Helgarpósturinn - 24.01.1985, Page 23
BRIDGE
eftir Friðrik Dungal
Bridgekeppni aldarinnar Síðari grein
Peter Weichsel sótti mig næsta
dag og ók mér til Hilton-hótelsins.
Hann var vongóður. Sannfærður
um að við mundum vinna. Hann
taldi í mig kjarkinn og ég varð nýr
og vonbetri maður.
Þennan seinni dag vorum við í
okkar fínustu fötum. Það getur
verið að andstæðingar okkar hafi
litið á okkur sem einhverja aum-
ingja daginn áður, en nú sáu þeir
að við gátum líka verið fínir. Hefði
ég deginum áður ekki séð hvernig
hendur Forquets titruðu, hefði ég
haldið að þeir hefðu ekkert tauga-
kerfi.
„Vondur dagur í gær, Alan,“
sagði Forquet við mig þegar hann
sá mig. „Buona fortuna í dag.“
Lancia-sveitin breytti hjá sér. Nú
spilaði Garozzo við Forquet. Báðir
salir voru þéttsetnir af áhorfend-
um.
Forquet og Garozzo spiluðu við
okkur Peter og sátu norður og suð-
ur. Þeir sögðu sex spaða þar sem
möguleikarnir voru aðeins 45%.
Til þess að vinna spilið þurftu svín-
urnar að liggja rétt og tromplegan
varð að vera eins góð og æskilegt
var. Hvorttveggja var þeim í hag.
Spennan eykst
Loftræstingin var í fullum gangi.
Það var kalt í herberginu, en samt
lak svitinn af mér. Ég stóð upp,
gekk út að glugganum og velti því
fyrir mér hvort ég ætti að hoppa út
um gluggann eða leggjast á bæn.
Við vorum í hvínandi vandræð-
um. Ég vissi að Granovetter og
Rubin myndu ekki segja sex
spaða. Árangurinn var 39 Impar
niður og tuttugu og níu spil áttum
við eftir að spila. Forquet og Gar-
ozzo brostu. Það gerði Ed Whele
líka og kættist yfir því að þurfa
ekki að afhenda Lancia-bílana.
Ég kom aftur að borðinu og
horfði á Peter. í augum hans var
ekkert vonleysi. Þau voru þrungin
af hörku.
„Pass,“ sagði Garozzo og vildi
flýta fyrir sögnum. „Eitt grand,"
sagði Peter. Röddin var há og skýr,
en kuldaleg. Sagnir enduðu á því
að við sögðum fjóra spaða. Við
hefðum unnið sögnina á móti öll-
um öðrum en Forquet og Garozzo.
Vörn þeirra var meistaraleg. Byrj-
endum er kennt að gefa andstæð-
ingunum aldrei færi á að trompa
eða kasta af sér. Forquet og Gar-
ozzo gáfu mér tvisvar slík tæki-
færi og veiktu þarmeð trompstöðu
mína. Svo spiluðu þeir þannig að
það varð hrein ágiskun hjá mér
hvar tíguldrottningin var.
Venjulega spila ég afar hratt, en
nú hugsaði ég mig um í tíu mínút-
ur hvar drottningin væri. Ef ágisk-
un mín var röng, tapaði ég spilinu,
en á hinu borðinu myndi það vinn-
ast, því Rubin og Granovetter
gætu ekki spilað svona magnaða
vörn. Þannig voru spilin:
Garozzo
S 5-3
H Á-7-6-5-2
T D-9-8-2
LD-5
Sontag Weichsel
S K-9-7-4-2 S Á-G-6
H 9-3 H D-G
T K-G T Á-10-5-4-3
Forquet
'SD-10-8
H K-10-8-4
T 7-6
L G-8-4-3
Austur og vestur í hættu.
Sagnir:
vestur norður austur suður
2 tíglar pass 1 grand pass
3 spaðar pass 3 tíglar pass
pass pass 4 spaðar pass
pass
Opnun Peters á einu grandi
sýndi 13—15 punkta og jafna skipt-
ingu. Tveir tíglar hjá mér merktu
Þegar ,,bláa sveitirí‘ meö Omar
Sharif í broddi fylkingar spilaöi
viö bandarísku meistarana voru
fimm bifreiöir í pottinum.
að ég hefði áhuga á úttekt í ein-
hverjum li.t. Þrír tíglar Peters neit-
uðu að hann ætti fjórlit í spaða eða
hjarta, en ætti minnst fimmlit í
tígli. Þrír spaðar sýndu að ég ætti
fimmlit þar og bæði hann um að
fara í úttekt þar ef hann gæti, eða
segja þrjú grönd ætti hann aðeins
tvo spaða. Garozzo lét hjartatvist-
inn. Hugmyndaríkt útspil. Forquet
tók slaginn með kóngi og lét
hjartafjarkann sem Garozzo tók
með ás. Og hann hélt áfram með
hjarta, sem ég trompaði í blindum
og henti sjálfur laufi. Lítið lauf úr
borði, sem ég tók með ásnum.
