Helgarpósturinn - 24.01.1985, Síða 8
Tafla 1
ALLT LANDIÐ
Fjöldi Hlutfall Hlutfall
atkvæða þeirra sam tóku
afstööu
Alþýðuflokkur 63 8.5 15.3
Framsóknarflokkur 79 9.9 17.8
Bandalag jafnaðarmanna 24 3.0 5.4
Sjálfstæðisflokkur 176 22.0 39.7
Alþýðubandalag 66 8.3 14.9
Samtök um kvennalista 29 3.6 6.5
Flokkur mannsins 1 0.1 0.2
Óákveðnirtetla ekki aö kjósa eða skila auðu 257 32.1
Vdja ekki svara 100 12.5
800 100.0 99.8
« > • V
. « , . j, . —.
■ ■ • ‘ * - • - - — • - - •• • • e*- „ • a -
Tafla II
Fjöldi þingmanna í hlutfalli við heildaratkvæðamagn skv. könnuninni með hliðsjón af núverandi skiptingu
og einnig miðaö við að þingmenn sóu 63 talsins.
Núverandi Skipting þing- Skipting þing-
skipting sœta miöað við sæta miðaö við
60 þingmenn. Skoðanakönnun 63 þingmenn
19. og 20. jan.
Alþýðuflokkur 6 9 10
Framsóknarflokkur 14 11 11
Bandalag jafnaðarmanna 4 3 4
Sjálfstæðisflokkur 23 24 25
Alþýðubandalag 10 9 9
Samtök um kvennalista 3 4 4
60 60 63
Tafla III Reykjavík
Hlutfall Hlutfall
þeirra sem tóku
afstöðu
Alþýðuflokkur 7.0 14.1
Framsóknarflokkur 3.0 6.0
Bandalag jafnaðarmanna 4.3 8.7
Sjálfstæðisflokkur 21.3 43.0
Alþýðubandalag 8.3 16.8
Samtök um kvennalista 5.3 10.7
Flokkur mannsins 0.3 0.7
Óákveðnirþetla ekki að kjósa eða skila auðu 37.3
Vilja ekki svara 13.0
99.8 100.0
Tafla IV Reykjanes
Hlutfall Hlutfall
þeirra sem tóku
afstöðu
Alþýöuflokkur 10.0 18.7
Framsóknarflokkur 3.0 5.6
Bandalag jafnaðarmanna 3.5 6.5
Sjálfstæðisflokkur 25.0 46.7
Alþýðubandalag 7.0 13.1
Samtök um kvennalista 5.0 9.3
Flokkur mannsins 0.0 0.0
Óákveðnirtetla ekki aö kjósa eöa skila auðu 32.0
Vilja ekki svara 14.5
100.0 99.9
Tafla V
Staða ríkisstjórnarinnar
Fjöldi Hlutfall Hlutfall
atkvæða þeirra sem tóku
afstöðu
Styðja ríkisstjórnina 261 32.6 46.0
Styðja ekki ríkisstjórnina 306 38.3 54.0
Óákveðnir 133 16.6
Neita að svara 100 12.5
800 100.0 100.0
Um síðustu helgi var gerð
skoðanakönnun, sem beindist að
tveim mikilvægum þáttum ís-
lenskra stjórnmála, þ.e. fylgi
stjórnmálaflokkanna og stöðu rík-
isstjórnarinnar. SKÁÍS — Skoð-
anakannanir á fslándi sáu um
könnunina, eins og fyrri kannanir
s^n\ þirst hafa í Helgarpóstinum
frá því 1982. Hringt var i 800 ein-
staklinga, 18..ára og eldri, -með
jafnri skiptingu milii kynja skv.
töhruúrtaki sem unnið var eftir
skrá Landsímans um símnotendur
(einkasíma).
