Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 25
var því ástæðan fyrir því að Rotary-samtökin á íslandi veittu honum ríflegan styrk til að hefja frekara nám á erlendri grundu. Fyrir valinu varð elsti og jafnframt einn virtasti ríkisháskóli Banda- rikjanna, University of North Carolina at Chapel Hill, en þessi ,,Kapelluhæð“ er um 50 þúsund manna byggð námsmanna og kennara þeirra að meira en helm- ingi íbúa, og hefur verið á lista tímaritsins Time yfir fallegustu bæi Bandaríkjanna allt frá því að farið var að veita þær viðurkenn- ingar. í þessum háskólabæ dvald- ist Sigurður næstu tvö misseri við nám í rekstrarhagfræði, ,,en það er ein leiðin til að læra að stjórna fyrirtæki," bendir Sigurður sjálfur á! Hann segist hafa kynnst banda- rískum hugsunarhætti í viðskipt- um mjög náið með veru sinni í þessum skóla. Bissneshugsunina segir hann vera þar öðruvísi en heima; „fljótari, markvissari og harkalegri og vel má vera að þetta hafi haft nokkur áhrif á mig síðar meir,“ segir Sigurður, en bætir við: „Þess utan varð ég ekki fyrir veru- legum bandarískum áhrifum, nema ef vera skyldi að ég lét mér vaxa yfirvararskegg að hætti margra Kana.“ í sama skóla og Sig- urður sótti vestra var við nám í uppeldisfræðum tilvonandi eigin- kona hans, Peggy Oliver, en hún var frá litlum bæ ekki alls fjarri Kapelluhæð, Fucquay Varina. Þau giftu sig þegar Sigurður hafði náð ágætu burtfararprófi frá Karólínu- háskólanum, vorið 1973. Þau Peggy eru barnlaus. Heim kominn réðst Sigurð- ur til starfa hjá tveggja ára gömlu ráðgjafarfyrirtæki, Hagvangi að nafni. Hann fór að fást við eftirlætið sitt, tölur. Ólaf- ur Örn Haraldsson, sem nú er framkvæmdastjóri Hagvangs, vann með Sigurði á þessum tíma: „Hann tekur vinnu sína mjög föst- um tökum og af mikilli alvöru, en þar fyrir utan er hann mjög lipur og skemmtilegur félagi. Það er mjög auðvelt að vinna með hon- um. Hann vinnur einstaklega vel í samstarfi," segir Ólafur. Fram- kvæmdastjóri Hagvangs á þessum tíma var alnafni Sigurðar, sem nú forstýrir Björgun hf„ þannig að segja má að Sigurður hafi með Hagvangsveru sinni fengið smjör- þefinn af þeim nafnaruglingi sem hann átti eftir að verða siðar fyrir hjá Flugleiðum. Reyndar áttu þessir Sigurðar hjá Hagvangi meira sameiginlegt en nafnið eitt, báðir eru viðskiptafræðingar að mennt og báðir kvæntir amerísk- um konum. Á eftirfarandi hátt gat því símtal hljómað á skrifstofum Hagvangs sumarið 1973: „Já, er Sigurður við?“ — Hvor þeirra? „Ja, viðskiptafræðingurinn." - Hvor? „Þessi sem er kvæntur amer- ísku konunni!" — Hvor. . .? Sigurdur Helgason í Björg- un hf. skellir upp úr þegar þessi nafna- og mannarugl- ingur er rifjaður upp fyrir honum. En hann segir þetta um nafna sinn: „Hann var mjög traustur og dugandi starfsmaður Hagvangs þetta rétta ár sem hann vann hjá fyrirtækinu. En hann var ekki orð- inn mótaðurþá. Hann hafði fengið góða menntun, en var óharðnað- ur. Mér fannst hann allt að því ung- ur eftir aldri, ef þú skilur hvað ég á við. Hann var afskaplega hægur og rólegur, gaf ekki mikið af sjálf- um sér í verkefnin, sýndi ekki spil- in sín. Og það hefur Sigurð einmitt alltaf vantað: Það er ekki mikill lit- ur í honum. Hann heldur sínum karakter mikið fyrir sig einan." Sigurður í Björgun segist enn- fremur ætla að nafni sinn hafi ekki tekið út sína „hörðnun fyrr en Hann var afskaplega þægt barn, hlé- drægt og feimið. Hann ó rólegt fólk að, en sjálfur var hann og er ennþá, róleg- astur allra i ættinni. Tölur og talnaþrautir voru eftirlæti hans sem stráks, og sá áhugi hefur siður en svo rénað með árunum, þó færst hafi úr reikningsbókum yfir á linurit. Á þessu sviði þykir hann séni. Hann útskrifaðist úr viðskiptadeild Há- skólans með einhverja hæstu einkunn sem nokkur viðskiptafræðingur getur státað af á íslandi. Hann var dúx ársins. Hördur Sigurgestsson tók hann að sér og ól upp inni á fjárreiðu- deild Flugleiða". Halldór Vil- hjálmsson, forstöðumaður innra eftirlits Flugleiða og bekkjarfélagi Sigurðar frá því í Versló og Há- skóla, tekur undir þetta sem Sig- urður í Björgun