Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 26
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagurinn 25. október 19.10 Döfin. Bima Hrólfs les áöur óbirt Ijóð. 19.25Sænskar fræöslumyndir um það hvernig rólukeðjur og salerni eru búin til. Ó,’ Svíar...! 19.40 „Bjarni fer á bókasafnið". Sóvott? 19.50 Hendur á lofti. 20.00 Hendur í skauti. 20.40 Þingsjá. Palli Magg lætur sig dreyma... 20.55 Kastljós. Óli Sig með martröö. Um Helga E. 21.25 Skonrokk. Sjaggadagga-sja-sja- baggava. 22.00 Derrick. Fimmtugar húsmæður halda framhjá í huganum. Sjarmörinn stendur sig. 23.00 Leppurinn (The FrontjÁÁÁ Banda- rísk gamanmynd (og alvöru) frá '76. Leikstjórn: Martin Ritt. Aðalleikarar: Woody Allen, Zero Mostel og Andrea Marcovicci. Kaldastríðsfílingur a la McCarthy. Hörkumynd, vel gerð og leikin. 00.35 Klára úr glösunum og út á lífiö. Laugardagurinn 26. október 16.00 Árni málræktar ber (aftur) fram. 16.10 Sport. Og hort Bjaddna. Gort fylgir ekki, en kort af helstu gönguleiðum. Síðasta sort, finnst sumum... 18.30 Enska knattspyrnan. 19.20 Á eftir bolta kemur barn. I þessu til- viki, barnaefni neðan úr Feneyjum. 19.50 Táknmál. 20.00 Smámál, með jarðarberjafyllingu. Nýtt frá M.S. 20.35 Staupasteinn, sjónvarpsraddir hlæja, áhorfenda ekki.. . 21.05 Þjófur í Parfs. (Le Voleur) ★★★ Frönsk bíómynd frá '67. Leikstjórn Louis Malle. Aöalleikarar: Jean-Paul Bel- mondo. Voðalega fínn leikstjóri með voðalega fína mynd. Þéttur leikur Jóns Ráls ásamt smellnu handriti gera gæfumuninn. 23.05 Handagangur í öskjunni (High Anxiety) ★★ Bandarísk gamanmynd frá '77 eftir Mel Brooks með honum og Madalene Kahn í aðalrullum. Svona, svona-mynd að gæöum, þið vitið. Geðveikislega fyndin, en fer of geyst þannig að brosin veröa ansi þreytileg hjá manni í lokin. 00.40 Dagskrárlok: Markús örn Antonsson les Ijóð ef hann veröur upplagöur, annars búið. Sunnudagurinn 27. október. 17.00 Sunnudagslognmolla. 17.00 Feim, æ vonna livv for-eferr... 18.00 Stundin okkar. Vakin skal athygli á ógeðslegum atriöum inn á milli, sem — ekki eru ætluð börnum. 18.30 Fastir liöir — endurfluttir — eins og venjulega. 19.50 Allir fingur upp til guðs. 20.00 Allir fingur upp í nös.. . 20.25 . . .slumman út. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Oj. 20.55 Glugginn. Þáttur um pervisma, pukur og fleira. 21.50 Verdi. Upplestur úr verkum þessa rómaða þjóðskálds Færeyinga. Eða, bíddu nú við, nei annars? 23.10 Höfum ekki efni á að sýna fleira, búið, bless. Fimmtudagurinn 24. október. 13.30 í dagsins önn. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir skref" eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarins þýddi skref fyrir skref. 14.30 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjúklinga. 15.15 Suðurland í dag. Nokkur orð um það, já. Fjögurfréttir eru klukkan 16.00 á fimmtu- dögum. 16.20 TVKSE: tónlisttveggjakynslóða Sig- urðar Einars 17.00 BÚ: Baddnaúbartið. 17.40 Listagrip. Sigrún Björns að lyfta sér á kreik. 19.00 Kvöldfréttirnar okkar landsmanna. . . 19.50 Daglegt mál. Zigurður Gé, zegir okkur zoltið um zetningarfræði, zagnir og zuzzu-zei... 20.00 Leikrit: „Ærsladraugurinn" eftir Noel Coward. 21.45 Clara Wieck-Schumann fær sér Vick og gólar svo. 22.30 Fimmtudagsumræðan. Rætt um fimmtudaga. 23.00 Túlkun í tónlist. Röggi Sigurjóns hugsar sig um í stutta stund, uns hann hugsar sig aftur um. 24.00 Fréttir í dagskrárlok, dong, dong, zzzzzzhhh. Flöskudagurinn 25. október. 07.00 I nafni guös fööur, veöurfregna, frétta o.s.frv. 07.15 Morgunvaktin. Spangólað í eyru manna. 