Helgarpósturinn - 14.02.1985, Síða 22
'4
I
HELGARDAGSKRÁIII
Föstudagur
15. febrúar
19.15 Á döfinni.
19.25 Krakkarnir í hverfinu.
19.50 Fróttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.3P Áuglýsingar og dagskrá.
20.4060 ára afmælismót Skáksam-
bands Islands. Skákskýringarþáttur.
20.56 Kastljós. Þáttur um innlend málefni.
21.25 ponrokk.
21.55 Njósnahnettir. Bresk heimildamynd
•sem sýnir hvernig unnt er aö fylgjast
með atburöum og mannvirkjum á
jöröinni frá gervihnöttum stórveld-
anna í himingeimnum.
22.30 Þrjár konur fá bréf. (A letter to
Three Wives). Bandarísk gamanmynd
frá 1949. s/h. Leikstjóri Joseph L.
Mankiewicz. Aöalhlutverk: Jeanne
Crain, Ann Southern, Linda Darnell og.
Kirk Douglas. Þrjár konur í sama smá-
bæ fá dularfullt bréf frá þokkadís staö-
arins sem segist vera farin úr bænum
fyrir fullt og allt ásamt eiginmanni
einnar þeirra. Konurnar finna allar viö
nánari athugun einhverja brotalöm á
hjónabandinu og verða á nálum um
eiginmenn sína.
00.10 Fróttir í dagskrárlok.
Laugardagur
16. febrúar
14.45 Enska knattspyrnan. York City og
Liverpool. Bein útsending frá 14.55 —
16.45.
17.20 Iþróttir.
19.25 Ævintýri H. C. Andersens. 2. Litla
stúlkan meö eldspýturnar og
Prinsessan á bauninni.
19.50 Fróttaágrip á táknmáli.
20.00 Fjéttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskró.
20-IÉVið feöginin.
21.00 Jöllgótan.
21130 Harrý og Tontó. Bandarísk bíómynd
• :ffrá 1974. Leikstjóri Paul Mazursky.
Aðalhlutverk: Art Carney ásamt Ellen
Burstyn, Chief Dan George, Geraldine
Fitzgerald og Larry Hagman. Harrý,
sem er ekkill á áttræöisaldri, er ekki
lengur vært í New York. Hann leggur
því land undir fót ásamt Tontó, kettin-
um sínum, ( leit aö viðkunnanlegum
samastað.
23.30 Dagskrórlok.
Sunnudagur
17. febrúar.
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Hjalti
Þorkelsson flytur.
16.10 Húsið ó slóttunni.
17.00 I leit aö rödd. Bresk heimildamynd.
Margt fjölfatlað fólk getur hvorki tjáö
hugsanir sínar í mæltu máli né rituöu.
18.00 Stundin okkar.
19.20 Hló.
19.50 Fróttaógrip ó táknmóli.
20.0Qfróttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskró.
20.40 Sjónvarp næstu viku. Umsjónar-
maöur Magnús Bjarnfreðsson.
20.55 Jpkum lagiö. Lokaþáttur.
21.55pýrasta djósniö. Lokaþáttur.
22.45 Nóbelsskóldiö Jaroslav Seifert
Bókmenntaverðlaun Nóbelsárið 1984
hlaut Jaroslav Seifert, 83 ára tékk-
neskt Ijóöskáld. í þættinum er fjallaö
um skáldið, fariö með Ijóð og sænskir
sjónvarpsmenn ræöa viö Seifert í
Prag. Leyfi til þess var ekki auðfengiö
þar sem skáldið hefur löngum veriö yf-
irvöldum í Tékkóslóvakíu óleiðitamur.
Umsjónarmaður Lars Helander. Þýö-
andi Jóhanna Þráinsdóttir. (Nordvis-
ion — Sænska sjónvarpið).
23.30 Dagskrólok.
Fimmtudagur
U y 14. febrúar
19.00 Kvöldfróttir.
19.55 Daglegt mál.
20.00 Leikrit: ,,Þaö var haustið sem. . .
eftir Bríeti Héöinsdóttur. Leikstjóri:
Bríet Hóðinsdóttir. Leikendur: Sigrún
Edda Björnsdóttir, Guðrún Ásmunds-
dóttir, Pétur Einarsson, Guðrún Þ.
Stephensen, Edda Þórarinsdóttir og
Guðbjörg Thoroddsen.
21.15 Samleikur í útvarpssal. Guðný Guð-
mundsdóttir og Snorri S. Birgisson
leika saman á fiðlu og píanó
21.40 ,,Þegar miöilshæfileikar mlnir
komu í Ijós." Smásaga eftir Ólaf
Hauk Símonarson. Erlingur Gíslason
les.
22.00. Lestur Passíusálma (10).
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
22.35 ,,Rósir og rím". Umsjón: Anna
Ólafsdóttir Björnsson. Lesari með
henni: Árni Sigurjónsson.