Spilaði trompi og svínaði gosan-
um, sem Forquet tók með drottn-
ingu. Hann lét aftur hjarta sem ég
trompaði. Svo kom tígull sem ég
tók á kónginn og tók síðan síðasta
trompið. Nú átti ég að spila frá eig-
in hendi og þetta voru spilin sem
eftir voru:
Garozzo S- H - T D-9-8 L D
Sontag borðið
S 7 S-
H - H -
T G T Á-10-5
L 10-7 L K
Forquet S- H - T 7 L G-8-4
Ég varð að fá alla slagina til þess
að vinna spilið. Ég lét tígulgosann.
Garozzo var ofurrólegur eins og
•venjulega, lét áttuna. Nú stóð ég á
krossgötum. Átti ég að láta gos-
ann flakka upp á það að Garozzo
ætti drottninguna, eða átti ég að
taka á ásinn og trompa síðan tígul-
fimmið með síðasta trompinu?
Tæki ég seinni kostinn varð
drottning að vera blönk hjá Forqu-
et og síðan kæmist ég inn í borðið
á laufakóng til þess að taka á
tíuna. Ég hugsaði mig um í tíu min-
útur. Þá lét ég gosann flakka í
þeirri von að Garozzo ætti drottn-
inguna. Hann hafði hafið vörnina
einkennilega og spilamennska
hans fannst mér benda til þess að
daman væri hjá honum. Það var
mikill hugarléttir þegar í ljós kom
að ég hafði spilað rétt. Lancia-
sveitin vann auðveldlega sína
fjóra spaða því þar var útkoman
tígull, sem auðveldaði spilaranum
að vinna spilið.
Við unnum enga Impa á spilinu,
en það var ekki minna virði að við
töpuðum engu.
Andstædingarnir
reidilegir
Nú fór keppnin hægt og sígandi
að snúast okkur í hag. Ég varð
bjartsýnni með hverjum vinningi.
í þriðja spili unnum við f jóra Impa.
í því fjórða unnum við þrjá. Mun-
urinn var orðinn minni. Lancia
hafði lækkað úr 39 Impum í 32.
Þetta voru að sjálfsögðu engin
ósköp, en ég fann að við vorum að
komast í betra form, höfðum
meira sjálfstraust og vorum farnir
að spila hraðar. Vorum semsagt að
komast í eðlilegt form. í fimmta
spili unnum við 6 Impa, svo nú var
munurinn 26 Impar. Næstu sex
spil voru jöfn. I sjöunda spili
græddum við tvo, svo nú var mun-
urinn orðinn 24. Mér þótti vænt
um áttunda spilið. Þannig voru
sagnir:
Forquet: Einn spaði.
Sontag: Þrjú lauf (veikt kall).
Garozzo: Þrír spaðar.
Weichsel: Fjögur lauf.
Forquet: Fjórir spaðar.
Sontag: Fimm lauf.
Ég fór í fimm lauf í þeirri trú að
þetta væri ódýr fórn gegn fjórum
spöðum í hættunni. Ég var viss um
að þeir myndu vinna þá. Það var
rangt hjá mér. Þeir gátu aldrei
unnið fjóra spaða. Og aftur var
ályktun mín röng. Það vorum
nefnilega við sem unnum fimm
lauf. Ellefu Impar þar, svo munur-
inn var kominn niður í þrettán.
Ég glotti yfir öxl mína á Ed
Whele og hann var agndofa með
munninn galopinn. Nú var komið
að Lancia-sveitinni að standa upp
og ganga að glugganum sér til
hressingar.
Enga Impa unnum við í niunda
spili. Við unnum tvo Impa í síðasta
spilinu, þegar Belladonna fór tvo
niður í þrem spöðum, en Peter,
sem spilaði sama spilið hjá okkur,
fór aðeins einn niður.
Síðdegisspilamennskunni var
lokið. Við vorum 11 Impum neðar
en bláa sveitin og nú átti að spila
tuttugu spil til úrslita um kvöldið.
Garozzo kom til mín og sagði:
„Þú spilaðir mjög vel.“
„Farðu þá vel með okkur í
kvöld,“ sagði ég.
„Nei, það ert þú sem átt að fara
vel með okkur.“
Við félagarnir fórum á japansk-
an matsölustað, en ég hafði enga
matarlyst. Einhverju smávegis
þrælaði ég ofan í mig en fór svo út
að ganga.
Sjálfstraust mitt var ekki sem
best og ekki bætti það úr að Peter
og Nancy kona hans lentu í ein-
hverju hjónarifrildi. Nancy er
fyrsta flokks bridgespilari og segja
mætti mér að hún sé besti kven-
kynsbackgammonleikari heims.
