Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 17
Meistarar djassins þeir Niels-Henning, Ole Kock og Bátur östlund. Niels-Henning 0rsted Pedersen: Sargaöi íslenska þjódsönginn 12 ára gamall HP í mat meö Niels-Henning, Pétri Östlund og Ole Kock Hansen Það er æði að vera djassgeggjari í Reykjavík í dag — og á morgun líka og laugardag og sunnudag. Allir stórmeistararnir í Reykjavík — eða næstum allir! I það minnsta er varla rúm fyrir fleiri. i gær komu þeir fyrstu með Flugleiðaþotunum. Pétur meistaratrommari östlund frá Stokkhólmi ásamt konu og ungum syni — Sebastian. Frá Kaupmanna- höfn Niels-Henning 0rsted Ped- ersen og Ole Kock Hansen og í dag eigum við von á Tete Monto- liu, píanósnillingnum katalónska og ástralska saxafónleikaranum Dale Barlow — sem blés með Mezzo- forte á síðustu breiðskífu þeirra. Þeir koma með Lundúnaflugi, en með Kaupmannahafnarvélinni kemur söngkonan þeldökka — Etta Cameron. Fimmtudagurinn gefur okkur sænsku hljómsveitina Emphasis on Jazz og föstudagur- inn er lokadagur — þá kemur danski trompetleikarinn Jens Winter, sem ætlar að blása ásamt vini sínum Dale Barlow með Mezzoforte í Háskóla- bíói á laugardaginn. Já, bærinn er fullur af djassleikurum, erlendum sem íslenskum, og ekki má gleyma Jóni Páli Bjarnasyni sem hingað er kominn frá Los Angeles. ,,Það eru blendnar tilfinningar sem bærast í brjóstinu þegar ég kem til íslands," segir Pétur Östlund-. Hann er fæddur í Bandaríkjunum, alinn þar upp og í Kanada uns hann flyst til íslands ellefu ára gamall. Hann bjó á Keflavíkurvelli Jþartil hann var nær sextán ára svo Island var aldrei eiginlegt föðurland hans. í Svíþjóð hefur hann búið í sextán ár en samt er hann íslenskur ríkisborg- ari. „Enskan er móðurmál mitt og sænsku tala ég — helst að Stokk- hólmsbúar haldi ég sé frá Gotlandi. íslenskan var mér erfiðari en sænskan. Ég hef aldrei náð full- komnu valdi á málinu." — Það er augljóst að Pétur gerir kröfur til sjálfs sín — margur hefði kallað þá íslensku er hann talar góða og gilda. Ég var dálítid ööruvísi ,,Ég er ekki viss um að ég hefði flust frá íslandi hefði ég ekki farið að spila með Hljómum,” segir Pétur. „Það hefði verið auðvelt að leika með einhverri danshljómsveitinni gamla slagara. Þeim þótti ég bara dálítið öðruvísi — síðhærður og sér- stæður! Djassinn var þó mín hug- sjón og í Tjarnarbúð fékk ég tæki- færi að leika með heimsmeisturun- um: Art Farmer, Yusef Lateef, Book- er Erwin o.s.frv. Svíþjóð hefur verið gjöful og ég kenni og spila í djass- sveitum og kemst bærilega af.“ Pétur bendir Önju konu sinni á ýmsa staði í Þingholtunum og segir: „Þarna bjó mamma — þarna bjó ég.“ — Eða: „Eru þeir ekki búnir að rífa gamla húsið initt!“ Kannski er það hús fyrir bí en ekki Pétur Östlund einsog við getum öll heyrt næstu dagana. Vernhardúr veistu. . .? „Vernhardúr, veistu hvað þeir gerðu í Óðinsvéum þegar ungverski sendiherrann heimtaði að fá að leggja blómsveig á gröf óþekkta hermannsins í bænum?" segir Niels- Henning, þegar búið er að bera fram steikina. Ekki vissi ég það en Paganini bassans gat frætt mig á því: „Þeir fóru með hann í kirkjugarð- inn, leiddu hann að gröf Carl Niel- sens og sögðu honum að leggja sveiginn þar. Þá sagði sendiherrann: „Heyrið mig herrar mínir — þarna liggur tónskáldið Carl Nielsen." — „Hafðu engar áhyggjur," svaraði borgarstjóri Óðinsvéa brosandi. „Hann var algjörlega óþekktur meðan hann var hermaður." “ Já, Niels er kominn til íslands og laufléttur húmorinn kryddar tilver- una. Hann hefur verið að leika með tríóinu sínu á Jótlandi og eyjunum og nýja skífan hans hefur selst í þús- undum eintaka: Hin gömlu kynni gleymast ei. Hann var meira að segja í Færeyjum á Folka blues og jazzhátíð með Kenny Drew að leika gamla prógrammið. „Af hverju ekki eitthvað nýtt?“ er spurt. „Veistu það ekki?" er svarað og auðvitað veit undirritaður svarið. í það minnsta hefur aldrei staðið á Niels-Henning að koma til Islands með splunku- nýja efnisskrá og það verður for- vitnilegt að heyra hann og Ole Kock Hansen og Pétur Östlund og strengjakvartettinn leika heimsfræg íslensk þjóðlög einsog Kindur jarma íkofunum, sem Garðar Hólm söng fyrir páfann í Róm og Mú- hamed ben Ali í Kaíró. Niels er ekki búinn að lesa Brekkukotsannál — hefur látið sér íslandsklukkuna nægja — svo hann nær ekki trölla- hlátri okkar Sigurjóns Jónassonar þegar Garðar Hólm er á dagskrá —■ æ, þessi ófétis djass! Ole glímir viö íslensku þjóölögin Niels er þó ekki ókunnugur ís- lenskri menningu. Alinn upp í grúntvískum lýðskólaanda drakk hann ungur í sig frásagnir frá Sögu- eyjunni og þegar handritin voru af- hent lenti hann í þeirri mannraun að spila íslenska þjóðsönginn á bassa. Þannig var, að faðir hans var lýðskólastjóri í Osted og hélt veislu fyrir flokksbræður sína, radíkala, vegna handritamálsins. Þar var ís- lenski sendiherrann og þjóðsönginn átti að kyrja. Enginn gat það svo brugðið var á það ráð að sækja pilt- unginn og fá hann til að sarga lof- sönginn dýra. Ekki fer öðrum sög- um af því en góðum, enda hefur enginn náð náttúruhljóðum úr bass- anum sem hann. Það er liðið að kveldi og Danirnir þreyttir — framundan glíman við ís- lensku þjóðlögin í útsetningu Ole Kocks. Öle lítillátur að vanda segir engan vanda að stjórna og útsetja fyrir stórsveit danska ríkisútvarps- ins — einhver verði að gera það fyrst Thad Jones sé að fást við Basie- bandið. —• „En Thad kemur aftur,“ segir Ole og brosir. — „Sanniði tii.“ Hver snýr aftur og hver ekki — það er þessi spurning! Niels-Henn- ing hefur snúið aftur til íslands í sjötta sinn og nú skal slegið á marga strengi. Dúett með Tete Montoliu — undirleikur hjá Ettu Cameron — tríóleikur með eigin tríói og túlkun íslenskra þjóðlaga. Enginn sem ann rýþmískri tónlist hefur efni á að láta óskabarn norrænnar sveiflu fram- hjá sér fara. HELGARPÖSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.