23.00 Músíkvaka.
23.45 Fréttir.
24.00 „Djassaö í Djúpinu" — (Bein út-
sending). Hljóðfæraleikarar: Guö-
mundur Ingólfsson, Guðmundur
Steingrímsson, Tómas Einarsson og
Þorleifur Gíslason. Kynnir: Vernharð-
ur Linnet. Umsjón: Ólafur Þórðarson.
24.45 Dagskrárlok.
Föstudagur 15. febrúar
07.0Ö Veðurfregnir. Fréttir. A virkum degi.
07.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur
frá kvöldinu áöur.
08.00 Fréttir. 08.15 Veðurfregnir.
09.00 Fréttir.
09.05 Morgunstund barnanna.
09.20 Leikfimi. 09.45 Þingfróttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.45 >;Þaö er svo margt aö minnast ó".
11.15Jjforguntónleikar.
12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir.
14.00 „Blessuð skepnan" eftir James
Herriot.
14.30 Á lóttu nótunum.
16.00;S|réttir. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.10 Sfðdegisútvarp.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfróttir.
19.50 Daglegt mál.
20.00 Lög unga fólksins.
20.40 Kvöldva ka.
Val Þórs Jakobssonar
veöurfræöings
„Mér sýnist kvölddagskrá útvarpsins á fimmtudaginn álitleg, annars
fer það alveg eftir því hvort ég get gefið mér tíma frá félagsmálum, hvort
ég hlusta þá. Yfirleitt heyri ég ekkert í útvarpinu á daginn, nema hádeg-
isútvarjiið, því það er ekki haft í gangi á mínum vinnustað.Veðurstof-
unni. A veðurfregnir hlusta ég lítið, enda eru þæreitthvert leiðinlegasta
útvarpsefnið. Eg hlusta hinsvegar oft á kvöldvökuna, sem er mjög
skemmtileg. Á laugardaginn ætla ég að hlusta á Ásgeir Blöndal Magnús-
son flytja þáttinn íslenskt mál. Á Rás-2 hlusta ég ekki mikið en heyri óm
frá henni hjá yngra fólki á heimilinu og líkar ágætlega. Sem áhugamaður
um gervihnetti býst ég við að horfa á bresku heimildamyndina í sjón-
varpinu á föstudagskvöldið, og raunar lýst mér ágætlega á alla helgar-
dagskrá útvarps og sjónvarps. Ég hef bæði átt heima í Norður-Ameríku
og Noregi og þótt margir vilji ekki trúa því, þá finnst mér útvarp og sjón-
varp hér mun fjölbreytilegra en þar. Ekki síst eftir tilkomu Rásar-2. Það
er miklu einhæfari dagskrá í útvarpi í Ameríku en hér.“ Þetta voru orð
Þórs Jakobssonar veðurfræðings sem sér um valið í þessari viku.
21.30 Hljómbotn.
22.00 Lestur Passíusólma (11).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
22.35 Úr blöndukútnum. (RÚVAK).
23.15 Á sveitalínunni. (RÚVAK).
24.00 Fréttir.
Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00.
Laugardagur
16. febrúar
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. Þulur
velur og kynnir.
08.00 Fréttir. Morgunorð.
08.15 Veðurfregnir.
08.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar.
08.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur frá
kvöldinu áður.
09.00 Fréttir. Tónleikar.
09.30 Óskalög sjúklinga. (10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.)
11.20 Eitthvaö fyrir alla. Sigurður Helga-
son stjórnar þætti fyrir börn.
12 20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir.
13.4Ö Iþróttaþóttu r.
14#0 Hór og nú.
15.16 Listapopp.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 íslenskt mál.
16.30 Bókaþóttur.
17.10 Á Óperusviðinu.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfróttir.
19.35 Úr vöndu að róöa.
20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant
skipstjóri og börn hans" eftir
Jules Verne.
20.20 Harmonikuþáttur.
20.50 Sögustaðir ó Norðurlandi. Mööru-
W vellir í Eyjafiröi. (RÚVAK).
21.35 Kvöldtónleikar.
22.00 Lestur Passfusólma (12).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
22.35 Uglan hennar Mínervu.
23.15 Óperettutónlist.
24.00 Miönæturtónleikar.
00.50 Fréttir.
Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00.
Sunnudagur
17. febrúar
08.00 Morgunandakt.
08.10 Fréttir.
08.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.).
08.35 Lótt morgunlög.
09.00 Fréttir.
09.05 Morguntónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Stefnumót viö Sturlunga.
11.00 Messa í Bústaðakirkju.
Hádegistónleikar.
12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir.
13.20 Þuríöur formaöur og Kambróns-
menn. Annar þáttur.
