Helgarpósturinn - 14.02.1985, Síða 10

Helgarpósturinn - 14.02.1985, Síða 10
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Lög frumskógarins ríkja í sífellt meira mæli meðal barnanna og það við nefið á fullorðna fólkinu. Það má ekki viðgangast. Það verður að kenna börnunum að umgangast hvert annað og taka tillit til annarra. Foreldrar og kennarar verða að horfast í augu við það, að tilfinningar og líðan barnsins koma ávallt í fyrsta sæti. Hugo Þórisson, sálfræðingur. Steingrímur, Heimir og tréveggurinn Séra Heimir Steinsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, hafði sam- band við blaðið varðandi trévegg þann sem Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra hefur reist á opinberri lóð sumarbústaðs for- sætisráðherra á Þingvöllum og sagt var frá í síðasta tölublaði HP. Bústað- ur Heimis er á næstu lóð við lóð for- sætisráðherra og var sagt frá því í klausunni að Heimi hafi ekki litist á framkvæmdir forsætisráðherra og ámálgað þær við sveitunga sína. Heimir vill taka það fram að hann hafi aldrei látið neitt frá sér fara um mál þetta enda hafi hann ekkert við umræddan trévegg að athuga. -Ritstj. LAUSN Á SKAKÞRAUT A. Shinkman: 1. e8H Kxa5 2. a8R Kb5 3. He5 mát Kc5 2. a8D Kd6 3. Dc6 mát B. Brock Við athugun kemur í Ijós að svartur er í leikþröng; eigi hann leik, getur hvítur ávallt mátað í næsta leik. Þá er að koma því þannig fyrir að hann eigi leik í þessari stöðu: 1. Kb7! Rd8+ 2. Kb8! Rc6+ 3. Ka8 Nú á svartur leik og verður að leika sig beint í mát. Dóróthea Magnúsdóttir Torfi Geirmundsson Abyrgd fulloröna fólksins í leikritinu Beisk tár Petru von Kant, segir R.W. Fassbinder á einum stað: „Ég held að maður- inn sé þannig gerður, að hann þarfnist annarrar manneskju. En ... honum hefur ekki lærst hvernig á að lifa saman.“ Þessi orð komu mér í hug, þegar ég las Helgarpóstinn. Það sem Hope Knútsson hafði fram að færa um ofbeldi meðal barna sannaði réttmæti þessara orða Fassbinders. Börnin hafa orðið fórnarlömb „þróunar" og ég óttast að sífellt verði erfiðara að kunna að lifa saman. En hvað hefur gerst? Hope nefnir marga þætti sem máli skipta og eru í meginatriðum þeir, að við búum börnunum til- veru, sem er ekki í samræmi við þarfir þeirra. Það er því ekki fyrst og fremst við börnin að sakast, heldur full- orðna fólkið. Ég vil þar með ekki taka ábyrgðina af börnunum og unglingunum, heldur leggja áherslu á, að það þarf að vísa þeim aðrar leiðir en þær sem þau hafa „valið". Margir telja það eflaust mjög eðlilegan hlut að vcixa upp og þroskast. Því miður er það ekki svo. Það er ekkert eðlilegt við að vera smalað saman með 25 jafn- öldrum í eitt herbergi í 4—6 klst. á dag. Það er ekkert eðlilegt að vera á 40—80 mín. fresti drifin út í nærri því hvaða veðri sem er ásamt 500—800 öðrum börnum og unglingum. Drifin út á leik- völl, sem í hæsta lagi hefur leik- tilboð fyrir 10—15% af hópnum. Það er ekkert eðlilegt við að alast upp sem barn og unglingur í samfélagi, sem ekki hefur upp á annað að bjóða en afgirt leik- svæði með fjölþjóða leiktækj- um. Það mætti lengi telja það sem hindrar eðlilegan uppvöxt barna og unglinga. Þó hefur sú þróun, sem átt hefur sér stað, eitt aðal- einkenni, það er, að mannleg samskipti hafa í vaxandi mæli orðið undir. í staðinn koma til- boð, sem höfða til einstaklings- ins, svo sem videoleikir, tölvu- leikir ýmiss konar, vasadiskó og margs konar „einstefnu-fjöl- miðlun. Þegar börnin kalla á at- hygli, þá er þeim rétt einhver tækninýjung. En það