Helgarpósturinn - 24.01.1985, Síða 2

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Síða 2
FREJTAPOSTUR Tillögur forsætisráöherra um stjórnaraðgerðir Forsætisráðherra lagði undirhúningstillögur um aðgerð- ir i efnahagsmálum fyrir stjórnarþingmenn á miðvikudag í sl. viku. Morgunblaðið hefur birt nokkra kafla úr tillögun- um, sem áttu að vera trúnaðarmál. Olli þessi leki nokkurri úlfúð en á þriðjudag voru mótaðar tillögur lagðar fram þar sem m.a. er gert ráð fyrir rekstrarafgangi í ríkisrekstri á ár- inu, ásamt verulegri endurskoðun á skattakerfinu. Að sögn forsætisráðherra er gert ráð fyrir að heildarskattbyrði muni fara minnkandi á næstu árum. Auk þessa er gerð tillaga um að mörkuð verði stefna til að draga úr ríkisumsvifum. Olíufélögin vilja verðhækkanir Olíufélögin hafa farið fram á 6% hækkun á bensíni, 16% á gasolíu og 21% á svartoliu. Landssamband íslenskra út- vegsmanna hefur farið þess á leit við ríkisstjórnina að hún komi í veg fyrir svo miklar hækkanir þar sem þær muni auka útgjöld fiskveiðiflotans um 370 milljónir kr. á þessu ári. Ríkisstjórnin ræddi málið og að sögn forsætisráðherra hefur hún verulegan skilning á sjónarmiðum útgerðarinn- ar. Lagði hann áherslu á að allar álögur á olíu verði lagðar niður og sé það mál í athugun. Líkur eru taldar á að Verð- lagsráð muni fresta umfjöllun um hækkanabeiðnirnar. Nýrnaveiki í laxi Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að setja Laxeldis- stöð ríkisins í Kollafirði i einangrun vegna nýrnaveiki sem þar hefur fundist. í stöðinni eru nú 170 þús. gönguseiði og um 500 þús. nýklakin seiði. Veikin hefur ekki enn fundist í seiðunum en veruleg einkenni reyndust við rannsókn vera í um 13% klakfisks sem slátrað var. Nýrnaveiki hefur einn- ig fundist í eldislaxi í fiskeldisstöðinni Sjóeldi í Höfnum. Fjárhagsáætlun Beykjavíkurborgar Á föstudag fór fram fyrri umræða í borgarstjórn Reykja- víkur um f járhagsáætlun fyrir líðandi ár. Staða borgarsjóðs var betri í árslok á síðasta ári heldur en árið á undan. Heild- arútgjöld skv. frumvarpinu nema 3.123 millj. króna, hækka um 30,1%, og heildartekjur 3.125 milljónum, þ.e. 30,2% frá 1984. Að sögn borgarstjóra sameinar áætlunin öflugan framkvæmdavilja og hófsemi í álagningu. Fjárhagur borg- arinnar hefur styrkst og segja andstæðingar meirihlutans að það stafi af því að tekjur borgarinnar hafi fylgt almennri verðlagsþróun meðan laun hafa að mestu staðið í stað. íslendingum fjölgaði 1984 Mannfjöldi á íslandi var 240.122 samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu íslands frá 1. des. sl. Fjölgun á einu ári nem- ur 0,94% sem er minni fjölgun en hefur verið árin þar á undan. Breytingar á kjarnfóðurgjaldi Um síðustu áramót urðu þær breytingar á kjarnfóður- gjaldi að það var lækkað úr um 100% í um 60% til hefðbund- inna búgreina en hækkað til aukabúgreina úr 33% í 60%. Deilur hafa sprottið með stjórnarliðum vegna þessa. Land- búnaðarráðherra telur breytingarnar byggja á misskilningi og er greinargerð um málið væntanleg innan tíðar. íþróttir Á sunnudag var nýi gervigrasvöllurinn í Laugardal vígður þegar Luton Town sigraði Reykjavíkurúrvalið í knatt- spyrnu 3-1. Fréttamolar • Ólafur Ragnar Grímsson varaþingmaður hlaut friðar- verðlaun í háskólanum í Ottawa í nóv. sl. Var þetta fyrst kunngert í fjölmiðlum í sl. viku. Voru verðlaunin veitt fyrir merkasta framlagið í afvopnunarmálum á síðasta ári. • Skeljungur hf. og Olíuverslunin hf. hafa í sameiningu keypt olíuskip til landsins, Kyndil, til að annast strand- flutninga á olíu. Skipið kostaði 123 milljónir. • Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að framlengja námaleyfi Kísilíðjunnar við Mývatn um 15 ár í andstöðu við tillögu Náttúruverndarráðs um að leyfið verði aðeins framlengt um 5 ár. • Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til lands- fundar í apríl. • Enn hefur kviknað mikil andstaða við fyrirhugaða rat- sjárstöðvastaðsetningu á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. • Lagt hefur verið til á