Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTAPÓSTUR Fjárlagagerð rædd í ríkisstjórninni Drög að frumvarpi til fjárlaga voru rædd innan ríkis- stjórnarinnar á þriðjudag en stjórnarliðar verjast frétta. Það mun meginmarkmið stjórnarinnar að koma í veg fyrir að erlendar skuldir aukist. Að öðru leyti mun ríkja talsverð- ur ágreiningur milli stjórnarflokkanna um leiðir til að láta enda ná saman við gerð fjárlagafrumvarpsins. Um sinn munu þeir einkum beina augum að óbeinum sköttum, og í bígerð er að afla liðlega tveggja milljarða króna með þvi móti, en þá upphæð vantar enn til að fjárlagadæmið gangi nokk- urn veginn upp. Aftur á móti eru 600 miiljónir króna áætl- aðar til lækkunar tekjuskatts á næsta ári, samkvæmt þvi sem ákveðið var á síðasta þingi. Bónusdeilan í biðstöðu Lítið miðar í bónusdeilu VSÍ og VMSÍ. Meginkrafa Verka- mannasambandsins er um það sem þeir kalla fast 30 króna bónusgjald á hverja unna klukkustund í fiskvinnu. Þá kröfu segja þeir hjá VSÍ hins vegar ekkert tengda bónus og þar með ekki eiga heima i bónussamningum. Bónusvinnu- stöðvun hófst á fjórum stöðum á landinu á mánudag, á Stokkseyri, Skagaströnd, Eskifirði og Siglufirði og fleiri staðir munu bætast við í vikunni. Nokkur óánægja er meðal fólks á þeim stöðum þar sem bónusvinnustöðvun er hafin með dræma þátttöku annarra félaga og segir það að því hafi verið talin trú um að félög um allt land yrðu með. Þá hefur VSÍ kært samúðarvinnustöðvun Dagsbrúnar og Framsókn- ar til Félagsdóms. Herskip inn Hvalfjörðinn Á mánudag og þriðjudag komu 8 erlend vöruflutninga- skip, 2 olíuskip og kanadískt herskip inn Hvalfjörðinn og höfðu viðkomu í einn sólarhring. Skip þessi taka þátt í ein- hverjum mestu heræfingum NATO sinnar tegundar á sjó, nefnast þær Ocean Safari og ganga út á að æfa varnir á birgðaflutningaskipum yfir Atlantshafið. Herskip NATO- flotans koma ekki inn fyrir landhelgina. Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins hefur lýst yfir að það hafi aldrei staðið til og stæði í engu sambandi við yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonar í vetur um að herskip með kjarnorkuvopn innanborðs mættu ekki koma inn fyrir íslenska landhelgi nema með leyfi islenskra yfirvalda. Hriktir í kvótakerfinu Menn velta því nú fyrir sér hvort hugmynd sjávarútvegs- ráðherra um kvótamillifærslur milli ára sé dauðadómur yfir kvótakerfinu, svo og hvort það reikningsdæmi gangi upp að kaupa og selja fiskiskipakvóta. Eftirspurn eftir kvót- um hefur stóraukist undanfarið. Þeir sem eru aflögufærir bjóða kílóið af þorski á allt að 6 krónur. En eftirspurn er meiri en framboð af þvi að mörg skip völdu sér sóknarmark og geta þvi hvorki keypt kvóta né selt. Deildar meiningar eru um kvótakerfið í ríkisstjórninni, Steingrímur Hermanns- son lýsti því til dæmis yfir i vikunni að hann væri ekki kvótamaður. Viðræður við Kínverja um stækkun álversins í undirbúningi Sverrir Hermannsson iðnaöarráðherra átti í gær samráðs- fund með stóriðjunefnd þar sem rætt var um hugsanlegt samstarf Kínver ja, Alusuisse og íslendinga varðandi stækk- un álversins. Talið