Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthiasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ölafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Guðrún Hásler Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavik, sfmi 8-15-11. Afgreiösla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Ekta trúðar og óekta Það er ekki á hverjum degi sem Helgarpósturinn tekur við- tal við ekta trúð. [ þessu tölu- blaði birtist viðtal við sænska trúðinn Ruben Madsen. Þar koma fram lífsviðhorf og heim- spekilegar útleggingar á starfi trúðsins. Trúðurinn segir m.a.: „Þegar ég fer í trúðsgervið er ég manneskjan Ruben meðöll- um sínum göllum og kostum. Og þá líður mér best, því þá get ég og má sýna hina mannlegu hlið mína án þess að þurfa að skammast mín fyrir það eða óttast að það verði notað gegn mér. Þess vegna trúi ég líka á trúðinn, því hann er ekta og getur talað mál sem allir skilja. Hann getur brotið múra." Þetta eru vissulega orð til umhugsunar. í daglegu lífi eru flest okkar í hlutverkum. Við leikum ákveðinn sjónarleik og setjum á okkur grímur. Til að standast álag, streitu, vinnu- kröfur og ábyrgð búum við til manngerðir úr sjálfum okkur sem kannski eru órafjarri þeim sanna manni sem í okkur býr; manneskjunni sjálfri. Ruben fer í trúðsgervið til að ná fram manneskjunni í sjálfum sér. Hann setur á sig grímu til að verða hann sjálfur. Við hin för- um öfugt að. (slenska þjóðfélagið gerir þá kröfu að vera fullbúið menning- arþjóðfélag með öllum nútíma þægindum og þjónustu. 240 þúsund sálir eiga að axla þetta þjóðfélag. Það útheimtir mikla vinnu og ábyrgð á hvern ein- stakling. Tekjustofn þjóðarinn- ar er ennfremur einhæfur. Það gefur því auga leið að það þarf mikla samheldni og náunga- kærleik til að einstaklingurinn verði ekki undir. En einstakling- ar verða undir á hverjum degi á l'slandi. Kannski einfaldlega vegna þess að þeir fá engan tíma til að vera þeir sjálfir. Helgarpósturinn tekur oft viðtöl við óekta trúða. Þeir kalla sig stjórnmálamenn, viðskipta- jöfra, umsvifamenn og þar fram eftir götunum. Allir eiga þeir það sameiginlegt að þeir eru að reyna að vera eitthvað annað en þeir eru. Þeir fara í trúðs- gervið til að fela manneskjuna í sjálfum sér. Og stundum erum við orðin svo samdauna sirk- úsnum að við sjáum ekki leng- ur grímu þessara ráðamanna. En það má aldrei gerast; við verðum alltaf að greina ekta trúða frá óekta. HELGARPÚSTURINN síðasta blaði sögðum við frá skipan nýrrar siðanefndar Blaða- mannafélags íslands og fjallaði klausan einkum um þann vanda, að Hæstiréttur íslands taldi sér ófært að skipa mann úr sínum röðum í nefndina. Vegna misskilnings sam- þykkti aðalfundur BÍ lagabreytingu þess efnis, að Hæstiréttur skipaði einn nefndarmanna, heimspeki- deild Háskóla íslands einn, útgef- endur einn og blaðamenn tvo. En niðurstaðan varð sem sé sú, að Hæstiréttur skipaði engan í siða: nefndina. Þess í stað fór stjórn BÍ þess á leit við Hrafn Bragason borgardómara, að hann tæki óskip- að sæti í nefndinni og féllst hann á það. Skipan hans er háð því, að málsaðilar samþykki setu hans. Fyrsta mál nýju