09.00 Morgunfréttir, ef eitthvað hefur þá skeð! 09.05 Morgunstund barnanna (sem öll eru farin ískólann um þetta leyti, sniðugt). 09.45 Þingfréttir. Athyglisverður þáttur, ha... 10.40 „Ljáðu mér eyra" umsjón Málmfríður meme-bitið-aftan-hægra Sigurðar- dóttir- Rúvaksen. 11.10 Málefni aldraðra. Þórir Ess eldist og segir frá. 11.20 Morguntónleikar. Nýr þáttur um diskóæðið 76—79. 12.20 Fréttir af morðum, misþyrmingum og magasárum. 14.00 Miðdegissagan Skref fyrir skref. 14.30 Upptaktur. Gvendur Ben á vitlausri rás. 16.00 Fréttir: Sjötugur er í dag, Geirólfur. . . 16.20 Síðdegistónleikar. Nýr þáttur um pönkæðið 79 — 81. 17.00 Helgarútvarp barnanna. 17.30 Ísland-A-Þýskaland í handbolta, Sviss, ég þangað! 19.00 Reykjavíkurfréttir Kára Jónasar. 19.50 Daglegt mál. Guðvarður Már fer með rétt mál. 20.00 Lög unga fólksins, sem fer með vit- laust mál. 20.40 Kvöldvaka. Gamli baðstofufílingurinn gefur sig ekki. 21.30 Atli Heimir kemur út frá tónskáldum. 22.25 Kvöldtónleikar! Atli Heimir fer heim að sofa. 22.55 Svipmynd Jónasar Rúvaksen: Atli Heimir heyrir útundansér. 00.05 Djassþáttur Tomma Einars: Atli Heimir framúr og dillar sér, nær samt taktinum ekki alveg. 01.00 Búið, allir að sofa: Atli Heimir líka. Laugardagurinn 26. október. 07.00 Nú verða sagðar fréttir. .. 07.15 Þulur kynnir sér búddisma. 07.30 ísl. einsöngvarar og kórar þegja. 09.00 Fréttir lesnar í huganum. 09.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen lögð inn. 11.00 Bókaþing: Lesiö á kjöl nýrra bóka, töff afgreiðsla. 12.20 Kvöldfréttir í fyrra fallinu. 13.50 Hér og nú. Fræðsluþáttur um notkun armbandsúra. 15.00 Miödegisfylling. 15.40 Fjölmiðlun vikunnar: Fallegasta fyrir- sögnin valin. 15.50 íslensk mál; með kaffi og koníaki... 16.00 .. .hikk. 16.20 Ustagrip. Snobbað fyrir elítunni. 17.00 Leikrit fyrir krakkaskarann (sem er aö horfa á voveiflegar víddeó-myndir um þetta leyti með ömmu og afa). 17.30 „Empire Brass Quintet" blæs. 19.00 Hádegisfréttir í seinna fallinu. 19.35 Elsku mamma. Einhver andskotans kvennaþátturinn í viðbót... 20.35 Síðasta fimmtudagsleikrit endurflutt, en Rás 1 hefur tekið nótis af því að enginn hlustar á hana á fimmtudags- kvöldum, utan dagskrárstjóri, afi hans, tengdaamma og föðursystur hans; Sóley á Þrastalæk þrátt fyrir hlustaverk. 22.01 Tíufréttir, mínútu á eftir áætlun, þulur fékk hiksta. 22.30 Á fe-herð. Sve-einn seg-ihr hvert hann fó-óhr í fyrrha. 23.05 Svo létt danslög að þau haldast ekki á fóninum. 00.05 Jón örn Marinós leitar að rásinni. . . 01.00 .. .finnur Næturvaktina, geðveikis- lega ánægður... Sunnudagarnir 27. október '85 og 6. mars '66. 08.00 Morgundandaladrakt. Séra Sváfnir sofnar hægt undan eigin orðum. Söfnuðurinn hrýtur með. Allir fara út- sofnir heim. 08.35 Létt morgunlög. Jón Múli lagar vasa- diskó sem hann fann á Skúlagötunni fyrir utan Villta tryllta Villa á leið í vinn- una... 09.05 Morguntónleikar: .. .Múlinn kemur því í lag... 09.59 Og tekur síðasta hnikkinn fyrir tíu- fréttir. 10.25 Sagnaseiður. Um notkun sagnarinnar að segja. 11.00 Messu frestað þar eð Sváfnir sefur ennþá... 12.20 Dóttir Sváfnis vekur séra pabba, seg- ist hafa týnt vasadiskóinu sínu. Sváfnir sussar, enda komnar fréttir. 13.30 Aldarminning Ezra Found. 14.30 Miðdegistónleikar. 15.10 Kjarval í mynd og minningu. 16.00 Fréttir. 16.20 Vísindi og fræði. 17.00 Með á nótunum. 18.00 Bókaspjall. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Já, það er nú eiginlega miklu fyndn- ara að lesa dagskrána bara svona óbreytta. 