Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝM „Það kom mönnum mjög spánskt fyrir sjónir að þetta plagg sem dreift var í 15—20 eintökum til trúnaðarmanna skyldi leka út til fjölmiðla," segir alþýðubandalagsmaður með góða innsýn í gang mála um leyni- skýrslu Alþýðubandalagsins sem HP birti fyrst blaða í síðustu viku. Það kom illa við forystumenn sem hafa mátt fylgjast með andófsblikum, brottför áhrifamanna úr flokknum og sívaxandi óánægjuröddum á síðustu mánuðum að sjá hana opinberaða í fjölmiðlaumræðunni. Haldinn var regluleg- ur fundur í framkvæmdastjórn flokksins sl. mánudag ,,en málið var ekkert rætt þar,“ seg- ir flokksmaður við HP. „Það var samt pirr- ingur í mönnum," segir annar. I reynd segja þeir sem taka undir gagnrýni „mæðranefndarinnar" að málið snúist ekki einvörðungu um óánægju með forystusveit- ina, málið sé svolítið flóknara en það, en það er þó orðið alveg ljóst að hún er gerð ábyrg fyrir að hafa ekki staðið sig í stykkinu, vaðið áfram án þess að hlusta á raddir flokksmeð- lima og ýmsir hafa alveg viljað loka augun- um fyrir vanda flokksins. Verið á móti þess- ari naflaskoðun. Hver er ástæðan? „Jú,“ segir flokksmaður, „eldri forystumenn eru hræddir við klofn- ingstradisjónina. Óttast að deilur um þessi ágreiningsefni geti valdið klofningi álíka og varð 1968.“ Annar flokksmaður tekur undir þetta með átökin við formlega stofnun Al- þýðubandalagsins 1968. Þau séu að ýmsu leyti hliðstæð. Þá varð visst pólitískt uppgjör í flokknum og nú stefni í slíkt hið sama. Af viðtölum við flokksmenn má ráða að Svavar Gestsson er talinn við sömu fjölina felldur og þeir sem vilja halda niðri þessari ögrandi umræðu. „Svavar er í engu undanskilinn. Hann er hræddur við að hleypa upp umræð- unni af ótta við klofning." Menn voru nokkuð á einu máli um að það væri komin upp breið gjá á milli atvinnustjórnmálamannanna og hinna óbreyttu flokksmanna. Það hefur líka verið að skýrast að stóll for- mannsins er byrjaður að riða. Skyldi það vera vegna þess að hann hefur sem formað- ur lagt sig allan fram um að halda friðinn í flokknum, sætta sjónarmiðin? Nei, svo er ekki. „Svavar er alls ekki álitinn neinn sátta- . „Stjórnarþátttaka Fram- sóknarflokksins hefur vald- ið kreppu í flokknum.. .“ segir Haraldur Ólafsson al- þingismaður um sinn flokk Færa alþýðubandalagsmenn Ólafi Ragnari forystutitil? maður í flokknum," segir alþýðubandalags- maður við HP, og bætir við: „En Svavar vill halda í alla þræði sjálfur og treystir fólki illa til að fara sjálft með málin. En auðvitað hefur allur vandinn og gagnrýnin mætt mest á honum sem formanni flokksins og í augna- blikinu get ég ekki séð að neinn annar sé fær um að fara með það hlutverk." Þar eru þó ekki allir á sama máli. Flokksmaður með góða yfirsýn yfir átakavettvanginn segir HP að ýmsir þandalagsmenn séu farnir að líta til Ólafs Ragnars Grímssonar sem álitlegs val- kosts í framvarðarstöðu. Ólafur Ragnar nýt- ur þess að vera í áhrifastöðu innan flokksins sem formaður framkvæmdastjórnar og hafa gott álit fyrir frækilegt vafstur á alþjóðavett- vangi, en ólíkt því sem er um aðra forystu- menn, er hann ekki gerður ábyrgur fyrir óförum og vanda flokksins þar sem hann sit- ur hvorki á þingi né í sveitarstjórn. Hann hef- ur því getað tekið undir gagnrýnina og nýtur styrkrar stöðu sem hann hefur varla þurft að bera sig eftir sjálfur, hyggi bandalagsmenn á einhverjar forystubreytingar. Þó vettvangur átakanna