er að þegar formlegar samningaviðræður við Kínverja hefjast í byrjun nóvember verði gengið út frá þeim samningum sem í gildi eru á milli íslenska ríkisins og Alusuisse. Ljóð á tækniöld Fyrsta norræna ljóðlistarhátíðin var sett í Reykjavík á mánudag. Upphafsmaður hennar var Knut Ödegárd for- stjóri Norræna hússins. Hátíðin ber yfirskriftina Ljóð á tækniöld og markmið hennar er að færa ljóðið til stærri les- endahóps og styrkja bókmenntalegt samstarf á Norður- löndunum. Hátiöin er þó ekki einskorðuð við Norðurlöndin heldur hefur verið boðið ýmsum af fremstu ljóðskáldum frá öðrum löndum og tungúmálasvæðum. Hátíðin stendur yfir fram á föstudagskvöld. Verndari hennar er frú Vigdis Finn- bogadóttir forseti. Fiskvinnslan á Austfjörðum styrkir Einar spjótkastara Einar Vilhjálmsson varð að sætta sig við áttunda sætið í spjótkastskeppninni í lokakeppni Grand Prix mótanna um helgina sökum meiðsla. Helstu fiskvinnslufyrirtæki á Aust- fjörðum hafa nú ákveðið að veita Einari fjárhagslegan stuðning fram að næstu Ólympiuleikum árið 1988. Er þá miðað við að tryggja afkomu Einars og f jölskyldu hans svo hann geti helgað sig íþrótt sinni. Fréttamolar • Fimm læknar hafa kannað svefnvenjur íslendinga. Nið- urstöður sýna m.a. að meðalsvefntími er sjö og hálf klukku- stund og aö þeir fara seinna i háttinn en aðrar þjóðir. • Efnaverksmiðjan Sjöfn á Akureyri hefur hafið fram- leiðslu á dömubindum og bleyjum. Framleiddar eru tvær gerðir af bleyjum, dagbleyjur og náttbleyjur, undir vöru- merkinu ,,Bamba-bleyjur“ og tvær stærðir af dömubindum undir vörumerkinu „Sjafnarbindi". • Vífilsstaðaspítali er 75 ára um þessar mundir. Flestir sjúklinganna sem þar dveljast þjást af astma, berkjubólgu og lungnaþembu. Um 90% þeirra eru reykingamenn. • Hafin er samkeppni meðal norrænna arkitekta um hönn- un íslensks tónlistarhúss sem mun hýsa sígilda tónlist, óperur og popp, allt undir sama þaki. Því hefur verið valinn staður í Laugardalnum á 45.000 fermetra lóð. • Ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um með hvaða hætti forstjóramálum skuli háttað við Byggðastofnun sam- kvæmt nýjum lögum. Fregnir herma að forsætisráðherra hafi nú þegar gefið Bjarna Einarssyni forstöðumanni Byggðasjóðs vilyrði fyrir forstjórastólnum en sjálfstæðis- menn munu hafa ákveðnar athugasemdir við þá tillögu. Lappir manns. Fyrir það fyrsta getur svo margt verið að þeim. Ég nefni náttlangan kláða í stórutá. Ellegar varanlegan sinadrátt í vinstri il. Og það sem er kannski verst, ef eitthvað er: Litlutáarlíðan eftir að kona í háhæluðum. . . þið vitið! Alla jafna er samt allt í lagi með þær, finnst manni. Þær virka, færast hvor fram fyrir aðra eins og ekkert sé, flytia mann frá a til bé, ef ekki ómeðvitað, þá af gömlum vana. En hvort þær lykta eða eru krökkar af sveppum, er allt annað mál. . . Mál, sem maður getur ímyndað sér að varði fótsnyrtifræðinga. Ég gat það einu sinni á leið ellefu aust- ur Laugaveginn þegar maður kom nánast svífandi út um dyr í húsa- lengjunni þar. Að minnsta kosti var göngulag hans einkennilega dú- andi! Nokkru seinna komst ég að því, á