segir um „hörðn- un“ nafna síns: „Ef maður rifjar upp hætti Sigurðar frá námsárum hans hér heima og ber þá saman við fas hans og framkomu eins og hún er í dag, þá má segja að Sig- urður hafi gjörbreyst. A námsár- um sínum var hann verulega feim- inn og óframfærinn, en i dag er hann allur annar. Hann hefur harðnað og þá ekki síður vaxið með hverju verkefni sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann hefur orðið frjálslegri, öruggari og ákveðnari með árunum; í einu orði sagt, heimsvanari. Hann hef- ur þó ennþá sama brosið og ekki kæmi mér á óvart þó hann geymdi einhverstaðar ennþá með sér þann hlédræga og saklausa strák sem svo mjög einkenndi hann hér áður fyrr. Ég held nefnilega að hann geymi einn sinn innsta kar- akter með sjálfum sér. Hann er ekki að trana sér fram að óþörfu, ekkert að sýna sig, og reyndar finnst mér þægilegt til þess að hugsa að enn skuli vera þess dæmi að menn geti komist á toppinn án láta, sýndarmennsku og glimm- ers,“ segir Halldór. Ferill Sigurðar innan Flug- leiða hefur verið farsæll og frami hans skjótur. Um þetta eru menn sammála. í því efni er bent á þá leið sem hann kom inn í fyrirtækið. Fjárreiðudeildin var fyrsti viðkomustaðurinn, en þar er fengist við nokkuð sem menn telja Sigurð séni í, tölur. 1979 var hann gerður að forstöðumanni hag- deildar fyrirtækisins, sem fæst við spár og áætlanagerð á sviði tekna og útgjalda og 1980 var hann orð- inn framkvæmdastjóri fjármála- sviðs Flugleiða, en því starfi gegndi hann þar til í hitteðfyrra þegar hann var valinn sem svæð- isstjóri félagsins í New York. Fyrstu tveir viðkomustaðirnir voru miklir og strangir skólar fyrir Sigurð, en þeir opnuðu honum líka leið inn í alla meginþætti í rekstri og viðgangi Flugleiða, sem aftur gerði það að verkum að Sig- urður varð mjög fljótt áhrifamikill innan fyrirtækisins þó hinsvegar hafi lítið borið á því út á við, að minnsta kosti fyrstu árin. Þetta segja menn vera eina af aðal- ástæðunum fyrir því að Sigurður hefur nú verið valinn sem forstjóri félagsins, aðeins 38 ára gamall, en þrjár aðrar ástæður nefna menn líka. Þær eru þessar: Sigurður er fyrst og fremst Flugleiðamaður, það er að segja, hann tilheyrir hvorugum armi félagsins, enda kom hann inn í það rétt ári eftir sameiningu. Hann er ekki um- deildur að þessu leyti og þar með þótti hann líklegri en margur ann- ar til að geta eytt með öllu tor- tryggninni sem leynt eða ljóst hef- ur blundað milli Loftleiðamanna og Flugfélagsmanna félagsins allt fram að þessu: „Sigurður er mað- urinn sem allir gátu sætt sig við.“ Þá er einnig bent á það að Sig- urður hafi komist til starfans „vegna þrýstings innan frá“. Starfs- menn félagsins hefðu aldrei sætt sig við annan mann í forstjórastól- inn en innanbúðarmann, og litu tillögur Eimskipsmanna og ríkis- ins í því efni vægast sagt óhýru auga. Björn Theodórsson fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flug- leiða þótti koma jafn mikið til greina í starfann og Sigurður hvað skoðanir starfsfólksins í þessu sambandi snerti, enda er hann, rétt eins og Sigurður, mjög vinsæll af fólki innan fyrirtækisins. En það sem kannski gerði út- slagið um það að Sigurð- ur var valinn í stað Björns ■ eða Sigurgeirs Jónssonar sem Eimskip og ríkið stilltu upp, og þar nefna menn fjórðu ástæðuna, eru tengsl hans við Sigurd Helgason eldri. Þeim hefur alltaf verið mjög vel til vina og er bent á það, að með ákvörðun sinni að gera júní- orinn að svæðisstjóra félagsins í New York hafi seníórinn verið að undirbúa það sem koma skyldi; nefnilega að gera nafna sinn að arftaka sínum. „Sigurður eldri var einn helsti málsvari þess að Sig- urður yngri yrði næsti forstjóri og var búinn að berjast lengi leynt til að svo mætti verða," segir einn starfsmaður Flugleiða, gjörkunn- ugur þessum málum. „Að vísu var það Kristinn Olsen sem stakk upp á júniornum í stöðuna á stjórnarfundinum, en það var gert að undirlagi seníórsins." Sjálfur segir Sigurður eldri við HP: „Það er tiltölulega nýtt mál að Sigurður yngri hafi komið til greina í stöð- una.