Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 17
Lífdagatal Gluggamanns Vid finnum Sveinbjörn I. Bald- vinsson á kunnuglegum stað. Um- sjónarmaður Gluggans er staddur í sjónvarpinu að undirbúa næsta þátt, sem verður sendur út á Þorláks- messu. Hann er önnum kafinn, og það er ekki fyrr en að afloknum upptökum dagsins sem hann hefur næði til að spjalla um þriðju og nýjustu ljóða- bók sína, sem Almenna bókafélagið gaf út núna fyrir jólin, Lífdagatal. — Sveinbjörn. Hvernig finnur þú þér tíma til ad skrifa? „Hann er alltaf torfundinn, tíminn til þess. Um þessar mundir er til dæmis enginn tími. Hann er alveg tapaður. Finnandi vinsamlegast snúi sér til mín. En það hefur verið þannig hjá mér að undanförnu, að ef hægt hefur verið að finna ein- hvern tíma, þá hefur hann helst nýst í það að skrifa niður eitt og eitt ljóð.“ — Hefurdu tekid einhverjum breytingum sem Ijódskáld á þessum þremur árum frá sídustu bók? „Ég veit varla. Sum ljóðanna í þessari bók eru kannski ekki jafn borðleggjandi og flest ljóðanna í síð- ustu bók, en ég held samt að þau skiljist. Ég hef aldrei verið hrifinn af því að skrifa ljóð sem ekki skiljast." — Nú ertu mikill djassari, grípur oft í rafmagnsgítar opinberlega og spilar. Finnurdu til skyldleika milli tónlistarinnar og Ijódsins? „Já, ljóðið stendur að því leyti ná- lægt djassinum, nálægt því sem ger- ist þegar maður leikur djass af fingr- um fram, að það verður til að miklu leyti í endanlegri mynd á skömmum tíma. Maður getur svo eytt lengri tíma í að slípa til eftir á, en þessar hugmyndir skapast á svipaðan hátt. Um stærri verk, sögur og leikrit, gilda svo allt önnur lögmál. Þá er maður kominn út í miklu meiri arki- tektúr og hönnun og áætlanagerð." — Hefurdu verid ad fást vid eitt- hvad þess háttar? Við sáum t.d. sjón- varpsleikrit eftir þig í haust. „Ja, ég er að reyna að öðlast viss- an sálarfrið með því að setja á blað drög að ýmsum verkum til að vinna þegar tími gefst til. Þar er leikverk efst á blaði og ég hef verið að smá- móta það. Ég uppgötvaði ekki alls fyrir löngu að margar, kannski flest- ar hugmyndir mínar að stærri verk- um, og jafnvel sumum ljóðum, spretta upp í huga mér sem persón- ur, eða senur. Ég hef sem sagt verið að gera mér grein fyrir því að ég vil skrifa leikverk, fyrir leikhús, fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Ég lít alls ekki fyrst og fremst á mig sem ljóð- skáld. Ég vona að ég hafi tíma til að gefa mig að skriftum í vor, þegar vetrar- prógramminu sleppir. Svo hefur lengi staðið til að koma sér af landi brott.“ — Preyttur á íslandi? „Mér finnst stundum eins og að bráðum verði ekkert eftir í landinu nema tölvufyrirtæki, tískuverslanir og inflúensa! Samt eru ýmsar hrær- ingar í þjóðlífinu, finnst mér, ýmsir inspírerandi hlutir að gerast líka.“ JAZZ Jóladjass Tvœr hlidar Mezzoforte Mezzoforte tvífylltu Háskólabíó á sunnu- daginn var og léku rafdjassinn sinn af mikl- um krafti og öryggi einsog við var að búast. Sl. föstudagskvöld var afturámóti annað uppá teningnum er þeir léku ópusa af bí- bopp-ættinni í risinu hjá þeim félögum í ARKO. Það er árviss atburður að Mezzópilt- arnir djammi við Laugaveginn og verður sveiflan heitari með hverju árinu. Þarna blés Daninn Niels Macholm í altó og Kristinn Svavarsson í tenór. Fridrik Karlsson lék á gít- ar, Eyþór Gunnarsson á rafpíanó, Jóhann As- mundsson á rafbassa og Gunnlaugur Briem á trommur. Þeir hinir sömu léku í Háskóla- bíói að viðbættum hollenska slagverks- meistaranum Joroen De Rijk. A föstudagskvöldið var Daninn á stundum með svalan titurlausan altótón í ballöðunum og blés ágætlega, djassrýþmi Gulla og Jóa verður alltaf betri og betri og Friðrik skemmtilegur í löngum tilfinningaríkum og hugmyndaauðugum sólóum s.s. í St. Thomas eftir Sonny Rollins; Eyþór knappur að vanda, listfengur og skipulagður. Tónleikarnir í Háskólabíói voru af öðru sauðahúsi og þar léku þeir verk af nýju skíf- unni sinni, Rising, svoog eldri skífum. Þarna léku þeir líka nýjan blús eftir Eyþór; E.G. blús var nafnið og borið með rentu. Það er vandi að skrifa einfalt blússtef og láta höfundarein- kenni njóta sín. Það geta aðeins