vettvangi Reykjavíkurborgar að fresta áður fyrirhugaðri friðlýsingu Elliðaárdals. • Stefnt er að því að leggja Sædýrasafnið í Hafnarfirði nið- ur. • 500 ólögleg myndbönd frá 9 myndbandaleigum á höfuð- borgarsvæðinu hafa verið tekin úr umferð á vegum Samtaka rétthafa myndbanda á íslandi. • Hópur manna var handtekinn á ísafirði um helgina eftir mikla fíkniefnaveislu. • Einar örn Stefánsson fréttamaður útvarps hefur verið ráðinn sjónvarpsfréttamaður til eins árs. • Kaupmenn hafa lagst gegn hugmyndum um að leggja við- skiptaráðuneytið níður. • Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur það vera brot á samkomulagi stjórnarflokkanna ef Búseti fær lán úr Byggingarsjóði verkamanna. • Nefnd sjávarútvegsaðila, sem hefur kynnt sér möguleika á nýtingu fiskveíðiheimilda íslendinga í lögsögu Bandaríkj- anna, hefur lagt til að stofnað verði undirbúningsfélag sem hafi það að markmiðl að taka þátt í sjávarútvegi i Bandaríkj- unum. • Verkfall undirmanna á kaupskipaflotanum hefur verið boðað um mánaðamót hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. ;v::: Auður góða Eddu Heiðrúnar ★ „Nei, ég er sko ekki hrædd við að ég fái á mig einhvern „heimskrar-ljósku-stimpil," segir Edda Heiðrún Backman, sem leikur Auði, sætu, einföldu og Ijóshærðu stelpuna í Litlu hryll- ingsbúðinni. „Ég hef vanist því að leika Dúkkulísuleikhús ★ Þau ánægjulegu tíðindi berast úr Norræna húsinu að þar megi í framtíðinni eiga von á að brúðuleikhús verði starf- rækt. Fyrir skömmu festi Norræna húsið kaup á brúðu- leikhúsi sem er ekki eins og við höfum átt að venjast (þ.e. með strengbrúðum) heldur er frekar hægt að tala um „dúkkulísu- leikhús" þar eð brúðurnar eru klipptar úr pappír. Þeim er engu að síður stjórnað eins og strengbrúðum. Tvær 12 ára danskar stelpur hafa verið fengnar til að toga í spottana á sunnudaginn kemur en þá verður sýndur Jeppi á Fjalli eftir Holberg sem Norræna húsið hefur minnst að undanförnu með ýmsum hætti. Danskir leikarar, Svalegangen Teater, Ijá ólík hlutverk. Núna leik ég t.d. líka í Þjóðleikhúsinu, stelpu í Milli skinns og hörunds, sem er mjög ólík Auði, er með báða fætur á jörðinni, vel menntuð o.s.frv. Og ég vil halda áfram að leika svona ólík hlutverk." Edda Heiðrún vill greinilega ekki láta steypa sig í ákveðið mót. Ekki verður annað sagt en að þetta hafi tekist með ágætum hingað til. Hún er nú 27 ára. Gagnrýnendur og aðrir áhorf- endur Litlu hryllingsbúðarinnar hafa verið innilega sammála um að Edda Heiðrún sé stjarna sýn- ingarinnar í stílmikilli túlkun sinni á Auði. Og svo syngur hún eins og hún hafi aldrei gert annað. „Þetta var skemmtilegt hlutverk að vinna og líka erfitt. Svona stíliseraður karakitúr er síður en svo einfaldari í túlkun en „venjulegt" hlutverk. Þetta er skrautlegt hlutverk, marg- breytilegt, í því eru margar ýktar hliðar. Ég breyti röddinni, hreyfingum. . .átti í erfiðleikum með þetta, en það hafðist, held ég." Edda Heiðrún segist hafa skoðað og pælt í heimskum kvikmyndaljóskum fyrri tíma fyrir þetta hlutverk, Marilyn Monroe, Jayne Mansfield, o.fl., og komist að skemmtilegri niðurstöðu. „Auður er ekki eins og þær. Hún er góð stelpa en hlutverk hinna voru oft af hinu vonda. Þær léku „sexy dumb blondes" sem komust langt á fegurðinni. Auður hefur hins vegar fallegt hjarta, sem því miður skilar henni skammt áleiðis í lífs- baráttunni." Það er semsagt ekkert flagð undir fögru skinni Auðar.fý persónum raddir en flutningur- inn er af snældu. Starfsmenn Norræna hússins tjáðu okkur að leikhúsið hafi verið keypt að frumkvæði danska sendikennar- ans við Háskólann, Usu Schmalensee sem einkum hefur borið hitann og þungann af leikhúsinu. Litla fólkið okkar hefur sannarlega ástæðu til að kætast yfir þessari nýjung, „dúkkulísu- leikhúsinu", enda þótt flutn- ingur verksins verði á dönsku; börnin skipta sér ekki af landa- mærum málanna; sjón er sögu ríkari. Sjónleikurinn verður eins og fyrr segir, á sunnudaginn kemur og hefst kl. 14.-s!r 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.