Hún var líka kapteinn í liði okkar.
En „innanríkis" erjur þeirra hjóna
nennti ég ekki að hlusta á og fór.
Ég fór að hugsa um hvernig kvöld-
ið yrði. Við Peter mundum senni-
lega lenda í lokaða herberginu og
spila við Belladonna og Garozzo.
Það myndi henta Peter vel, því þá
vorum við á skerminum og allir
gátu fylgst með okkur. Peter
myndi njóta þes að allir gætu séð
hann og fylgst með honum. Fyrra
kvöldið ákváðum við hverjir ættu
að vera andstæðingar okkar, svo
nú var ákvörðunarrétturinn
þeirra. Persónulega var ég sann-
færður um að við myndum lenda
á móti Garozzo og Belladonna.
Garozzo hafði orðið svo gramur
yfir hve lengi þeir Rubin og Grano-
vetter voru að spila, að hann
krafðist þess af keppnisstjórninni
að eitthvað væri gert til þess að
fyrirbyggja slíkt. Því myndi hann
krefjast þess að spila við Peter og
mig. Þess utan myndi Lancia-sveit-
in hafa sínar ástæður til þess að
láta sína bestu menn spila gegn
okkur Peter. Það voru þvílík ó-
grynni af áhorfendum að ég þurfti
að skáskjóta mér til þess að kom-
ast í sæti mitt.
Meðal áhorfenda sá ég ótal
fræga bridgespilara. Þarna var
Sam Staymann og A1 Roth, svo
einhverjir séu nefndir og voru þeir
umkringdir af aðdáendum sínum.
Einnig milljónamæringurinn kín-
verski C.C. Wei, sá sem fann upp
Precisions-kerfið, ásamt konu
sinni Kathy, sem er sérlega aðlað-
andi og lifandi kona. Margir áhorf-
endur höfðu farið heim fyrra
kvöldið þegar okkur gekk svona
illa. En núna, þegar við vorum að-
eins ellefu Impum lægri, voru sal-
irnir alveg þéttskipaðir af fólki,
svo að það var hrein martröð.
Lee du Pont var viðstödd alla
keppnina. Hún var þarna til þess
að hvetja Garozzo vin sinn.
Ágiskun mín var rétt. Andstæð-
ingar okkar voru Belladonna og
Garozzo, sem venjulega var við-
mótsþýður og elskulegur maður í
allri framkomu, en var nú reiðileg-
ur á svipinn og allt að því rudda-
legur. Belladonna var eins og stór,
ergilegur bangsi. Það væri synd
að segja að þeir hafi verið aðlað-
andi.
Mesta bridgekeppni
ævinnar
Mér var það ljóst að við vorum
að hefja þá bridgekeppni sem yrði
sú mesta í lífi okkar. Svo var ég
enn hálfgramur yfir því að Peter
þurfti endilega að fara að rífast við
konuna sína. Mér var það ljóst, að
framkoma andstæðinganna var til
þess ætluð að hræða okkur Peter,
en mér var algjörlega sama. Ég
var staðráðinn í að gera mitt besta.
Síminn hringdi. Okkur var til-
kynnt að sjónvarpstækið væri
komið í lag og að við ættum að
koma strax og hefja spilamennsk-
una. Að tveim spilum loknum var
staðan sú sama. Bláa sveitin hafði
ennþá 11 Impa forskot. í öðru spil-
inu sögðum við Peter sex grönd.
Við þurftum á einni svínu að halda
í tígli. Hún brást. Einn niður.
Forquet og Sharif sögðu líka sex
grönd. Það fór eins fyrir þeim. í
þriðja spili sögðum við Peter fjög-
ur hjörtu og unnum þau. Þar unn-
um við tíu Impa. Þannig var spilið:
vestur norður austur suður
Garozzo Weichsel Bella- donna Sontag
pass pass pass 1 hjarta
pass 3 hjörtu pass 4 hjörtu
pass pass pass
í hinu herberginu gengu sagnir
þannig:
vestur norður austur suður
Rubin Forquet Granov Sharif
etter
pass pass pass 1 hjarta
2 tíglar 3 tíglar dobl 4 hjörtu
pass pass pass
Bæði liðin buðu semsagt fjögur
hjörtu, en við Peter unnum okkar
sögn en Forquet og Sharif fóru
einn niður.
Þannig voru spilin:
Weichsel
SÁ-G
H 8-7-5-2
T 5-4
LK-6
Garozzo
S 6-3
H K
T K-10-7-6-3-2
L Á-10-8-4
Belladonna
S D-9-4-2
H D-9-3
TD-8
L G-7-5-3
Sontag
SK-5
H Á-G-l 0-6-4
T Á-G-9
L D-9-2
Við okkar borð sögðu Garozzo
og Belladonna aldrei neitt. Gar-
ozzo hafði því engar upplýsingar
og vildi ekki spila út frá sínum há-
spilum. Valdi að láta út spaða. Ég
tapaði þessum auðsæju þrem slög-
um, þ.e. einu laufi, einum tigli og
einu hjarta og vann 420.
