Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 15
■ ■ ■ ' ■ : . wBS — Hvaöan komu áhrifin? „Bæði Moggi og Tími voru keyptir heima. Þegar ég varð læs og fór að lesa blöðin byrjaði ég að mynda mér skoðanir, eins og barn auð- vitað, og þær voru alla vega eins og gengur. En á sumrin var ég í sveit hjá einum ágætis sjálf- stæðismanni. Ætli ég hafi ekki verið níu, tíu ára og hafði gaman af að tala um pólitík og velta þessum hlutum fyrir mér. Og hann var svo góð- ur þessi maður að taka vel undir — að gefa sér tíma til að tala við mig, og við vorum náttúrlega sammála um allt.“ — Var því ekki spáö að ungur drengur med ákvedna afstödu œtti eftir ad komast langt í flokknum? „Nei, það held ég ekki. Enda hef ég ekki stefnt á það heldur. Pólitíkin er áhugamái." STEFNI EKKI Á ÞING — Madur sem gefur kost á sér í formannskjör. Pad hlýtur eitthvad meira aö liggja aö baki? „Nei. Ef við lítum til þeirra sem hafa verið for- menn, þá má segja að helmingurinn hafi orðið þingmenn, hinn helmingurinn ekki. Torfi, fyrsti formaður SUS — hann fór aldrei á þing en varð einn mesti mannasættir í þjóðfélaginu áratug- um saman. Það er svo margt annað sem menn geta gert en að verða stjórnmálamenn." — Hvaö œtlar þú þér? „Eins og ég segi þá hef ég áhuga á pólitík, og framgangi þeirra hugmynda sem ég fjalla um; að vinna að þeim, móta þær og fylgja þeim eftir. Sem formaður hef ég auðvitað meiri möguleika á að beita mér gagnvart þeim ólíku aðiljum sem mynda Sjálfstæðisflokkinn og vinna þessum hugmyndum fylgi sem talsmaður þeirra, — án þess að gera þingmenn sérstaklega hrædda um að ég ætli að fara að ýta þeim út. Og ég mun ekk- ert sækjast eftir því...“ — Ætlaröu aö neita því aö þaö hvarfli aö þér aö fara á þing? „Ég ætla að neita því að ég hafi nokkru sinni stefnt að því.“ — En komi sá möguleiki upp? „Þá kemur hann upp, en ég ætla ekkert að gera til þess að búa hann til.“ — Mig langar aö spyrja þig aö ööru; er ekki Vinnuveitendasambandiö komiö meö óeölileg áhrifinnan flokksins meö þigsem formann SUS og Þorstein sem formann flokksins? „Eða flokkurinn með of mikil áhrif í Vinnu- veitendasambandinu,“ svarar Vilhjáimur að bragði, en bætir svo við: „Nei, ég held ekki. Það verður að meta menn sem einstaklinga, hvort sem það er hér eða í Sjálfstæðisflokknum. Það verður að meta þá á hvorum staðnum fyrir sig, eftir því hvað þeir gera, hafa að segja og fram að færa. Menn eiga hvorki að gjalda þess né njóta þess að vera á Sjá nœstu síöu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.