Helgarpósturinn - 12.09.1985, Síða 4

Helgarpósturinn - 12.09.1985, Síða 4
eftir Guðmund Árna Stefánsson mynd Jim Smart SKATTSVIKARAR OG FJÁRSVIKARAR í ÞUMALSKRÚFU NÝRRAR DEILDAR RLR? ENGIR GALDRAMENN EN MIKILL HUGUR í OKKUR SEGIR HALLVARDUR EINVARDSSON RANNSÓKNARIOGREGLUSTJÓRI Nýverid var sett á stofn rannsóknardeild við Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem mun eingöngu fást við skatta- og viðskiptabrot. Það er rannsóknarlögreglustjóri sjálfur, Hailvarður Einvarðsson, sem veitir hinni nýju deild forstöðu, en fjórum nýj- um stöðugildum hefur verið bætt við RLR til að mæta auknum verkefnum og hraðari afgreiðslu efnahagsbrota af ýmsu tagi. Við náðum Hallvarði Einvarðssyni á síma- línuna og spurðum hver tildrög hefðu verið að stofnun hinnar nýju deildar. „Upphafið má rekja til þess, að 8. febrúar síðastliðinn skipaði dómsmálaráðherra nefnd til að gera tiilögur um hraðari og skilvirkari meðferð skatta- og efnahagsbrota í dómskerfinu. í nefndina voru skipaðir þeir Þorsteinn Geirs- son ráðuneytisstjóri, sem var formaður nefndarinnar, Þórður Björnsson ríkissak- sóknari, Gunnlaugur Briem yfirsakadómari, Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri og Garðar Valdimarsson skatt- rannsóknarstjóri. Nefndinni var gert að hraða störfum og skila hið skjótasta áliti — sem hún og gerði. Hún skilaði niðurstöðum sínum 13. mars 1985, rúmum mánuði eftir að hún var skipuð. Tillögur nefndarinnar voru eftirfarandi — í fimm liðum: 1. Ráðinn yrði einn lögfræðingur til emb- ættis ríkissaksóknara og einn saksóknari þar hafi það sem forgangsverkefni að annast ætl- uð skatta- og efnahagsbrot og hafa á hendi sókn í stærri málum fyrir sakadómi. 2. Dómurum í sakadómi Reykjavíkur verði fjölgað um tvo vegna skatta- og efnahags- brota og lögð verði áhersla á, að dómarar þeir, sem falin er meðferð þessara mála, hafi eða öðlist reynslu í slíkum málum. 3. Að hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins verði stofnuð sérstök deild sem rannsaki skatta- og efnahagsbrot, öðru nafni við- skiptabrot, og að ráðnir verði fjórir rann- sóknarlögreglumenn til RLR vegna þessara mála, þar af tveir lögreglufulltrúar. 4. Lagt verði fyrir Alþingi frumvarp til laga um ákveðnar tilteknar breytingar á lögum í þessum efnum. 5. Nú þegar verði ráðinn sérfróður maður í skatta- og efnahagsbrotum, sem starfi sem ráðunautur í þágu RLR og ríkissaksóknara. Af þessum fimm liðum í niðurstöðum nefndarinnar lúta tveir beinlínis að RLR, þ.e. liðir 3 og 5. Síðan hefur verið unnið að þessari endur- skipulagningu hér við embættið og nú hefur verið settur á stofn vísir að sérstakri deild við RLR og ráðnir menn til starfa, sem hafa hlot- ið mesta þjálfun og reynslu í meðferð slíkra mála þ. á m. í samvinnu við skattrannsóknar- stjóra, ríkisendurskoðun og fleiri aðila sem koma við sögu þessara mála. Nú er þetta sem sé að komast í höfn og þeir fjórir, sem eru komnir í gang í hinni nýju deild eru lögreglu- fulltrúarnir Hörður Jóhannesson og Guð- mundur Guðjónsson og rannsóknarlögreglu- mennirnir Gunnlaugur Sigurðsson og Högni Einarsson. Að auki hefur verið leitað til Atla Haukssonar löggilts endurskoðanda, sem hefur mikla þekkingu og reynslu í þessum málum og mun hann leggja deildinni lið. Þetta er sem sagt af upphafi málsins og stöðu þess nú og ég held að menn séu á einu máli um það, að að þessum málum þurfi að huga aivarlega." — Nú hafa mál af þessu tagi komið inn á ykkar borð í gegnum árin. Þýðir þetta það, aö þið hafið verið illa færir fram að þessu, að taka á skattabrotum og við- skiptabrotum almennt? „Eg vil nú ekki ætla það. Hins vegar hefur það verið með þessi mál eins og sum önnur, að það hefur ekki verið nægur mannafli til að sinna þeim sem skyldi. Enda er kjarninn í þessum breytingum sá, að gera meðferð þessara mála hraðari og skilvirkari og það er von mín að með þessari skipan mála séum við betur í stakk búnir til að fullnægja þess- um kröfum." — Eruð þið með fullar skúffur af fjár- svikamálum, skattsvikamálum og öðr- um viðskiptabrotum nú þegar? „Ó nei, það eru ekki mörg slík mál hjá okk- ur núna, a.m.k. ekki af skattabrotum. En það 4 HELGARPÓSTURINN er þó nokkuð af meintum efnahagsbrotum eða viðskiptabrotum hjá okkur núna. Og mörg þeirra æði umfangsmikil. Meðal mála sem áfram verður unnið að í þessari deild, er kaffibaunamálið svokallaða. Eg hef sjálfur í hyggju að fylgja þessari