Spurt v«u, í fyrsta Iagi: Ef kosid
yrdi til Alþingis í dag, hvaöa flokk
eöa samtök mundiröu kjósa? Og í
öðru iagi: Styöur þú eöa stydOtþú
ekki ríkisstjórnina?
Á meðfylgjandi töflum má sjá
mikilvægustu niðurstöður þessar-
ar könnunar. Á töflu I má sjá heild-
arskiptingu úrtaksins fyrir allt
landið. Samkvæmt venju er sér-
staklega gerð grein fyrir þeim sem
eru óákveðnir, segjast ekki ætla
að kjósa eða segjast ætla að skila
auðu. Þessi hópur er nú 32,1%. Þá
er einnig gerð grein fyrir þeim
hópi, sem alls ekki vill svara og er
mikilvægt að honum sé haldið að-
skildum frá hinum fyrri. í þessum
hópi eru nú 12,5%.
Ef ofangreindum tveim hópum
er sleppt og einungis tekið mið af
þeim sem taka afstöðu má gera
samanburð við niðurstöður síð-
ustu alþingiskosninga. Þá er einn-
ig fróðlegt að gera samanburð við
Skoðanakannanir sem gerðar hafa
verið allt frá því fyrir kosningar.
Ef einungis er miðað við heild-
-arhlutfall atkvæða mi reikna út
fjölda þingmanna. Við sh'kan tít—
reikning er þó mikilvægt að hafa t
huga mismunandi vægi einstakra
kjördæma og reglur um skiptingu
uppbótarþingsæta. Á töflu II er
gerður samanburður á fjölda þing-
manna skv. núverandi skiptingu
og fjölda þingmanna miðað við
niðurstöður könnunarinnar, þ.e.
þá sem tóku afstöðu. Fram kemur
að Alþýðuflokkurinn er í verulegri
sókn og er þessi uppgangur
flokksins enn meiri ef litið er á
skoðanakannanir sem gerðar hafa
verið frá því eftir kosningar.
Staða Bandalags jafnaðar-
manna og Samtaka um kvenna-
lista verður ekki skýrð nema með
því að líta sérstaklega á Reykjavík
og Reykjaneskjördæmi en í könn-
uninni kemur fram að þessir flokk-
ar eiga fylgi sitt nær eingöngu í
þessum tveim fjölmennustu kjör-
dæmum landsins. Þetta kemur
nánar fram í töflu III og IV.
Að því er varðar núverandi
stöðu ríkisstjórnarinnar er ljóst að
hún nýtur ekki mikils stuðnings
landsmanna. £f Jitið er Á oiður-
stöðurnar 1 heild kemur í Ijós að
einungis 32,6% landsmanna
styðja ríkisstjóinina, 38,3% styðja
• hana^kki ðg"t6,6%\ríljá ekkieða
treysta sér ekki til að tjá afstöðu
sína til ríkisstjórnarinnar, og
12,5% neita að svara. Ef litið er
einungis á þá, sem taka afgerandi
afstöðu með eða á móti ríkis-
stjórninni, kemur í Ijós að 54%
styðja ekki ríkisstjórnina en 46%
styðja hana. Niðurstöður könnun-
arinnar leiða í ljós, eins og við
mátti búast, að stuðningsmenn
stjórnarandstöðuflokkanna styðja
heldur ekki ríkisstjórnina. Hins
vegar kemur í ljós að allverulegur
hópur þeirra sem styðja Sjálfstæð-
isflokkinn styðja ekki ríkisstjórn-
ina en stuðningsmenn Framsókn-
arflokksins standa yfirleitt með
stjórninni.
SKÁÍS/BJ.
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins:
Stjórninfrá og efnt
verði til kosninga
Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, sagðist út af
fyrir sig telja útkomu flokks síns
lága (14,9% yfir landið), „en hún
bendir þó til þess, að við eigum að
hafa möguleika á því að verða í
kosningum í kringum 20% eftir
snarpa kosningabaráttu sem við
erum vön að heyja," sagði Svavar.