í Alþýðubanda- laginu sé á höfuðborgarsvæðinu er kreppu- einkenni ekki síður að finna á landsbyggð- inni, þó sagt sé að þingmenn úti á landi vilji illa kannast við að eitthvað ami að hjá þeim. Ólafur Ragnar tekur undir þetta og segir HP: „Það er mikill misskilningur að þessi vandi einskorðist við Reykjavík. Ég veit að úti á landsbyggðinni hafa flokksmenn miklar áhyggjur af því hvernig málin hafa þróast í flokknum. Það sem mestu skiptir fyrir flokk- inn í framtíðinni er að það takist að skapa farveg fyrir nýjar hugmyndir og ný tök," seg- ir Ólafur. Ýmsir hafa haldið því fram að innanflokks- ólga í Alþýðubandalaginu sé ekki sérein- kenni þess flokks í stjórnmálunum. Flestir aðrir flokkar eigi við svipaðan vanda að etja að meira eða minna leyti. Það er t.d. athyglis- vert, að um sama leyti og leyniskýrsla „mæðranefndarinnar" birtist kemur Magnús Ólafsson, fyrrv. ritstjóri NT, fram í blaðaviðtali með harðorða gagnrýni á for- ystu Framsóknarflokksins og segir flokkinn vera steinrunninn og tæpast eiga sér við- reisnar von að öllu óbreyttu. Magnús er vara- formaður Sambands ungra framsóknar- manna og virðist túlka óánægju þeirra. Þórdur I. Guðmundsson stjórnmálafræðing- ur sem er framarlega í þeirri sveit segir t.d. við HP: „Magnús rökstyður að vísu ekki það álit sitt að flokkurinn sé steinrunninn en maður getur ekki annað en verið honum sammála um að hann sé staðnaður. Það er ríkjandi skoðun meðal ungra framsóknar- manna að flokkurinn sé alltof gamaldags og löngu staðnaður þrátt fyrir breytta þjóðfé- lagshætti. Við erum að vísu ekki óánægðir með þrengstu forystuna, s.s. formann og varaformann, en þarna togast á sjónarmið eflir Ómar Friðriksson þéttbýlisbúa og staðnaðra landsbyggðar- þingmanna. Það þarf að kafa djúpt ofaní stefnugrundvöll flokksins, flokksstarfið og skipta um menn, koma nýjum mönnum í áhrifastöður. Það tekur tíma að rífa flokkinn upp, en grundvallarforsenda þess er að flokkurinn hvíli sig á stjórnarþátttöku. Hann hefur að vísu verið kjölfesta í stjórnmálum um langa hríð og gæti því neyðst til að halda því hlutverki að mynda ríkisstjórnir. En við vonum að til þess þurfi ekki að koma við næstu stjórnarskipti. Það er hreinlega lífs- spursmál fyrir flokkinn." Einn úr framvarðarsveit SUF tekur undir það að skipulag flokksins sé í mörgu staðnað og ástæða er til að minna á að Finnur Ing- ólfsson, formaður SUF, viðraði þá hugmynd á nýafstaðinni ráðstefnu framsóknarkvenna, að flokknum væri hollt að hvíla sig á stjórn- arþátttöku, án þess þó að hafa það að beinu markmiði. Eldri menn í flokknum taka ekki eins djúpt í árinni og hinir yngri en Haraldur Ólafsson þingmaður segir þó við HP að það sé komin þörf innan flokksins að ræða málefni hans. „Atvinnumálastefna flokksins og núverandi stjórnarþátttaka hefur valdið kreppu innan flokksins," segir hann, en kvaðst þó ekki sjá að það geti leyst vandann að flokkurinn hvíli sig á stjórnarþátttöku. „Það getur ekki verið stefnumið stjórnmálaflokks að vera utan rík- isstjórnar. Ég hef margt við ummæli Magnús- ar um forystu flokksins að athuga. Þau voru nokkuð sleggjudómakennd, en það að Fram- sóknarflokkurinn sé steinrunninn álít ég bæði rétt og rangt. Aðalatriðið er þó að Framsóknarflokkurinn hefur ákveðnu hlutverki að gegna í íslenskum stjórnmálum." Haraldur tekur nokkuð undir það að ágreiningur sé á milli þéttbýlis og dreifbýlis. „Það eru viss ágreiningsatriði sem við í Reykjavík höfum reynt