Helgarpósturinn - 14.02.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 14.02.1985, Blaðsíða 20
MISGENGI SULTARO Tungutak stjórnmálamanna gaumgæft Lágkúra og veróbólgin orð: „Uppsöfnuó málfarskreppa" Ólafur Haröarson, kennari í stjórnmálafræði við HÍ, hefur eftir- farandi að segja um vanda stjórn- málamanna: „Eitt hlutverk stjórn- málamanna er að vera tengiliður við almenning. Þeir lenda í þeirri klemmu að þurfa annars vegar að fjalla um málin upp úr embættis- mannaskýrsium, hins vegar út frá flóknum kenningum, einkum í hag- fræði. Það er í sjálfu sér ekkert skrýtið þótt þeir lendi stundum í vandræðum við það að fjalla um málin á einfaldan og auðskilinn hátt. Og stundum átta þeir sig ekki nógu vel á kjarna málsins til að geta tjáð sig nógu skýrt. Stjórnmálamenn verða að trúa, ganga út frá einhverri kenningu og halda sig við hana. Þeir reyna oft að einfalda málin með því að nota lík- ingar." En ekki hafa allir jafn ríka samúð með stjórnmálamönnum í tilvistar- legri málkreppu og Ólafur. Sigurdur G. Tómasson, sem oft hefur gagn- rýnt tungutak stjórnmálamanna í þættinum Daglegt mál í útvarpinu, kemst svo að orði: „Stjórnmála- mönnum, ásamt íþróttafréttaritur- 20 HELGARPÓSTURINN eftir Jóhönnu Sveinsdóttur myndir Jim Smart Hvernig geta laun skriðiö? Hvernig má vera aö peningar brenm á verðbólgubáli? Hvernig getur verðbólguhraói hækkaö og lækkaó? Hvernig geta orðið vatnaskil í stjórnmálum? Hvaö merk- ir setning á borö vió:, ,Það veróur aö gera eitthvað róttækt til varn- ar uppsjöfnuóum veröbólguvanda?" Ofangreind dæmi eru öll tekin úr klisjusafni stjórnmálaumræö- unnar. Hér á eftir verður reynt að varpa nokkru ljósi á málnotkun stjórnmálamanna, einkum þaö sem mióur fer. Ábyrgð þeirra er ekki lítil: Ekki aóeins vió aö reyna að stjórna landinu, heldur einn- ig við aó gefa almenningi einskonar forskrift aó því hvernig beri að hugsa og tala um hugtök og fyrirbæri sem varöa líf allra lands- manna, á borð viö frelsi, lýðræði, þjóöarframleiöslu, verðbólgu 'O.þ.u.l. Tala stjórnmálamenn sömu tungu? Tala þeir mál sem er sæmi- lega skiljanlegt almenningi? Til aö grennslast fyrir um þaö gríp- um viö nióur í Alþingistíóindum, þar sem ræöur þingmanna eru prentaðar, skýrslum sömuleiöis, og spjöllum vió nokkra einstakl- inga sem fylgjast gjörla meö stjórnmálaumræöunni starfs síns vegna. um dagblaðanna, hættir mest til að klúðra orðtökum. Þeir tala t.d. um að menn bruggi áfengt öl í heima- húsum og neyti fíkniefna í blóra viö lögin, sem samkvæmt orðanna hljóðan merkir að það sé lögunum að kenna að menn bruggi og neyti fíkniefna. Ég man eftir því að fyrir alþingis- kosningarnar 78 talaði einn fram- bjóðandinn um að þessar kosningar myndu marka vatnaskil í íslenskum stjórnmálum. Hann hefur sjálfsagt ætlað að segja straumhvörf. Vatna- skil merkir dálítið annað og verður eiginlega merkingarleysa í þessu samhengi. Síðan þetta var hef ég svo heyrt tvo aðra stjórnmálamenn nota þetta brenglaða orðatiltæki í ræðum sínum. Það er nefnilega það furðulega við ambögurnar, að það er engu líkara en að stjórnmála- mennirnir séu að bíða eftir „snilli- yrðum“ hver hjá öðrum sem þeir apa síðan upp umhugsunarlaust. En misheppnað líkingamál endar ailtaf í lágkúru. Þetta sýnir hve firrtir þeir eru margir hverjir frá daglegu lífi: Þeir lesa bara ambögurnar hverjir úr öðrum og skýrslur sérfræðinga. Orðatiltæki þeirra, „að skoða alla hluti" í hinu og þessu samhengi, vís- ar einmitt til pappírsvinnunnar. Já, svo er það sérfræðingamálið"

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.