nefndarinnar er „Grindavíkurmál" Víkurfrétta og munu ritstjórar biaðsins hafa fallist á Hrafn sem einn nefndarmanna. Þeir hafa verið kallaðir fyrir nefnd- ina auk þess sem hún hefur fundað um málið og er von á niðurstöðu á næstunni... ur útgáfufyrirtæki Anders Hansen, Fjölnir, hafið útgáfu á blaði, sem nefnist Vidskipta- og tölvublaðið og virðist það miðast við sama markað og Frjáls verslun er á. Blaðið er vandað og líklegt til þess að ná útbreiðslu. Þá hefur Fjölnir yfirtekið útgáfu á Fréttablaði iðnaðarins, sem Saga útgáfan var með. Auglýsingastjóri blaðsins er Sigríður Hanna Sigur- björnsdóttir, fyrrum markaðs- stjóri og yfirmaður söludeildar aug- lýsinga hjá Frjálsu framtaki.. . insæll maður í fararstjóra- bransanum, Kjartan Pálsson, blaðamaður á DV mun segja skilið við blaðamennskuna um áramótin og ráðast í fullt starf sem blaðafull- trúi Samvinnuferða og ennfremur fararstjóri á sumrin, enda þrælvin- sæll... (fk>t I lóttinn frá forlögum virðist vera orðinn áberandi. Við fréttum stöð- ugt af rithöfundum sem gefa út sínar bækur sjálfir. Nú ætlar Hafliði Vilhelmsson af gefa sjálfur út nýja skáldsögu eftir sig sem nefnist Beyg- ur. Bókin fjallar um soriasissjúkling í friðarbaráttu og ennfremur er þeirri sígildu spurningu varpað, fram: Hver ber ábyrgð á lífinu? Á bókarkápu er nakin kona sem stendur við tré og mun það vera amma rithöfundarins. Og eins og aðrir rithöfundar hefur Hafliði stofnað um sig eigið forlag, sem heitir Hlöðugil... A Lnnars mega þeir hjá Frjálsu framtaki fara að vara sig því nú hef- LAUSNÁ SKÁKÞRAUT Úr tefldu tafli 1. Dh6-Hg8 2. Hd8! og vinnur. Letzen 1. Hc4! er eini leikurinn sem ieiðir til máts í næsta leik, hvernig sem svartur fer að. Við öllum öðrum (líklegum) hróksleikjum á svartur vörn sem dregúr mátið um einn leik að minnsta kosti. Athugaðu það! BÍLABORG HF. INNHEIMTUBRÉF SMIÐSHÖFÐA 23 - REVKJAVÍK SiMI 81299 NAFNNR. 1108 ■ 9275 Dags. Samkvæmt.bókuqn vorum Per er skuld yðar ranskíivixill pr. 01 11.84, sera þer eruö samþykkj utgefandi af, en krónur Dráttarvextir . Kostnaður 50.000,00 2.750,00 52,00 Samtals kr. 52.802,00 Það eru vinsamleg tilmæli vor, að þér greiðið skuld þessa hið allra fyrsta. fytir annars veróur krafan seld lögfræöingi. Virðingarfyllst. HAGPRENT H.- K, j3 Helgarpósturinn hefur oftar en einu sinni fjallað um innheimtuokur lögfræðinga og aðgangshörku þeirra við innheimtu. Þá höfum við skýrt frá þvi hvernig kröf ur á skuldara hafa gengið kaupum og sölum á innheimtulögfraeðingamarkaðnum. Meðfylgjandi bréf sýnir svart á hvítu hvernig stór fyrirtæki nota sér þetta, þegar geng- ið er að skuldunautum. Innheimtubréfinu lýkur með orðunum „.. annars verður krafan seld lögfræðingi." Nú kynni mönnum að detta í hug, að um væri að ræða prentvillu, en svo er þó ekki, því skömmu síðar stefndu lögfræðingarnir Árni Einarsson og Ólafur Thoroddsen kröfunni. Bílaborg seldi þeim með öðrum orðum kröfuna. Jöfnuður Þess eru ýmis dæmi (sem dæmin sanna) að deilur séu í röðum jafnaðarmanna. Venjulega endar svo allt í hnút, ósættið lifir en flokkurinn jafnast út. Niðri. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.