20.00 Höfum hana venjulega næstu tíu dálksentimetra, ókey: 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgarættar- innar". 22.00 Fréttir. 22.25 íþróttir. 22.40 Betur sjá augu. 23.20 Kvöldtónleikar. 24.00 Fréttir. 00.05 Á milli svefns og vöku. 01.00 Dagskrárlok. Fimmtudagurinn 24. krækiber. 10.00 Morgunþáttur. 12.00 Matarhlé. 14.00 í fullu fjöri. 15.00 Með síðdegiskaffinu. 17.00 Gullöldin. 18.00 Matarhlé, og dálksentimetrarnir tíu aö baki. .. 20.00 Visædalisi ludend rása ö gidur. 21.00 Ragnheiöur, dóttir Davíðs Oddssonar skilst mér, tekur á móti gestum á tíu ára afmæli sínu í útvarpssal. 22.00 Nú má ég: Ellý Vilhjálms rífur mækinn af Svabba beibe, sem neyðist til að lúffa. 23.00 Kvöldsýn. Valdís gónir til dagskrár- loka, gónir já... Föstudagurinn 25. jarðarber. 10.00 Að morgni dags; séra Ásgeir Thomas farandprestur frá Winnipeg flytur Pál Thorsteins yfir hafið, je. 14.00 Valdís gáir oní pósthólfið eftir há- degismat og verður bumbult. 16.00 Léttir sprettir. Jón Ólafsson ríöur út á Klaka frá Kirkjubæ, tveggja vetra und- an ísafold frá Bæ. 20.00 Eftir tveggja tíma þögn: Hljóðdósin (Rásin alltaf jafn heillandi). 21.00 Kringlan: Bein lýsing úr Bernhöfts- bakarí. 22.00 Nýræktin: Þáttur um þurrkun canna- bis-jurta. 23.00 Næturvaktin: Viggi og Toggi svífa um á eyrnablöðkunum, enda gleymdist að lofta út eftir síðasta þátt. Tækni- maðurinn röflandi... Laugardagurinn 26. bláber. 10.15 Sigurður Blöndal sefur yfir sig, en mætir... 14.00 Laugardagur til lukku: Svavari Gests starsýnt á sérkennilega plöntu úti í glugga stúdíósins... 16.00 Listapopp: Gunni Sal lyktar af henni... 17.00 Gunni Sal neitar að fara frá plöntunni. Hló — Plantan neitar að fara frá Gunna. 20.00 Þau byrja saman, opinberlega. 21.00 Nýræktin: Gunnar Salvarsson sér um þáttinn. 22.00 Bárujárn: Gunnar Salvarson fer um þáttinn. 23.00 Svifflugur: Gunnar Salvarson lendir eftir fjóra tíma. Rásin líka. Sunnudagurinn 27. aðalbláber. 13.30 Kridd í tylveruna. 15.00 Tónlistarkrossfarinn. 16.00 Vinsædalisi ludend rása ö, uddsdu1 visæusdu ögi gid. 18.00 Átján, núll, núll (að staðartíma)... -=+ öe end. ÚTVARP * Utvarpsalþingi Nokkur undanfarin ár hafa alþingis- menn kvartað reglulega yfir því, að virðing Alþingis fari þverrandi. Og senniiega er það alveg rétt hjá þeim. En sú skýring, sem alþingismenn hafa helzt nefnt er röng. Skýring þeirra hefur helzt verið sú, að fjöl- miðlarnir gefi alranga mynd af Alþingi. Þeir segi frá smámálum, sem þeir blási upp, en gleymi hinum mikilvægari málum, sem þingheimur sé að fást við. Sjálfsagt má gagnrýna fjölmiðlana fyrir fréttaflutninginn, en að nota þetta atriði sem skálkaskjól í svona alvarlegu máli er della. í það heila tekið gefa fréttamenn miklu fremur ranga mynd af störfum Al- þingis með því að draga upp hálfgerða glansmynd með dulúðugu ívafi af þessari stofnun. Sumir þingmenn eru harðdugleg- ir og skarpir, aðrir eru sleðar, enn aðrir eru hvorugt, en hafa áhrif. Kastljósið beinist óhjákvæmilega meira að mönnum skerp- unnar og áhrifanna. Trúnaðartraust stjórnmálamanna og al- mennings er því miður lítið sem ekkert, og er þar fyrst og fremst sjálfum þingmönnun- um um að kenna. Um þetta má nefna dæmi. í þessum útvarpspistli er nærtækt að nefna eldhúsdagsumræðurnar á Al- þingi á fimmtudag fyrir viku. Þar komu eftir Halldór Halldórsson þingmenn fram miililiðalaust — án milli- göngu fréttamanna — og „máiefnaleg" umræða þingmanna kom til landsmanna beint af skepnunni. Og hvílíkt karp! Stjórnarsinnar ábyrgðar- fullir í