getur ekk- ert komið í staðinn fyrir mann- leg samskipti. Þörfin fyrir um- hyggju og athygli er og verður til staðar. Þeir sem eiga börn og hafa með börn að gera, verða að horfast í augu við ábyrgð sína. Drengurinn sat fyrir Af gefnu tilefni skal það tekið fram að drengurinn á ljósmyndinni sem fylgdi greininni „Ofbeldi meðal skólabarná', er birtist í síðasta tölu- blaði HP, er greinaskrifunum með öllu óviðkomandi og sat fyrir á myndinni að beiðni blaðamanns og ljósmyndara HP. -Ritstj. Yfir 80 tegundir af hárkollum fyrir kvenfólk og mjög gott úrval af toppum og hárkollum fyrir karlmenn. Fyrsta flokks vara á góðu verði. UMBOÐSMENN: Jón Hjartarson, hárskeri, sími 2675, Akranesi. Rakarastofa Sigvalda, Kaupangi, Akureyri. Sími 21898. UPPLÝSINGASÍMI 17144 Laugavegi 24 - 2. hæð HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Rítstjórnarf ulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Jóhanna Sveinsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Halldór Halldórsson Útlit: Elin Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthlasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvaemdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Ásdls Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavlk, slmi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Nú er lag, Jón! í dag fjallar Helgarpósturinn öðru sinni um löglegar og ólög- legar fasteignasölur. í síðasta blaði gerðum við glögga grein fyrir því, að á höfuðborgar- svæðinu væru a.m.k. 27 slíkar. Þessar fasteignasölur eru ólöglegar vegna þess, að þær eru leppaðar, eins og það heitir. Það þýðir, að eiginlegur eigandi fasteignasölu er réttindalaus, en aflar sér falskrar heimildar með því að fá lánað nafn og í sumum tilvikum þjónustu lög- manna eða viðskiptafræðinga. Þessir menn hafa réttindi til að selja fasteignir samkvæmt lög- um. Hins vegar er um sjónarspil að ræða, því nöfn þessara manna eru notuð til yfirhylm- ingar. Sjálfir sitja þeir í einhverj- um öðrum störfum úti í bæ á meðan réttindalaus sölumaður rekur fasteignasöluna. Það er svo ekki fyrr en loksins kemur að því að ganga endanlega frá kaupsamningi, sem lögmaður- inn lítur við. Stundum ekki einu sinni það. HP hefur undanfarna viku fengið það óþvegið hjá þeim sem þykir að sér vegið. Það eru eðlileg viðbrögð manna sem vita upp á sig sökina. Þegar frá líður munu þeir sjá að þeir hafa verið að gera ranga hluti og lög- mennirnir brotið gegn eigin siðareglum. Þegar sá tími kemur og and- rúmsloftið hefur róazt, má bú- ast við því að þeir taki sig sama- n í andlitinu og fari að lögum. En það, sem raunverulega þarf að gerast, er að frumvarp það til nýrra fasteignalaga, sem lagt var fram á Alþingi í fyrra, verði lagt fram núna næstu daga og það afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir þinglausnir. Tíminn fer að styttast. Helgarpósturinn skorar á Jón Helgason dómsmálaráð- herra að taka af skarið í þessu máli. Nú er lag. í fasteignavið- skiptum er um að tefla milljarða á ári hverju og það er ábyrgðar- hluti að láta alls kyns svínarí viðgangast ár eftir ár eftir ár. Enda þótt HP hafi flokkað fasteignasölurnar I löglegar og ólöglegar, leggur blaðið engan dóm á svörtu sauðina. Þeir eru sjálfsagt til í báðum hópum. Hins vegar er það mjög alvar- legt mál, ef fasteignaviðskipti verða látin ganga eftirlitslaust fyrir sig, eins og verið hefur. Neytandinn er varnarlaus í þessum málum, eins og ástandið er núna. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.