Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 3
vöxturinn hleypur allur í eitt þykk- ildi. Allt tábergið getur jafnframt verið krökkt af líkþorni. Og sigg á við skósóla á hælum." — Sýnast þér lappirnar á mér vera einhvers stadar í námunda vid þessa lýsingu? „Nei, þú ert með ósköp venjuleg- ar lappir. Þær eru altént alveg meinalausar." — Er nokkurt fútt í því ad fást vid svoleiðis býfur? „Eg get nú ekki neitað því að mér finnst meira varið í það að eiga við illa farna fætur, þó ekki sé nema vegna þess hvað maður er að gera því fólki vel sem þar með losnar við lítilvægustu mein sem samt hafa kostað það miklar þjáningar." — Hvad geturðu sagt mér um fótagerö landans? „Viltu vita hvort hún er eitthvað öðruvísi en annarra þjóða?“ — Já, endilega! „Ég held að við séum í engu frá- brugðin öðrum þjóðum hvað þetta átriði varðar. ..“ — Ekkert lengri, flatari, odd- mjórri? „Nei, gegnumgangandi er þetta mjög svipað. Og eins er um kvillana: Það eru sömu fótameinin sem ásækja íslendinga og aðrar þjóðir eftir því sem ég best veit.“ — Gegnumgangandi segirdu! Er þá enginn fótur fyrir því að íslend- ingar séu meiri flatlappar en aðrir eins og einhverstaðar var bent á? „Það má vel vera að svo hafi verið í gamla daga þegar fólk gekk svo að segja skóna sína upp til agna, en il- sigið er hverfandi núna." — Svo áfram sé vitnað í bœkur, þá reit eitt stórskálda okkar einu sinni hástemmda lýsingu af óþrifn- aði okkar og til dœmis megnri fýlu af tám fólks. Hefur orðið einhver breyting til batnaðar á þessu, held- urðu? „Já, táfýla er hreint ekki eins algeng og menn ætla. Og það er mikill misskilningur að hún stafi einvörðungu af óþrifnaði. Það er oftast sem raki veldur henni og loft- leysi. Þetta er ekki ólíkt þeim mis- skilningi að ætla að fótamein stafi fyrst og fremst af litlu hreinlæti. Al- gengasta orsök þeirra er þröngur eða lélegur skófatnaður." — En þetta með táfýluna: Þú hefur aldrei neyðst til að taka fyrir nefið í starfinu? „Nei, enda sendi ég alla undan- tekningalaust í fótabað áður en ég hefst handa.“ — Geturðu annars ímyndað þér hvaða fólki sé helst hætt við táfýlu? „Ég býst við að því fólki sem vinn- ur mikið í raka sé einna hættast við þessum kvilla. Ég nefni sjómenn og fólk í frystihúsum sem stendur dag- langt í loftlausum stígvélum. Það leiðir eiginlega af sjálfu sér að fæt- urnir lykti að kveldi.“ — Hvernig er annars með fólkið sem kemur hingað til þín, kemur það oft? „Einu sinni í mánuði, ef það er á annað borð búið að prófa þetta." — Þetta er þá orðið eins og að fara í klippingu? „Jájá, þeir sem byrja birtast hérna aftur og aftur." — Menn verða kannski háðir þessu? „Því fer ekki fjarri. Fólk, sem farið er að koma hingað reglulega, finnst það vanta eitthvað þegar líða tekur á fjórðu vikuna frá því það var hérna síðast." — Þannig að það má grœða á þessu? „Ég veit það nú ekki. Þetta er frekar ódýr þjónusta sem veitt er hérna. Ég reyni að minnsta kosti að halda verðinu niðri og það er ekki síst vegna þess að mér finnst að all- ur almenningur eigi að geta veitt sér þetta auðveldlega í hverjum mán- uði.“ — Nefndu upphœðina. „Venjuleg snyrting eða aðgerð kostar fjögur hundruð krónur. — Er starf fótasnyrtis skemmti- legt, Hjördís? „Þetta er mjög skemmtilegt...“ ... að vœflast í tám náungans?! „Já, ég myndi ekki kjósa mér aðra vinnu. Það eitt að láta fólki líða bet- ur, veitir manni mikið, að ég tali nú ekki um að koma þeim aftur til gangs sem eru orðnir það þjakaðir til fóta að þeir kveljast við að stíga niður. Aðalatriðið er náttúrlega að fólk gangi héðan ánægt út af stof- unni. í orðsins fyllstu...“ — Finnst þér annars ekki skrítið að hafa lent í þessu, ég meina, á meðan þú sinnir tám, bora aðrir í tennur, og enn aðrir sortera nót- ur. ..? „Þú átt við hlutskipti manns. Jú, vissulega er þetta skrítið, en jafn- framt bara spurning um intressu manna. I mínu tilviki beinist hún að tánum, en hjá þér til að mynda sem blaðamanni, að fólki almennt." — Að svo mœltu fór hinn fótsnyrti í gömlu sokkana sína — gleymdi nefnilega að hafa með sér nýja — en gekk engu að síður öðruvísi út en hann kom inn. Miklu ferskari bara. . . eftir Sigmund Erni Rúnarsson Erum við hin bölvað- ir meðaljónar? Steinþór Einarsson „Nei, síður en svo. En við útnefninguna þurfum við að taka tillit til fjölmargra atriða og valið er erfitt." — Hvaða kostum þurfa menn að vera búnir til að geta komið til álita sem framúrskarandi