Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 24
wir að hefur flogið fyrir stöku
sinnum í sumar, að uppi væru áform
um, að Eimskipafélagið og Hafskip
tækju upp einhvers konar sam-
vinnu. Þessar hugmyndir munu
hafa verið viðraðar oftar en einu
sinni í kjölfar uppljóstrana Helgar-
póstsins um bága fjárhagsstöðu Haf-
skips. Ein útgáfa þessarar sögu er á
þá leið, að Eimskip eigi hreinlega að
taka við rekstri Hafskips. Hins vegar
sjá spekúlantar ekki í fljótu bragði
hver hagur Eimskips yrði af þessari
skipan mála. Bæði félögin eiga í
erfiðleikum i íslandssiglingum (og
Sambandið raunar líka) og eftir því
sem við heyrum ganga Atlantshafs-
siglingar Hafskips ekki eins vel og
ráð var fyrir gert á aðalfundi í júní,
en þá var sagt að þetta ár yrði besta
ár í sögu Hafskips. Sú spá mun víst
vera fjarri lagi að sögn fróðra. Þá
hefur því verið hvíslað að okkur, án
þess að við getum staðfest það, að
Eimskips/Hafskips samvinnan hafi
á einhvern hátt tengst hlutabréfa-
kaupunum í Flugleiðum á dögun-
um. En semsé, um þetta fullyrðum
við ekkert. . .
Ííeyniskýrsla framkvæmda-
stjórnar Alþýðubandalagsins um
vanda Alþýðubandalagsins var
mikið áfall fyrir Svavar Gestsson
formann flokksins. Birting hennar í
HP var jafnframt mikið áfall fyrir
Svavar. En eftir því sem við heyrum
var mesta áfallið fyrir formann Al-
þýðubandalagsins það, að einn af
höfundum leyniskýrslunnar væri
Kristín Ólafsdóttir þulur. Ástæð-
an mun vera sú, að Svavar var lengi
búinn að hafa áugastað á henni sem
arftaka sínum í formannsstarfi og
hafði á prjónunum eins konar upp-
eldisprógramm fyrir Kristínu sem
formann stjórnmálaflokks. . .
fréttir að norðan í stað Jóns Bald-
vins og fer þar hinn líflegi penni Jón
G. Hauksson sem unnið hefur á DV
um nokkurra ára skeið og meðal
annars skrifað grimmt um við-
skiptamál. . .
l næsta hefti Tímarits Máls &
menningar, sem kemur út í næstu
viku, verður að finna myndarlegt
viðtal við hinn landflótta tékkneska
rithöfund Milan Kundera sem hef-
ur búið í París frá ‘68. Spyrill er
Friðrik Rafnsson, en hann mun
um þessar mundir vera að þýða nýj-
ustu skáldsögu Kundera yfir á ís-
lensku og jafnframt þá fyrstu sem
hér kemur út eftir hann. Búist er við
því að bókjn komi út á næsta ári og
er víst að margir bíða hennar óþol-
inmóðir, enda Kundera talinn ein-
hver athyglisverðasti núlifandi rit-
höfundur í heimi hér. . .
ÚR BINDINGU
OGHÖMLUM
í FREISIÐÁ TINDINUM
Eigirðu ríkisskuldabréf sem losna úr bindingu á ncestunni,
getur þú haft samband við Ráðgjafann í Dtvegsbankanum og
beðið um að bankinn annist innlausn bréfanna og komi andvirðinu
á Innlánsreikning með Ábót.
H
H Heimilið ‘85 er allt og sýn-
endur eru nú í óða önn að hirða sitt
hafurtask úr Laugardalshöll. Menn
munu vera sammála um að þessi
sýning hafi tekist að flestu leyti vel,
en hreint ekki aðöllu leyti. Loftræst-
ing á staðnum ku hafa verið hin
hörmulegasta. Til marks um það er
yfirlið miðaldra konu á staðnum, en
hún hné niður sakir súrefnisskorts
ekki allsfjarri þar sem Jón
Baldvin þrumaði úr kratabási. Og
það var ekki að spyrja að mein-
fyndni landans, en sjónarvottur að
atvikinu átti að hafa látið eftirfar-
andi út úr sér: Þetta er nú meiri
popparinn, þær liggja bara kylliflat-
ar fyrir honum...
D
agblaðið DV hefur um all-
langt skeið haldið úti blaðamanni í
fullu starfi á Akureyri. Undanfarin
misseri hefur Jón Baldvin Hall-
dórsson gegnt starfanum, en sem
kunnugt er hefur hann nú afráðið
að skipta um miðil og hefja störf á
fréttastofu RÚVAK og leysa þannig
Ernu Indriðadóttur af hólmi. Nú
mun ákveðið hver mun skrifa DV-
24 HELGARPÓSTURINN
Nú á nœstunni verða eftirtalin bréf laus:
10. september:
1977 - 2. flokkur
1978 - 2. flokkur
15. september:
1971 - 1. flokkur
1972 - 2. flokkur
1973- 1. flokkur
1974- 1. flokkur
1979 - 2. flokkur
1. október:
1982 - 2. flokkur
A VAXTATINDINN MEÐ OKKUR
ÚTVEGSBANKINN
RÁÐGJAFINN VÍSAR VEGINN