Við hitt borðið varð hin djarfa
sögn Rubins, tveir tiglar, til þess að
spilið tapaðist. Út kom lítill tígull,
sem var eina spilið sem gat hnekkt
sögninni. Þegar Granovetter dobl-
aði þrjá tígla, vissi Rubin hverju
hann átti að spila.
Eftir þrjú spil var staðan sú, að
við vorum einum Impa lægri en
andstæðingarnir. Þá var það eftir-
tektarvert, að Belladonna var far-
inn að tala við sjálfan sig á ítölsku.
Svitabað
Allt gekk ágætlega hjá okkur
Peter gegn Belladonna og Gar-
ozzo, en Rubin og Granovetter
urðu miður sín gegn Forquet og
Sharif. Hið andlega álag varð
þeim um megn, svo að Granovett-
er gaf Rubin rangt svar samkvæmt
kerfi þeirra og enduðu þeir í fjór-
um hjörtum, þar sem hálfslemma
var á borðinu og Belladonna og
Garozzo hirtu.
Við vorum 22 lmpum undir þeg-
ar sjö spil voru eftir. Mér fannst allt
vonlaust fyrir okkur. Þess utan bil-
aði loftkælingin svo að hitinn varð
lítt bærilegur. Reykskýin héngu
yfir spilaborðinu. Garozzo var
meira að segja farinn úr jakkanum
og búinn að losa um hálsbindið.
Belladonna þurrkaði svitann af
sér með silkiklút. Hann var í svita-
baði. Ekki einn einasti áhorfandi
hafði farið, þrátt fyrir þessar öm-
urlegu aðstæður.
Við tókum af þeim 47 Impa í
þessum síðustu sjö spilum. Þetta
var ekkert lítilræði, því við verð-
um að muna að þrír af andstæð-
ingunum voru úr bláu sveitinni.
Rubin og Granovetter voru
þrungnir af orrustuhörku þessi
síðustu spil og létu engan bilbug á
sér finna. Það sem skeði var eftir-
farandi: Belladonna og Garozzo
sögðu sex spaða, sem voru algjör-
lega vonlausir og fóru einn niður.
Þar fengum við þrettán Impa. Nú
voru þeir níu Impum hærri. Forqu-
et og Sharif sögðu vonlaus þrjú
grönd og fóru einn niður. Þar feng-
um við fimm Impa og þá voru þeir
fjórum Impum fyrir ofan okkur.
Belladonna og Garozzo sögðu þrjá
tígla, en áttu þrjú grönd. Plús tíu
Impar fyrir okkur sem vorum nú
sex Impum hærri en þeir. Peter og
ég unnum þrjú hjörtu og Rubin og
Granovetter, sem spiluðu á hin
spilin, unnu þrjá spaða. Þar komu
sjö Impar fyrir okkur. Nú vorum
við þrettán Impum hærri. Að lok-
um sögðu Rubin og Granovetter
hálfslemmu i laufi og unnu hana.
Þar komu tólf Impar fyrir okkur,
svo nú vorum það við sem vorum
tuttugu og fimm Impum hærri.
Það var í næstsíðasta spilinu sem
•ég var viss um að við værum búnir
að vinna. Þá sló Belladonna af al-
efli hnefanum í borðið og augna-
tillit hans var ekki beint vinsam-
legt. Hann var svo óvanur að bíða
lægri hlut.
Lancia-sveitin óskaði okkur
hjartanlega til hamingju að lok-
inni spilamennsku.
Fjórir Ameríkanar ásamt Gar-
ozzo, Forquet og Lee du Pont
fengu sér drykk á barnum í Hilton-
hótelinu. Belladonna og Sharif
sáust ekki.
Um það bil mánuði seinna, þeg-
ar verðlaunahátíðin fór fram, var
Sharif að grínast með það að hann
væri fyrsti maður í Bandaríkjun-
um sem hefði spilað sem meðlim-
ur Lancia-sveitarinnar.
Við fengum fáein glös eftir þessa
athöfn, en svo fórum við Kathy á
•annan góðan stað og fengum okk-
ur fínan mat með góðu rauðvíni.
Það var dásamlegt. Síðan fórum
við á skemmtilegan dansstað.
„Er eitthvað að,“ spurði Kathy.
„Hvað er að þér?“
„Ég er að rembast við að reikna
út hvernig hægt sé að skipta fimm
bílum á milli fjögurra manna."
HELGARPÓSTURINN 23