Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 21
ÁLREIKNIN GURINN 50 MILUONIR eftir Halldór Halldórsson „Miðað við árangur er þetta hræódýrt" — segir Páll Flygenring ráðuneytisstjóri. Helgarpósturinn skýrði frá því um daginn, að á þessu ári hefðu verið veittar 20 milljónir króna í formi aukafjárveitingar til iðnaðarráðu- neytisins vegna samningsgerðar ís- lendinga og Alusuisse. Þessi tala endurspeglar það sem lagt hefur verið í samningana á þessu ári. Sumt er kostnaður frá árinu á und- an, en enn hefur upphæðin ekki verið að fullu nýtt. Heildarkostnað- urinn vegna samningavafstursins við Svisslendingana nemur hins vegar 46,5 milljónum króna á nú- giídandi verðlagi og verður orðinn um 50 milljónir í árslok. Þessi upp- hæð dreifist á árin 1981 til 1984. Fyrir 1981 og 1982 nam kostnaður vegna álmálsins minni upphæð miðað við það sem á eftir kom. „Miðað við árangur af þessum samningi er þetta hræódýrt," sagði Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, í samtali við Helgarpóstinn. Samkværnt beiðni HP lét Páll taka saman „Álreikninginn" og lítur hann þannig út fyrir þessi fjögur ár, sem mest hefur verið unnið í málinu (allar tölur eru á verðlagi hvers árs fyrir sig): 1981 2 milljónir 832 þúsund 1982 4 milljónir 298 þúsund 1983 9 milljónir 492 þúsund 1984 14 milljónir 924 þúsund Miðað við byggingarvísitölu á miðju ári hvert ár nemur upphæðin á núgildandi verðlagi fyrir 1981 9,9 milljónum, 9,8 milljónum fyrir 1982 og 11,9 milljónum fyrir 1983. Ef þessar tölur eru framreiknaðar til verðlags í dag nemur Álreikning- urinn alls um 50 milljónum króna. Hjá Ríkisendurskoðun hafa ein- stakir kostnaðarliðir ekki verið flokkaðir og því getum við ekki birt Álreikninginn sundurliðaðan. I samtali við Pál Flygenring kom fram, að líkast til væru stærstu lið- irnir aðkeypt erlend ráðgjafar- og sérfræðiþjónusta auk kostnaðar vegna gerðardómsins, sem settur var á laggirnar í New York til að fjalla um sérstök ágreiningsmál. Kostnaður vegna dómsins fór þó fyrir lítið, því að lokum reyndi ekki á störf hans, þar sem sættir tókust án afskipta gerðardómsins. „Ósýni- leg“ áhrif af störfum dómsins kunna þó að vera einhver. Þá fóru talsverðir fjármunir í ís- lenska skattadóminn, en ekki reyndi heldur á endanlega niður- stöðu hans. Sem dæmi um kostnað vegna dómsins í New York má nefna, að ís- lendingar greiddu dómendum laun, helming á móti Alusuisse, greiða þurfti fargjald manna, sem kallaðir voru fyrir í yfirheyrslur í New York, en þær voru nokkrar. Stærstan skerf hefur sennilega Cooper og Lybrand fyrirtækið í Lundúnum fengið og drjúgar fjár- hæðir hafa runnið til ráðgjafans Liptons í New York. Þá hafa ferðalög, uppihald á hótelum og meðfylgjandi kostnaður verið alldrjúgur og má nefna sem dæmi, að á þessu ári voru farnar sex ferðir til Ámsterdam, Zúrich og Lundúna á samningafundi. Þessum ferðum fylgdi svo umstangskostn- aður vegna fundanna sjálfra. Einnig voru haldnir fundir í Reykjavík. í einu tilviki var sérstök flugvél tekin á leigu, en það var hin umtal- aða „einkaþotá' Jðhannesar Nor- dals, formanns samninganefndar- innar. Sannleikurinn er hins vegar sá, að „þota“ þessi var lítil flugvél frá Flugfélagi Norðurlands (skrúfuþota) og var hún tekin vegna verkfalls opinberra starfsmanna í haust. Þá voru samningaviðræður á við- kvæmu stigi, að sögn Páls Flygen- rings, og brýnt að samningamenn Islendinga kæmust ferða sinna. Með vélinni fóru sjö menn: Jóhannes Nordal, Gunnar G. Schram, Guð- mundur G. Þórarinsson, sem skipa samninganefndina, Páll ráðuneytis- stjóri, Garðar Ingvarsson, ritari nefndarinnar og svo tveir fulltrúar frá Landsvirkjun. í þessar samn- ingaferðir fóru yfirleitt ekki færri en sex menn og stundum fleiri, ef talin var þörf á því, að sérfræðingar á einu eða oðru sviði væru með í ráð- um. Þegar dæmið vegna leiguvélar- innar frá FN var reiknað kom í ljós, að það reyndist álíka dýrt að taka hana á leigu og láta bíða úti og að kaupa farmiða handa öllum samn- ingamönnunum með Flugleiðum. Hins vegar var munurinn ekki mjög mikill og varla kostnaðarins virði vegna þrengsla í einkavélinni. Að öllu jöfnu eru þessar vélar notaðar í innanlandsflugi á stuttum leiðum. Til gamans má geta þess, að lengsta ferðin sem farin var í sam- bandi við álmálið frá upphafi, var ferð Inga R. Helgasonar, forstjóra Brunabótafélagsins og samninga- manns Hjörleifs Guttormssonar, til Ástralíu. í framhaldi af þeirri ferð komu fram upplýsingar um verð á súráli og það sem nefnt var „hækk- un í hafi“. Deiluaðilar sættust að lok- um á að deila ekki um það mál. En niðurstaðan er sem sé sú, að Álreikningurinn nemur um 50 mill- jónum króna, sem er drjúg fjárhæð. Það er hátt verð fyrir einn samning. Hins vegar verður að meta verðið með hliðsjón af því, sem náðist fram í samningnum. Talið er, að samningurinn, sem gerður var, gefi íslendingum á bilinu 200—300 milljónir á ári. Rétt er þó að taka fram, að Ál- reikningurinn er ekki upp gerður, því enn er eftir að semja um stækk- un Álversins og skattagreiðslur. Mikil vinna er því enn eftir og Ál- reikningurinn á eftir að hækka. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.