að halda niðri til að geta komið fram af einingu, en það er ekkert leyndarmál að viss gjá hefur skapast á milli framleiðenda og neytenda." ERLEND YFIRSÝN Forusta Verkamannaflokksins norska get- ur sjálfri sér um kennt, að hana skorti herslu- muninn til að fella samsteypustjórn Hægri flokksins og tveggja milliflokka í þingkosn- ingunum á sunnudag og mánudag. Smærri stjórnarflokkarnir græddu á misvægi at- kvæða, en það bitnaði á flokkunum sem heit- ið höfðu að styðja Verkamannaflokkinn til valda. Kosningareglurnar sem boluðu smá- flokknum Vinstri út af Stórþinginu, þannig að stjórnarandstöðuatkvæði rúmlega þriggja af hundraði kjósenda féllu dauð, eru enn í gildi vegna þess eins, að Verkamanna- flokkurinn kom í veg fyrir kosningalaga- breytingu á síðasta kjörtímabili. Misvægi atkvæða í norskum kosningum er með tvennu móti. Annars vegar eru mun færri atkvæði á bak við hvern kjörinn þing- mann í strjálbýlisfylkjum Norður-Noregs en á þéttbýlli svæðum suður í landi. Hins vegar er einungis um kjördæmiskjör að ræða, upp- bótarsæti eru engin, svo flokkar geta setið uppi þingmannslausir þrátt fyrir þó nokkurt kjörfylgi, sé það hvergi nógu samþjappað til að fá mann kjörinn. Verkamannaflokkurinn hefur einatt notið góðs af misvægi atkvæðanna, bæði vegna mikils fylgis síns í Norður-Noregi sér í lagi og vegna stöðu sinnar sem stærsti flokkur landsins. Vegna fastheldni í þessa forrétt- indaaðstöðu beittu þingmenn Verkamanna- flokksins stöðvunarvaldi á þingi, til að hindra framgang kosningalagabreytingar sem naut fylgis allra annarra flokka og gerði ráð fyrir að uppbótarsæti kæmu til sögunnar í Noregi. Afleiðingin varð að tveir stjórnarflokk- anna, Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðar- flokkurinn, tóku upp kosningabandalag í flestum kjördæmum til að nýta betur at- kvæði sín, og fengu til liðs við sig smáflokk sem á engan mann á þingi. Verkamanna- flokkurinn hafnaði hins vegar tilboði Sósí- alíska vinstriflokksins um kosningabandalag þeirra á milli. Báðir þessir flokkar unnu á, Verkamannaflokkurinn bætti við sig fimm þingsætum og Sósíalíski vinstriflokkurinn tveim, en það dugði ekki til, því Vinstri missti sín tvö þingsæti. Niðurstaðan varð því sú, að með 49.4% atkvæða fékk vinstri blökkin 77 þingsæti, en stjórnarflokkarnir náðu 78 þingsætum fyrir 45.2% atkvæða. Útá eitt þingsæti fram yfir, þótt kjörfylgið sé 4.2% undir, situr því stjórn ef*ir Magnús Torfa Ólafsson Hefði Gro fengist til að breyta kosningalögum, væri hún nú forsætis- ráðherra íhaldssemi Verkamanna flokks ins svipti hann fullum sigri hægrimannsins Káre Willochs áfram við völd. Gro Harlem Brundtland verður eftir aðrar kosningar í röð að stýra Verkamannaflokkn- um í stjórnarandstöðu, en nú er munurinn sá að foringjastaða hennar er ekki völt, eins og var eftir ósigurinn fyrir fjórum árum. Bæði fylgismenn og andstæðingar segja Gro hafa átt meginþátt í þeim árangri sem flokkur hennar náði. Framan af síðasta kjörtímabili sat að völd- um í Noregi hrein flokksstjórn hægri manna, sem kom málum fram með liðsinni flokk- anna sem síðar gerðust aðilar að núverandi samsteypustjórn. Myndun hennar var um- deild hjá báðum aðilum. Ýmsir í Hægri flokknum vildu að minnihlutastjórn hans héldi áfram, svo hægt væri að sýna kjós- endum stefnumál flokksins hrein og klár, hvort sem þau næðu óbreytt fram á þingi eða ekki. I báðum milliflokkunum voru uppi raddir sem vöruðu við samstjórn með hægri