Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 4
Kaup Alberts Guðmundssonar í
Hagkaupahöllinni
Maðkur í
mysunni?
Á meðal kaupmanna í Reykjavík ganga nú ýmsar sög-
ur um, að Albert Guðmundsson fyrrverandi fjármálaráð-
herra hafi verið beittur óeðlilegum jDrýstingi til þess að
kaupa húsnæði undir áfengisútsölu ÁTVR í verzlunarhöll
Hagkaupa. Þeir sem hafa keypt pláss í Hagkaupahöllinni
eru mjög ánægðir með þátttöku ATVR, sem tryggir af
sjálfsdáðum verulegan straum viðskiptavina í húsið.
Það sem ýtir undir þessar sögusagnir er til dæmis þró-
unin í sölu á húsplássi þarna. Áður en ríkið keypti sig inn
var hljóðið þungt í forráðamönnum Hagkaupa, en eftir
kaup ríkisins er búið að selja um 90% húsnæðisins.
Raunar höfðu Hagkaup vaðið fyrir neðan sig og höfðu
klásúlu í samningum um, að þeim væri heimilt að láta
kaupin ganga til baka. Og í vor voru Hagkaupamenn
komnir á fremsta hlunn með að minnka höllina um
helming.
En þá kom Albert sem frelsandi engill.
Kaupmaður í Reykjavík hefur
reiknað það út, að bygging verzlun-
arhallar Hagkaupa í nýja miðbæn-
um færi forráðamönnum fyrirtækis-
ins u.þ.b. 100 milljónir króna í aðra
hönd og staðhæfa sumir að Hag-
kaup reisi þessa höll sér algjörlega
að kostnaðarlausu. Telja ýmsir
kaupenda að Hagkaup hafi hrein-
lega spilað á sig. Astæðan er ein-
faldlega sú, að Hagkaup hafa selt
pláss í húsnæðinu á uppsprengdu
verði. Aðeins einn aðili hefur fengið
afslátt, sem einhverju nemur en það
er fyrrverandi fjármálaráðherra
Alberl Guömundsson fyrir hönd
Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkis-
ins.
Miðað við þá skilmála, sem venju-
legum verzlunareigendum hafa
verið kynntir fékk Albert afslátt,
sem nemur um 20 milljónum króna.
Á það ber þó að líta, að verð getur
verið mismunandi eftir stærð þess
húsnæðis, sem keypt er.
Eins og flestir gera sér grein fyrir
getur það skipt sköpum fyrir verzl-
unarhöll af þessu tæi, að þar sé
áfengisútsala á meðal þeirra 60
verzlana, sem þarna verða. Því var
lagt ofurkapp á, að fá ríkið með i
púkkið. Samkvæmt heimildum
Helgarpóstsins var Jón Kjartansson
forstjóri ÁTVR hlynntur þessu máli
frá byrjun vegna þjónustusjónar-
miða aðallega. Albert mun hafa ver-
ið tregari í taumi og segja sumir, að
þar hafi aðallega ráðið sú skoðun
hans að verðið á þessu verzlunar-
húsnæði væri of hátt.
Jafnframt voru embættismenn
fjármálaráðuneytisins efins um, að
það væri rétt að ríkið sigldi inn í slíkt
hjónaband við hin og þessi einka-
fyrirtæki. Með því væri það m.a. að
draga taum eins fram yfir annað.
Á meðan beið, samkvæmt teikn-
ingu að verzlanahöll Hagkaupa,
sérstaklega hugsað húsnæði fyrir
áfengisútsölu (sem erfitt hefði getað
orðið að nýta til annars vegna ytri
umbúnaðar). Frá því fyrir einu og
hálfu ári höfðu forráðamenn Hag-
kaupa byrjað að ræða þessi mál við
fjármálaráðuneytið og fjármálaráð-
herra. Fyrir Hagkaup var mikið í
húfi. En mál strönduðu á tregðu fjár-
málaráðherra.
En að því kom, að Hagkaup lækk-
aði fermetraverðið, þótt ekki dygði
það til strax.
Þá var hleypt pólitík í málið.
Væntanlegir kaupendur úr flokki
þáverandi fjármálaráðherra fóru að
4 HELGARPÓSTURINN
reyna að ýta við honum. Eitthvað
fór að slanka á og ekki sakaði, að
Stefán Hilmarsson bankastjóri Bún-
aðarbankans keypti pláss fyrir útibú
í húsinu. Stefán og Albert snæða
gjarnan saman í hádeginu. Pá kom
fatakaupmaður við sögu, matsali,
skipaforstjóri og ýmsir fleiri. ÞAÐ
VAR ÝTT við Albert. Þá ræddi Pálmi
Jónsson í Hagkaupum að sjálfsögðu
oft við Albert en ekkert kom út úr
því.