þeir er náð hafa valdi á persónulegum stíl og svo sannar- lega bera verk Eyþórs sterk höfundarein- kenni. Það gera einnig verk „hins ágæta tón- skálds" Friðriks Karlssonar (tilvitnun í E.G.), þó ekki séu þau eins margræð og verk Ey- þórs. Tónskáldin fóru á kostum í einleiksköfl- um sínum og það gerðu raunar allir hinir — utan hvað oft var erfitt að greina það sem saxafónleikararnir voru að spila vegna sker- andi sóprantóna hljóðkerfisins. Þar fór illa fyrir góðum blæstri. Það var minna en fyrr af léttum laglínum á efnisskránni, en því meira af vel útfærðum útsetningum og einleik. Listrænn metnaður í bland við aga atvinnumanna er aðal Mezzoforte og meðal annars þessvegna er hún fremst allra íslenskra hljómsveita er við rýþmíska tónlist fást. Frumleikinn og tœknin. Lester Bowie: All That Magic!(ECM1246/47) Dreifing: Grammið. Wynton Marshalis: Hot House Flowers (CBS 26145) Dreifing: Fálkinn. Lester Bowie sagði eitt sinn að stórbrotinn yrði sá trompetleikari er byggi yfir hugar- flugi sínu og tækni Wyntons Marshalis. Kannski speglast þessi orð vel í þeim tveimur skífum er nýjastar eru með köppunum og hér mun um fjallað. All That Magic! er tvöfalt albúm og er fyrri hliðin djass með frjálsu ívafi, gospel og rokki. Sú síðari er einleiksskífa Lesters og er undir- titillinn: The One And Only. Auk Lesters leika á skífunni: Ari Brown á saxafón, Art Matthews á píanó, Fred Williams á bassa og Phillip Wilson á trommur. Söngvarar eru tveir: Fontella Bass og David Peaston, en þau sungu á skífu Bowies: The Great Pretender. Upphafsverkið er eftir Wilson og nefnist For lauis og upphefst á rödd Lesters: This is for you Louis. Hann blæs sosum ekki Arm- stronglega, en Fontella segir margt frá djass- kónginum í sálarsöng sínum. Hún syngur líka í Trans Traditional Suite og rýþmablús- slagaranum gamla: Let The Good Times Roll — þar má líka heyra Peaston. Ghost eftir Al- bert heitinn Ayler er einnig á skífunni, en er orðið að ekta kalýpsolagi án þess sálarháska er Ayler gæddi það. Lífsgleði og húmor ein- kennir þessa skífu og þá ekki síður seinni skífuna þarsem Lester blæs einn. Sum verkin eru mögnuð einsog Dance Dance þarsem hann slær einnig bassatrommuna einsog á Broadway forðum og hið ljóðræna Deb Deb’s Face. Önnur eru skemmtilegir brandarar ss. Miles Davis Meets Donald Duck. Eitt má Lester Bowie eiga þegar hann blæs einn — að teygja ekki lopann í það óendanlega. Slíkt mættu margir læra. Þetta er ómissandi skífa fyrir þá sem gaman hafa af fjarstæðukenndu skopi og sálmettuðum rýþma. Nýja skífan hans Marshalis er ballöðuskífa þarsem strengjum er bætt við smásveit hans. Hann blæs einsog engill, en þó strengjaút- setningar Robert Freemans séu hátíð hjá þeim er Parker, Hawkins, Gillespie ofl. hafa blásið yfir, er alltaf stutt í væmnina. Lög eins- og Django og Stardust verða dálítið sykruð — afturámóti er meira kjöt á útsetningum á When You Wish Upon A Star og I’m Confess- ing ThatlLove You. Titillag skífunnar er eftir Wynton og í hans stíl. LazyAfternoon og For All WeKnow eru dálítið litlaus en Melancho- lia Ellingtons yndislega blásin — það verk má finna í betri útsetningu á skífu Marshalis: Think of One. Marshalis er aðalsólistinn, en bróðir hans Branford, píanistinn Kenny Kirkland og altó- flautarinn Kent Jordan leika líka sóló og sóló sem hverfa í skugga stjörnuleiksins. Jeffrey Watts ber trommur og Ron Carter leikur meistaralega á bassann. Wynton Marshalis er aðeins 23 ára gamall og á vonandi eftir að vinna meiri afreksverk. Tæknina vantar hann ekki og þroski hans er ótrúlegur — þó á hann eftir að finna þann tón er skipar honum sess á bekk hinna miklu trompetleikara djassins. Ljúf skífa en átakalítil. Góð fyrir djass- geggjara að bregða á fóninn í stað White Christmas. ROKK Það bara vantar neistann Studmenn — Kókóstré og hvítir mávar Það er alltaf töluverður viðburður þegar Stuðmenn senda frá sér nýja plötu. Að minnsta kosti bíð ég alltaf spenntur eftir nýj- um afkvæmum þeirra, því fram að þessu hafa þeir varla svikið, ef undan er skilin plat- an Grái fiðringurinn, sem kom út fyrir svo sem einu og hálfu ári. Ég átti von á góðri og