Helgarpósturinn - 14.02.1985, Qupperneq 15
MSTAPÓSTURINN
Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson
leiða saman hesta sína í Þjóðleikhúsinu í haust
í óperunni „Grímudansleikurinn“ eftir Giuseppe
Verdi:
„Kristinn Sigmundsson
drepur mig
á svidinu“
segir Kristján Jóhannsson
í vidtali við HP
Kristján Jóhanns-
son: „Ég hlakka
mjög til samstarfs-
ins við Kristin.
Hann er ekki bara
einstaklega góður
söngvari heldur
einnig afbragðs
manneskja."
Fyrsta verkefni Þjódleikhússins á
nœsta leikári verdur ein stœrsta og
vinsœlasta ópera meistara Verdis,
„Grímudansleikurinrí’. / þessari
uppfœrslu leiba saman hesta sína
tveir fremstu söngvarar íslands, þeir
Kristján Jóhannsson ogKristinn Sig-
mundsson, en þetta veröur í fyrsta
skipti sem þeir syngja saman í
óperu.
Sveinn Einarsson hefur verið ráð-
inn leikstjóri Grímudansleiksins og
segir hann HP að þetta sé afar kraft-
mikil og spennandi ópera sem krefj-
ist mikils af hverjum þeim sem
henni komi nærri: „Auk sjö mjög
stórra hlutverka í sýningunni og
margra veigaminni er að finna í
þessu stykki mannmargan kór og
ballett, þannig að í þessu tilviki
verður sviðið nýtt til fullnustu”.
Enn hefur ekki verið ráðið í öll
helstu hlutverk þessarar viðamiklu
sýningar, en sem fyrr segir er ör-
uggt að þá Kristján og Kristin verð-
ur að finna í henni á hausti kom-
anda. Kristján Jóhannsson, sem að
undanförnu hefur verið að syngja í
mörgum frægum óperuuppfærslum
í Bandaríkjunum, var staddur hér-
lendis í vikunni til að ganga frá
ráðningu sinni í þetta haustverk-
efni. HP náði tali af honum suður á
Keflavíkurflugvelli og spurði fyrst
hvernig þessi sýning legðist í hann.
„Yfirmáta vel. Ég vænti þess að
þetta verði mjög gaman”, en svo
bætti hann við:.....erfitt líka, því
það hlutverk sem ég mun fara með
í þessari óperu, krefst eiginlega af
manni þriggja tíma stanslauss söngs
í allt að fjórum mismunandi radd-
tegundum. Hlutverkið krefst
snöggra skiptinga úr gamni í alvöru,
frá léttúð í hádrama. En engu að
síður; Verdi, þetta er mitt uppá-
haldsóperuskáld”.
Kristján mun fara með aðalhlut-
verk í Grímudansleiknum, Ricardo.
Hann segist ekki vera alls ókunnur
því hlutverki: „Ég er búinn að vera
að syngja þetta hlutverk allt frá því
síðasta haust í Opera Columbus í
Ohio, auk þess sem ég hefi tekið þátt
í fleiri uppfærslum á óperuverkum
Verdis á undanförnum árum, svo
sem Rigoletto og La Traviata”.
Grímudansleikurinn eftir Verdi
fjallar um líf og ástir Gústavs þriðja
Svíakonungs, og í rauninni átti aðal-
persóna verksins í upphafi að heita
eftir honum, en ekki Ricardo. Nafn-
inu var hinsvegar breytt vegna póli-
tísks þrýstings því að ekki þótti
hæfa að ýfa upp konungleg sár á svo
áberandi hátt. Örlög Svíakonungs
voru þau að hann féll fyrir hendi af-
brýðisams manns.
„Kristinn Sigmundsson verður í
því hlutverki að drepa mig í lok
hverrar sýningar í haust á sviðinu í
Þjóðleikhúsinu”, segir Kristján Jó-
hannsson og bætir við með sínum
snaggaralega hlátri: „Ég vona bara
að Kristni sé ekki eins illa við mig og
þessari persónu, sem hann leikur,
var illa við Ricardo”.
— Hvernig helduröu annars aö
þaö veröi aö syngja á móti Kristni?
„Ég hlakka mjög til samstarfsins
við Kristin. Hann er ekki bara ein-
staklega góður söngvari heldur
einnig afbragðs manneskja".
— Hvaö er langt stöan þú söngst
hér heima á óperusviöi, Kristján?
„Það eru orðin fjögur á síðan ...”
— Tíminn líöur hratt?
„Já, tíminn líður alltof hratt...
Annars hefur það lengi staðið til að
ég syngi hér heima í óperu á allra
síðustu misserum, en það hefur
bara ekki gengið upp fyrr en nú. Já,
það má segja að kominn sé tími á
mig til að syngja á íslensku óperu-
sviði. Ég er virkilega spenntur fyrir
því og út af fyrir sig mjög æstur að
komast á Þjóðleikhússviðið að
syngja. Mér finnst ég finna mig inn-
an veggja þessa virðulega húss, auk
þess sem þetta er eiginlega eina
húsið á landinu þar sem hægt er að
setja upp óperu með einhverjum
stæl.”