En snemma á þessu ári tók þriðji
aðili að sér eins konar milligöngu.
Forráðamönnum Hagkaupa voru
kenndar tilteknar umgengnisreglur
gagnvart Albert og væri farið eftir
þeim ásamt fjárfestingu, sem mælt
var með, þá myndi málið loks fara í
gegn.
Nokkru síðar var svo gengið frá
samningum.
Hvort farið var að þessum ráðum
vitum við ekki. En þessi frásögn er
staðfest og HP hefur mörg dæmi um
það, að flokksmenn Alberts Guð-
mundssonar hafi nauðað í honum til
þess að þetta mál kæmist í gegn. Og
á endanum komst það í gegn.
Spurningin, sem vaknar er að
sjálfsögðu sú hvað réði því endan-
lega að þáverandi fjármálaráðherra
taldi réttlætanlegt að kaupa mjög
dýrt pláss í verzlunarhúsi Hagkaupa
í stað þess að fara aðrar ódýrari leið-
ir — og t.d. klára fyrir fyrirhugaða
áfengisútsölu í Mjóddinni?
Vinargreiði, segir Þjóðviljinn.
Það er sennilega of einföld skýr-
ing. Hins vegar er ljóst, að Albert
Guðmundsson lét á endanum und-
an þrýstingi eftir að hafa fengið
verðið lækkað — þótt dýrt væri það
enn — og vissulega breytti ákvörð-
un hans ýmsu um framtíð hússins.
Án áfengisútsölunnar og þeirra fjár-
muna, sem ríkið lætur af hendi til
byggingarinnar (ca. 36 milljónir
króna) hefði forráðamönnum Hag-
kaupa sennilega ekki tekizt ætlun-
arverk sitt, en ríkið greiðir sinn hlut
með mánaðarlegum greiðslum í 18
mánuði.
Á meðal kaupmanna í Reykjavík
ganga ýmsar sögur af þessum kaup-
um Alberts og eru þær ekki allar af
kristilegri toganum. Það sem ýtir
undir sögusagnirnar er m.a. hátt
verð á húsnæðinu, sú staðreynd að
fyrirhugað var útsala í Mjóddinni,
að sparnaður í ríkisrekstri var ofar-
lega á blaði og svo síðast en ekki sízt
sú staðreynd, að flokksmenn hans
reyndu að hafa áhrif á hann sem og
tókst. En á móti er svo bent á það, að
með þessu styrkti Albert ekki bönd
sín við ýmsa stuðningsmenn sína úr
verzlunarstétt í miðbænum, sem
munu einmitt geta farið illa út úr
samkeppninni við verzlunarhöllina
í nýja miðbænum. Þannig hefur
hópur verzlunarmanna í miðbæn-
um séð sig tilneydda til að kaupa
pláss í nýju höllinni þótt ekki væri
nema til þess að tryggja sig gegn
hugsanlegum áföllum. I þessum
hópi eru mjög dyggir stuðnings-
menn Alberts Guðmundssonar. Hér
má nefna Gudlaug Bergman í
Karnabæ, Bolla Kristjánsson í Verzl-
uninni 17, Gardarí Herragarðinum,
Ásgeir Hannes Eiríksson pylsusala,
o.fl.
Og þá vaknar spurningin: Hags-
munir hverra urðu ofan á?
Hver svo sem sannleikur þessara
kaupa er, þá voru ófáir kaupmenn.
sem HP ræddi við, sannfærðir um,
að það væri eitthvað skítugt mél í
pokanum. Öll umgjörð og atburðar-
rás þessa máls væri þess eðlis, að
annað væri útilokað.
Hjá ÁTVR og í fjármálaráðuneyt-
inu var öllu slíku neitað að því er
varðaði sjálfa samningagjörðina.
Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri
sagði, að vissulega hefðu komið
fram mismunandi sjónarmið varð-
andi kaupin, og væri ekki nema eitt
gott um það að segja. Snorri Olsen
í fjármálaráðuneytinu tók í sama
streng.
