Helgarpósturinn - 24.01.1985, Side 5
verið fastur punktur í kaffihúsa-
menningu Reykjavíkur í áratugi. Nú
stendur hins vegar til að leggja nið-
ur kaffihúsið Hressó og breyta því í
vínveitingastað. Eru fyrirhugaðar
miklar breytingar á öllum rekstri og
verður öllu starfsfólki sagt upp frá
og með 1. febrúar. KFUM/KFUK
sem eru eignaraðilar að Hressingar-
skálanum hafa verið mótfallin því
að breyta staðnum í vínveitingahús
en ólíklegt þykir að þeirra sjónar-
mið verði ofan á og því mega borg-
arbúar búast við að nú sé hver síð-
astur að drekka kaffisopann sinn á
Hressó. . .
^\^^iklar sviptingar hafa ver-
ið í veitingabransanum í Reykjavík,
ekki síst með tilkomu allra hinna
nýju bjórkráa. Nú hyggst eigandi
Naustsins, Ómar Hallsson, breyta
nýrri álmu Naustsins, Geirsbúðinni,
í bjórkrá, loka hana af og opna inn-
gang á húsið að austanverðu. Verð-
ur áhugavert að fylgjast með því
hvar næstu bjárkrá ber niður í borg-
inni...
Tryggingafélögin eru í mikilli
samkeppni og verður rekstur þeirra
sífellt erfiðari enda markaðurinn
lítill en félögin mörg. Það sem hefur
hrjáð félögin eru einkum slæmar
innheimtur, aukinn kostnaður við
rekstur og slæm skuldastaða er-
lendis. Er nú svo komið að fróðir
menn í bransanum telja að aðeins
stóru félögin á borð við Brunabót,
Tryggingamiðstöðina, Sjóvá og
Samvinnutryggingar muni lifa sam-
keppnina af en tímaspursmál
hvenær hin leggi upp laupana. ..
lslendingar eru félagsverur eða
einna heldur félagaverur. Nýjasta fé-
lagið sem við heyrðum að hafi verið
stofnað er Félag leiklistarfræðinga.
Var það formlega stofnað 18. febrú-
ar sl. og var Sveinn Einarsson kos-
inn formaður, Hrafn Gunnlaugs-
son ritari og Sigurður Pálsson
gjaldkeri. Var talsverður hópur leik-
listarfræðinga samankominn á
þessum stofnfundi en nú munu fé-
lagsmenn vera að svipast í gríð og
erg eftir fleiri leiklistarfræðingum til
að styrkja félagið. ..
N .....
að velta því fyrir sér hver verði
næsti borgarbókavörður eftir að
Elfa Björk Gunnarsdóttir var
gerð að framkvæmdastjóra útvarps-
ins. Að vísu er hún í ársleyfi frá störf-
um, en fæstir gera ráð fyrir því, að
hún komi aftur í Borgarbókasafnið.
Innanbúðarfólk segir okkur, að eng-
in nöfn hafi komið upp í samræðum
manna. Hins vegar hafi pólitískir
fulltrúar nefnt einhverja einstakl-
inga á fundum, en fráfarandi borg-
arbókavörður hafi „forðað hugsan-
legum slysum", eins og það var orð-
að. Annars er á það bent jafnframt,
að næsti borgarbókavörður verði
tæpast öfundsverður, því Borgar-
bókasafnið hafi verið í þvílíku fjár-
svelti sl. tvö árin, að elstu menn
muni ekki annað eins. ..
liandsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins verður haldinn í vor eins og fram
hefur komið í fréttum. Er nú fullljóst
að sjálfstæðismenn hyggjast „sverfa
til stáls", eins og formaður þeirra lét
hafa eftir sér í blöðunum nýlega. Er
það deginum ljósara að ekki kalla
menn saman landsfund Sjálfstæðis-
flokksins í vor til að halda tölur og
flytja þakkarávörp heldur liggur fyr-
ir fundinum að leggja drög að
stjórnarslitum. Er því allt útlit fyrir
að efnt verði til nýrra alþingiskosn-
inga í haust. Margir sjálfstæðismenn
bíða spenntir eftir því hvernig nýja
útvarpslagafrumvarpinu reiðir af í
þinginu og meta stuðning sinn við
núverandi ríkisstjórn í ljósi þess. Ef
útvarpslagafrumvarpið hefur ekki
verið afgreitt í vor mun mikill meiri-
hluti sjálfstæðismanna endanlega
gefast upp á stjórnarsamstarfi Sjálf-
stæðisflokksins við Framsóknar-
flokkinn. ..
Tveir þættir vikulega
HELGARPÓSTURINN 5