— Þú ert aö stíga upp t flugvélina
til Ameríku. Hvar lendiröu?
„Leiðin liggur að þessu sinni til
New Jersey þar sem ég fer að syngja
í Cavalleria Rusticana eftir
Mascagni. Eftir það fer ég svo til
óperunnar í Houston að syngja í
Rigoletto eftir Verdi, og loks til Tulsa
í Oklahoma að syngja í Toscu eftir
Puccini. Mótsöngvarinn minn þar
verður ungverska sópransöngkon-
an Silvia Sass, sem er talin ein af tíu
til fimm fremstu söngkonum heims
um þessar mundir. Það er mér mikill
heiður og mikils virði að fá að
syngja við hlið hennar. Hún er mér
meiri söngmaður og að því leyti
hlakka ég einna mest til samstarfs-
ins.”
— Áégaö s/etta frá sögninni „aö
meikaöa” í lokin, Kristján?
„Nei, vertu ekkert að því. Ekki
þar fyrir að mér gangi eitthvað mið-
ur vestra. Þvert á móti finnst mér
ég vera í góðum upptakti. Mest er
um vert að ég hef yfrið nóg að
gera. Kannski það segi alla sög-
una.”
Grímudansleikurinn eftir Verdi
hefur ekki verið settur upp hérlend-
is áður. Hann verður fluttur á máli
höfundarins, ítölsku. Æfingar hefj-
ast í júní undir stjórn Sveins Einars-
sonar. Kristján Jóhannsson er hins-
vegar ekki laus fyrr en í september.
Og kemur þá.
-SER.
Nickel Mountain frumsýnd í Bíóhöllinni:
Sögusviðið skalf
að loknum tökum
Islensk/bandaríska kvikmyndin
„Nickel Mountain” verður tekin til
sýningar í Bíóhöilinni um helgina.
Alls unnu um tíu íslendingar við
gerð hennar á síðasta ári í og við
smáþorpið Coalinga í Kaliforníu, en
það stendur við rætur fjallsins sem
myndin ber nafn sitt af. Skammt þar
frá lést kvikmyndagoðið James
Dean í bílslysi, en það er önnur
saga.
Jakob Magnússon er framleiðandi
„Nickel Mountain” en meðal ann-
arra Islendinga sem unnu við verkið
má nefna Sigurjón Sighvatsson sem
sá um alla eftirvinnslu þess. Kvik-
myndatöku annaðist David Bridges,
sá hinn sami og skaut „Með allt á
hreinu", en leikstjóri er Drew Den-
baum og skrifaði hann jafnframt
handritið að myndinni, sem er unn-
ið upp úr þekktri skáldsögu rithöf-
undarins Johns Gardner. Gardner
lést í mótorhjólaslysi meðan á
töku þessarar myndar stóð, 55 ára
gamall, en hann var meðal mest
metnu skáldsagnahöfunda vestra í
sínu lífi.
Víkur þá sögunni að David nokkr-
um Shanks, milljónera frá Okla-
homa, hvers hagnaður er af tölvu-
framleiðslu. Hann er maðurinn á
bak við það að þessi kvikmynd var
gerð. í slíku uppáhaldi hefur sagan
af Nickel verið hjá honum um
margra ára skeið, að hann afréð að
spandera monný í eins og eina bíó-
útgáfu af bókinni í hitteðfyrra. Og
síðasta ár hófust svo tökur. Þeim
lauk sem betur fer á tilskildum
tíma, því á þeim stað þar sem megin-
hluti þeirra fór fram, á barmi St.
Andrewssprungunnar við Nickel
fjall, varð snarpur jarðskjálfti aðeins
fáeinum dögum eftir að kvikmynda-
tökufólkið var búið að klára sig af.
Skjálftinn lagði Coalinga í eyði, auk
þess sem stórsá á minnismerkinu
DV-myndasafn
um James Dean sem stendur þar
nærri. Enn er það önnur saga.
Sagan sjálf um „Nickel Mountain”
er ástarsaga sem fjallar um baráttu
tveggja ólíkra manna um hylli einn-
ar og sömu stúlkunnar sem er á
sautjánda ári og ófrísk eftir annan
þeirra. Sögusviðið er fjallabyggðin í
Nickel fjalli, þar sem þeir efnuðustu
búa efst en snauðustu neðst, en á
þann hátt er skírskotað til hinnar
pýramídísku skiptingar í samfélag-
inu. Aðalleikarar myndarinnar eru
bandarískir og má nefna Grace
Zabrisky (An Officer and a Gentle-
man), Michael Cole (þekktur úr
bandarískum sjónvarpsþáttum),
Patrick Cassidy (bróður Davids og
Shawns), en stúlkuna á sautjánda
ári leikur Heather Langenkamp og
er þetta hennar fyrsta hlutverk í
kvikmynd.
-SER.
HELGARPÖSTURINN 15