Helgarpósturinn - 14.02.1985, Qupperneq 2
FREJTAPOSTUR
Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar kynntar
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra kynntu s.l. föstudag þær
ráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur ákveðið í efnahagsmál-
um. Þar er m.a. gert ráð fyrir að erlendar lántökur á árinu
verða minnkaðar um einn milljarð og það verði gert með því
að draga úr erlendum lántökum opinherra aðila s.s. Lands-
virkjunar. Sparnaði og hagræðingu verði haldið áfram til að
hæta stöðu ríkissjóðs. Varið verði 150—200 milljónum af
nýbyggingarfé lánsfjáráætlunar til húsbyggjenda og íbúða-
kaupenda sem eru í greiðsluerfiðleikum. Og sérstakri ráð-
gjafarþjónustu verði komið á fót hjá Húsnæðisstofnun. í
kynningunni er sérstök áhersla lögð á að samráð verði haft
við aðila vinnumarkaðarins um ýmsar aðgerðir í stað
beinna launahækkana í framtíðinni. Sérstakt átak verði
gert í baráttunni gegn skattsvikum, stefnt verði að fækkún
viðskiptabanka, o.fl. atriði eru i þessari stefnumörkun, en
frekari áform um framkvæmdir hafa ekki verið kynnt, þótt
forsætisráðherra segist hafa í höndum ákveðnar tillögur í
25 liðum sem ræddar verði í rikisstjórninni innan skamms.
Báðstafanir stjórnarinnar gagnrýndar
Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafa hlotið
harða gagnrýni. Bent er á að engar tillögur sé að finna varð-
andi vanda sjávarútvegsins. Ráðstafanirnar séu ekkert
annað en almennt orðaðar hugleiðingar um mikilvæg mark-
mið, engra nýrra tekna só aflað til húsnæðismála og jafnvel
er bent á í leiðara Morgunblaðsins að tillögurnar séu rýrar
og í engu samræmi við þann boðskap sem forsætisráðherra
flutti þjóðinni í nýársávarpi sínu. Hagfræðingur VSÍ segir
að þær nægi ekki til að koma í veg fyrir það þensluástand
sem blasi við í sumar.
Kjaradeilur sjófarenda
Verkfalli undirmanna á kaupskipum var aflétt um helg-
ina, eftir að fjármálaráðherra gaf loforð um 10% skattafrá-
drátt farmanna. Skrifleg atkvæðagreiðsla um sáttatillög-
una, sem hljóðar uppá sömu launahækkanir og ASÍ-VSÍ
sömdu um, auk H% álags, stendur nú yfir. Talið er að smám
saman sé að þokast í átt til samninga í sjómannadeilunni
sem stendur enn yfir. Fjölmörg félög innan Sjómannasam-
bandsins hafa þó boðað til verkfalls á sunnudag.
Eramkvæmdir hefjast við K-byggingu Landspítalans
Á þriðjudag tók heilbrigðisráðherra fyrstu skóflustung-
una að nýrri byggingu á Landspítalalóðinni. Alls er áætlað
að þessi svokallaða K-bygging verði 7.600 fermetrar, þar
sem gert er ráð fyrir krabbameinsdeild, deild fyrir dauð-
hreinsun, skurðdeild og gjörgæslu.
Norskt styrkjakerfi rýrir íslensk lífskjör
Sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir í vikunni að styrkir til
sjávarútvegs i Noregi skiptu miklu fyrir hagsmuni íslend-
inga. Þeir ættu m.a. sinn þátt í rýrnandi lífskjörum hér á
landi. Margir þingmenn urðu til að taka undir þetta og er
talið víst að málið verði tekið upp á þingi Norðurlandaráðs
í næsta mánuði. Norski sjávarútvegsráðherrann segir að
gagnrýni íslendinga sé byggð á misskilningi, þar sem þessir
styrkir hafi engin áhrif á markaðsverð sjávarafurða.
Fjöldi lækna segir upp störfum
Um 100 heilsugæslu- og heimilislæknar af öllu landinu
hafa afhent stjórnvöldum uppsagnir sem taka gildi eftir
þrjá mánuði, hafi ekki náðst samningar í kjaradeilu þeirra
og ríkisins. Meginkrafa lækna er að fá samræmingu á kjör-
um allra lækna í landinu.
