Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 14
Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar UMFEROAR RÁÐ FREE STYLE FORMSKUM L'OREAL •íUS HHs * Já — nýja lagningarskúmið frá L'ORÉAL og hárgreiðslan verður leikur einn. FuU skenuna tfjótebrjam Normannsþinur á sama verði og i fyrra. 70-100 cmkr. 685 101-125 cmkr. 835 126-150 cm kr. 1.010 151-175 cm kr. 1.275 176-200 cm kr. 1.875 201-250 cm kr. 2.175 Heitt á kömumni og appelsín fyrir bömin VIÐ MIKLATORG SYNINGAR Árbæjarsafn er opið skv. samkomulagi líkt og undanfarna vetur. Upplýsingar í síma 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 I Ásgrímssafni stendur yfir vetrarsýning á málverkum, olíu- og vatnslitamyndum Ás- gríms Jónssonar og eru myndirnar valdar með það í huga að efni þeirra tengist „vetri" með einum eða öörum hætti. Verkin eru í eigu safnsins. Ásgrímssafn er opið á þriðju- dögum, fimmtudögum og sunnudögum kl. 13:30-16. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Á föstudaginn kemur verður opnuð sýning á teikningum sem lúta að samkeppni sem Ferðamálaráð efndi til um aðbúnað á tjald- stæðum. 14 tillögur komu til álita og verða þær til sýnis í salnum á virkum dögum kl. 9- 17. Bogasalur Þjóðminjasafninu í Bogasal eru til sýnis handrit, minnisbók og prentverk, t.a.m. Guðbrandsbiblía frá árinu 1584. Auk þess eru á sýningunni málverk af klerkinum og munir sem voru í hans eigu. Salurinn er opinn á venjulegum opnunar- tíma Þjóðminjasafnsins, þ.e. á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um kl. 13:30-16. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Jólasamsýning stendur yfir í Gallerí Borg en þar eru ýmis verk, s.s. grafík, vatnslitamynd- ir, olíumálverk, gler og keramík, svo og tau- þrykk eftir ýmsa listamenn. Opiö er skv. opnunartíma verslana. Gallerí Grjót Skólavöröustíg 4a Samsýningu aðstandenda Gallerís Grjóts er nú að finna á Skólavörðustíg 4a. Þar eru ým- iskonar verk til sýnis og sölu, s.s. myndlist, gullsmíöi, keramik og handprjónaðar peys- ur. Opið er daglega frá 12—18 og á laugar- dögum skv. opnunartíma verslana. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Jólasamsýning Langbróka var sett upp í vik- unni. Þar er að finna allar tegundir verka, s.s. grafíkmyndir, keramík, glermyndir (glugga-), leöurfatnað, textfl, skartgripi (postulín), vatnslitamyndir o.fl. Sýningunni er ætlað að standa út jólamánuðinn. Gallerfiö er opið skv. opnunartíma verslana. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar" er yf- irskrift sýningar sem stendur yfir í safninu. Á henni er sýnd hin tæknilega hlið högg- myndalistarinnar, s.s. tæki, efni og aðferöir, og einnig höggmyndir þar sem myndefnið er „vinnan". Safnið er opið daglega frá kl. 10- 17. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu Safnhúsið verður lokað í desember og jan- úar. Höggmyndagarðurinn er þó opinn um helgar frá kl. 11-17. Listasafn islands við Suðurgötu í Listasafni íslands eru til sýnis verk í eigu safnsins; grafík- og vatnslitamyndir auk olíu- málverka. Glermyndir Leifs Breiðfjörð eru og til sýnis. Safnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum og um helgar, kl. 13:30—16. Listamiðstöðin Hafnarstræti 22 Sýning Jóhanns G. Jóhannssonar „Litróf" verður framlengd framá laugardagskvöld en þá