nýju deild úr hlaði, meðan ég sé verkefnaþung- ann og hvernig tengsl deildarinnar verða við önnur verkefni hér við embættið." — Nú hefur því stundum verið haldið fram að Rannsóknarlögreglan hafi alls ekki verið í stakk búin til að rannsaka með fullnægjandi hætti flóknari mál og umfangsmeiri á sviði skatta- og efna- hagsmála. Því t.d. verið haldið fram, að tiltekin umfangsmikil söluskattssvik hafi hreinlega farið ofan í skúffu, í salt- kistuna til lengri dvalar, vegna áður- greinds aðstöðuleysis. Hvað segirðu um þetta? „Þetta er nú ekki rétt að mínum dómi. Mál hafa fengið hér rækilega og góða meðferð eftir efnum og aðstæðum." — Hin nýja deild hefur heimild til að taka upp mál að eigin frumkvæði. Mun það einhverju breyta? „Það er líklegt að svona mál komi frá skattrannsóknarstjóra eða skattyfirvöldum, en samkvæmt 108. grein laga um tekju- og eignarskatt fer Rannsóknarlögregla ríkisins líka með frumrannsókn þessara mála, þ.e. lögreglurannsóknina. Og það er oft að svona mál ber þannig að, að kæruefni koma til okk- ar um viðskiptabrot, en þau tengjast gjarnan skattamálum ýmsum. Við höfum þá algert forræði þess að taka upp rannsókn á slíkum sakarefnum, en það er jafnframt ljóst að það verður reynt að vinna þetta í góðri samvinnu við skattayfirvöld og þá sérstaklega skatt- rannsóknarstjóra.“ — En þetla þýðir að Pétur og Páll geti komið utan af götu og til Rannsóknar- lögreglunnar og kært náungann fyrir skattsvik eða önnur viðskiptabrot og þið færuð þegar í stað í gang, án þess að þurfa að bíða eftir frumkvæði frá öðrum aðilum í kerfinu. „Já, já." — Því hefur stundum verið haldið fram að við íslendingar séum meistarar í skattsvikum. Telur þú að alhæfingar af þessu tagi eigi einhvern rétt á sér, þegar þú lítur til ykkar reynslu af umfangi mála af þessu tagi á ykkar borðum? „Ég vil einungis segja það, að mitt hugboð er, að það sé að allmörgu að hyggja í þessum málum og menn gjaldi ekki ætíð keisaranum það sem hans er.“ — En nú hefur því líka verið haldið fram að hvítf libbaglæpir svokallaðir séu oftar en ekki óupplýstir. Hefurðu á til- finningunni að lögreglan eigi óplægðan akur í þeim efnum og að í neðanjarðar- hagkerfinu þurfi þessi nýja deild að láta til sín taka svo um munar? „Ég get lítið fullyrt í þessum efnum, en það kann að vera.“ — Áttu von á því að fleiri brotamál af þessu tagi komi upp á yfirborðið nú með bættri aðstöðu lögreglunnar við rann- sókn þessara mála og þarmeð auknu frumkvæði hennar við upptöku mála? „Það er einlæg von mín að við getum látið að okkur kveða í þessum efnum og ég hef fullan hug á því að gera þessum málum þau skil, sem þessi stofnun er frekast í aðstöðu til.“ — En þetta eru tímafrek mál í rann- sókn og oft flókin og illviðráðanleg — ekki satt? „Jú, það er alveg rétt. Þetta eru tímafrek mál og oft umfangsmikil og það er oft ekki nægilega Ijóst, þegar fjölmiðlar greina frá þessum málum.“ — Eruð þið tækjum búnir til að rann- saka fjársvikamál ofan í kjölinn? „Það stendur yfir mikii úttekt hér á starf- seminni og þá m.a. með tilliti til tölvunotk- unar. Ég er vongóður í þeim efnum, að yfir- völd muni mæta þeim þörfum af fullum skilningi. Núverandi fjármálaráðherra hefur sýnt þeim málum góðan skilning." — En það er a.m.k. fullljóst að þið þurf- ið meira en vasatölvur við rannsóknir þessar? „Já, já, við erum að reyna að kaupa litlar reiknivélar og góða ljósritunarvél, sem er ómissandi tæki í svona gagna- og skjalafarg- ansmálum. Og svona annað sem á þarf að halda. Og þótt við séum ekki mjög margir eða neinir galdramenn, þá er mikill hugur í okkur að gera þessum málum þau skil, sem við á.“ — Almannarómur fullyrðir að skatta- brot og fjársvikabrot alls konar séu tíðk- uð víða í þjóðfélaginu. Einnig virðist sumum, sem margir líti ekki á skatta- brot eða viðskiptabrot sem afbrot í þeirri merkingu, heldur öllu heldur tómstundaverkefni eða sjálf sbjargarvið- leitni. Orð frá þér um það. „Auðvitað hefur maður orðið var við hugs- unarhátt, sem kynni að benda til slíks.“ — En slíkir brotamenn fá núna að vita hvar Davíð keypti ölið? „Já, það er alveg öruggt og hvort um er að ræða hvítflibba, eins og þú orðaðir það, eða aðra, þá munu menn sitja sannarlega við sama borð hér, ef á reynir. Og þeirra úrræða verður neytt, sem réttarfarslög frekast gefa tilefni til ef lagaskilyrði eru fyrir hendi.“

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.