hressilegri plötu frá þeim nú en því miður verð ég að lýsa yfir nokkrum vonbrigðum með Kókóstré og hvíta máva. Það er eins og einhvern neista vanti í tónlist þeirra að þessu sinni. Eitthvað sem hrífur mann alveg frá fyrstu hlustun og vinnur svo meira að segja enn meira á. Það er ekki það, að tónlist þeirra nú sé yfirmáta róleg, því það er hún svo sannarlega ekki, heldur vantar miklu fremur þann galsa sem hefur einkennt þá. Stuðmenn eru þó ein besta hljómsveit sem hefur starfað hér á landi um árabil og þeir eru það svo sannarlega ennþá og sýna það svo ekki verður um villst í nokkrum lögum á Kókóstrjánum. Það er til að mynda lagið Hringur og Bítlagæslumennirnir, sem er eins konar óður til Ringo Starr, með skemmtilegum tónlistartilvitnunum til gamalla Bítlalaga. Þá er að finna á plötunni skemmtilega sveifluútgáfu af laginu Honey Will You Marry Me, sem Stuðmenn slógu í gegn með á sínum tíma. Á seinni hliðinni eru líka lög eins og Come On Pretty Baby To The Go Go Party og I Bandaríkjunum, en þau sóma sér á hvaða Stuðmannaplötu sem er. Þá er og að finna nokkur lög sem vinna ágætlega á og í raun er erfitt að benda sér- staklega á eitt einstakt lag sem tiltakanlega lélegt. Það bara vantar neistann. Það verður heldur ekki í fljótheitum séð hvað amar að og hvers vegna þennan neista vantar. Hljóðfæraleikurinn virðist allur pott- þéttur eins og raunar var við að búast úr þessari átt. Söngurinn er líka allur mjög góð- ur, en þar ber Egill mestan þungann og hann er örugglega einn besti rokksöngvari sem starfað hefur hér á landi. Það sem kann helst að vera að, er að rafmagnshljómborð eru nú meira áberandi en hefur verið og á ég þá sér- staklega við synthesyserana og eins heyrist fremur lítið af gítarnum hjá Þórði. Það er nefnilega að því er virðist ekki endilega að sum lögin séu verri en önnur, heldur eru út- setningar þeirra ákaflega mismunandi lífleg- ar. Útsetningin á Hringi er til dæmis mjög fjölbreytileg, Honey Will You Marry Me er sérlega líflegt og þar fer Jakob á kostum á píanóinu og eins er útsetning Go Go Party góð, en þar hressir mikið uppá góður málm- blásturshljóðfæraleikur (brass). Ef til vill er höfuðorsök alls þess sem miður fer að þessu sinni sú, að Stuðmenn hafa eytt allri sinni orku í að gera kvikmyndina sem tónlistin er úr og þess vegna hafi tónlistin orðið svolítið utangarðs. Hver svo sem or- sökin er, þá er það staðreynd að Stuðmenn hafa oft gert betur en þetta. Ekki það að hér sé um alvondan grip að ræða, miklu fremur það að við eigum að venjast verulega góðum plötum úr þessari átt og þannig viljum við að það verði áfram. Grafík — Get ég tekið céns Hljómsveitin Grafík hefur um árabil verið ein af virtustu hljómsveitum landsins og það var greinilegt á tveimur fyrri breiðskífum þeirra að þeir voru þess megnugir að gera verulega góðar plötur en það var sem herslumuninn vantaði á að svo yrði. Nú hefur Grafík sent frá sér sína þriðju eftir Gunnlaug Sigfússon plötu og loks virðast þeir hafa fundið sjálfa sig. Að vísu bregður enn fyrir áhrifum sem þeir hafa orðið fyrir frá hljómsveitum eins og King Crimson og fleirum, en þau eru ekki eins áberandi og áður. Tónlist þeirra virðist líka betur úthugsuð nú en áður og því ekki eins fálmkennd. Þetta er svosem ekki þung tónlist og sum lögin, og þá sérstaklega Þúsund sinnum segðu já og Húsið og ég, ættu að eiga góða möguleika á vinsældum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að gaman sé að setjast niður í ró- legheitum og hlusta á þessa plötu. Grafík er greinilega þétt og vel samanspil- uð hljómsveit, en eftirtektarverðast við hljóðfæraleik þeirra er góður gítarleikur Rúnars. Raunar mjög smekklegur. Og þá er trommuleikurinn hjá Rafni mjög góður. Þeim hefur og bæst góður liðsauki frá síð- ustu plötu, söngvarinn Helgi Björnsson, en söngurinn var einmitt eitt af þeim vanda- málum sem þeir áttu áður við að glíma. Get ég tekið céns er sú íslenska plata á þessu ári sem mest hefur komið mér á óvart og eru það raunar ágæt meðmæli með henni, því nokkrar ágætar plötur hafa litið dagsins ljós hér á síðustu vikum. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.