tali, þar sem hvergi er vikið að þeim vandamálum þessa samfélags, sem blasa við heimilunum. Þeir voru allir í „stóra samhenginu" en forðuðust „heitu“, við- kvæmu málin. Og á móti kom svo stjórnar- andstaðan útblásin yfir vandamálum litla mannsins án þess að líta á stóru málin, grundvallarmálin. Þetta er gróf lýsing, en fer nokkuð nærri sanni. Hjá stjórnarand- stöðunni komu fram tiliögur til úrbóta, en þá ruku stjórnarsinnar í það að gera það allt saman ákaflega tortryggilegt. o.s.frv., o.s.frv. Það er engu líkara en að þessir menn skipti litum eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Og flestir virðast sjá allt í hvítu og svörtu, bláu eða rauðu. Ég er þeirrar skoðunar, að megnið af al- þingismönnum skuldi íslenzkri þjóð afsök- un. Þeir halda, að þeir séu að tala til þjóðar- innar, en í raun og veru eru þeir bara að karpa sín á milli, halda til streitu einhverju þrasi, sem byrjaði í Kringlu Alþingishússins í fyrra eða fyrir 10 árum. Þessir þankar vöknuðu við útvarpsvið- tækið í síðustu viku, þegar eldhúsdagur var á þingi. Útvarp umræðna frá Alþingi er nauðsyniegt fyrirbæri og mætti gera mun meira af því að útvarpa frá Alþingi, þegar stór mál eru á ferð. En þá verða alþingismenn líka að taka sig saman í andlitinu. Ef þeir gera það ekki hygg ég, að heillavænlegast sé, að frétta- mepn sjái um að greina hismið frá kjarnan- um. SJONVARP Kynferöispólitík Kynferðispólitík er góð tík sé rétt að henni farið. Hún hnusar að öllu því sem á einhvern hátt tengist karllegu og kvenlegu kynferði, svo sem illa þefjandi kynhlut- verkum, en innan þeirra hafa valdahlutföll- in verið konum mjög í óhag. Fastir liðir eins og venjulega. Því var ánægjulegt að horfa á tvo rót- tæka kynferðispólitíska þætti í sjónvarpinu „Fastir liðir..." ættu að auðvelda mörgum karl- manninum að endurmeta kúgunarhlutverk sitt. um helgina. Á föstudagskvöld hóf hinn dásamaði Derrick göngu sína á nýjan leik. í þeim þætti tókst honum að afhjúpa fjöl- lyndis- og drápseðli tiltekins hóps þýskra karlmanna með hjálp gengilbeinu í vert- húsi því er karlmennirnir sóttu. Á iaugardagskvöld var svo sýndur fyrsti þátturinn í framhaldsmyndaflokknum Fastir liðir eins og venjulega þar sem hand- ritshöfundarnir, Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg, snúa við marghötuðum kynhlutverkum. Atburðarásin á sér stað í smáborgaralegu mæðraveldi, þar eru ábúðarmiklar forstýrur og kúgaðir hús- feður. Fyrsti þáttur lofar góðu, mynda- flokkurinn ætti að auðvelda mörgum karl- manninum að endurmeta það kúgunar- hlutverk sem hann hefur oft á tíðum hugs- unarlaust með höndum, og að setja sig í spor hins kúgaða — með bros á vör. Mörg atriði kitluðu a.m.k. mínar hlátur- taugar, en ég verð að viðurkenna þá beisku staðreynd að stundum fylltist ég löngun (því ætli konur almennt hefðu nokkuð á móti því að hafa á að skipa einkaritara á borð við þann sem Kristján Franklín leikur og eiginmanni í líkingu við þann sem .ló- hann Sigurðsson ber á borð fyrir sjón- varpsáhorfendur ásamt nýbökuðum boll- um? Svona er maður nú ómerkilegur.) Bara ein aðfinnsla: allt í lagi með föður- sýkisköstin (móðursýkisköst eru hvort eð er óljós tilbúningur illgjarnra manna og eiga sér enga læknisfræðilega stoð),enföð- urlífsbólgur ganga ekki allskostar upp í raunsæislegri ,,slap-stick“ uppfærslu Gísla Rúnars. Af nógum skotheldum neðan- þindarkvillum er að taka eins og blöðru- hálskirtilbólgu, eistnaþembu, þvagrásar- teppu, pungsigi...... 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.