„Reynslan sýnir, að við erum yf-
irleitt heldur lægri í skoðanakönn-
unum heldur en í kosningum. Það
sem vekur athygli í þessu er fylgis-
aukning Alþýðuflokksins. En ég
minni á, að fylgi Vilmundar heit-
ins Gylfasonar, sem menn bera
gjarnan saman við þessa herferð
Jóns Baldvins Hannibalssonar, var
mun meira á sínum tíma. Ég tel að
þetta fylgi nú sé toppur hjá Al-
þýðuflokknum en botn hjá Al-
þýðubandalaginu. Mér sýnist, að
fylgisaukning Alþýðuflokksins,
samkvæmt þessari skoðanakönn-
un, sé fyrst og fremst á kostnað
Bandalags jafnaðarmanna og
Samtaka um kvennalista. Fylgis-
aukning Alþýðuflokksins virðist
snerta fylgi Alþýðubandalagsins
og Framsóknar mjög lítið, Sjálf-
stæðisflokksins eitthvað, en þó
minna en maður átti von á.
Könnunin sýnir að ríkisstjórnin
er óvinsæl, og það er náttúrlega
ekkert annað fyrir hana að gera
en að biðjast lausnar, og þegar það
kemur svo í ljós, að forystuflokkur
stjórnarinnar, Framsóknarflokk-
urinn, er minnsti flokkurinn í
tveimur fjölmennustu kjördæm-
um landsins, þá ættu menn nú að
geta dregið af því þann lærdóm að
það sé affarasælast fyrir þjóðina
að slík stjórn segi af sér.
Það er augljóst mál, að stjórn
undir slíkri forystu getur ekki end-
urspeglað vilja kjósenda í kjör-
dæmum landsins í neinu jafnvægi.
Samkvæmt þessari skoðanakönn-
un ætti að efna til kosninga," sagði
Svavar Gestsson.
Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins:
Það hefur heldur
slegið í bakseglin
„Það vekur athygli í þessari
könnun, eins og svo mörgum öðr-
um, hve margir eru óákveðnir og
hve margir vilja ekki svara. Einnig
er það athyglisvert að stjórnar-
flokkarnir hafa samanlagt talsvert
meira fylgi en ríkisstjórnin. Það
segir sína sögu,“ sagði Friðrik
Sophusson, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins.
„Þá virðist Alþýðubandalagið,
sem er stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn, tapa fylgi til Kvenna-
listans, sem hefur verið í mikilli
samkeppni við Alþýðubandalagið.
Þótt útkoman í þessari könnun sé
síður en svo afleit er okkur sjálf-
stæðismönnum ljóst að heldur
hefur slegið í bakseglin um sinn.
Við höfum ákveðið að halda
landsfund í apríl. Á honum gefst
tækifæri að endurmeta stöðuna
og þétta fylkingar. Ég er bjartsýnn
og trúi á vaxandi byr Sjálfstæðis-
flokksins á næstunni."
— Hvaða skýringu gefur þú á
því að heldur hafi slegið í baksegl-
in, eins og þú orðar það?
„Skýringin er auðvitað sú, að
okkur hrakti nokkuð af leið eftir
að hafa náð gífurlegum árangri
með því að taka verðbólguna nið-
ur úr 130% í um það bil 15%. Þá
þurftum við að ganga að kjara-
samningum sem hafa leitt tii nýrr-
ar verðbólguöldu. Hún verður
auðvitað að líða yfir, en hún gerir
það vonandi á mjög stuttum tíma.“
— Ef þessi könnun endurspeglar
raunveruleikann, telur þú þá að
þið þyrftuð að endurmeta stjórn-
arsamstarfið?
„Kosningar eru veruleiki, könn-
un er bara könnun, þannig að
þessar tölur hafa engin áhrif á
stjórnarsamstarfið," sagði Friðrik
Sophusson, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins.
8 HELGARPÓSTURINN