einstaklingar að ykkar mati? „Þeir þurfa að vera á JC-aldrinum, þ.e. frá átján ára til fertugs, þegar menn eru orðnir fertugir er þeim sparkað. Síðan er farið eftir ákveðnum reglum sem heimshreyfing JC setur, því okkur langar til að koma okkar unga fólki inn í það „prógram" sem er í gangi hjá henni. Síðan útnefnir hún „the outstanding young persons" á heimsþingi. Þessir einstaklingar eru valdir út frá einkunnarorðum hreyfingarinnar og jafnframt er mið tekið af ákveðnum atriðum." — Hver eru einkunnarorð hreyfingarinnar? „Þau eru svohljóðandi: Það er skoðun vor að trú á guð veiti lífinu tilgang og takmark; að bræðralag manna sé þjóðarstolti æðra; að skipting gæðanna verði réttlátust við einstaklings- frelsi og frjálst framtak; að lög skuli ráða fremur en menn; að . manngildi sé mesti fjársjóður jarðar og að efling mannsandans sé æðsta athöfn lífsins." — En hver eru viðmiðunaratriði dómnefndarinnar? „Þrjú af eftirtöldum skilyrðum verða viðkomandi að upp- fylla: persónuþroski efnahagsleg velgengni eða efnahagsnýj- ungar; félagslegar umbætur og úrlausnir á meiriháttar vanda- málum vorra tíma; framlag til mannúðarmála eða sjálfboðaliða- starfa; framlag til stjórnmála eða opinberrar þjónustu; framlag á sviði vísinda eða tækni; lagabætur eða umbætur á sviði laga eða löggjafar; afrek á sviði menningarmála; félagsleg forysta í háskóla; afrek í námi; siðferðilegir eða trúarlegir forystuhæfi- leikar; árangursrík viðleitni til að hafa áhrif á almenningsálitið; framlag til alþjóðlegra samskipta. Þetta er afskaplega víðfeðmt og þegar þarf að velta þessu fyrir sér í alþjóðlegu samhengi er þetta orðið ennþá meira mál." — En nú eru þeir sem skara fram úr í þetta skiptið flestir á viðskipta- eða stjórnmálasviði. „Jú, þeir eruáberandi, en þess bertil dæmisað gætaað þótt Halldór Einarsson fáist við viðskipti hefur hann unnið ötult starf innan íþróttahreyfingarinnar mjög lengi. En það er alveg rétt að flestir þessara manna hafa verið með ýmsar nýjungar í við- skiptalífinu, þetta eru hvetjandi og drífandi ungir menn." — I þessum hópi er engin ung og drífandi kona. „Ekki var það nú í þetta sinn, en þær voru virkilega skoðaðar og verða áreiðanlega í þessum flokki síðar, því við stefnum að því að gera þetta að árvissum viðburði." — Svona meðaljónar eins og við á Helgarpóstinum komum auðvitað ekki til greina. . . „Ég veit ekki. En þú tekur kannski líka eftir því að það eru engir pólitíkusar í hópi þeirra sem hlutu viðurkenningu. Það var ein af þeim vinnureglum sem við settum okkur, að gefa þeim frí sem alltaf eru í fjölmiðlunum þótt þeir komi til greina sam- kvæmt alþjóðlegu viðmiðunarpunktunum. Opinberi starfs- maðurinn kemur m.a.s. til greina ef hann vinnur gott starf. Ég man eftir amerískum ríkisstarfsmanni sem hlaut viðurkenningu vegna þess að hann fann upp leið til að spara margar milljónir dollara í opinberum rekstri. Þannig koma allir til álita en ég álít að þetta sé sérstaklega vandasamt í okkar litla þjóðfélagi, þar sem allir þekkja alla. Sjálfsagt eiga einhverjir eftir að hnjóta um þessa fyrstu útnefningu okkar. Enn sem komið er hef ég þó ein- göngu heyrt jákvæðar athugasemdir." — Hvað hefur það í för með sér fyrir verðlaunahafana að komast í alþjóðlegu samkeppnina? „Þeir byrja á því að útfylla eyðublöð hér heima þar sem er rakinn allur þeirra ferill. Þau eru síðan send í dóm. Dómararnir eru fimm og við vitum ekki fyrirfram hverjir þeir eru og þeir vita ekki hver af öðrum. Þeir stigahæstu hljóta síðan útnefningu. Upphefðin felst í því að þeim er boðið á næsta heimsþing sér að kostnaðarlausu og þar taka þeir á móti viðurkenningu eða verðlaunagrip frá hreyfingunni." — Eru menn úr öllum stjórnmálaflokkum starfandi f JC-hreyfingunni á islandi? „Já, meira að segja þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum starfa eða hafa starfað með JC. Aftur á móti ræðum við ekki pólitík innan hreyfingarinnar. Starf okkar gengur fyrst og fremst út á námskeiðahald og að efla einstaklinginn til að tjá sig í ræðustól og nefndarstörfum." Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari er meðlimur (JC á islandi. JC-hreyfingin sæmdi sl. laugardag fimm menn nafnbótinni „framúr- skarandi einstaklingur". Steinþór var formaður undirbúningsnefndar. HP sló á þráðinn til hans til að grennslast fyrir um hvað þurfi til að skara fram úr meðaljónunum. HELGARPÓStURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.