verður opið í Listamiðstööinni til kl. 23. I innri sal eru innlend og erlend verk sem ver- iö hafa á fyrri sýningum til sölu og leigu auk 32 grafíkmynda franska listamannsins Jean Raul Chambas sem sýndi í Listamiðstöðinni fyrir nokkru. Þá eru einnig 8 sérunnin eintök eftir þann frakkneska. Á Þorláksmessu verð- ur sýningarsalurinn opinn frá 14—22 en aðra daga er opið skv. opnunartíma versl- ana. Listmunahúsið Lækjargötu 2 Jólasamsýningu 11 innlendra myndlistar- manna er að finna í Listmunahúsinu og kennir þar ýmissa grasa; leirverk, tauþrykk og myndverk alls konar. Sýningin er opin daglega frá 10—18, um helgar kl. 14—18. Lokað á mánudögum. Henni er ætlað að standa út mánuðinn. Norræna húsið „Finnsk form" er yfirheiti sýningar sem stendur yfir í kjallara Norræna hússins en á henni er að finna listiðnað og hönnun frá 1960 — 80, eins og gler, keramík (steintau), textíla, húsgögn, Ijósabúnað, gull- og silfur- smíð auk muna úr tré og steini. Ath! breytt- an daglegan sýningartíma í kjallara hússins sem nú er kl. 15—22. Vert er að vekja athygli á sýningu sem er í anddyri Norræna hússins en hún er tileink- uö minningu norska leikritaskáldsins, Hol- bergs. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning er opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14—16. Þjóðminjasafnið í Þjóðminjasafninu er til sýnis úrval af myndum eftir Sölva Helgason (d. 1895) en hana er að finna í stofu við hliðina á Fornald- arsalnum. Sýningin er opin á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um, kl. 13:30-16. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Austurbæjarbíó Gullsandur (Einnig sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi á annan í jólum). Íslensk. Árg. 1984. Handrit og leikstjórn: Ágúst Guðmundsson. Framleiðandi: Mannamyndir, ísfilm hf. Kvikmyndun: Sig- urður Sverrir Pálsson. Hljóðmaður: Gunnar Smári. Aðalhlutverk: Pálmi Gestsson, Jón Sigurbjörnsson, Arnar Jónsson, Borgar Garðarsson, Gestur Jónasson, Sigurður Sigurjónsson, Rósa Ingólfsdóttir, HLH flokk- urinn, Ómar Ragnarsson, Hanna María Karlsdóttir, Viðar Eggertsson. Fram- kvæmdastjóri: Guöný Halldórsdóttir. Leik- mynd: Halldór Þorgeirsson. Tónlist: Daryl Runswick. Það verða fleiri hvumsa en hreppsnefndin og vitavörðurinn austur í Meöallandi þegar nokkrir hermenn aka bílunum sínum útá sand og slá upp tjöldum. Ýmiskonar sögu- sagnir komast á kreik til að skýra þetta und- arlega ferðalag. Frumsýnd á annan í jólum. Sýningartími kl. 5. 7, 9 og 11. Mon Signore Bandarísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Franc Perry. Framleiðandi: Frank Yablanes. Tónlist: John Williams. Aðalhlutverk: Christopher Reeve (Superman), Genevieve Bujold. Efni kvik- myndarinnar ku vera áþekkt Thunderbirds (Þyrnifuglunum) sem sjónvarpið hefur sýnt undanfarið, sum sé: Kaþólskur prestur fellur fyrir snoppufríðri stúlkukind. Sýnd á annan í jólum, kl. 9 og 11. The Pirate Movie Bandarísk. Árg. 1982. Leikstjóri: Ken Annakin. Framleiðandi: Ted Hamilton. Tón- list: Terry Brittem, Kit Hain, Sue Shifren, Brian Robertson. Aðalhlutverk: Krist McNic- hol, Christoper Atkins, Ted Hamilton. Þessi er létt dans- og söngvamynd. Sýnd á annan í jólum, kl. 3, 5 og 7. Regnboginn Lassiter Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Roger