Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 12.09.1985, Blaðsíða 18
Ljóöiö vörn gegn afskræmingu Þessa vikuna stendur yfir í Nor- ræna húsinu fyrsta norræna Ijóðlist- arhátíðin sem kviknaði fyrir frum- kvæði forstjóra Norræna hússins, Knut Ödegárd. En þar sem aðstand- endur hátíðarinnar trúa á samleik þjóðlegra bókmennta, norrænna bókmennta og alþjóðlegra er hún ekki einskorðuð við Norðurlönd sem bókmenntasvæði heldur hefur hingað verið boðið ýmsum af fremstu Ijóðskáldum annarra landa og tungumálasvæða. Margir vilja ætla að ljóðið og listin hljóti að víkja fyrir máii hinna hörðu staðreynda meðan hyldýpið milli hins sveltandi suðurs og hins auðuga norðurs níst- ir æ sárar vitund okkar, að orðið í ljóði sé leið til varnar manneskjunni á tima þegar flest miðar að því að af- skræma manninn, að ljóðið sé meira en draumur og flótti. Því þetta þing sem lýkur annað kvöld. Dagskrá síðustu ljóðakvöldanna í Norræna húsinu er sem hér segir: Fimmtudagur 12. sept. kl. 20.30: Upplesarar: Einar Már Guðmunds- son, David Gascoyne, Britta Marakatt, Áse-Marie Nesse, Peter Sandelin, Þorsteinn frá Hamri. Tónlist: Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari. Föstudagur 13. sept. kl. 20.30: Upplesarar: Lars Forssell, Uffe Harder, Lars Huldén, Matthías Johannessen, Mimmo Morina, James Tate. Tónlist: Ásdís Valdimarsdóttir lág- fiðluleikari. Englendingurinn David Gascoyne er einn þátttakenda í Ijóðlistarhátiðinni sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Hann er talinn eitt merkasta Ijóðskáld samtimans á enska tungu og á millistríðsárunum var hann t.a.m. einn örfárra enskra skálda sem ortu gjaldgengan skáldskap að hætti súrrealista. Hann er meðal upplesara á dagskránni á fimmtudagskvöld. Erró gerir mynd af Laxness Um helgina opnar Erró myndlist- arsýningu í Norræna húsinu en nokkur ár eru liðin síðan hann sýndi hér síðast. Sýningin samanstendur aðallega af þremur myndasyrpum; stúlkurnar frá Marokkó, Ijósmyndir frá Kína og þúsund og tvær nætur en sú syrpa er framhald af þúsund og einni nótt sem listamaðurinn hef- ur þegar málað. Öll verkin á sýning- unni eru unnin á síðastliðnum árum og eru til sölu nema málverk af Hall- dóri Laxness sem Erró lofaði Davíð borgarstjóra að mála fyrir Reykja- víkurborg síðast þegar hann var staddur hér á landi. I því skyni hélt hann af stað með mörg hundruð ljósmyndir af Laxness í farteski sínu en þegar til kastanna kom not- aði hann aðeins tvær þeirra sem fyr- irmyndir. Mynd sem upphaflega átti að vera mjög flókin varð á endanum mjög einföld, að sögn listamanns- ins. En þótt hugmyndin hafi verið einföld var útfærslan aftur á móti flókin og myndin tók langan tíma í vinnslu. Erró hefur sem kunnugt er lengi haft aðalbækistöðvar sínar í París en dvelur auk þess í Thailandi tvo mánuði á veturna en á Spáni á sumrin. Gunnar Kvaran sellóleikari. Tónlistarfélagið þenur strengina Vetrarstarf Tónlistarfélagsins er nú að hefjast. í vetur býður félagið upp á átta áskriftartónleika fyrir styrktarfélaga. Nú sem fyrr verður reynt að vanda sem frekast er unnt val þeirra tónleika sem fyrirhugaðir eru. I nokkrum tilvikum er um að ræða samvinnu við Sinfóníuhljóm- sveit íslands um ráðningu lista- manna. Auk hinna átta áskriftartónleika mun Tónlistarfélagið standa fyrir þrennum kirkjutónleikum í tilefni af Ári tónlistarinnar og 300 ára afmæli Bach og Hándel. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir nk. sunnudag 15. september kl. 20.30 í Bústaðakirkju þar sem Gunnar Kvaran sellóleikari leikur þrjár einleikssvítur eftir Bach. Hægt verður að kaupa miða á ein- staka tónleika eins og sl. vetur en þar sem fjöldi miða er takmarkaður er öruggara fyrir tónlistarunnendur að tryggja sér miða með því að ger- ast styrktarfélagar í Tónlistarfélag- inu með því að hringja til skrifstofu félagsins í síma 17765 og láta skrá sig í félagið. Gjald fyrir þrenna tón- leika er kr. 850 en miðar á einstaka tónleika kosta kr. 350. KVIKMYNDIR Allsráðandi ofbeldi a la Cimino eftir Sigmund Erni Rúnarsson Bíóhöllin: Ár drekans (Year of the Dragon). ★★★ Bandarísk, árgerd 1985. Framleidandi: Dino de