferil Árna fór að bæra æ meira á gagnrýniskrifum hans í garð sovéska kerfisins. Ýmsir hægri- pennar þóttust sjá við þessu í sínum skrifum. Hér væru einfaldlega slóttugheit á ferðinni. Maðurinn væri aðeins að gera sig líklegan, verða sér úti um alibí en í raun og veru væri hann allt annar en hann gæfi sig út fyrir að vera: „Nefnilega djöfuls njósnari og föðurlandssvik- ari,“ segir Árni. „Síðast bar á svona skrifum úr penna Svarthöfða í Vísi, ég held árið 1978,“ heldur Árni áfram. „Þar var ekkert verið að fara í kringum hlut- ina, heldur var því hreinlega slegið fram sem Stóra sannleika að ég væri starfsmaður KGB númer eitt á ís- landi. Það væri í rauninni svo aug- ljóst að ekki þyrfti að færa fyrir því rök af neinu tagi. Ég hringdi af gamni mínu í Indriða til að spyrja hann af hverju hann léti nú svona barnalega, en hann sagðist ekki hafa skrifað þennan pistil, væri nú ekki svona djöfullegur. Innanhúss- maður á Vísi sagði mér síðar að þessi dagskammtur af Svarthöfða hefði verið skrifaður af Herði Ein- arssyni og enn veit ég ekki betur en að það hafi verið hann, blessaður. Já, já, láttu nafn hans bara flakka." — Hefuröu aldrei brugdist reidur uid suorta nídskrifum og rógi? „Nei, í sjálfu sér er aðeins um tvenn viðbrögð að ræða við svona rugli. Annaðhvort ypptir maður bara öxlum eða þá fer í mál til að stríða viðkomandi rógbera. En mér finnst bara svo leiðinlegt að standa í mála- ferlum að ég myndi aldrei leggja út í slíkt, enda held ég að málaferli séu aðeins fyrir lögfræðinga." — En er stjórnmálablaöamennska ekki suona illkuittin í eðli sínu? „Jú, auðvitað er stór þáttur henn- ar tengdur þessum mjög svo frjáls- legu túlkunum og/eða beinum rangfærslum. En þessar pólitísku fantasíur líta siðlaust út á prenti ef menn nenna ekki að merkja sér þær. Menn verða að vera siðferði- lega ábyrgir fyrir svona löguðu; annað er móralskt séð ákaflega hvimleitt ef ekki kríminelt." — Hafa þessi nídskrif um þig aldrei ualdid þér beinum uandrœd- um? „Ekki tiltakanlega. Seinni árin hafa þau ekki haft nein áhrif á mig, sem betur fer vil ég segja, því það getur örugglega haft stórháskalegar afleiðingar ef maður bregst alvar- lega við þessu. En ég gæti til dæmis vel ímyndað mér að einhver vand- kvæði hefðu orðið á því, ef ég hefði þurft að skipta um vinnu. Það þykir líklega ekki heppilegt að hafa meintan KGB-mann á launaskrá hjá sér!“ 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.