mönnum. Meðan stjórnarflokkarnir höfðu saman hreinan meirihluta á þingi, kom sérstaða ein- stakra þingmanna stjórninni ekki að sök. Annað getur orðið upp á teningnum eins og nú er komið. Nokkrir þingmenn milliflokk- anna eru til dæmis sammála þeim ágreiningi sem Verkamannaflokkurinn gerir við stuðn- ing stjórnarinnar við kjarnorkuvopnastefnu A-bandalagsins. Eins og flokkaskipting er nú á Stórþinginu gætu þeir myndað meirihluta með vinstri flokkunum um þetta efni, og því ■ komið á í Noregi svipuðu ástandi og ríkir í Danmörku, þar sem einn af stuðningsflokk- um stjórnarinnar í innanlandsmálum mynd- ar meirihluta með stjórnarandstöðunni í atkvæðagreiðslum um tiltekin utanríkismál. Enn meiri hætta er þó stjórn Káre Willochs búin af því, að tveir þingmenn Framfara- flokksins ríða nú baggamuninn milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hagen, formanni Framfaraflokksins, svipar í málflutningi mjög til Glistrups í Danmörku, og Hægri flokkurinn vill ekkert eiga saman við hann að sælda. Þótt Hagen hafi heitið því að fella aldrei stjórn sem Hægri flokkurinn veitir for- ustu, er oddaaðstaða Framfaraflokksins á þingi tvímælalaust til þess fallin að veikja núverandi stjórn. Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkur- inn hafa þann tíma sem samsteypustjórnin hefur starfað átt í erjum við Hægri flokkinn um ýmis mál. Þar til má nefna úthlutun olíu- vinnsluleyfa á nýjum vinnslusvæðum sem verið er að taka í notkun, fjárframlög til at- vinnuvega og einstakra fyrirtækja í nafni byggðastefnu og ráðstafanir til að draga úr opinberum afskiptum af atvinnuvegum og eftirliti með fyrirtækjum. Fyrsta stefnuyfirlýsing Willochs eftir að ljóst varð að hann heldur forsætisráðherra- stólnum sýnir, að hann gerir sér manna best ljósa þörfina á að leitast við að treysta tengsl milliflokkanna við Hægri flokkinn og stjórn sína. Forsætisráðherrann kunngerði daginn eftir kosningarnar, að hann væri fús til að beita sér fyrir breytingu á kosningalögunum til að ráða bót á misvægi atkvæða. Þetta væri smærri flokkunum í hag, nema helst Miðflokknum, en bæði hann og Verka- mannaflokkurinn mega gera ráð fyrir að undan breytingum á kosningalögum verði ekki lengur vikist. í samstarfi við hægri menn geta miðflokksmenn gert sér von um að hafa þau áhrif á mótun kosningalaga- breytinga, að hagsmunum þeirra sé betur borgið en ella. Kosningalagabreyting rétt að afstöðnum kosningum, þar sem Verkamannaflokkurinn varð af vinningnum fyrir það eitt að hafa^ hindrað framgang slíkrar lagfæringar, væri vissulega beiskur biti fyrir flokkinn að kingja. En Gro Harlem Brundtland hlýtur að einbeita sér að því í stjórnarandstöðunni að leitast við að losa um tengslin milli stjórnar- flokkanna. Þingrofsheimild er ekki í norsk- um lögum, svo falli ríkisstjórn á miðju kjör- tímabili verður að mynda nýja. Kosningarnar hafa sýnt að straumurinn liggur til vinstri í norskum stjórnmálum. Rýrnandi fylgi Hægri flokksins kom ekki Framfaraflokknum til góða, hann hlaut þvert á móti verulegan skell, tapaði nær fimmta hverju atkvæði miðað við síðustu kosningar. Þessi staða í stjórnmálum ýtir undir milli- flokkana að gera sig og sín sérstöku stefnu- mál meira áberandi í stjórnarsamstarfinu en hingað til. Willoch forsætisráðherra er því aukinn vandi á höndum, bæði samstarfs- menn og andstæðingar verða honum erfið- ari en fyrra kjörtímabil. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.