leið fjögur vestur sama veg, að Hjör- dís Hinriksdóttir hafði verið að fikta í fótum mannsins, því það hangir skilti yfir þessari hurð sem segir hana snyrta fætur og gera við ef með þarf. Ég fékk fiðring í mína. .. Hafði aldrei prufað að láta dúlla í býfunum á mér gegn gjaldi: Barasta glenna í sundur tásurnar og láta ein- hvern sérfróðan sinna þeim á þann hátt sem þær eiga skilið eftir ára- tuga langt og ósérhlífið þramm. Mér fannst ég ætti að skella mér. Fór loks. Sé ekki eftir því. Algjört dúndur. Rétt eins og maður kynnist fótunum á sér upp á nýtt, öðlist nýja tilfinningu og miklu meiri viröingu fyrir tánum en áður var. Að loknu fótabaði með fæturna í fingrum Hjördísar fór maður að spurja. . . — Það eru einar tólf stofur sem snyrta lappir í ekki fjölfœttari borg en Reykjavík. Hvernig má þad vera? „Ja, það er nú ekki alveg beint að marka þennan fjölda, því sumir snyrtifræðingar sinna líka fótaað- gerðum. Og fótsnyrting og fótaað- gerð er alls ekki það sama.. — Hver er munurinn? „Þeir sem aðeins snyrta, nota ekki hnífa, taka til dæmis ekki ofan af líkþornum, skera ekki í sveppi ell- egar taka upp niðurgrónar neglur. Þeir fínisera bara, lakka, smyrja, nudda, fegra neglur...“ — Svona eins og þú ert aö gera við tásurnar mínar núna? „Já.“ — Þetta er þá ekki ósvipað and- litssnyrtingu? „Hreint ekki, ef fólk vill á annað borð halda löppunum á sér í góðu ásigkomulagi." — En svona í einlœgni; er einhver þörf fyrir þetta, ég meina; maður gerir nú ekki íðí að sýna á sér býf- urnar? „Ja, fæturnir bera okkur nú einu sinni uppi. Og þó ekki sé nema af þeim sökum er mikið atriði að hafa þá í góðu lagi; að manni finnist gott að stíga í þá. Fótaaðgerðir eru nauð- synlegar af skiljanlegum ástæðum en þeim er ekki beitt nema eitthvert meinið sé farið að há göngulagi manns. Hvort svo fótasnyrting eigi eitthvað skylt við pjatt? Nei, hreint ekki að mínu mati. Hún er fyrir- byggjandi og eðlilegt viðhald þess hluta líkamans sem mest mæðir á.“ — Hvort kemur fólk meira til þín í snyrtingu eða aðgerð? „Meirihluti minna viðskiptavina kemur til mín vegna þess að þeim er orðið illt í fótunum, en hitt er líka næstum eins algengt að fólk komi hingað þó ekkert ami að því og vilji aðeins láta yfirfara á sér fæturna. Þetta er mikið til ungt fólk sem er að verða æ meðvitaðra um nauðsyn umhyggju fyrir eigin líkama og út- liti.“ — Finnst fólki þetta ekki vera œðislega gott? „Jú, alveg rosalega." — Það kemur kannski hingað gagngert til þess að láta dúlla við sig? „Þess eru dæmi. En oftast nær kemur fólk hingað af illri nauðsyn. Og þá gjarnan með illa farnar lappir sem það hefur ekki þorað að láta líta á fyrr en komið var í óefni.“ — Hvernig eru virkilega illa farn- ar lappir? „Það getur verið ansi mikið að fólki í löppunum. Neglurnar geta verið virkilega þykkar á hverri ein- ustu tá og jafnframt allar grónar of- an í holdið, kláði brotist út allt frá tá- bergi og upp á miðja rist. Þá getur verið mikil rakamyndun á milli tánna sem veldur annaðhvort vexti margra lítilla sveppa þar á milli eða 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.