Það kom hins vegar fram í samtöl-
um HP við ýmsa aðilja að vissulega
væri hér um pólitíska ákvörðun að
ræða: Hingað til hefði þjónusta
ÁTVR verið í lágmarki, en með upp-
setningu nýrrar áfengisútsölu árið
1987 í Hagkauphöllinni yrði breyt-
ing þar á, bæði í sjálfri útsölunni og
einnig vegna legu verzlunarinnar
Fá Hagkaup
verzlunarhöllina
ókeypis plús
100 milljónir að
auki?
innan um 59 aðrar undir sama þaki.
Hér verða ekki raktar allar þær
sögur eða kenningar, sem fram hafa
komið í sambandi við þessi um-
ræddu kaup ríkisins á húsnæði hjá
Hagkaupum. Þó skal tekið eitt
dæmi: Vinur Alberts og einn af
dyggustu stuðningsmönnum hans,
og raunar ráðgjafi, er sagður hafa
haft eins konar milligöngu í málinu
með því að fara á fund Pálma í Hag-
kaupum. Á þessum fundi mun þessi
maður hafa gert Pálma ljóst hvað
mýndi gera útslagið með kaup ríkis-
ins (Alberts) á húsplássi fyrir „Rík-
ið“. Pálmi átti einfaldlega að taka
þátt í hlutafjáraukningu fyrirtækis,
sem stóð yfir snemma á þessu ári,
og á það myndi Albert líta mjög já-
kvæðum augum. Pálmi lét verða af
þátttöku og viti menn: Albert vildi
kaupa!
Við bárum þetta undir Pálma og
Albert, en báðir.....
HP náði ekki í þá Pálma og Albert
áður en blaðið fór í prentun.
Annars eru ýms önnur forvitnileg
atriði í þessu máli. Eitt varðar kaup
Birkis Baldvinssonar fjármála-
spekúlants frá Lúxemborg á hlut í
húsinu. Þetta var blásið upp í frétt-
um, en við nánari eftirgrennslan
hefur mönnum ekki tekizt að finna
gólfflöt Birkis. Kaup hans munu
einnig hafa haft mjög jákvæð áhrif á
sölu í húsi þeirra Hagkaupmanna.
Annars er það ekki eingöngu
verðið sem slíkt, sem kaupmönnum
blöskrar, heldur ýmislegt annað er
varðar skilmála vegna kaupanna.
Fermetrinn er seldur óinnréttaður
án rafmagns o.s.frv. á röskar 50 þús-
und krónur. Þetta þýðir, að pláss upp
á 100 fermetra kostar röskar 5 mill-
jónir króna. Ofan á þetta bætast svo
2—3 milljónir vegna innréttinganna
o.fl. Og þessu til viðbótar er svo gert
ráð fyrir 20 þúsund króna greiðslu
vegna sameiginlegs kostnaðar. En
ekki nóg með það. Hagkaupamenn
ráða í einu og öllu útliti í þessum
„litla verzlunarbæ" og hafir þú
keypt þér pláss sem rafmagnsvöru-
kaupmaður er þér úthlutað plássi
innan um slíkar verzlanir. Og losni
e.t.v. pláss á betri stað, þá ræður þú
engu um það. Þannig ráða Hag-
kaup nánast algjörlega yfir húsinu
og þau gæta þess vandlega að halda
rúmum 50% til þess að hafa meiri
hluta í stjórn hússins. Þetta eiga
kaupmenn erfitt með að sætta sig
við, en sumir hafa talið sig tilneydda
til að kaupa vegna framtíðarinnar.
En það breytir því ekki að þeir eru
öskureiðir.
Og á meðan á þessu stendur halda
samtökin um Gamla miðbæinn
fundi og leggja á ráðin um það
hvernig megi stöðva þá þróun, sem
hefur staðið lengi að lífleysi færist
yfir miðbæinn. Þótt hér sé um gam-
alt mál áð ræða og horft til langrar
framtíðar, þá spilar Hagkaupahöllin
óneitanlega inn í málið.
Að minnsta kosti er mönnum
ljóst, að gamli miðbærinn sé í hættu
og vilja menn spyrna rækilega við
fótum svo miðbærinn breytist ekki í
draugahverfi.
Að lokum má geta þess, að fari
svo, að bjór verði leyfður á íslandi,
þá hrynja áætlanir ATVR um fram-
búðarlausn á húsnæðisvandanum í
Hagkaupahöllinni, því þá er hús-
plássið þar strax orðið of lítið!
Pálmi í Hagkaupum: Var hann beittur
brögðum vegna áfengisútsölunnar?
Guðlaugur Bergmann: Einn af „miðbæj-
arkaupmönnunum", sem neyddist til að
kaupa.