“ Sigurður yngri segir um þetta: „Sigurður eldri er ekkert meiri vinur minn, að ég held, en hinna framkvæmdastjóra félags- ins. En því er svo sem ekki að neita, að við höfum lengi verið mjög miklir mátar innan fyrir- tækisins." Sami heimildarmaður og sagði Á námsárum sinum var hann verulega feiminn og óf ramfærinn, en i dag er hann allur annar, frjálsari, öruggari og ákveðnari, en ennþá geymir hann sinn innsta karakter með sjálfum sér. Hann er engin gunga. Hann er oft fastur fyrir og það er þá kannski helst þá sem skap hans kemur i Ijós, með þrjóskunni. Hana á hann til. Með ákvörðun sinni að gera júniorinn að svæðisstjóra félagsins i Bandarikjunum var seníórinn að undirbúa það sem koma skyldi: Að gera nafna sinn að arftaka sinum. hér að ofan að seníórinn hafi stað- ið harðast að baki því að júníorinn hreppti stöðuna, bendir á að Sig- urði eldra sé nú hugsuð þegjandi þörfin af hálfu fulltrúa ríkisins og Eimskips í Flugleiðum. „Hann á eftir að gjalda þess að hafa gengið svona þvert gegn vilja þessara að- ila. Honum verður gerð einhver skráveifan á næstunni. Mér kæmi ekki á óvart að honum yrði bolað út úr fyrirtækinu á næsta aðal- fundi þess í mars." Sigurður yngri. Júníor- inn er hann almennt kall- aður innan Flugleiða og ætti ástæðan að vera ljós. Hæglæt- ismaðurinn sem var feiminn en er nú harðnaður í skóla lífsins. Það hefur farið frekar lítið fyrir honum fram að þessu, og menn ætla að það fari ekki mikið fyrir honum þó hann setjist í forstjórastól þessa stærsta einkafyrirtækis landsins. Hann er ekki samkvæmisljón, tómstundunum ver hann að mestu heima fyrir eða með for- eldrum sínum og systkinum og sumarfriin eru jafnan afslöppun- arferðir á heimaslóðir Peggýjar í smábænum Fucquay Varina. Hann hefur aldrei átt marga nána félaga, en einn í þeim fámenna hópi, Hannes Johnson, bróðir Arnar heitins Johnsons, segir „Þetta er afskaplega hlýr piltur, heilsteyptur og hefur alveg sér- stakt lag á því að umgangast fólk, að minnsta kosti nú í seinni tíð, vinna með því og stýra því og síð- ast en ekki síst: Hann er ákaflega góður í því að hlusta á fólk og það örlar ekki á grobbi hjá honum." Um skapgerð Sigurðar eru menn sammála. Þar segir Hannes: „Ég hef aldrei séð hann breyta skapi þessi tíu ár sem við höfum verið trúnaðarvinir, aldrei heyrt hann brýna raustina." „Hann lætur ekki margt raska ró sinni. Hann er hreint ekki einn þeirra sem labba út á torg og öskra," segir Brynjólfur Bjarna- son, gamall skólabróðir Sigurðar og forstjóri BÚR. „Hann virðist kannski frekar dulur, en hann er lúmskt fyndinn í þröngum hópi vina sinna. Það tekur líklega sinn tíma að komast að honum, en hann bíður með það að opna sig, en þeir sem ná að kynnast honum almennilega eiga þar líka góðan og sérlega traustan vin.“ Magnús Gunnarsson hjá VSÍ segir: „Það er rétt að það eru engar stórar sveiflur í skapi Sigurðar, en hann getur verið mjög ákveðinn. Hann er engin gunga. Hann er oft fastur fyrir og það er þá kannski helst þá, sem skap hans kemur í ljós, með þrjóskunni. Hana á hann til.“ Sjálf- ur segir Sigurður: „Mér finnst ég ekki vera neitt óskaplega stífur. Ég held vitaskuld mínu fram, ef ég tel mig hafa á réttu að standa, en svo er ég líka tilbúinn til að viður- kenna mistökin ef svo fer að ég hef haft á röngu að standa." „Já, hann er fylginn sér,“ segir Sigurður eldri, „en umfram allt til- búinn til að vinna með fólki." „Hann er frábær teamworker," bætir Gunnar Helgason, lög- fræðingur Flugleiða, við. „Ég hef ekki heyrt nokkurn mann hallmæla Sigurði innan Flugleiða. Hann er ekki maður milli tanna fólks, enda er hann óumdeildur. Það er einstaklega gott viðhorf til hans hér innan dyra og mjög almenn ánægja hjá háum sem lágum að hann skuli hafa hreppt forstjóratignina," segir Halldór Vilhelmsson. Ragnar Sigurðsson, einbúi aust- ur í Suðursveit þar sem Sigurður vildi dvelja vetrarlangt í æsku, slær botninn í þetta: „Mér kom það alls ekki á óvart að hann kæmist þetta langt, drengurinn. Málið er að hann hefur alltaf verið svo andskoti seigur.. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.