Stórviðburður í skáklífinu
Skáksamband íslands heldur upp á sextugsafmæli sitt
með skákmóti sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum. 12
skákmenn taka þátt í mótinu, og þar á meðal eru nokkrir er-
lendir skákrisar, s.s. Artúr Júsúpov, Boris Spassky,
Vlastimil Hort og Bent Larsen.
Fréttapunktar
• Samtök myndbandaleiga hafa mótmælt ummælum Pét-
urs Sigurðsson alþingismanns um að stórfelld söluskatts-
svik og önnur lögbrot sóu stunduð á myndbandaleigum hér-
lendis.
• Lyfjainnflutningsfyrirtækið G. Ólafsson hf. ætlar að
hefja framleiðslu á frjósemishormóni úr merarblóði fyrir
spendýr í apríl næstkomandi. Markaður fyrir framleiðsl-
una er tryggður í þrjú ár.
• Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert harð-
ar athugasemdir við frumvarp til lánsfjárlaga á Alþingi.
Telja þeir það vera ómarktækt vegna efnahagsráðstafana
ríkisstjórnarinnar og kref jast þess að það verði endurskoð-
að og lagt fram að nýju.
• Kristínu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Alþýðu-
flokksins og formanni Sambands Alþýðuflokkskvenna, hef-
ur verið sagt upp störfum. Tillaga formanns um það efni var
samþykkt á framkvæmdastjórnarfundi í vikunni.
• Könnun Hagstofunnar hefur leitt i ljós að 52% munur er
á heildarlaunagreiðslum háskólamanna hjá ríkinu annars
vegar og f. hinum almenna vinnumarkaði hins vegar.
• Kaupl.'i -:fnd hefur reiknað út vísitölu framfærslu-
kostnaðar v.. óað við verðlag í febrúarbyrjun. Hækkun frá
því í nóvember er 13,14%.
íþróttir
Ólympíumeistarar Júgóslavíu í handknattleik sigruðu
íslenska landsliöið naumlega með eins marks mun, 23:22,
í Laugardalshöllinni s.l. þriðjudagskvöld. Bæði liðin áttu
mjög góðan leik og gera menn sér góðar vonir um þá tvo leiki
sem eftir eru milli liðanna.
Grímur og leikbrúður á la francaise
★ Einstök listasmíð við Lauga- Dominique Poulin hefur fengið Más að Laugavegi 34b (inn af
veg! Franska listakonan inni á keramíkverkstæði Reynis verslun Reynis, í skúr, í bakhúsi,
gengið inn sund) með smíðar
sínar. Dominique mótar grímur
og leikbrúður (maríonettur),
fyrst úr leir, síðan úr pappír og
málar, m.a. samkvæmt óskum
kaupenda. Þú lýsir fyrir henni
karakter og kenndum og hún
vinnur út frá því. Og að sjálf-
sögðu er hver gripur einstæður.
Verð ótrúlega hagstætt.
Dominique hefur reyndar
þegar sett svip sinn á nokkrar
íslenskar leiksýningar, hún gerði
t.d. grímurnar í Grænfjöðrung
sem Nemendaleikhúsið sýndi á
liðnu hausti.-ú
Fjölbreytt
útgáfuþjónusta
★ Þessi mynd er ekki tekin á
skrifstofu kattavinafélagsins,
heldur Þuríðar Baxter sem
rekur Útgáfuþjónustuna að
Laugavegi 42. Hún tekur að sér
allt hvað nöfnum tjáir að nefna
varðandi útgáfustarfsemi, svo
sem eins og að þýða og semja
lengri eða styttri texta. Þuríður
semur t.d. auglýsingatexta og
bæklinga, og þýðir skáldverk,
les yfir,betrumbætir handrit,
annast hvers kyns bréfaskriftir
og ritvinnslu á nýju tölvuna
sína. Stefnir auk þess að eigin
útgáfu.
Á bréfsefni Út-
gáfuþjónustunnar er norn
ríðandi á kústskapti og á skrif-
stofunni eru tveir kettir, Castro
og Ugla. Ýmislegt bendir því til
þess að Þuríður sé fjölkunnug,
þótt hún þvertaki fyrir slíkt.Á
Hárgreiðslu- og rakarastofa
á heimsmælikvarða!
ARpKgifflM
Síðumúla 23. Tímapantanir sími 687960.
2 HELGARPÓSTURINN