14.30 Mjiödegistónleikar.
15.10 Meö bros ó vör.
16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Um vísindi og fræöi.
17.00 Sfðdegistónleikar.
18.00 Vetrardagar. Jónas Guömundsson
rithöfundur spjallar við hlustendur.
18.20 Tónleikar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfróttir.
19.35 Fjölmiölaþótturinn.
20.00 Um okkur.
20.50 Hljóinplöturabb.
21.30 ÚtVL<rpssagan: „Morgunverður
meistaranna" eftir Kurt
Vonnegut.
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
22.35 Galdrar og galdramenn. (RÚVAK).
23.05 Djassþóttur.
23.50 Fréttir.
Fimmtudagur
14. febrúar
20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda
21.00-22.00 Nú má óg!
22.00-23.00 Rökkurtónar.
23.00-24.00 Vör.
Föstudagur 15. febrúar
10.00-12.00 Morgunþáttur.
14.00-16.00 Pósthólfið.
16.00-18.00 Léttir sprettir.
HLÉ
23.15 Næturvaktin.
Laugardagur 16. febrúar
14.00-16.00 Léttur laugardagur.
16.00-18.00 Milli mála.
HLÉ
24.00-24.45 Listapopp.
24.45-03.00 Næturvaktin.
Sunnudagur 17. febrúar
13.20-16.00 Krydd f tilveruna.
16.00-18.00 Vinsældalisti hlustenda
rósar 2.
SJÓNVARP
eftir Ingólf Margeirsson
Leyniplagg forsœtisrádherra
ÚTVARP
A staðnum
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra
mættu á blaðamannafund í sjónvarpssal
s.l. þriðjudagskvöld og sátu fyrir svörum
varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum og stefnu hennar í heild.
Eiginlega féll þessi þáttur um sjálfan sig
er tíu mínútur voru liðnar af honum.
Steingrímur kastaði þá þeirri bombu í
sjónvarpssal, að hann hefði skráð 25 at-
riði til úrlausnar í efnahagsmálum (hann
veifaði meira að segja plagginu) en gæti
ekki fjölyrt um ráðstafanirnar, þar sem
hin dagsettu atriði hefðu ekki verið lögð
fyrir samráðherra sína. „Albert hefur
ekki einu sinni séð þessi atriði", sagði for-
sætisráðherra brosandi. Þar með var all-
ur rökréttur umræðugrundvöilur fyrir úr-
ræði ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum
hruninn. Ráðherrarnir fengu hins vegar
nokkrar sendingar á sig sem þeir vörðu
misvel.
Stjórnandi þáttarins, Páll Magnússon,
röskur að vanda, lagði ýmislegt til mál-
anna í orrahríð blaðamanna, en þegar
hann spurði Albert, hvort ríkisstjórnin
mótaði ekki stefnu sína án íhlutunar mál-
svara atvinnuveganna, svaraði fjármála-
ráðherra, að ríkisstjórnin hefði samráð
við fulltrúa atvinnuveganna. „íslandi er
ekki stjórnað nema í samráði við fólkið",
Steingrlmur: Ég er með lausnina I hendi mér
en segi ekkert.
sagði Albert án þess að sannfæringarsvip
væri að finna á andlitum blaðamanna (né
heldur sennilega sjónvarpsáhorfenda)
við þau svör. Það kom einnig fram í máli
Alberts, að ríkisstjórnin hefði varið rúm-
um 1,8 milljörðum í mildandi ráðstafanir.
„Þetta er ríkisstjórn fólksins", ítrekaði
fjármálaráðherra.
Ýmislegt bar á góma. Þórunn Gests-
dóttir (DV) vildi vita um vísitölubindingu
launa, sem Steingrímur sagði að yrði
ekki tekin upp. „Verður þá allt verðtryggt
nema launin?", spurði Oskar Guðmunds-
son (Þjóðviljinn). Skattamálin voru rædd,
Albert vildi ekki fjölyrða um skattalækk-
unarleiðina í kjarasamningum. „Ég er
ekki búinn að gefa upp neinn bolta",
sagði hann og skírskotaði til lausnar far-
mannadeiiunnar. Sömuleiðis voru svörin
loðin er skattaeftirlit var til umræðu í ljósi
skattsvika SÍS. Albert sagðist þó aldrei
samþykkja hærri eignaskatt. Húsnæðis-
málin tóku sinn tíma og enduðu í tómri
vitleysu þar sem ráðherrarnir töluðu
hvor upp í annan.
Bankamálin voru langáhugaverðasti
þáttur umræðunnar og þar leyndust
nokkrar stórfréttir, eins og hugmynd
Steingríms um að sameina Seðlabanka
og Landsbanka og fyrirspurn Halldórs
Halldórssonar (HP) til Steingríms, um það
hvort Búnaðarbankinn og Útvegsbank-
inn væru að ganga í eina sæng saman.