Young. Aðalhlutverk: Tom Selleck, Jane Seymour og Laureen Hutton. Reyfari. Bönnuð. Sýnd í A-sal fram að helgi, kl. 3,5,7,9 og 11. Konungsránið (To Catch a King) Bandarísk. Árg. 1984. Handrit byggt á sögu eftir Harry Patterson, öðru nafni Jack Higg- ins, sem hefur komið út í íslenskri þýðingu (Konungsránið og örninn er sestur). Leik- stjóri: Clive Donner. Aðalleikarar: Robert Wagner, Teri Garr. Sýnd í B-sal, kl. 3:05, 5:05, 7:05, 9:05 og 11:05. Agameistararnir (Uards of the Discipline) ★★ Sjá umfjöllun í Listapósti. í blíðu og stríðu (Terms of Endearment) ★★★ Bandarísk. Árg. 1983. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: James L. Brooks. Myndataka: Andrzej Bartkowiak. Aðalhlutverk: Shirley McLaine, Debra Winger, Jack Nicholson o.fl. Sýnd í C-sal, kl. 5 og 9:15. Agameistararnir (The Loids of Discipline) ★★ Bandarísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Franc Roddam. Aðalhlutverk: David Keith, Robert Prosky o.fl. „Ekki er þetta merkileg mynd né heldur sér- lega spennandi. Ekkert vond heldur svo- sem. Englendingurinn Roddam sýnir engan frumleika í leikstjórninni en einna helst er kvikmyndatakan til sóma.. .En þetta er miðlungsmynd." -IM. Sýnd í C-sal, kl. 3 og 7:15. Nútíminn (Modern Times) ★★★★ Bandarísk.Árg. 1936. Handrit, framleiðandi, leikstjóri, tónlist: Charlie Chaplin. Aðalhlut- verk: Chaplin, Paulette Goddard. Sígild, þjóðfélagsleg ádeilu-grínmynd sem á sér stað á tækniöldinni. Nútíminn markar tímamót á kvikmyndaferli Chaplins að því leyti að vera á mörkum þögulla mynda og talmynda. Svo enginn ætti að sjá Nútímann sjaldnar en tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum! Sýnd í D-sal, kl. 3:15,5:15,7:15,9:15 og 11:15. Nágrannakonan (La Femme d'a Cóté) Frönsk. Árg. '82 — 83. Leikstjóri: Francois Truffaut. Aðalhlutverk: Gerard Depardieu (Síðasta lestin), Fanny Ardaut. Ástardrama: Hann er kvæntur annarri konu. Hún gift öðrum manni. Hún flyst í næsta hús við hann. Gamlar ástir takast á ný. Þessi mynd var næstsíðasta mynd hins nýlátna franska leikstjóra. Sýnd í E-sal. Fyrsta jólamynd Regnbogans er: í brennidepii (Flash Roint) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Williams Tannen. Aðalhlutverk: Kris Kristofferson. Reyfari. Sýnd í A-sal, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Þá: All of me Bandarísk. Árg. 1984. Með Steve Martin í aðalhlutverki. Sýnd í A-sal, á milli jóla og nýárs. Og: Company of Wolves Ensk. Árg. 1984. Aðalhlutverk: Angela Lans- burry. Blóðug ævintýramynd þar sem draumur og raunveruleiki ruglast saman. Minni sögunnar er sótt íævintýriö um Rauð- hettu og úlfinn. Hugmyndin sem býr að baki myndinni er sálfræðilegar getgátur um það að þegar stúlkur byrja að hafa á klæðum þá dreymi þær dörtý drauma! Ja, þetta fræö- ingaþvaður! Laugarásbíó Tölvuleikur (Fyrri jólamynd Laugarásbíós). Cloak and Dagger ★★★ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Nýja Bíó Er þetta ekki mitt líf7 (Whose Life is it Anyway?) ★★★★ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd fram að jólum, kl. 5, 7:15 og 9:30. Tónabíó Six weeks (Jólamynd kvikmyndahússins). Bandarísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Tony Bill. Framleiðandi: Peter Guber, Jon Peters. Eftir skáldsögu Fred Mustard Stewart. Aðalhlut- verk: Dudley Moore, Mary Tyler Moore, Katherine Healy. Fjölskyldudrama þar sem fjallað er um ástir þingmanns sem er í framboði og ríkrar, ógiftrar móður. 