Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 5
" æjarútgerð Reykjavíkur hef- ur verið í miklum rekstrarerfiðleik- um eins og fram hefur komið í frétt- um. Þá hefur fyrirtækinu haldist illa á starfsfólki vegna lágra launa og bónusverkföll dunið á BÚR. Ekki má heldur gleyma hugmyndunum um samruna BÚR og ísbjarnarins sem sist lítur út fyrir að efla fyrir- tækið fjárhagslega því ísbjörninn hefur átt við geysilega rekstrarerfið- leika að stríða. í miðjum þessum hremmingum hefur stjórn BÚR samþykkt að láta gera kvikmynd um sjálfa sig. Og að sjálfsögðu hefur ísfilm verið falið verkefnið, enda á Reykjavíkurborg BÚR og góðan hluta í ísfilm. Bíða menn nú mjög spenntir eftir útkomu myndarinnar tim BÚR; hvort þarna verði á ferð- inni glansmynd eða þjóðfélagsá- deila.. . E Inda þótt sagðar séu margar jólasveinasögur neðan úr Arnar- hváli þessa dagana, þegar Albert Guðmundsson er að kveðja fjár- málaráðuneytið, þá fara ekki allir jafnánægðir af fundi ráðherrans. Þannig sóttu skátar t.d. um aukafjár- veitingu upp á hálfa milljón um daginn vegna geysimikillar skáta- hátíðar, sem haldin verður hérlend- is næsta sumar. En fjármálaráð- herra sagði nei og þar við sat. Ann- ars sjá menn nokkurn kost í því að skipta einum fjármálaráðherra út fyrir annan, því þá er alltaf hægt að fara aftur í ráðuneytið og bera sama erindið upp aftur. .. lenn í fiskibransanum velta því nú fyrir sér hvers vegna saltfiskur er orðinn tiltölulega ódýr á veitingastöðum í Portúgal. Fyrir nokkrum árum var saltfiskurinn um miðju í verði á matseðlum þar í landi, en nú er hann kominn niður fyrir miðju. Og hér heima spyrja spekúlantar sig að því hvað hafi skeð: er hann orðinn ódýrari í inn- kaupum annars staðar frá eða er eitthvað að í innflutningsmálunum? Sé um einhver mistök að ræða af hálfu okkar manna, þá segja sömu spekúlantar, að slíkt yrði aldrei við- urkennt... I elgarpósturinn hefur það fyrir satt, að síaukin hagræðing byggingarverktaka á vinnustað, þ.e. þar sem hús eru byggð, hafi komið verulega niður á gæðum húsa. Auknar framleiðnikröfur munu hafa orðið þess valdandi, að nú fá hús- byggjendur í hendurnar mun lakari vöru en áður var. Einkum mun þetta stafa af notkun fleka í stað gamla uppsláttarins og einnig þvi hvernig staðið er núna að dælingu steyp- unnar á staðnum. . . P Eaffi resl restskosningar lyfta byggðar- lögum jafnan upp úr grámyglu hversdagsleikans. Þannig munu Skagfirðingar ganga að kjörborðinu á næstunni og kjósa prest í Miklabæ. Tveir eru um brauðið. Bragi Bene- diktsson sem lengi hefur verið fé- iagsmálastjóri í Hafnarfirði og Dalla Þórðardóttir. Stefnir í jafna kosningu. Spurning er hins vegar hvort framliðnir munu hafa einhver áhrif á kosninganiðurstöður, því draugagangur hefur lengi fylgt Miklabæ og gerir enn. Það er Mikla- bæjar-Sólveig sem sér um þá hlið mála. . . s ^^^érstakt Reykjavíkurútvarp 1 stíl landshlutaútvarpsins á Akureyri á að fara í gang í næsta mánuði. Fyrst um sinn verður útvarpað klukkutíma á dag, milli fimm og sex á daginn. Sá er mun hafa yfirumsjón með þessari dagskrárgerð fyrir borgarbúa er vel kunnur úr útvarp- inu, einmitt á áðurgreindum tíma dagsins. Hann heitir Sverrir Gauti Diego hefur haft Síðdegisútvarpið með höndum um nokkurt skeið. .. flóðgáttirnar fyrir alvöru í Hag- kaupum enda greiðslukort nothæf í versluninni og þar að auki greiðslu- mánuður að hefjast hjá korthöfum. Var ösin svo mikil í Hagkaupum að opna þurfti alla neyðarútganga til að hleypa fólki út og inn. Muna menn víst ekki eftir annarri eins að- sókn í Hagkaupum. . . lingi. Franski matreiðslumeistarinn vann áður á Hótel Sögu. . . E irét lins og HP skýrði frá, fyrstur fjölmiðla, ákváðu Hagkaup að taka í notkun greiðslukort. S.l. föstudag eða þ. 18. þessa mánuðar opnuðust I rétt úr veitingastaðaheiminum: Staðurinn í Kvosinni sem staðsettur er í kjallara Nýja bíós hefur nú feng- ið hinn vinsæla franska kokk Frances Fons Louis ásamt lær- lin árlega alþjóðlega kvik- myndahátíð í London verður haldin frá 14. nóv — 1. des. Þarna eru sýnd- ar allar helstu myndir heimsins sem eru nýjar af náiinni. íslendingar eiga þar verðugan fulltrúa, Ágúst Guð- mundsson. Mynd hans Gulisandur sem í enskri þýðingu nefnist Golden Sands, verður sýnd í lok hátíðar- innar og fær hún mjög lofsamlega umfjöllun í dagskrárbæklingi hátíð- arinnar. . . Umboðsmenn um land allt SJÓNVARPSBÚDIN Lágmúla 7 — Reykjavík Sími 685333 HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.