Tillögur Steingríms um uppstokkun ráðu-
neyta voru stóráhugaverðar. Mikið af
umræðunni fór í orðhengilshátt og al-
mennt kjaftæði og einkar áberandi að
blaðamenn voru tilbúnir með einstakar
spurningar en skorti yfirgripsmikla þekk-
ingu til að geta fylgt eftir einstökum
málaflokkum. Það vantaði einnig gamlar
kanónur úr þingfréttamennskunni eins
og Stefán Friðbjarnarson á Morgunblað-
inu og Hauk Helgason á DV. Þeir hefðu
kannski gert gæfumuninn.
Fátt hrífur fréttaþyrsta mannveru jafn
mikið og þegar fjallað er um mál þar sem
þau eru að gerast, eða voru að gerast rétt
í þessu. Á einföldu máli heitir þetta: að
vera á staðnum.
Af öllum fjölmiðlum er þetta áhrifa-
mest í hljóðvarpi, enda gefur sú tækni,
sem þar er að baki við fréttaöflun, mesta
möguleika í þessu tilliti. Hún er einföld og
ómannfrek og það, sem ræður úrslitum:
hún skilar sér langtum fljótar til neytenda
en aðrir fjölmiðlar eiga val á, þar á meðal
sjónvarp, sem á íslenskan mælikvarða
hefur ekki efni á þessum stæl, nema í
undantekningartilvikum.
í einhverri bók, sem ég las um fjölmiðl-
un um daginn og man því miður ekki
lengur hvað heitir, var fjallað um þetta
atriði. Þar hélt höfundur fram þeirri skoð-
un sinni hvað útvarpsfréttir áhrærði, að
flutningur þeirra í talstofu (stúdíói) væri
hreinn neyðarkostur. Fréttamennska í út-
varpi væri í því fólgin að vera úti meðal
fólksins í þjóðfélaginu og segja fréttirnar
þaðan eins og þær kæmu fyrir á staðn-
um. Hitt væri blaðamennska að safna
saman efni utan af götu og vinna það síð-
an inni á ritstjórnarskrifstofu, fjarri sögu-
sviðinu. Þarna vildi höfundur skilja á
milli.
Ég er að mörgu leyti sammála höfundi
að þessu leyti. Það á að vera nokkur mun-
ur á milli fréttamennsku og blaða-
mennsku, þótt auðvitað geti þessi fög
skarast á mörgum sviðum, svo sem eins
og þeim þegar verið er að rannsaka
ákveðið misferli í þjóðfélaginu upp á eig-
in spýtur. Þá labbar fréttamaðurinn sig
auðvitað ekki sisona inn á misgjörðar-
staðinn og segir fréttir þaðan af því
hvernig honum gangi að sanna sektina.
Það sem skilur hinsvegar hvað mest á
milli blaðamennsku og fréttamennsku að
þessu leyti finnst mér vera sá möguleiki
hljóðvarps að gera ákveðið mál að lif-
andi frétt, sem blöðunum til dæmis er
næsta ómögulegt að afgreiða á annan
hátt en þurran og kerfisbundinn. Með því
að vera á staðnum með hljóðnemann og
útvarpa beint þaðan sem eitthvað er að
gerast, nær útvarpið með auðveldasta
móti einhverju því mikilsverðasta í mál-
inu; sjálfu andrúmsloftinu á svæðinu,
spennunni, látunum. Aðeins einn mann
með upptökutæki þarf til og tæknimann
að auki, á meðan sjónvarpið til dæmis,
getur ekki annað en breytt þessu and-
rúmslofti og spennu, með öllum tækjun-
um sem því fylgja,- ég nefni skæra ljós-
kastara.
Eðlilegt er að nefna hér dæmi til skýr-
ingar. Eg skal hafa það nærtækt. Áf-
mæiismót Skáksambands íslands er nú
haldið á Loftleiðahótelinu. Af framan-
greindu er ljóst að útvarpið á einna auð-
veldast með að flytja fréttirnar þaðan á
sem mest spennandi hátt. Með einföldum
tæknibúnaði á það að geta fært okkur
spennu andrúmsloftsins þaðan beint og
milliliðalaust og ótruflað, á meðan það
verður að uppistandi hjá sjónvarpinu og
sólarhringsgömlu máli hjá blöðunum og
þá oftast sem þurrpumpuleg upptalning á
úrslitum.
Á þennan hátt getur útvarpið gert jafn-
vel fátæklegustu mál að stórkostlega
skemmtilegum fréttum með sinni ein-
földu og ómannfreku tækni. Það getur
gert það að verkum, í kvöldfréttunum til
að mynda, að maður finni sig í uppvask-
inu mitt í atburðarás lifandi hasars úti í
bæ.
i
22 HELGARPÓSTURINN