12 ára dóttir konunnar er haldin ólæknandi sjúkdómi, hvítblæði, og hefur það sín áhrif á samband elskendanna. Sýnd kl. 5, 7, og 9. Stjörnubíó Draugabanar (Ghostbusters) ★★ Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjórn og fram- leiðsla: Ivan Reitman. Handrit: Don Aykroyd og Harold Ramis. Kvikmyndun: Lazlo Kov- acs. Brellur: Richard Edlund. Tónlist: Elmer Bernstein og Ray Parker jr. Aðalleikarar: Bill Murrey, Dan Aykroyd, Sigourney Weaver, Harold Ramis, Rick Moranis. Sýnd í A-sal, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Sýnd í B-sal, kl. 4, 6, 8 og 10. Bíóhöllin Sagan endalausa (The Never Ending Story) Leikstjóri: Wolfgang Petersen. Handrit: Her- man Weigel, eftir bók Michaels Ende. Fram- leiðandi: Bernd Eichinger og Dieter Geissler. Tónlist: Giorgio Moroder (Cat People, Flash- dance). Aðalhlutverk: Barret Oliver, Noah Hathaway, Tami Stronach, Moses Gunn. Rafdraumar ★ (Electric Dreams) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjórn: Steve Barron. Handrit: Rusty Lemorande. Kvik- myndun: Alex Thomson. Aðalleikarar: Lenny von Dohlen, Virginia Madsen. Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Goldfinger Njósnari hennar hátignar, 007, öðru nafni James Bond, fyrrum Dýrlingur, heiðrar gesti Bíóhallarinnar með nærveru sinni um jólin í sal 3. Sýningar eru kl. 5, 7:05, 9 og 11:05. Eldar og ís (Fire and lce) Bandarísk. Teiknimynd gerö af Ralph Bakshi Sýnd í sal 4, kl. 5 og 7. Andrés önd og félagar Sýnd í sal 3, kl. 3. Yentl ★★★ Sýnd í sal 4, kl. 9. Metropolis ★★★★ Sýnd í sal 4, kl. 11:15. Mjallhvít og dvergarnir sjö Sýnd í sal 4, kl. 3. Háskólabíó Indiana Jones (Jólamynd kvikmyndahússins) ★★ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7:15 og 9:30. TÓNLIST Bústaðakirkja íslenska hljómsveitin stendur fyrir tvennum tónleikum í Bústaðakirkju. Þeir fyrri eru í kvöld, fimmtudag, 20. en þeir síðari verða þann 30. des. Yfirheiti fyrri tónleikanna er „Vetrarsólstöður". Einleikarar verða Ásdís Valdimarsdóttir (píanó) og Mats Rondin (vi- óla). Auk þess kemur Söngsveitin Fílhar- mónía fram. „Hörpuleikur" heita síðari tón- leikarnir. Frönsk kammertónlist er meginviö- fangsefni þessara tónleika. Gestur tónleik- anna verður hörpuleikarinn Sylvie Bel- trando. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Hótel Borg i kvöld, fimmtudaginn 20. des. kl. 22:30, verða tónleikar haldnir á Borginni. Das Kap- ital leikur og syngur lög af nýútkominni plötu sinni, „Lili Marlene". Langholtskirkja Föstudagskvöldið 21.12. kl. 23 flytur Kór Langholtskirkju jólasöngva í Langholts- kirkju. Kórinn flytur aðventu og jólalög og áheyrendur syngja með í nokkrum lögum. LEIKUST Kjarvalsstaðir við Miklatún Alþýðuleikhúsið sýnir Beisk tár Petru von Kant eftir Fassbinder á Kjarvalsstöðum laug- ardaginn 29. des. kl. 17 og sunnudaginn 30. des. kl. 16. Miðapantanir eru í síma 26131. Nýlistasafnið Vatnsstíg Þrjár sýningar verða milli jóla og nýárs á leik- riti Árna Ibsen Skjaldbakan kemst þangað líka; föstudaginn 28. des., laugardaginn 29. des. og sunnudaginn 30. des. og hefjast þær kl. 21. 14 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.