Laurentiis. Leikstjórn: Michael Cimino. Handrit: Oliuer Stone og Cimino uppúr skáldsögu Robert Daley. Kvikmyndun: Alex Thomson. Tónlist: David Mansfield. Adalleikarar: Mickey Rourke, John Lone, Ariane, Carolina Kava, Eddie Jones. Af öllum öðrum varð það náttúrlega Dino karlinn de Laurentiis sem fjármagnaði þessa næstu mynd Ciminos á eftir hans stórkost- lega vondu Heaven‘s Gate, verkinu sem menn ætluðu að yrði síðasta skot þessa brokkgenga leikstjóra. En Mikki er sem sagt mættur again, í þetta sinn á ekki ósvipuðum nótum og hann var í Hjartarbananum. Hér segir hann þó ekki sögu þriggja vina, heldur þríhyrnings, sem er myndaður af löggu, bóf- um og fjölmiðli. Hvítri löggu, og hitt allt gult. Við erum stödd í Kínahverfinu og ofbeldið er allsráðandi a la Cimino. Ár drekans er brokkgeng mynd að sama skapi og leikstjórinn sem stendur að baki henni. Hún er afskaplega vel gerð að mest- um hluta, hefur að geyma fjári sterk atriði og afbragðs leikstjórn, en það er eins og að- standendur hennar nenni þessu ekki inn á „Ár drekans er brokk- geng mynd að sama skapi og leikstjórinn sem stendur að baki henni," segir Sig- mundur Ernir m.a. i umsögn sinni um nýj- ustu kvikmynd leik- stjórans Michael Cimino. Ljósmyndin sýnir Mickey Rourke og John Lone í aðal- hlutverkum myndar- innar. milli, ellegar gleymi sér; til að mynda í of- hlaðinni leikmynd, fíflalegum útúrdúrum frá meginframvindu sögunnar og agalega leikn- um smáskotum sem hvaða B-myndakóngur gæti verið stoltur af. Þessi hroðvirknislegi þáttur myndarinnar er mjög gremjulegur í ljósi sterkra heildaráhrifa hennar. Þetta er einkum margbrotin mynd með kröftugum uppskiptum, vemmilega lýrísk milli þess sem ógeðslegt ofbeldið kallar fram grettu á andlit manns. Ár drekans er lengst af vel skrifuð og samtölin oftast svo sennileg að manni finnst þetta hljóti bara að vera svona í þessum vonda heimi sem býður ekki lengur upp á viðkvæði á borð við „Hlíðin mín fríða“ heldur barasta „Fuck you“ og „Let’s get the Hell out of here“. Nema hvað, Mickey Rourke er ógetið. Hann er löggan. Menn minnast hans kannski úr rullum mynda á borð við „Body Heat“ og „Diner'* og eftir fáa mánuði úr „Year of the Dragon". Fantaleikari. -SER. Carpenter leit til himins og sjá... Stjörnubíó: Adkomumadurinn (Starman). ★★ Bandarísk, árgerð 1985. Framleiðandi: Larry J. Franco. Leikstjórn: John Carpenter. Handrit: Bruce A. Evans og Raynold Gideon. Kvikmyndun: Donald M. Morgan. Tónlist: Jack Nietzsche. Aðalleikarar: Jeff Bryggjur, Karen Allen, Charles Martin Smith, Richard Jaeckel, Robert Phalen. Ef hægt er að kalla Michael Cimino (sjá ofar) leikstjóra ofbeldisins þá er kollegi hans Carpenter kóngur hinnar einu sönnu afþrey- ingar. Maður minnist í fljótu bragði Kristínar, Þokunnar, Hlutarins, Augna Láru Mars og Öskudaganna (vond þýðing á Halloween, ég veit); allt svona bommfadderí og bú-hú- myndir! í þetta skiptið verður Jóni óvænt lit- ið til himins. Og þið kannski sjáið þetta fyrir ykkur: Skot 1; flugumferðarstjórar hersins mæna á furðuhlut nálgast jörðu á tölvu- skermum sínum. Skot 2; lítið og vinalegt hús inni í miðju landi með sofandi konu og engi- sprettuhljóðum alltíkring. Skot 3; myndavél- in fylgir eftir furðuhlutnum sem hendist í átt að jörðu og jú, var það ekki, lendir þarna nærri konunni. Skot 4; og svo framvegis... Starman er vandlega unnið verk, afþrey- ingarkóngnum til mikils sóma. Hann fer þó hvergi út af sporbraut formúlunnar, en fyndnin bætir það bara upp, einkum og sérí- lagi háttalag Jeff Bridges sem fer á kostum í hlutverki aðkomumannsins utan úr geimi. Þessi geðþekki leikari hefur mestmegnis fengist við geðþekk hlutverk á ferli sínum og leyst þau geðslega af hólmi, en aldrei fyrr með öðrum eins stæl og í Starman. Þó ekki væri nema vegna Bryggjunnar er farandi á þessa mynd! En það er aðeins eitt sem á vantar. Og þetta eina er töluvert atriði. Handrit myndarinnar veldur engan veginn lengd hennar. Senurnar eru orðnar æði ein- hæfar þegar á líður og nær dregur þeim endi sem maður var akkúrat búinn að ímynda sér að yrði á þessari kvikmynd. -SER. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.