Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 24
Morgunblaösins, DV, SÍS og
Reykjavíkurborgar, hefur verið
að kanna ýmsa möguleika í tækja-
kaupum fyrir sjónvarpsstöð, sem
fyrirtækið áformar að setja upp eftir
að ný útvarpslög verða samþykkt.
Mikill skriður komst á þessi tækja-
kaupamál þegar búist var við að
nýja útvarpslagafrumvarpið yrði
samþykkt fyrir jój, en nú hefur held-
ur hægt á aftur. Isfilm hefur leitað
tilboða hjá stórum sjónvarpstækja-
framleiðendum, svo sem Sony og
Ampex, og nýlega áttu sér stað við-
ræður milli ísfilm og eigenda Mynd-
bandsfyrirtækisins ísmyndar. Þeir
eru umboðsmenn hér á landi fyrir
danskt firma, Jörgen Andersen,
sem selur tæki í heilar sjónvarps-
stöðvar á einu bretti. Isfilm mun
jafnvel hafa sýnt áhuga á að kaupa
Ismynd í heilu lagi með öllum tækj-
um og tólum, en fékk fremur
dræmar undirtektir...
Eftir áramótin verður sú breyt-
ing á störfum yfirmanna hjá Flug-
leiðum, að Valgerður Bjarnadótt-
ir, núverandi forstöðumaður hag-
deildar, tekur við yfirumsjón með
rekstri hótelanna tveggja, Hótels
Esju og Hótels Loftleiða og verður
forstöðumaður hótelrekstrar. Er
þetta gert til að efla reksturinn og
mun Valgerður stýra störfum Emils
Guðmundssonar og Einars Ol-
geirssonar hótelstjóranna tveggja.
Við starfi Valgerðar í hagdeiidinni
tekur Hólmfríður Árnadóttir,
núverandi framkvæmdastjóri Sam-
taka veitinga- og gistihúsaeig-
enda...
étur Guðfinnsson sjón-
varpsstjóri hefur sent SÍA, samtök-
um auglýsingastofa, bréf, þar sem
hann fer þess á leit við auglýsinga-
stofurnar að leita ekki til fólks hjá
sjónvarpinu, þegar stofurnar vantar
góðar raddir í sjónvarpsauglýsingar.
Þannig hefur Gylfi Pálsson skóla-
stjóri, sjónvarpsmyndaþýðandi og
myndaþulur hjá sjónvarpinu, verið
útilokaður frá öllum auglýsingalestri
í sjónvarpsauglýsingum meðal ann-
arra...
Gat'
^ sv'
06 J,a\ca0p eí
t«*** u
s^' PV o«a-
3A5T
. \h dós
«^075
QKcZP&r
A/2 OoS
uO\'
e\ We'X'
A '■ 27-9'r
„l\/0
Matvöru
markaður
í miðbæ
Garðabæjar
G^fÐ^LP
VERÐIRYGGÐUE
VORN GEGN VERÐBOLGU
Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra
reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að
Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur.
Betrí kjör bjóðast varla.
Avg/ysmgastota Emst Backman